Þjóðviljinn - 24.04.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 24.04.1988, Blaðsíða 14
Hamlet 1949 og 1963 GAGNRÝNENDUR Merkuratburðurl-Eftirminnilegurleikur... Voru hauskúpurnar úr plasti? Hamlet hefur tvisvar áður ver- ið settur upp hér á landi, hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1949, og hjá Þjóðleikhúsinu árið 1963, í bæði skiptin í íslenskri þýðingu Matthíasar Jochums- sonar. Lárus Pálsson fór með hlut- verk Hamlets í uppfærslu Leikfélagsins, HildurKalman lék Ófelíu, Gestur Pálsson Kládíus konung, Regína Þórðardóttir Geirþrúði drottningu, og Harald- ur Björnsson var Póloníus, ráð- gjafi konungs. Leikstjóri var Edvin Tiemroth. Asgeir Hjartarson kallaði sýn- ingu Leikfélags Reykjavíkur á Hamlet „merkan atburð og áfanga í sögu íslenskrar leiklist- ar“ í leikdómi í maí 1949. Um sýninguna og leikritið segir As- geir meðal annars: - Engin leikhetja er jafntöfrandi og Ham- let Danaprins, óskahlutverk alira leikara. Hann er óumbreytan- legur og þó aldrei hinn sami, hann er konungssonur frá löngu horfinni öld og lifir þó mitt á meðal vor, hann var aldrei til, en stendur okkur þó skýrar fyrir sjónum en nokkurt mikilmenni sögunnar. Að mati Ásgeirs tókst sýningin framar öllum vonum, og þakkar hann það fyrst og fremst leikstjóranum og Lárusi Pálssyni. Um leik Lárusar segir Ásgeir meðal annars: „Lárus Pálsson kom, sá og sigraði. Gagnhugsaðri og vandaðri leik hef ég ekki séð á íslensku sviði. ...Lárus Pálsson skilur hinn margfræga kóngsson, sársauka hans og hryggð, hatur hans og örlögþrungna baráttu.“ Að mati Ásgeirs var Póloníus ráðgjafi konungs „einhver eftir- minnilegasta persóna leiksins, í öllu sannur fulltrúi pólitískrar spillingar, gamalmenni sem held- ur dauðahaldi í völdin en skilur ekkert sem gerist í kringum hann. Leikur Haralds Björnssonar er heilsteyptur, þróttmikill og mjög skemmtilegur“. Og að lokum segir Ásgeir: „Áhorfendur hlýddu á leikinn með óvenjumik- illi athygli og fögnuðu honum Róbert Arnfinnsson og Herdís Þorvaldsdóttir í hlutverkum Kládíusar og Geirþrúðar í Þjóðleikhúsinu 1963. mjög að leikslokum. Þegar tjald- ið var dregið frá blasti við glæsi- leg sjón: þrjár raðir leikenda stóðu á þrepunum uppi á sviðinu, skrýddir litklæðum; þá voru Lár- us Pálsson og Edvin Tiemroth hylltir ákaft og innilega. Leikstjóri sýningar Þjóðleik- hússins á Hamlet 1963 var Bene- dikt Árnason. Gunnar Eyjólfs- son lék Hamlet, og fór þar með hlutverk í leikritinu í annað sinn - hann lék Laertes í uppfærslu Leikfélagsins. Lárus Pálsson lék einnig í leikritinu í annað sinn, fór með hlutverk Póloníusar ráð- gjafa. Róbert Arnfinnsson lék Kládíus, Þórunn Magnúsdóttir Ófelíu og Herdís Þorvaldsdóttir Geirþrúði drottningu. „Það er enginn vafa bundið að leikur Gunnars Eyjólfssonar í hlutverki Hamlets verður áhorf- endum eftirminnilegur,“ segir Loftur Guðmundsson í leiklist- argagnrýni í Vísi 27. desember 1963. Loftur er ekki eins ánægður með leikstjórnina, segir að það sé eins og leikstjórinn hafi ein- hverra hluta vegna ekki náð jreim heildarsvip sem hann ætlaði sér að ná. Ólafur Jónsson skrifar í Alþýðublaðið að Hamlettúlkun Gunnars hafi verið „smekkleg og listræn, prýðilega skynsamur leikur og góð frammistaða, en ekki sá stóri leiksigur, sú aleflda list sem kannski var ástæða til að vonast eftir“. Ólafur er ósáttur við styttingar leikstjórans á verk- inu, (að hann sleppi hlutverki Fortinbrasar) en finnst honum hafa tekist margt „vel og snotur- lega, og sumt afbragðsvel.“ Báðir eru þeir Ólafur og Loftur sam- mála um að Lárus Pálsson hafi verið frábær í hlutveki Póloníus- ar. Að mati Sigurðar A. Magnús- sonar var Póloníus Lárusar „laundrjúgur og oft hnyttinn", þó að honum þætti Lárus ekki ná fram „allri þeirri kostulegu kímni sem í hlutverkinu býr.“ Sigurður talar um jafnvægi og reisn í stað- setningum leikstjóra og áhrifa- mikið jafnvægi í leiknum, en er ekki frekar en Ólafur sáttur við túlkun hans á verkinu. Um leik Gunnars segir hann að hann nái ekki tökum á margslunginni manngerð Hamlets, að hann verði (meðal annars fyrir tilstilli styttinga leikstjóra) „ringlaður unglingur, hávær og orðfimur, en skorti þann undirtón íhugunar og skapfestu sem eru megineinkenni hans.“ Sýningunni virðist hafa verið vel tekið, en nokkur umræða varð um að hauskúpurnar sem notaðar voru í leiknum væru úr plasti. Af því tilefni birtist stutt grein í Vísi, þar sem gerð var grein fyrir því að hauskúpurnar væru ekta, fengnar að láni hjá Háskólanum og merktar R.l og R.4. Líklegt var talið að þær væru báðar af Kínverjum. LG Hefnd Hamlels nánast tUviljun KjartanRagnarsson:Hamletbregstviðeinsogég og þú Kjartan Ragnarsson: Fyrst og fremst fjölskylduharmleikur. Hvað finnst þér vera aðalatriðið í leikritinu, Kjartan? - Það sem höfðar mest til mín er að Hamlet er fyrsti venjulegi maðurinn í leikbókmenntunum. Hann bregst við eins og ég og þú. Ef eitthvað hræðilegt kemur fyrir mann, ef fólk verður fyrir áfalli veit það ekki hvað það á að gera. Og þannig er Hamlet. Hann hef- ur tvo kosti og báða vonda, annar er að drepa föðurbróður sinn og valda þannig óhamingju móður sinnar og sinni eigin, hinn er að hafast ekki að og bregðast þannig föður sínum. Það að hann skuli ná hefndum er nánast fyrir tilvilj- un, og í það minnsta alls ekki fyrir hans tilverknað. Það mætti ímynda sér að hann hefði komið aftur úr Englandsferðinni vitandi að konungur ætlaði að láta drepa hann og væri þá staðráðinn í að ná fram hefndum. En hann er ruglaðri en nokkru sinni fyrr, og það eru konungur og Laertes sem valda því hvernig fer. - Shakespeare tekst að gera antihetjuna, manninn sem ekki aðhefst neitt að hetju. Það er nokkuð sem mér finnst skemmti- legt við Shakespeare að hann er skeptískur á hetjur. Hamlet er sérstakur vegna þess hvað hann er venjulegur. Hann er óvenju- legur hvað varðar gáfur, ætt og atgervi, en viðbrögð hans eru ákaflega venjuleg, og það er hið stóra sérkenni þessa leikrits. Fram til þessa tíma höfðu hetjur alltaf hafst eitthvað að, náð fram hefndum, en stóra spurningin í þessu leikriti er: Hvers vegna drepur Hamlet ekki Claudius? - Þetta er leikrit um ungan mann sem hefur átt gott líf, hefur alla tíð verið hamingjusamur og bjartsýnn, en svo hrynur þessi veröld hans vegna þess að þegar faðir hans deyr er móðir hans innan stundar búin að giftast bróður hans. Þetta voru sifjaspell á dögum Shakespeares, og tákn um spillingu þeirra konungs- hjóna sem fer framhjá fólki í dag. Þess vegna leggjum við áherslu á að draga þessa spillingu fram á sviðinu. Þar að auki sér Hamlet á þessum stutta tíma sem líður frá láti föður síns til þess að móðir hans giftist aftur, að samband hennar og Claudiusar hljóti að hafa verið byrjað fýrir lát föður hans. Enda, hvers vegna hefði Claudius átt að drepa konung ef hann hefði ekki verið búinn að tryggja sér drottninguna og þar með hásætið? Ef hann hefði ekki gifst drottningunni hefði Hamlet orðið konungur en ekki hann. Þessi svik móður hans gera hana samseka í augum Hamlets, og gera að verkum að hann fer að hata allar konur. Líka Ófelíu sem hann elskaði ofar öllu áður. - Allan tímann vega svik móð- ur hans þyngra en konungsmorð- ið. Hann er í dýpstu örvæntingu í byrjun leikritsins. Áður en hann veit að faðir hans hefur verið myrtur. Og sú vitneskja gefur honum bara einhvern tilgang. Er hann geðveikur að þtnu mati? - Hamlet er veill frá byrjun. Hann er svo þunglyndur að hann er veill. Hann segir reyndar á ein- um stað í leikritinu að hann ætli að leika sig geðveikan, en það er einn af þeim hlutum sem ég sleppi, mér finnst það mega liggj a á milli hluta. Þetta hefur augsýni- lega verið í Amlóðasögunni sem Shakespeare byggir leikritið á, og hann hefur ekki þorað að sleppa því alveg. Ekki þorað að bjóða áhorfendum upp á hetju sem væri hugsanlega geðveik. En Hamlet er bara venjulegur ungur maður. Heimsmynd hans hefur hrunið og hann nær ekki fótfestu allan þann tíma sem leikritið stendur. Hvað varð um Fortinbras? Hvers vegna sleppirðu honum? - Hvers vegna var hann í Ieikritinu? spyr ég. Hann hefur eina þýðingu í verkinu, og það er að vera andstæða Hamlets. Hann er maður sem hefst eitthvað að, á meðan Hamlet tvístígur og getur ekki ákveðið sig. En önnur per- sóna leiksins, Laertes, er líka maður sem hefst eitthvað að og því nægjanlegur sem andstæða Hamlets. Ég held ekki að nokkur maður setji Hamlet upp án þess að strika eitthvað í leikritið því óstytt tæki það fimm tíma í flutn- ingi og Fortinbras er oftar en ekki sleppt. Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur, og það er ekki hægt að segja að hann komi fjölskyldu Hamlets við. LG 14 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 24. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.