Þjóðviljinn - 24.04.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.04.1988, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISTILL Um þungaðar konur og frelsisdrauminn dýra Viö lifum á tímum þegar kenningar um þjóðfélagið eru heldur svona á hrakhólum. Menn rekast æ sjaldnar á stórar fullyrðingar um sósíal- isma, kapítalisma, velferðar- þjóðfélag, jafnvel vígorðin um upplýsingaþjóðfélagið eru strax orðin meira en þreytt eiginlega áður en tími vannst til að skoða hvort nokkuð var ábakviðþau. Þaðerhelstað þær kenningar séu sprækar sem fjalla um konur og jafnréttismál. Þar blómstra hinar miklu alhæfingar. Al- hæfingarnar sem eru skemmtilegar vegna þess að þær ögra manni með „ósvífni" sinni, og varasamar vegna þess að það er svo auðvelt að finna á þeim veika púnkta og lýsa út frá því allt sem sagt er markleysu. Óléttan ógnvœnlega Á dögunum las ég í Veru grein eftir Valgerði Bjarnadóttur um kvennasamstöðu, sem á, að því er greinarhöfundur vonar, að leiða af sér nýtt samfélag, sem sprettur bæði af „karlkerfi“ og „kvenkerfi“. Par hnýt ég um þessa alhæfingu hér: „Þungaðar konur passa ekki inn í karlakerfið og ekki heldur konur með börn. Þær eru ógnun við annars styrkar stoðir kerfis- ins. Þungaðar konur eru líka ógn- un við alla karla, vegna þess að þær eiga sér tilveru sem karlar geta aldrei átt, og þó eru karlarn- ir og karlveldið háð þeim til að viðhalda sér.“ Æjá, hugsaði ég, hvað á maður nú að gera við þetta? Kenningarnar skipta undar- lega fljótt um formerki. Það er ekki langt síðan því var stíft hald- ið fram (í nafni jafnréttisins vit- anlega) að þungun og barneignir pössuðu einmitt ágætlega inn í karlkerfið. Þungun var vopn karla gegn konum: barneignir héldu þeim á mottunni, innan dyra, utan samkeppni um eftir- sóknarverð störf og frama í þjóðfélaginu. Þungun var arðrán karla á konulíkamanum, sem þeir höfðu fjárfest í og ætluðust til að framleiddu fallbyssufóður og verksmiðjuþræla. Ég man ekki betur. Mannlegi þótturinn Það var þó ekki þessi þversögn sem ég fékk nokkrar áhyggjur af. Heldur blátt áfram mannlegi þátturinn. Hvernig í ósköpunum verður þungun „ógnun við alla karla“ vegna þess að þeir geta ekki verið óléttir sjálfir? Ég held satt að segja að þungunaröfund sé eitt smæsta vandamál heimsins. Aftur á móti verður maður að minna á svo sjálfsagðan hlut að það er allt að þvf blygðunarefni að nefna hann: einlægan fögnuð karla yfir því að von er á barni í heiminn, hver þekkir hann ekki? Ég elska kon- una ólétta, segir Einar Bragi skáld: konuna stolta sigurglaða sýnandi öllum heiminum sinn vorsána frjóa akur þar sem undrið vex í myrkri... Kannski er þungun og barn- eign öðru fremur sjálft friðar- skeiðið í kynjanna langa stríði? Og þar eftir óþarft að toga vald- streituna inn á einmitt það svið þar sem hún átti síst heima fyrir. Fóstur nýs kerfis En svo er annars að gæta. Val- gerður Bjarnadóttir hefur nefni- lega mjög hugann við það að nota þungun sem líkingu um að von sé á nýju þjóðfélagi (þótt skömm sé frá að segja var Marx gamli á svipuðu róli þegar hann talaði um að auðvaldskipulagið gengi með vísi að sósíalisma framtíðarinnar í sínum kviði). Valgerður tekur svo til orða: „Kvennasamstaðan ber í móðurlífi sínu fóstur nýs samfé- lags kvenna og karla, nýs kerfis sem hefur þróast úr eggi kven- kerfisins og sæði karlkerfisins. Fóstrið er háð kvennasamstöð- unni ef það á að lifa og dafna og kvennasamstaðan ein getur fund- ið fyrir þróuninni í líkama sínum og sál. Karlarnir verða að láta sér nægja að horfa á, leggja lófa á kvið kvennasamstöðunnar til að finna spörkin, leggja eyrað að og heyra hljóðin og undirbúa sig fyrir fæðingu hins nýja kerfis." Við einar getum Þessi setning minnir mjög rækilega á það, að það er í kvennahréyfingu samtímans sem langsterkastur er hinn útópíski hugsunarháttur. En einkenni hans eru þau, að gott, nýtt og fagurt þjóðfélag kemst á þegar VIÐ, sem nú erum valdalaus (utan við ,,kerfið“) tökum við þrotabúi allra þeirra sem áður hafa ráðið yfir lýðum. Hann ein- kennist af því að VIÐ þurfum að varast að láta spillast af því að verða partur af því kerfi sem var. f þessu dæmi hér: karlarnir verða að láta sér nægja að horfa á, þeir eru ekki með, konum er reyndar ráðlagt annarsstaðar í greininni að „fjarlægjast menn okkar um tíma“ til að geta lokið sínu sögu- lega byltingarhlutverki. Söguleg ítrekun Hinn útópíski hugsunarháttur er fyrirferðarmikill í sögunni og skilur eftir sig ítrekaða leit að hin- um réttlátu, að „byltingarstétt- inni“ sem á að gera Staðleysuna (Útópíuna) að veruleika. Á mið- öldum var réttlátt þjóðfélag alls- herjarjöfnuðar í höndum sértrú- arflokka eða mótmælenda, sem höfðu hrifsað Biblíuna úr hönd- um valdhafanna og gert hana að vopni gegn þeim með sínum nýja og eina rétta skilningi á helgri bók. Á nítjándu öld var verkalýð- urinn hin útópíska stétt sem átti með öreigasamstöðunni að skapa nýjan heim frelsis og jafnréttis og sameignar. Seinna færðu hugsuð- ir hlutverk „byltingarstéttar" í hendur þjóða Þriðja heimsins (sem áttu að vera tiltölulega ósp- illtar af neysluhyggju þeirri sem búin var að kaffæra byltingarþrá verkalýðsins á Vesturlöndum). Enn síðar tóku við Æskumenn allra landa (uppreisn æskunnar 1968) - og nú síðast er, eins og grein Valgerðar minnir rækilega á, Útópían í höndum kvenna. Ef konur allra landa sameinast.... Vonbrigði - og samt... Hinn útópíski hugsunarháttur felur í sér margar gildrur. Hjá því verður ekki komist að hann kljúfi sífellt þann hóp sem á hverjum tíma finnur breytingaþörf heitast á sér brenna: breytingaliðið eflist, það öðlast vald og áhrif, þar með kemur upp togstreita milli þeirra sem „ganga inn í kerf- ið“ og hinna sem eftir sitja. (Verklýðsforingjar verða þing- menn og ráðherrar, æskulýðsfor- ingjar byrja „langa göngu gegn- um stofnanirnar“, blökkumenn í USA lyftast sumir upp í millistétt og hverfa úr fátækrahverfum stórborganna osfrv.) Kvenna- hreyfingin stendur vitanlega and- spænis samskonar vanda: þær konur njóta fyrstar ávaxta henn- ar sem menntun og aðstöðu hafa til þess. Vonbrigðin verða mikil og lamandi - vegna þess hve hátt boginn var spenntur. („Æ, það breytist aldrei neitt“.) Vonbrigð- in koma ma. til af því að líkingin þungun-barnsfæðing og tilkoma nýs heims er röng. Nýtt þjóðfélag fæðist ekki eins og barn, einstak- lingur er ekki þjóðfélag eða “kerfi“. Barn er undur og stór- merki og nýr heimur í sjálfu sér, þótt vissulega beri það í sér þung- an arf frá foreldrunum - en nýtt þjóðfélagsástand, sem verður til í stökkum og snigilsgangi á víxl, ber einatt á herðum sér allan ó- frýnileik þess sem er að kveðja. Nú munu jafnréttiskonur nátt- úrlega segja sem svo: þetta er barasta svartagallsraus karls sem Sagan hefur leikið grátt, en við erum KONUR, við erum öðru- vísi. Vonlaust reyndar að rífast um það og líklega heimskulegt. En svo við minnumst aftur á hina löngu sögu leitarinnar að Breytendunum miklu, þá er rétt að taka það skýrt fram, að vitan- lega skipta Útópíur miklu máli og breyta miklu - eins þótt þær verði aldrei að Veruleika. Þær virkja menn gegn deyfð og uppgjöf. Þær viðhalda lífsnauðsynlegri hug- mynd um breytanleika heimsins. Og þær skilja eftir sig fullkom- lega áþreifanlega hluti: í öllu því nöldri og skömmum sem dynja yfir „hefðbundna" verklýðs- hreyfingu nú á dögum gleyrna menn því sem þeir eiga henni að þakka. En það er fyrst og fremst það, að réttindi koma í stað ölm- usu, þegar spurt er um rétt manna til lífsins. Og þegar tímans tönn hefur nartað sundur draum- inn um „Hennarland" þar sem Konan ræður og Hamingjan býr, munu konur og karlar vonandi ekki verða eins fljót að gleyma því, að sá draumur opnaði kon- um ótalmargar dyr. ÁB 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. april 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.