Þjóðviljinn - 24.04.1988, Blaðsíða 5
Við höfum stœkkað
78 sm.
segja Benedetto og Auður Ösp
Þau Auður Ösp Ólafsdóttir og
Benedetto Valur Nardini voru
að mæla hvort annað á hæð.
Benedetto var 133 sm og
Auður131. Benedetto sagðist
hafa verið 55 þegar hann
fæddist en Auður Ösp 53. Þau
höfðu því bæði stækkað nák-
væmlega um 78 sentímetra.
- Hvernig fóruð þið að því að
stækka svona mikið?
- Við borðuðum hollan mat,
sögðu þau.
- Hvaða matur er höllur?
- Kjúklingur, rúgbrauð og
svínakjöt, sagði Benedetto.
- Mjólkurvörur, fiskur og
kjöt, sagði Auður Ösp.
- Hamborgararnir eru ekki
hollir, og ekki heldur ísinn og
brjóstsykurinn og sjeikið, sagði
Benedetto.
- Ekki heldur karamellur og
kók, sagði Auður.
- ísinn er samt dálítið góður,
sagði Benedetto.
- Matur með of miklum sykri
er óhollur af því að það eru óholl
efni í sykrinum, sagði Auður.
- Finnst ykkur gaman í skóla-
num?
- Já, valið er skemmtilegast,
sagði Auður. Þá fáum við að
velja hvort við saumum eða mál-
um eða gerum vinnubók eða för-
um í stærðfræði eða móðurmál.
Það er miklu skemmtilegra hér
en á Barónsborg, því hérna lærir
maður svo mikið. Ég er búin að
læra að lesa og ég er búin að fá
gulu bókina.
- Mér finnast frímínúturnar
skemmtilegastar, sagði Bene-
detto. En það er líka gaman að
læra. Við erum búin að læra um
barnið í maganum, hvernig það
stækkar og hvað er hollt. Svo er
ég líka búinn að læra að lesa.
- Hvers vegna heitirðu Bene-
detto?
- Ég á ítalskan pabba. Svo átti
ég einu sinni heima á Ítalíu, það
er á stað sem er nálægt sólinni en
ég man ekki hvað hann heitir. Ég
man lítið frá Ítalíu, en mest man
ég eftir leikskólanum þar.
Svona erum við
segja Ester, Oddný og Sunna
- Við erum að teikna mynd
af fjölskyldunni okkar, sögðu
þær Ester Einarsdóttir,
Oddný Kara Hildardóttir og
Sunna Ingvarsdóttir. Við
erum búnar að gera mynd af
því þegar við vorum í magan-
um á mömmu. Svo ætlum við
að mæla okkur og sjá hvað
við höfum stækkað og hvern-
ig við erum, hendurnar og
fæturnir og allt.
- Ég á bæði stóra systur og
stóran bróður, segir Ester. Ég
þarf að teikna þau bæði.
Ég á frænku sem er hálfsystir
mín og býr í Breiðholti, segir
Oddný. En pabbi minn er í út-
löndum.
-Ég á eina stóra systur, segir
Sunna.
- Hafið þið nokkurn tímann
séð nýfætt barn?
- Já, það er svona lítið, segir
Ester.
- En fyrst er það bara pínulítil
kúla inn í maganum, segir Sunna.
- Ég á litla systur sem er 11
mámnaða og ég veit af hverju
hún stækkar, segir Hafsteinn
Daníél Þorsteinsson, sem
blandar sér í samtalið. Hún náði
mér bara upp að hné, en svo
borðaði hún barnamauk og varð
stór.
- Mamma mín er alltaf heima
og kennir mér stundum að baka,
segir strákur sem segist heita Sig-
urður Árnason og Ástu. Mamma
mín heitir Ásta og ég er sex ára og
kann að skrifa nafnið mitt. Mér
finnst skemmtilegast að vera úti
og gera létt verkefni, en sum
verkefnin eru rosalega erfið. Ég á
bæði verkabók og sögubók. Fót-
urinn á mér er þrjár og hálf eld-
spýta. Ég stækkaði svo mikið á
afmælinu mínu af því að þá borð-
aði ég svo mikið.
- Við megum ekki vera að því
að tala meira, sagði Sunna og ein-
beitti sér að því að teikna mynd af
pabba sínum.
R&y/VAÍ?-|CA/?Í
Reynir Kári hefur stækkað um 73 sentímetra.
Fóturinn á Óla er þrjár og hálf
eldspýta.
Úr Sögubók Sigrúnar Lilju
Lánsama drottningin
uf' °S dS'cr-rtp£
a <*
fíóbioj, pcxS 'y ~
mwk iöfo v°mj
b ftUö^/r .1 .
Ha\ hV°(P/go 0^<HQðJnn
fSfS/S0/'arðfWd? \
/7 aóy /9S? ,
þac/ er jamar? 0.0 ö,á A'sa.d þu.
dfcr/fa/- /ct //eact. þ.ÓMCioc/t' 00/6. i
s» ^.iii i**" *"*’ * >"***' >
0 f7oítn\ng//)
fiéáíi htityinfl 1 Si
*s ; l íí; t *.
:bo^;Mr Í9 gkfln þvoip/Aí) o1
-ór ^ 8*01*«/
f ýn r,v;. , hu,
úAv rör
/ ^ -f ' ,*t \
H * . f f j//t ai rés(J(^
F K u n \t1 j fytos t/c/ti‘r\
í VOíohn fér hjn q<? toh
. Sunnudagur 24. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5