Þjóðviljinn - 24.04.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.04.1988, Blaðsíða 12
Á sunnudagskvöldið verður Hamlet frumsýndur hjá Leikfélagi Reykjavíkur, íþýð- ingu Helga Hálfdanarsonar, og er þetta í fyrsta skipti sem þýðing Helga á þessu fræg- astaverki leikbókmenntanna hljómar á íslensku leiksviði. Hamlet Danaprins reikar um Krónborgarkastala í dýpstu ör- væntingu, vegna þess að móðir hans hefur gifst föðurbróður hans Kládíusi um leið og faðir hans var kominn í gröfina. Pá er hans vitj- að af vofu föður síns sem segir honum að Kládíus hafi myrt hann, og krefst þess að Hamlet hefni morðsins. Slíkt getur ekki annað en aukið á hugarangur Hamlets, hann get- ur ekki ákveðið sig, veltir fyrir sér tilgangi lífsins, tvístígur og hegð- ar sér svo undarlega að sögur fara að ganga um tæpa geðheilsu hans. Þar að auki eykst fyrirlitn- ing hans á móður sinni, og þar með kvenfyrirlitning hans sem hann eys yfir Ófelíu sem hann elskaði áður og verður meðal annars til þess að hún missir vitið. Um fá leikrit hefur eins margt verið ritað og Hamlet Shakespe- ares, og sýnist sitt hverjum. Sál- fræðingar hafa velt fyrir sér þung- lyndislegum hugleiðingum hans og Ödípusarkomplex, leikstjórar valið að túlka verkið sem póli- tískt verk eða fjölskylduharm- leik, sumir gert Fortinbras Nor- egsprins að lykilmanni verksins, sumir sleppt honum alveg. Fort- inbras kemur aðeins tvisvar við sögu í leikritinu, hann er sá sem gengur inn á leiksviðið í lok harmleiksins þegar allir hafa drepið alla og tekur við Dana- veldi: „Losið mig við þessi lík, Hamlet var góður drengur en hann er dauður, nú er það ég sem verð konungur ykkar.“ Kannski skiptir þetta öllu máli, kannski engu. Verkið er það margrætt og þræðirnir það margir að hver getur lesið það út úr því sem honum sýnist vera aðalat- riðið, sleppt hinu eða látið það Hamlet hjá L.R. 1949: Póloníus (Haraldur Björnsson) og Hamlet (Lár- us Pálsson) „Póloníus var einhver eftirminnilegasta persóna leiksins og Lárus Pálsson kom, sá og sigraði." Hugleiðing Leikfélag Reykjavíkur Hver er Hamlet? í vitund margra er hann fölleitur og dálítið vannærður ungur mað- ur á sokkabuxum og í svartri skyrtu með hvítum kraga sem stendur með hauskúpu í hendinni, horfiráhanaalvar- legur í bragði og segir að vera eða ekki að vera. Hamlet er ein af þessum skáldskaparpersónum sem allir kannast við, líka þeir sem hvorki hafa séð né lesið leikritið. Svona svipað og Gunnar á Hlíðarenda, Andrés Önd og Don Kíkóti. Hann hefur á vissan hátt losnað úr tengslum við verkið og leikur nú lausum hala. Hann hefur líka þann eiginleika að vera margfald- ur í roðinu, því að enda þótt al- þýðleg mynd hans sé einfölduð býr hinn margbrotni og fjöllyndi Hamlet að baki og býður hverri kynslóð upp á að búa til mynd af sér. Þær myndir geta orðið furðu ólíkar. í minn huga rísa upp þrjár, frá þremur ólíkum sýning- um verksins. Pjóðleikhúsið 1963. Gunnar Eyjólfsson var nokkuð innhverf- ur og rómantískur Hamlet og lagði höfuðáherslu á sálarbaráttu hans og huglæg átök. Kládíus var fremur góðlegur maður og ekki minnist ég þess að nein hroðaleg ógn hafi steðjað að einum eða neinum. En Hamlet var ljóðræn sál og háfleyg. Krónborgarkastali 1985. Sören Spanning var beittur og ákveðinn Hamlet sem beindi hvössum skeytum sínum gegn Kládíusi og öðrum herrum ofríkis og hernað- arvalds. Múrar kastalans mynd- uðu uggvænlegt baksvið og ógn- andi hermenn gráir fyrir járnum voru sífellt nálægir. Kládíus var gerspilltur og valdagírugur lost- aseggur og í lokin voru öll tvímæli tekin af um að Fortinbras mundi reynast enn verri valdsmaður. Barbican 1986. Richard Rees var óskaplega taugaveiklaður Hamlet, sífellt á þönum fram og aftur um sviðið. Hann hagaði sér eins og vandræðaunglingur sem gerði uppsteit gegn sómakærum og fremur settlegum foreldrum sínum og setti allt á annan ,endann í þjóðfélaginu. Af þess- um sálarflækjum og aðlögunar- vandkvæðum piltsins spruttu síð- an óttalegar hörmungar fyrir flesta viðstadda og það var eigin- lega hálfgerður léttir þegar þessu veseni linnti og Fortinbras kom á lögum og reglu á nýjan leik. Þeir sem standa frammi fyrir þeim vanda að setja Hamlet á svið reyna hverju sinni að draga fram þá fleti þessa flókna verks sem falla að þeirra hugðarefnum og ríma við tíðarandann. Af slíku er allajafna af nógu að taka í Hamlet. Lítum aðeins á þá Dan- mörku sem þar er lýst, það Dana- veldi þar sem eitthvað er rotið, sem frægt er orðið, og aðgætum hvort þar er ekki ýmislegt að sjá sem við könnumst við úr okkar nánasta umhverfi. Strax í fyrsta atriðinu, þegar varðmennirnir eru að ræða ýmis- legt sem úrskeiðis fari í ríkinu, kvartar Marsellus sáran undan því mikla vinnuálagi sem Kládíus hefur lagt á þjóðina, þar er stans- laus eftirvinna og helgidaga- vinna, mönnum er þröngvað í þann þrældóm sem þekkir ekki helgan dag frá virkum og ástæðan fyrir allri þessari vinnuþrælkun er vígbúnaðar- kapphlaupið sem bardagagleði Fortinbrasar hefur hrundið af stað. En við hirðina vinna menn ekki af kappi heldur drekka þeim mun fastar í stanslausum veislug- laumi. Konungur hefur forystu í drykkjunni og hvenær sem hann svelgir í sig teyg af víni, bylur bumba og horn til dýrðar hans drykkjuhreysti. Hamlet hefur hins vegar áhyggj- ur þungar af ofdrykkju landa sinna sem er orðin þeim til vansa út í frá og vítt af öðrum þjóðum sem kalla oss drykkjusvola og saurga nöfn vor með svínskum viðurnefnum. í þessu ríki er æðst boðorða að vera hress og kátur á hverju sem dynur. Kládíus ávítar Hamlet fyrir að syrgja föður sinn um of og hvetur hann að varpa af sér svo „tilgangslausum harmi“. Við þessa hirð skal yfirborðskætin ráða ríkjum. Ómissandi þáttur þessarar yfirborðsmennsku er tískutildrið sem skýrast kemur fram í persónu þess kostulega spjátrungs Ósriks. Á árum áður hefur Hamlet reyndar tekið þátt í þessum leik sjálfur eins og ber- lega sést af orðum þeim sem Óf- elía viðhefur um hann eftir að hann hefur að því er henni virðist gengið afvitinu. „Ó, hérerbrotin göfug sál til grunna“ segir hún, og rekur síðan hvemig þessi göfuga sál var forðum. Þá var hún „the glass of fashion“ - spegill tísk- unnar og „the observed of all observers" - sá sem allir skoða sem skoða aðra. Hamlet var sem 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.