Þjóðviljinn - 19.04.1988, Blaðsíða 16
SPURNINGIN—'
Ferð þú oft á bókasöfn?
Jón Hannes Karlsson
Nei ég get ekki sagt það. Það
gleður mig að nú stendur til að
hefja útlán á geisladiskum.
Anna Mjöll Ólafsdóttir,
nemi
Nei sjaldan, helst ef mig vantar
eitthvað í ritgerðirnar mínar.
Ólafur Einarsson,
nemi
Geri það örsjaldan, nema þegar
ég þarfa á því að halda vegna
skólans. Hef því miður lítinn tíma
til að lesa mér til skemmtunar
Guðmundur Jóhannesson,
bílstjóri
Nei mjög sjaldan. Gerði það
meira á mínum yngri árum.
Haraldur Ingólfsson
brúðgumi
Nei ekki síðan ég hætti skóla.
Skemmti mér svo mikið að ég
hefi ekki tíma fyrir lestur.
þjómnuiNN
Þriðjudagur 19. apríl 1988 88. tölublað 53. örgangur
Sólveig Arngrímsdóttir, starfsmaður í útibúi Borgarbókasafnsins í Gerðubergi, heldur hér á hluta þeirra
geisladiska sem nú eru til útláns hjá safninu.
Borgarbókasafnið
Yfirdrattur
á téKKareiKninea
launafólKs
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF
1
Elskhugar heimsins
Úrskurður
Germaine
Greer
Raunsæir menn þóttust hafa
greitt goðsögunni um ástleikni og
bólfimi ítalskra karla náðarhögg-
ið. En staðreyndin er sú að niðjar
Rómverja hinna fornu elska bet-
ur en aðrir karlar. Sú er að
minnsta kosti persónuleg reynsla
frú Germaine Greer.
„Frá mínum bæjardyrum séð
eru ítalir bestu elskhugar í heimi.
Þeir elska af lífi og sál,“ segir frú
Greer í viðtali við kvennatímarit.
Hún vísar sögnum um ágæti
enska sjentilmannsins gersam-
lega á bug, breskir karlar líti ekki
á konur sem menn. „Þeir geta
ekki einusinni séð konur sem
tákn í heimsmynd sinni.“
Greer er sem kunnugt er ást-
rölsk að ætt og uppruna og
heimsfræg fyrir bókina „Kven-
geldingurinn." Um landa sína af
sterkara kyninu farast henni svo-
hljóðandi orð: „Þeim líður illa
séu þeir í hópi kvenna en vel
hverjum með öðrum.“
Viöjiö þið geisladisk?
Borgarbókasafnið er 65 ára um
þessar mundir. í tilefni þeirra
tímamóta hefur verið ákveðið að
hefja útlán á geisladiskum, og fer
sú starfsemi fram í útibúi safnsins
í Gerðubergi í Breiðholti Borg-
arbókasafnið tók við af Alþýðu-
bókasafni Reykjavíkur en það
tók til starfa 19. apríl 1923. í safn-
inu voru þá 900 bækur, en nú um
síðustu áramót var bókaeign
safnsins þrjú hunduð sextíu og
sjö þúsund bækur.
Nú er tækifæri þeirra sem ekki
hafa skilað bókum á réttum tíma,
því ákveðið hefur verið, í tilefni
afmælisins, að hafa sektarlausa
viku. Sektarlausu dagarnir hefj-
ast í dag, sjálfan afmælisdaginn,
og standa til 26. apríl.
sg
Áfram heldur frúin að þræða
sig áfram eftir landabréfinu,
hvarvetna finnur hún okkur
körlunum eitthvað til foráttu.
Frakkar séu drýldnir um skör
fram og arabar óttist líkamssnert-
ingu einsog heitan eldinn.
Bandaríkjamenn séu skíthræddir
við konur en: „Þeir eru framúr-
skarandi elskhugar því þeir
leggja svo hart að sér. Hinsvegar
verður það leiðinlegt til lengdar."
Reuter/-ks.
Hátíð
600.000 W Halldórs
Á sunnudaginn héldu Breiða-
blik, Augnablik og félagssam-
tökin Aðall fjölskylduhátíð í
Laugardalshöllinni til styrktar
Halldóri Halldórssyni, fyrsta ís-
lenska hjarta- og lungnaþegan-
um.
Margt var til skemmtunar,
þingmenn kepptu gegn liði
bæjarstjórnarinnar í Kópavogi í
fótbolta, Breiðblik lék gegn úr-
vali 1. deildarinnar í handbolta
en Kristján Sigmundsson lék þar
sinn síðasta leik og keppt var um
titilinn vítakskytta I. deildar
1988. Er skemmst frá því að segja
að þingmenn unnu fótboltann,
úrvalið vann Blikana og Eggert
Tryggvason KA vann vítaskyttu-
titilinn. Einnig komu fram tón-
listarmennirnir Bjartmar Guð-
laugsson og Valgeir Guðjónsson
í lok hátíðarinnar afhentu að-
standendur hátíðarinnar fulltrúa
Halldórs söfnunarféð sem nam
rúmum 600.000 krónurn.
ste
Einsog sjá má fjölmennti fólk á fjölskylduhátíðina.