Þjóðviljinn - 24.04.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.04.1988, Blaðsíða 10
ur kvenna, aðallega menntaðar millistéttarkonur, sem voru að vasast í jafnréttismálum. Við vor- um nokkurs konar forréttinda- konur á þeysispretti um bæinn að bjarga hver annarri. En þetta finnst mér hafa breyst. Ég benti áðan á gang mála í kjarasamning- unum. Nú eru í öllum stéttum að rísa upp konur sem vita vel hvaða vægi þær hafa. Sigrún: Á ferðum milli funda í vetur hef ég einmitt orðið vör við þetta sama. Það eru fullorðnar konur, menntaðar konur, ó- menntaðar konur. Þær vilja standa saman og vinna saman. Hins vegar eru tækifærin allt of fá fyrir konur til að sanna sig, að þær geti tekið á sig ábyrgð og staðið sig. Mér finnst að það sé enn mjög mikil tregða til að ráða konur til ábyrgðarstarfa. Guðrún Ag: íslenskar konur eru taldar ákaflega sterkar og eiga fyrirmyndir í kvenskörung- um íslendingasagnanna og kann- ski styrkir það þær að þær halda föðurnafni sínu þótt þær gangi í hjónaband. En íslensku karlarnir eru líka sterkir. Og þegar við sækjum okkur völd og verðum raunverulega sterkar, þá hlaupa þeir saman til varnar. Kannski gera þeir þetta ómeðvitað. En þetta kemur fram í því að þeir ráða miklu frekar karl en konu til ábyrgðarstarfa og þeir skynja miklu betur þörf karls en konu fyrir sæmileg laun. Sigrún: Hjá Ríkisútvarpinu eru 53 í ábyrgðar- og stjórnunar- störfum, þar af eru ekki nema 15 konur eða 28%. Bjartsýni og nöturlegur veruleiki Guðrún Árna: Ég hef verið að virða fyrir mér þátttakendur á fundum um málefni kvenna. í vetur hefur verið að læðast að mér sá grunur að þar vanti í aldurshópinn 20-30 ára. Hugsan- lega má skýra þetta með því að ungu konurnar séu frekar bundn- ar heima en ég óttast að þær taki jafnréttinu sem sjálfsögðum hlut sem ekki þarf að berjast fyrir. Sigrún: í kennslu í Háskólan- um vinn ég með konum á þessum aldri. Mér finnst þær vera mun meðvitaðri um stöðu sína en ég hélt að þær væru. En það er kannski einhver bjartsýnisglýja í augum þeirra. Fyrir nokkrum árum vann ég við þátt um kosnin- garétt kvenna og tók þá viðtöl við nýstúdenta. Þá varð ég vör við þessa miklu blindu. Þær héldu að ekkert þyrfti að gera í jafnréttisbaráttunni, þetta væri allt í lagi. Guðrún Árna: Þær þekkja ekki annað meðan þær eru í skóla. Guðrún Ág: Ég held þær eigi líka fyrsta barn sitt aðeins seinna en við. En það er einmitt við fæð- ingu fyrsta barnsins sem hinn nöturlegi veruleiki kemur í ljós, t.d. í því að það vantar pláss á barnaheimilum. Og þegar börnin fara í skóla kemur í ljós að skólatíminn er 2-3 tímar á dag og miðaður við heimavinnandi hús- mæður. En þessi bjartsýni leiðir kannski til þess að ungar konur eru duglegri en ella við að leita sér menntunar. Það líður að því að konur verða það kynið sem er betur menntað. Sigrún: En ekki betur launað. Guðrún Ág: Já, við bentum oft á það hér áður hjá Rauðsokka- hreyfingunni að þegar konur í So- vétríkjunum flykktust í lækni- sstarfið varð það að láglauna- starfi. Og það var sláandi að þeg- ar hjúkrunarfræðinámsbraut var stofnuð hér við Háskólann fengu þær sem þaðan útskrifuðust mun lægri byrjunarlaun hjá ríkinu en viðskiptafræðingar eftir styttri námstíma. ísland draumalandið Sigrún: Ég man eftir fréttum í útlöndum eftir að Kvennalistinn náði góðum árangri í síðustu kosningum. Þar var íslandi lýst sem draumalandi þar sem jafnrétti hefði náðst. Það er vissulega stórt skref sem hefur verið stigið ef konur vilja nú standa saman og vinna saman og ef þær trúa því að þær geti staðið jafnfætis körlum. En það er enn langt í land í baráttunni fyir jafnrétti og ekki er unnt að benda á neina patentlausn. Guðrún Ág: Já, ég man eftir erlendum blaðamanni sem varð yfir sig hissa á að það skyldi þurfa kvennaathvarf í landi þar sem búið væri að ná jafnrétti og kven- frelsi. Staðreyndin er sú að við eigum enn mjög langt í land og stöndum langt að baki Norður- löndunum hvað snertir lagasetn- ingu og framkvæmdaáætlanir í jafnréttismálum. Sigrún: í könnun minni á fjöl- miðlum kom í ljós að konum er síður en svo hampað þar. Þótt könnunin næði aðeins til sjón- varps tel ég að hún sé lýsandi fyrir aðra fjölmiðlar. Fjölmiðlar eru mjög sterkt og mótandi afl. Og það hefur sín áhrif á samfélagið að í viðtölum er aðeins í 8,4% tilvika rætt við konur. Fyrir stuttu var ég að skrifa grein um fjöl- miðla, konur og íþróttir. Þá kom í ljós að á því sviði eru höfð viðtöl við 2 konur á móti 40 körlum. Tækifærin, sem konur hafa fengið til að tjá sig um mál, hafa verið óskaplega rýr og ég held að við hefðum mjög sterkt tæki í höndunum ef við næðum jafnrétti á þessu sviði. Við eigum að krefjast þarna réttar okkar og nota þá fjölmiðla, sem hér eru, til að koma okkar sjónarmiðum á framfæri. Guðrún Árna: Hvað sem líður löggjöf þá held ég að íslenskt kvenfólk sé mjög sjálfstætt og oft á tíðum mun sjálfstæðara en ger- ist og gengur t.d. á öðrum Norð- urlöndum. Ef til vill er það vegna mikils fjölda einstæðra mæðra sem eru hvað sem öðru líður hús- bændur á sínu heimili. Mér finnst reyndar konur á hinum Norður- löndunum oft skrambi íhalds- samar. Á forsendum karlanna Sigrún: Ég hef fundið það í starfi mínu að það er oft erfiðara að fá konur í viðtal heldur en karla. En mér finnst að konur séu smám saman að verða meðvitað um ástandið og þær séu að átta sig á því að það er ekki endilega alltaf meiri viska sem fellur af vörum karlmanna. Guðrún Ág: Þessi fjölmiðla- könnun þín, Sigrún, hefur heldur betur hrist upp í huga íslenskra kvenna. Það er ekki lítið mál að það skuli alltaf vera karlarnir sem eru spurðir um framtíðarhorfur í atvinnulífi, kjarabarátu o.s.frv. Við verðum að breyta þessu. Við verðum t.d. að sækjast eftir því að verða formenn í þeim félögum sem við störfum í. Guðrún Árna: Já, við megum ekki færast undan að vera tals- menn og axla ábyrgð þegar til okkar er leitað. Sigrún: Fjölmiðlum er og hef- ur verið stj órnað af karlmönnum, þeir eru reknir á forsendum karl- manna og fréttamatið ræðst af sjónarmiðum karlmanna. Ég held þetta breytist ekki fyrr en konur fá að ráðskast meira með fjölmiðlana? fá að stjórna þeim. Guðrún Ág: Auðvitað er bar- áttan ekki að byrja núna. Þegar ég byrjaði að starfa í Rauðsokka- hreyfingunni, hélt ég að það væri upphaf kvennabaráttu á íslandi, og skammast mín enn fyrir það. Síðar sá ég að margt af því, sem við vorum og erum enn að segja, höfðu mæður okkar og reyndar ömmur verið að tala um. Við get- um tekið sumar blaðagreinar eftir Bríeti og allar hinar og birt þær nær óbreyttar. Guðrún Árna: Það er að verða eitt alstærsta baráttumálið að „kvennastarf" sé ekki niðrandi orð og helst að hugtakið hverfi alveg. Launamólin Sigrún: Blaðamennska hefur síður en svo verið talin til kvenna- starfa. í athugun Blaðamannafé- lagsins kemur fram að meðallaun kvenna í stéttinni eru ekki nema 89% af meðallaunum karla. Yfir- borganir til kvenna eru ekki nema 69% af yfirborgunum til karla. Og greiðslur fyrir vfirvinnu til kvenna eru að meðaltali 67% af greiðslum til karla. Guðrún Ág: Framkvæmda- nefnd um launamál kvenna hefur safnað saman upplýsingum um- þessi mál. Þar kemur fram að laun ógiftra kvenna á aldrinum 35 - 39 ára ná ekki launum karla á aldrinum 65-69 né á aldrinum 20- 24 ára. Konur á besta aldri, al- gjörlega óbundnar, eru metnar til launa sem karlkyns ellilífeyris- þegar eða byrjendur. Hjá stjórnendum fyrirtækja er einhver ómeðvituð trú að karl þurfi meiri tekjur en kona. Inn í þetta blandast rangar hugmyndir um „fyrirvinnu“. Þetta er hug- takabrengl því að auðvitað eru konur jafnt fyrirvinnur sem karl- ar. Guðrún Árna: Það eru mörg heimili þar sem aðeins er ein fyrirvinna, einstæð móðir. Ef hún vinnur hefðbundið kvennastarf, þá býr hún við lág laun. Það verð- ur að leggja niður hugtökin karla- og kvennastörf. Guðrún Ág: Auðvitað er hætta á því í markaðssamfélaginu, þar sem hámarksgróði er eina leiðarljósið, að konur séu látnar gjalda þess að þær ganga með og fæða börnin og eru þess vegna frá vinnu um tíma. En það er nokkuð hart að annars vegar erum við skammaðar fyrir að við nennum ekki að eiga nóg af börnum en hins vegar erum við látnar gjalda þess í launakjörum að við eigum börnin. Er ekki eina leiðin að karlarnir taki ríkari þátt í uppeldi barn- anna alveg frá frumbernsku? Þetta leiðir hugann að því að kannski verðum við að fara að taka karlana meira inn í þessa baráttu aftur, faðma þá að okkur og segja að nú skulum við vinna svolítið að þessu saman. Nýja kvennahreyfingin hefur e.t.v. unnið og einangrað og þar með ýtt körlunum út í horn. Þetta er ekki bara hagsmunamál kvenna og krakka, heldur karlanna líka. Kynslóðaskipti Guðrún Árna: Þegar Rauðsokkahreyfingin fór af stað, var það gert á nokkuð harkalegan máta og þá fannst mér bera nokk- uð á skelfingu og andúð hjá körlum. Nú er minna um það enda er búið að tala mikið um þessi mál og eitthvað hefur síast inn í karlana. Svo koma fram nýj- ar kynslóðir karla sem fengið hafa öðruvísi uppeldi. Sigrún: Ég er ekki viss um þetta. Unglingar bregðast við umhverfi sfnu og vilja breytingar á því. Ég er alin upp við hefð- bundið fjölskyldumynstur og reis upp til andsvara gegn því. Börn okkar, sem erum útivinnandi mæður, bregðast stundum við á þann hátt að andæfa jafnréttis- sjónarmiðum. Guðrún Árna: Þetta er skylt öðru máli: Nú er ungt fólk stöðugt lengur heima sjá sér, áður en það fer að búa út af fyrir sig. Ungir menn dveljast lengur hjá mæðrum sínum en áður var og ungar konur, sem eru kannski á fullu í vinnu, námi og ýmiss konar félagsstörfum, telja það ágætt að fara ekki strax frá möm- mu sem sér um þvotta og allt hvað eina. Sigrún: En það er ljóst að ung- ar stúlkur eru miklu sjálfstæðari í ákvarðanatöku og óhræddari við að vera til en þegar við vorum um tvítugt. Bekkjarsystur mínar ætl- uðu langflestar í Kennara- skólann; nú dreifist þetta miklu meir. í Bandaríkjunum kynntist ég íslenskum trúlofuðum stelpum sem voru í framhaldsnámi. Þær fóru í nám á þann stað sem þeim sýndist bestur, en voru ekki endi- lega að eltast við þann skóla sem kærastinn valdi. Guðrún Ág: Það er kannski nokkuð til í því að ungir menn bregðist gegn mjúkum gildum kvennabaráttunnar, ég er ekki frá því að þar sé um afturhvarf að ræða miðað við t.d. karla af 68 kynslóðinni. Betri tíð í vœndum Sigrún: Maður vonar að þetta verði eins og með snjóboltann sem veltur áfram og hleður utan á sig. Hann hefur örugglega stækk- að undanfarna áratugi. Konur eru orðnar meðvitaðri en áður um óréttlætið. Og það er ekki unnt að snúa þessari þróun við, en hún tekur langan tíma í við- bót, 20 ár, kannski miklu meira. Ég hef þá trú að á næstu öld verði samfélag okkar miklu betra að Guðrún Árnadóttir: Það verður að leggja niður hugtökin karlastarf og kvennastarf. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN | Sunnudagur 24. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.