Þjóðviljinn - 19.04.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.04.1988, Blaðsíða 7
Síðastliðinn fimmtudag hófst stórglæsileg ráðstefna Fóstrufélags íslands um uppeldi og menntun forskólabarna. Ráðstefnan, sem stóð fram á laugardag, var einstaklega vel sótt. Myndin sýnir hluta af barnakór sem söng við setningu ráðstefnunnar. Þarna ríkti söng- og lífsgleðin ofar öllu öðru. Framkvæmda- áætlun svikin Við gerð kjarasamninga ASÍ og vinnuveitenda haustið 1980 gengust stjórnvöld inn á að beita sér fyrir því, að fullnægt yrði þörf fyrir dagvistarþjónustu barna á næstu 10 árum. í mars 1981 skipaði þáverandi menntamála- ráðherra nefnd til þess að gera slíka áætlun og tillögur um nám- skeið fyrir ófaglærða starfsmenn dagvistarheimila. Nefndin skilaði áliti í apríl 1982 í formi áætlunar um byggingu dagvistarheimila fyrir börn til 10 ára aldurs, annars vegar fyrir börn 0-5 ára á leik- skólum og dagheimilum og hins vegar 6-9 ára á skóladagheimil- um. Fyrir Reykjavík gekk nefnd- in út frá áætlun, sem borgarstjórn Reykjavíkur hafði gert fyrir tíma- bilið 1981-1990. í stuttu máli sagt hefur áætlun þessi verið svikin. Framlög ríkis- ins til dagvistarmála hafa lækkað frá ári til árs og sveitarfélögin engan veginn staðið við sitt. Þess- ir aðilar hefðu samkvæmt áætlun- inni átt að leggja 4400 milljónir króna til uppbyggingar dagvistar- heimila, en reyndin er aðeins 800-900 milljónir. Mikill og vaxandi skortur er á fóstrum til starfa, og er skýring- anna m.a. að leita í bágum launakjörum og erfiðum starfs- skilyrðum. Allvíða á landinu eru starfræktir leikskólar, þar sem engin fóstra er starfandi. Ákvæði laganná um sálfræði- og ráðgjaf- arþjónustu eru víða einnig dauður bókstafur. f töflu, sem hér er birt, kemur fram fjöldi dagvistarheimila, fjöldi barna á þeim, fóstra og ó- faglærðs fólks og fjöldi á biðlist- um eftir dagvistarrými í árslok 1986 flokkað eftir kjördæmum, svo og bráðabirgðatölur fyrir árið 1987: Ástand dagvistarmála Alls eru þetta um 200 dagvist- arheimili fyrir samtals um 10.000 börn í 80 sveitarfélögum, þar af eru um 3/4 hlutar á leikskólum í hálfsdagsdvöl. Á þéttbýlisstöð- um úti á landi er víða aðeins um að ræða leikskóla og við 25 slíka starfaði engin fóstra á árinu 1986. Börn á aldrinum 1-6 ára voru á árinu 1987 samtals 20.551, og samkvæmt ofangreindu átti að- eins um helmingur þeirra kost á einhverju dagvistarplássi. Á biðlistum voru í árslok 1986 um 5000 börn, þ.e. 1267 vegna dagheimila og 3714 vegna leik- skóla. Slíkir biðlistar segja þó ekki nema hálfa sögu. Þannig er t.d. ekki tíunduð bið eftir dag- heimilum úti á landi, þar sem enga slíka þjónustu er að finna og víða skráir fólk ekki börn sín á biðlista, þar eð það telur slíkt ekki hafa neina þýðingu. Fullyrða má að víða hérlendis sé ástandið slæmt í dagvistarmál- um. Kemurþað velí ljósef litiðer til þessa þáttar hjá nágranna- þjóðum, og er þó langt frá því að málefni forskólabarna séu þar að öllu leyti til fyrirmyndar. Dæmi frá öðrum Norðurlöndum í Danmörku eru dagvistarmál- efni í höndum sveitarstjórna. Þarlendis er að störfum nefnd sem fjallar um forskólastigið með þátttöku allra þingflokka. Dag- vistaraðstaða er þar langtum betri en hér gerist, framboð á dagvistarrými meira og rekstur dagvistarstofnana er aðlagaður vinnumarkaði. Mikil umræða fer nú fram þar í landi um forskóla- stigið, m.a. sem hluta af „hel- hedsskole". í Svíþjóð samþykkti þjóðþing- ið 1985 tillögu um forskóla. Sam- kvæmt henni eiga öll börn frá 18 mánaða aldri og þar til þau byrja í grunnskóla að hafa rétt til að vera í forskóla, í síðasta lagi árið 1991. Forskólinn greinist í dagheimili og „deltidsgrupp“ (einskonar leikskóla). Dagheimili eru opin allan daginn fyrir börn á aldrin- um 1-6 ára. „Deltidsgrupp" er forskóli í þrjá tíma á dag fyrir börn á aldrinum 4-6 ára (og fimm ára í strjálbýli) frá sjálfkrafa kvaðningu í forskólann. Þjóð- þingið (Riksdagen) hefur líka samþykkt stefnuyfirlýsingu um innra starf forskólans og fól fé- lagsmálastjórninni (Socialstyr- elsen) að ganga frá uppeldisáætl- un, sem er leiðbeinandi fyrir sveitarfélögin, en þau bera ábyrgð á forskólastiginu. Sú áætl- un var fullbúin vorið 1987. Samkvæmt norskum lögum bera sveitarfélög ábyrgð á bygg- ingu og rekstri dagvistarheimila. í Noregi stendur nú yfir sérstök hvatningarherferð með það að markmiði að fjölga dagheimilis- plássum og bæta innra starf á barnaheimilum, þannig að um aldamót eigi öll börn á forskóla- aldri (neðan grunnskóla) rétt á dvöl á dagheimili. Samtímis á að fjölga skóladagheimilum fyrir yngstu árganga í grunnskóla og lengja skóladaginn. Rekstrar- styrkur ríkisins til dagvistarheim- ila hækkar í áföngum og er gert ráð fyrir að hann nemi bráðlega um 40% af heildarútgjöldum, en 60% skiptist nokkurn veginn jafnt milli sveitarfélags og for- eldra. Ríkisvaldið beitir sér nú fyrir að sveitarfélögin fái aukin lán til byggingar dagvistarstofn- ana. Norska ríkisstjórnin gaf í skyn í skýrslu til Stórþingsins í vetur, að ef sveitarfélögin sinni ekki kalli um uppbyggingu for- skólastofnana komi til greina að lögbjóða byggingu þeirra. Það er fróðlegt að bera þessa stefnu í dagvistarmálum hjá grannþjóðum okkar saman við þær hugmyndir, sem hér hafa verið á döfinni um sama efni. Víðtækrar samstööu þörf Til að ná fram þeim miklu breytingum sem hér þurfa að verða á forskólastigi sem fyrst er æskilegt að víðtæk samstaða geti skapast um þær á Alþingi og hjá framkvæmdavaldinu, ríki og sveitarfélögum. Því er mikið undir því komið að milliþinga- nefndin geti unnið starf sitt vel og að innan hennar geti tekist sam- staða um meginatriði. í tillögunni eru nefndinni ekki sett ákveðin tímamörk til að skila tillögum sínum til þingsins, en æskilegt er að það geti orðið innan árs, þannig að unnt verði að fjalla um málið á næsta þingi. Þannig gæti fyrsta ár fram- kvæmdaáætlunar orðið 1990 um það leyti sem síðasti áratugur þessarar aldar gengur í garð. Hjörleifur Guttormsson Kjördæmi Fjöldi Skölad. Dagh. Leiksk. Alls Fóstrur Ófagl. Biðlisti heimila (fjöldi barna) börn Dagh. Leiksk. Reykjavík .... 77 389 1485 2562 4436 238,2 321,1 748 1391 Reykjanes.... .... 37 76 584 1763 2423 99,1 168,2 268 1234 Vesturland ... .... 13 0 70 557 627 12,5 42,7 67 279 Vestfirðir .... 10 0 34 410 444 8,6 31,9 24 102 Nl.vestra .... 9 0 28 417 445 5,4 33,6 13 57 Nl.eystra .... 18 30 182 625 837 27,2 63,0 84 342 Austurland ... .... 12 0 34 516 550 11,0 38,9 6 160 Suðurland.... .... 15 14 79 598 691 21,1 38,0 57 149 Alls 1986 ....191 509 2496 7448 10453 423,1 737,4 1267 3714 Alls 1987 ....199 504 2558 7500 10562 467,7 770,2 1343 3694 Þriðjudagur 19. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7 Heildarvinningsupphæð: Kr. 5.809.448.- 1. vinningur var kr. 2.907.045.- og skiptist hann á milli 3ja vinnings- hafa, kr. 969.015.- á mann. 2. vinningur var kr. 871.620.- og skiptist hann á 292 vinningshafa, kr. 2.985.- á mann. 3. vinningur var kr. 2.030.783.- og skiptist á 8.497 vinningshafa, sem fá 239 krónur hver. Upplýsingasími: 685111.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.