Þjóðviljinn - 24.04.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.04.1988, Blaðsíða 15
The Primitives Lovely Flestir ættu að kannast við hljómsveitina The Jesus And Mary Chain sem vakið hefur mikla og verðskuldaða athygli á síðustu árum og þá aðallega fyrir byltingarkennt skerandi gítar-„sánd“ sem hrist hefur upp í mörgu tónlistarfólki. Margirtónlistarmenn tóku þennan þétta og skerandi gít- arleik sér til fyrirmyndar og upp spruttu hljómsveitir á borðvið „BambiSlam", „Primal Scream" og „Primitiv- es“. Sú síðastnefnda var, ekki allsfyrir löngu, að sendafrá sérfyrstu breiðskífu sínasem ber heitið „Lovely“ og eins og við var að búast hlaut hún hinar ágætustu viðtökur bæði hjá bresku popppressunni og hinum almennatónlistará- hugamanni. Það hefurein- kennt nokkuð þær hljóm- sveitir sem sprottið hafa upp úr J.A.M.C.-bylgjunni, að þær hafa sótt nokkuð mikið afturtil hippaáranna, bæði tónlistar- lega séð og einnig í klæða- burði, og er Primitives þar engin undantekning þvítónlist sveitarinnar er melódísk og fremur Ijúf þó að hljómburður- inn sé í harðari kantinum. „Lovely" hefst á lagi sem ís- lendingum ætti að vera góðkunn- ugt því það hefur getið sér hljóðs á vinsældarlistum hérlendis undanfarnar vikur og heitir því beinskeytta nafni „Crash“. Skömmu fyrir útkomu plötunnar GRAMMY- vision Peir sem af einhverjum or- sökum sátu heima og horfðu á sjónvarpið síðastlið laugardags- kvöld (þ.e.a.s. fyrir viku) hafa ekki getað komist hjá því að taka eftir tveggja og hálfs klukku- stunda löngum „tónlistar“þætti þar sem fram fór afhending svo- kallaðra Grammy verðlauna sem eins og fram kom í kynningu, eru veitt fyrir athyglisverðan árangur á sviði dægurtónlistar. Nær hefði þó verið að segja: „... sem veitt eru fyrir skaðlegastan amerískan iðnaðarúrgang“, því ekki man ég eftir að hafa eytt tíma mínum jafn óskynsamlega og þetta umrædda kvöld fyrir framan imbann. Flest tónlistin sem flutt var í þættinum einkenndist af metnaðarlausri fjöldaframleiðslu og var langt frá því að vera vitræn, og yfirleitt allt sem viðkom þættinum var yfir- borðskennt og glamúrlegt svo ill- an peningafnykinn lagði langar leiðir. Ég vona að sjónvarpið hugleiði það hlutverk sitt að vera menn- ingarstofnun öðru fremur, því þessa stundina er Poppkorn eini þátturinn þar sem smásmuga er að rekast á góða rokk- og poppt- ónlist og er það miður því að hálf- tími á viku í dægurtónlist í ríkis- sjónvarpi er fremur hlálegt. OJ skrifuðu Primitives undir útgáf- usamning hjá hljómplöturisanum RCA, en þangað til hafði sveitin gefið allt sitt efni út á eigin hljóm- plötufyrirtæki sem gengur undir því hvetjandi nafni „Lazy Rec- ords“. Greinilegt er að samning- urinn við RCA hefur haft sín áhrif á tónlist hljómsveitarinnar, því allt yfirbragð tónlistarinnar er orðið mun ljúfara og meðtæki- legra en áður og á tónlistarleg rit- skoðun áðurnefnds útgáfurisa, örugglega stærstan þáttinn í því. En hvað um það, „Lovely“ ein- kennist af fremur hefðbundnum og einföldum rokk-popp laga- smíðum og eins og ég gat um áðan þá má víða heyra áhrif frá blómamúsík sjöunda áratugar- ins. Lögin eru fíest hröð og nokk- uð kraftmikil þar sem melódískur söngur söngkonunnar og mátu- lega einfaldur en krassandi gítarl- eikurinn er í fremstu víglínu. The Primitives er skólabókar- dæmi um hljómsveit sem hefur liðið fyrir það að skrifa undir samning við peningalega háð fyr- irtæki sem leggur mesta áherslu á að laga tónlistina að markaðnum í stað þess að laga markaðinn að tónlistinni og ættu ungar hljóm- sveitir á borð við Sykurmolana að hugsa sig a.m.k. tvisvar um áður en vaðið er út í slíkt. Það er ljóst að sökum þessarar heflunar á tónlist sveitarinnar hafa The Pri- mitives ekki skapað neitt bylting- arkennt listaverk, heldur er hér á ferðinni nokkuð óvenjuleg poppplata og sem slík er „Lo- vely“ helv... góð. OJ Ameríska rokksveitin R.E.M. hefur sagt skilið við útgáfufyrir- tækið IRS og skrifað undir samn- ing við WEA. Samningurinn hljóðar upp á að sveitin sendi frá sér fjórar breiðskífur hjá fyrirtæk- inu og eru því sögusagnir um að sveitin sé að hætta, foknar út í veður og vind. í júnímánuði á komandi sumri mun verða haldin tveggja daga tónlistarhátíð í Bretlandi til styrkt- ar mannréttindasamtökunum Amnesty International og munu margar góðar sveitir koma og leika til stuðnings þessu mál- efni. í því sambandi hafa verið nefndar sveitir á borð við The Wedding Present, The Jesus And Mary Chain, The Men They Couldn’t Hang, Jimmy Cliff, Big Audio Dynamite, New Model Army og Joe Strummer. Einnig er uppi orðrómur um að Sykurmolarnir muni leika þarna en hvað það verður veit nú eng- inn. The Housemartins voru um daginn að gefa út svanasöng sinn í smáskífuformi og nefnist gripurinn „There’s Always Something There To Remind Me“. Einhver orðrómur er uppi um að aðalgæjarnir í bandinu séu að snúa sér að rapp-tónlist öðru fremur, en þá frétt sel ég ekki dýrar en ég keypti. MEÐMÆLI: Nýja platan með Martin Stephenson And The Daintees er komin út og er vænt- anleg hingað til lands von bráðar. Sunnudagur 24. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.