Þjóðviljinn - 24.04.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.04.1988, Blaðsíða 4
Hvernig er fyrsta skólárið hjá 5-6 ára börnum í íslenska skólakerfinu? Litið inn ítíma hjá byrjendadeild íÆfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskólans Það var mikið um að vera í byrjendadeild Æfinga- og til- raunaskóla Kennarahá- skólans þegar blaðamann og Ijósmyndara Þjóðviljans bar þar að Ivikunni. Þær Ragn- heiður Hermannsdóttir og Ása Björk Matthíasdóttir voru í óða önn að skipuleggja verk- efninfyrirnemendursína, 30 barna hóp á aldrinum 5-7 ára. Verkefnið heitir „Ég og þú“ og miðast að því að auka þekk- ingu barnanna á eigin líkama og tilfinningum og um leið að auka skilning þeirra á að fjölb- reytileiki í líkamsbyggingu er bæði eðlilegur og jákvæður. Börnin voru búin að fá fræðslu um það hvernig þau uxu í móður- kviði og gera mynd af sjálfum sér í þeirri sæluvist og nú voru þau byrjuð að mæla sig á alla kanta, bera stærð sína saman við fæðing- arstærðina, lýsa fjölskyldu sinni og fleira og fleira. Einn pilturinn hafði reyndar teiknað sex eða sjö börn í kviði móður sinnar, enda var hann ein- birni og bjó einn með pabba á meðan mamma var við nám í, Ameríku. Það vantaði greinilega félagsskap í þá fjölskyldu. - Heyrðu, blaðamaður, sjáðu hvað ég hef stækkað mikið síðan ég fæddist, sagði annar snáði og dró upp tvo bandspotta: annar var um hálfur metri en hinn var nálægt 130 sentímetrum. - Fóturinn á mér er þrjár og hálf eldspýta sagði sá þriðji, og var búinn að draga upp og klippa út mót af fæti sínum og líma eld- spýtur eftir honum endilöngum. - Ég á engan pabba af því að hann er í útlöndum, sagði ein stúlkan sem var að teikna fjöl- skyldu sína: hún teiknaði bara sig og mömmu sína... Þannig komu óteljandi vanda- mál og viðfangsefni upp á yfir- borðið og vinnugleðin skein úr hverju andliti og allir virtust skemmta sér konunglega og það var einróma álit krakkanna að þetta væri skemmtilegur skóli. En hvaða hlutverki gegnir byrjendakennslan fyrir 5 og 6 ára börn í skólakerfinu? Til hvers er ætlast af kennurum og nemend- um og hvert er hlutverk foreldr- anna við upphaf skólagöngu barnanna? Skólaskylda hefst ekki fyrr en með 7 ára aldri, en yfirgnæfandi meirihluti barna hefur nú nám í byrjendakennslunni 6 ára. Enda eru leikskólar eða dagheimili ekki starfrækt fyrir þann aldurs- hóp. I markmiðslýsingu skólayfir- valda fyrir byrjendakennsluna segir meðal annars að meginhlut- verk hennar sé að stuðla að vel- liðan barnanna í skólanum og efla sjálfstraust og sjálfsvitund þeirra, svala fróðleiksfýsn þeirra og örva ímyndunarafl og hjálpa þeim að skilja og nota hugtök, gefa þeim tækifæri til að tjá sig á margvíslegan hátt og vinna sjálf- stætt og skapandi. Slíkar markmiðslýsingar geta aldrei verið nema grófur leiðar- vísir, og eftir að við höfðum kynnt okkur það margvíslega starf sem fram fer í byrjenda- deildinni í Æfingaskólanum var okkur ljóst að kennararnir þar taka starf sitt engum vettlinga- tökum: ótrúleg undirbúnings- vinna og skipulagsvinna liggur á bak við hvert verkefni og skýr skilningur er á mikilvægi og þýð- ingu hvers smáatriðis í kennsl- unni. Gerð er vinnuáætlun fyrir hverja viku og verkefnum fylgt eftir þannig að þau tengist sem flestum þroskasviðum huga og handar. Þær Ragnheiður og Ása sögðu að svo mikið væri að gera hjá krökkunum, að oft gæfist ekki tími til þess að fara í frímínútur. Oft tækju þær fyrir verkefni sem næði yfir 2 vikur í senn með vett- vangskönnun, vinnubókargerð, sögum, mælingum og athugunum sem tækju til sem flestra þátta í þroskaferli barnsins. Námsefnið byggja þær upp sjálfar en nýta sér jafnframt bækur og annað það efni sem á boðstólum er. Þær sögðust leggja mikið upp úr samstarfi við foreldra, meðal annars með því að senda þeim bréf á tveggja til fjögurra vikna fresti, þar sem gerð væri grein fyrir starfinu næstu vikurnar. Foreldrarnir fylgjast þannig bet- ur með því sem fram fer í skóla- num og hafa betri möguleika til þess að fylgja skólastarfinu eftir heima. - Við erum mjög ánægðar með foreldra þessa hóps, segja þær Ragnheiður og Ása. Þeir hafa sýnt skólanum mikinn áhuga og skipulögðu meðal annars sjálfir foreldraskemmtun hér í skólan- um, þar sem borðaðar voru kökur sem börnin höfðu bakað með foreldrunum og þar sem for- eldrarnir stóðu fyrir skemmtiat- riðum. Við spurðum þær hvort lestrar- kennslan væri stór þáttur í skóla- starfinu á þessu aldursstigi? - Þótt lestrarkennsla sé ekki beinlínis á námsskránni, þá koma krakkarnir gjarnan með þær væntingar í skólann að þau eigi fyrst og fremst að læra að lesa. Við reynum að mæta þessum væntingum, segja þær Ragn- heiður og Ása, - fyrst og fremst með markvissri málörvun. í þessu skyni notum við hlustunar- leiki, rímleiki, setningamyndun og fleira og þetta fer fram í 20 mínútna samverustund í upphafi hvers skóladags. Þar látum við þau líka lýsa ákveðnum hlutum eða segja frá. Mikilvægur þáttur í málörvun er sögubókin, sem krakkarnir taka með sér heim á föstudögum og skila á þriðju- dögum. Þar teikna krakkarnir mynd og fá síðan einhvern full- orðinn til þess að hjálpa sér við að gera texta við myndina. Margir krakkar hafa orðið læsir á því að vinna við sögubókina. Þá er unn- ið sérstaklega með einn bókstaf í hverri viku sem tengdur er léttum lestexta um leið og þetta er tengt þrykkivinnu og föndri. Fyrir utan málörvun og les- þjálfun fá börnin stærðfræði einu sinni í viku, og við fylgjum þeim líka til sérkennara í myndmennt, tónmennt og leikfimi einu sinni í viku. Verkefnið um líkamann er dæmi um viðfangsefni sem krakkarnir einbeita sér að í um það bil 2 vikur út frá ólíkum sjón- arhóli og með ólíkum aðferðum. Það á bæði að svala fróðleiksíýsn þeirra og veita þeim alhliða þjálf- un í vinnubrögðum og þroska. - Hvaða tíma hafið þið til þess að sinna öllum þessum verkefn- um? - Skólatíminn er frá 12.40 til 15.40, og er allt of naumur. Auk þess passar hann illa við vinnu- tíma foreldra. Okkar börn eru yf- irleitt hjá dagmömmu á mor- gnana og svo reynir skólinn að koma til móts við þennan vanda með því að bjóða upp á pössun frá kl. 16-17. Samskonar pössun er á morgnana á milli klukkan 8 og 9 fyrir morgunkrakkana. - Hvers vegna er skólatíminn ekki lengri en þetta? - Okkur skilst að það strandi á vilja hins opinbera til þess að veita fé til þessarar kennslu. Og það eru ekki allir skólar sem hafa aðstöðu til þess að bjóða upp á gæslu. Þetta er neyðarúrræði sem gripið hefur verið til til þess að mæta brýnni þörf, en eina skynsamlega lausnin er að lengja skóladaginn. Sérstaklega á þetta við um yngstu börnin, og okkur skilst að nú sé búið að leggja fram frumvarp um þetta á Alþingi. Það er ekki hægt að ætlast til þess af börnum og foreldrum að þau séu á þeytingi á milli dagmömmu, skóla og heimilis allan daginn. -ólg Forsíðumyndin er eftir Kristínu Soffíu Jónsdóttur 6 óra nemanda í Æfingaskólanum. 4 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.