Þjóðviljinn - 24.04.1988, Blaðsíða 9
Á kvennafrídaginn 24. október 1985 flykktust konur á fundi víða um land. Sá stærsti var í Reykjavík. Er vilji íslenskra kvenna til að taka þátt í þverpólitísku samstarfi óvenju mikill?
Hugaridrsbieytingin
áþieifdnleg
Konur íábyrgðarstöðum ekki nógu margar. Nú þarf að nýta þá
hreyfingu sem er í þjóðfélaginu. Launamisréttið sker íaugu.
Ennerlangtílandog langur róður eftir
Hvernig stendur kvenna-
baráttan á íslandi í dag?
Sumum finnst að ekki fari
jafnmikið fyrir henni nú og
stundum áður, að hún sé
hljóðlátari núna en fyrir svo
sem eins og tíu árum. Aðrir
benda á aukna atvinnuþátt-
töku kvenna og fylgis-
aukningu Kvennalistansog
telja hana til marks um að ís-
lenskar konur séu mjög með-
vitaðar um að baráttan fyrir
auknu jafnrétti þurfi stöðugt
að halda áfram.
Við fengum þrjár konur til að
ræða við okkur um jafnréttismál;
þær Guðrúnu Ágústsdóttur,
borgarfulltrúa í Reykjavík, Guð-
rúnu Árnadóttur, framkvæmda-
stjóra BSRB, og Sigrúnu Stefáns-
dóttur, fyrrum fréttamann en nú-
verandi framkvæmdastjóra fjar-
kennslunefndar.
Við byrjum á að ræða hver sé
staða íslenskra kvenna. Oftar en
einu sinni hafa þær vakið
heimsathygli fyrir velheppnaðar
aðgerðir í jafnréttisbaráttunni.
Tvisvar hefur t.d. almenn þátt-
taka í kvennafrídegi orðið frétta-
efni sem farið hefur vítt um heim.
Svo virðist sem íslenskar konur
nái einstaklega góðri samstöðu
um ýmiss konar aðgerðir. Er
árangurinn í samræmi við góða
þátttöku?
í ágúst ætla konur af öllum
Norðurlöndum að hittastt á mál-
þingi í Osló, þar verður haldið
„Nordisk Forum“. Þátttaka ís-
lenskra kvenna verður mjög
mikil, mun meiri en reiknað var
með. Við byrjum á því að ræða
hvað geti valdið þessum mikla
áhuga íslensku kvennanna.
Guðrún Ág: Nordisk Forum er
haldið á vegum Norðurlandaráðs
og norrænu ráðherranefndarinn-
ar. Strax í upphafi var ákveðið að
fela grasrótarhreyfingum, þ.e.
kvennahreyfingum og félögum,
en ekki embættismönnum allan
undirbúning. Kannski er þetta
ástæðan fyrir mikilli þátttöku og
þá ekki bara þeirra kvenna, sem
eru vanar að taka þátt í ráðstefn-
um, því að nú verða með konur
úr hinum ýmsum starfsstéttum,
bæði Sóknarkonur og BSRB-
félagar. Þátttakan spannar allt
sviðið.
Miðað við höfðatölu ættu þátt-
takendur héðan að vera 70. Við
reiknuðum með um 200 en síð-
ustu tölur benda til að héðan fari
um 500 konur. íslenskar konur
eru spenntar fyrir að ræða sín mál
og hitta kynsystur sínar á Norður-
löndum sem eru að kljást við
svipuð vandamál.
Guðrún Árna: Þegar ég heyrði
fyrst um hugmyndina að Nordisk
Forum í ágúst í fyrra, datt mér
strax í hug að íslenskar konur
tækju henni vel. Bæði er að ís-
lendingar hafa gaman af að ferð-
ast en ekki síður að það er mjög
auðvelt að virkja samtakamátt ís-
lenskra kvenna þegar eitthvað
sérstakt stendur til. Þessu var
strax mjög vel tekið innan BSRB,
enda er meirihluti félaganna þar
konur.
Það sem kemur mér mest á
óvart er að meðalaldur þeirra
sem ætla héðan til Osló er um og
yfir fimmtugt. Eins og Guðrún
benti á eru þetta konur sem taka
ekki daglega þátt í félagsstörfum.
Sigrún: Þessi mikla þátttaka í
Nordisk Forum gleður mig mjög.
Ég var orðin svartsýn og fannst
ekkert vera að gerast í
jafnréttisbaráttunni. Ég tel þetta
vera tákn um aukna samkennd
íslenskra kvenna.
Guðrún Ág: Þótt maður geti
ekki mælt árangurinn af svona
starfi svart á hvítu þá er ég að
vona að það gerist eitthvað svip-
að og eftir kvennafrídaginn 1975,
að upp komi aukin samstaða og
samkennd og meiri skilningur
kvenna í milli. Ég var þá svo
óþolinmóð og varð fyrir von-
brigðum með að ekki skyldi með
kvennafrídeginum verða bylting
og kvenfrelsi og jafnrétti komast
á. En síðar sá maður að mesti
ávinningurinn var fólginn í því að
augu kvenna opnuðust fyrir
mikilvægi samstöðunnar.
Sjálfstraustið
hefur aukist
Sigrún: í framhaldi af
fjölmiðlarannsókn, sem ég hef
nýlega gert, hef ég farið víða og
talað við margar konur og mér
finnst ég verða vör við mikla
breytingu. Konur eru ekki jafnh-
ræddar hver við aðra og áður var.
Áður þorðu margar ekki að segja
neitt af ótta við að einhverjar aðr-
ar konur yrðu til að gagnrýna
þær. Nú finnst mér konur miklu
tilbúnari að vinna saman og vera
hreinlega vinir.
Guðrún Árna: Ég held að við
konur séum orðnar öruggari með
okkur. Áður var stemmning fyrir
því, og vottar jafnvel fyrir því
enn, að gera okkur að
karlkonum. Nú viljum við halda í
okkar gildi, þannig að virt sé að
verðleikum það sem við erum að,
gera. Sjálfstraustið hefur aukist.
Þetta hefur komið fram í kjara-
samningum að undanförnu.
Lítum t.d. á Snótarkonurnar í
Vestmannaeyjum. Og í V.R.
hafa komið fram konur sem við
höfum varla heyrt í fyrr, kassa-
konurnar í stórmörkuðunum. Þó
að karlarnir séu enn fyrirferð-
armiklir sem oddvitar í stéttarfé-
lögum þá vita þeir núna meira af
okkur konunum en áður.
Guðrún Ág: Samt er stutt síðan
því var haldið fram að ekki hefði
tekist að finna frambærilega
konu til að verða varaformaður
BSRB þótt þær séu í meirihluta í
félaginu.
Engu að síður er það staðreynd
að við treystum hver annarri
stöðugt betur til að taka að sér
ábyrgð og stjórnunarstörf og það
þýðir að við teljum að konur séu
jafnhæfar til að stjóma þjóðfé-
laginu og karlar.
Guðrún Árna: Fyrir fimm til
tíu árum var þetta ákveðinn hóp-
Sunnudagur 24. apríl 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 9