Þjóðviljinn - 24.04.1988, Blaðsíða 2
I rósa-
garðinum
MORÐÆÐI
Á ALPINGI
Þaö munaöi ekki nema einu
atkvæði aö bjórinn yrði drep-
inn, sagði Sverrir Her-
mannson.
Frétt í DV.
EKKI MEIR,
EKKI MEIR
Hallgrímur Pétursson lifði í
60 ár
Hann var líka svakalega
klár
að yrkja falleg Ijóð
og áreiðanlega hafa margir
fylgt í hans slóð.
Úr skólablaði.
ERU Á FERLI
ÚLFUR OG REFUR...
í Magnúsi L. Sveinssyni
kristallast sú hugsjón að Sjálf-
stæðisflokkurinn sé flokkur
allra stétta, en ekki liggur Ijóst
fyrir, hvernig allar stéttir eiga
að rúmast í einni og sömu
persónunni.
Tímlnn
HYLLIR UNDIR
HRÚTINN BJARTA...
Þá er sú leiðindaþræta liðin
hjá sem stóð í sambandi við
kaupið hans Guðjóns, for-
stjóra SÍS, og stjórn þess fór
að gráta og bað forstjórann
fyrirgefningar á öliu saman.
Eg bara spyr: Líður Erlendi
Einarssyni og hans undirfylg-
isfiskum betur núna eftir
harmagrátinn? Já, mannlegt
er að biðja fyrirgefningar pg
það á opinberum fundi. Ég
vissi alltaf að Guðjón var með
hreinan skjöld ef dæma má
eftir hans frjálslegu fram-
komu. Þá er hann svo bjartur í
andliti og ég hefi aldrei séð
eins bjartan mann og hann. Ef
Guðjón væri fæddur lam-
bhrútur á Ströndum hefði
hann verið látinn heita Bjartur
og myndi bera nafnið með
rentu.
Fréttapistill í DV.
ENGINN ER SPÁ-
MAÐURÍSÍNU
FÖÐURLANDI...
Taldi Þorsteinn að hann
hefði öðlast nýjan skilning
eða fundið viðbót við afstæð-
iskenningu Einsteins fyrir um
átján árum og hefði hann
reynt að koma hugmyndum
sínum á framfæri við ýmsa
aðila en án árangurs.
Tíminn
-SJÁ LAMBIÐ ER BER
SYND HEIMSINS
Stjórnendur fyrirtækja
verða oft fórnarlömb hinna
rótgrónu fjárhagslegu vanda-
mála, svo sem efna-
hagsráðstafana og reglu-
gerða, sem einkenna nútíma-
þjóðfélög.
Morgunblaðið
Dándimaður vikunnan
SKAÐI SKRIFAR
Sál mín fagnar
sljömunni stóru
Ég, Skaði, hefi haft dálitlar áhyggjur af þessu andskotans
ráðhúsmáli. Það er ekki einleikið hvernig fólk hefur látið út í
hann Davíð minn og Hús andanna eins og ég vil helst kalla það,
því ég vil hafa andlegheit og flottheit í miðbænum en ekki þá
andstyggðar bárujárnsrómantík og fúaspýtupornógrafíu sem
þau hafa sameinast um Vesturbæjaríhaldið og
menntakommarnir og svo er einhver þar fyrir utan. Eins og
segir í vísunni:
Þar er Flosi í fríðrí Kvos
og feikn af gosi þambar.
Ég var því feginn þegar Davíð tók sig til, stökk upp úr lungna-
bólgunni og tók sína skóflustungu og kastaði þar með rekunum
á þetta vanhelga bárujárnsbandalag, sem ekki gerir annað en
að rangfæra, villa og vefengja sannleikann í málinu, eins og
hann komst svo ágætlega að orði í sinni skófluræðu.
Til hamingju með skóflustunguna, Davíð, sagði ég þegar ég
hitti hann á förnum vegi.
Þakka þér fyrir það Skaði, sagði Davíð. Þú sást hvernig ég
tók þetta pakk?
Það var hrein snilld, sagði ég. Mér finnst eiginlega synd að
kalla þig jafn hvunndagslegu nafni og borgarstjóri. Það minnir á
stýri og annað sem hvaða sótraftur sem er snýr á milli handa
sérvon úrviti ágötum bæjarins. Nei, mérfinnst þúeigirað heita
borgarjarl eða þannig.
Mikið ert þú vænn að segja þetta Skaði, sagði Davíð.
Já og þá geturðu líka fengið þér ágætt vígorð úr fornbók-
menntunum í þinni baráttu.
Og hvað er það? spurði Davíð
Ungan skal jarlinn herða, sagði ég.
Já auðvitað sagði Davíð. Eg var næstum því búinn að
gleyma því.
Annars ætla ég að benda þér á það Davíð, sagði ég, að þér
hefur sést yfir eitt í slagnum við bárujárnstjarnarpakkið. Það er
kvæði sem Halldór Laxness orti árið 1927. Það heitir Nótt á
Tjarnarbrúnni og er eiginlega spásögn um þig og þínar athafnir
í tilverunni.
Getur það verið? spurði Davíð.
Heldur betur, sagði ég. Kvæðið hefst sisvona:
/ tjörninni vex borgin...
Þetta liggur í augum uppi, Davíð. Borgin vex ekki við Tjörn-
ina, hún vex blátt áfram í henni. Þetta vísar beint á Ráðhúsið
þitt.
Það er alveg Ijóst, sagði Davíð.
Það er meira blóð í kúnni, saagði ég. Næsta erindi kvæðisins
vísar ekki barasta á Ráðhúsið heldur á þig sjálfan. Það byrjar á
þessum orðum:
Sál mín fagnar stjörnunni stóru...
Nei hættu nú alveg, sagði Davíð og roðnaði, og mér varð
glatt í geði yfir því hve hann var í senn bljúgur og þó stoltur
strákanginn.
En Davíð, sagði ég, þú verður líka að fá einhverja krítík. Ég
var alls ekki ánægður með eina röksemd þína í skófluræðunni.
Þú segir um staðarvalið fyrir Ráðhúsið að þar sért þú að elta
Ingólf Arnarson og Hallveigu Fróðadóttur sem reistu sér bæ
rétt hjá. Þú sagðir: „okkur er hoillt að minnast þess, að þau
völdu einmitt þennan stað þegar þau höfðu úr öllu landinu að
moða. Okkar land er stórkostlegt og fagurt. En það hlýtur að
♦ t
segja okkur Reykvíkingum mikla sögu að þegar þau sæmdar-
hjónin gátu valið hvaða blett á landinu sem var, þá völdu þau
einmitt þennan stað".
Nú og er ekki allt í lagi með þetta Skaði? spurði Davíð.
Nei, sagði ég. Þetta er alls ekki rétt. Þau gátu alls ekki valið
um hvaða blett sem var, því það var ekki kominn vegur til
Þingvalla og Hallveig komin á steypirinn og enginn tími til að
skoða Eýjafjörðinn minn eða Skagafjörðinn svo tiltölulega
löngu fyrir þyrluöld.
Þú meinar það, sagði Davíð hugsi.
Já ég meina það, sagði ég. Maður á ekki að láta hanka sig á
smámunum Davíð. Og hvaða Ingólfshjal er þetta annars?
Hvað kemur Ingólfur Arnarson þér við? Kannski var hann aldrei
til einusinni, kannski er hann barasta misskilningur á nafni á
fjalli fyrir austan fjall.
Já en fornar súlur... Ekkert rugl Davíð. Ingólfur hefur ekki
valið fyrir þig staðinn. Það ert ÞÚ sem hefur valið staðinn og þú
ferð ekki að láta einhverja meira eða minna vafasama sagn-
fræði koma aftan að þér með þetta.
Davíð var svolítið annars hugar og horfði út í fjarskann,
dulúðugur, lýriskur og viljafastur í senn. Ég fylgdi augnaráði
hans hugfanginn út í framtíðarblámann og sannfæringin um
sigur hins góða í lífinu tútnaði út í gömlu brjósti mínu.
Island hefur jarl.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. april 1988