Þjóðviljinn - 04.05.1988, Page 6
Framkvæmdasjóður
íslands
Starfskraftur óskast sem fyrst til starfa við
bókhalds- og ritarastörf. Verslunarmenntun
æskileg.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist Framkvæmdasjóði íslands,
Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík.
Rannsóknastofnun
landbúnaðarins
Rannsóknastofnun landbúnaðarins auglýsir
sauðfjárbú tilraunastöðvarinnar á Reykhólum í
Austur-Barðastrandarsýslu, ásamt nauðsynlegri
aðstöðu, til leigu frá næstu fardögum. Nánari
upplýsingar veita Ingi Garðar Sigurðsson, til-
raunastjóri á Reykhólum (sími 93-47714) og Þor-
steinn Tómasson, forstjóri (sími 91-82230).
Leigutilboð sendist forstjóra Rannsóknastofn-
unar landbúnaðarins fyrir 24. maí.
Frá menntamálaráðuneytinu
lausar stöður við framhaldsskóla.
Við Verkmenntaskóla Austurlands Neskaupstað eru lausar
kennarastöður í dönsku, íslensku, stærðfræði og fagteikningu.
Við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi vantar kennara í
eftirtaldar greinar: frönsku, sérgreinar málmiðna, sálfræði, stærð-
fræði, félagsfræði, rafeindavirkjun og viðskiptagreinar. Einnig vant-
ar kennara í eftirtaldar stöður: Þýsku % staða, tónlist og kórstjórn Vz
staða.
Við Iðnskólann í Reykjavík vantar kennara í dönsku, stærðfræði
og eðlisfræði, faggreinum bakara, bókiðnum, fataiðnum, faggrein-
um húsgagnasmiða, rafeindavirkjun, rafvirkjun, faggreinum málara
og faggreinum á tölvubraut. Ennfremur vantar stundakennara í
eftirtöldum greinum: íslensku, stærðfræði, eðlisfræði og tölvugrein-
um, þýsku, bókfærslu og rekstrargreinum, hársnyrtigreinum, fata-
iðnum, faggreinum múrara, öryggismálum, rafiðngreinum, fag-
greinum húsasmiða og bókiðnum.
Við Framhaldsskólann á Húsavík eru lausar kennarastöður í
þýsku, frönsku, ensku, viðskiptagreinum og hálf staða í tónmennt.
Jafnframt er óskað eftir sérkennara til að kenna nemendum með
sérkennsluþarfir.
Við Fjölbrautaskólann við Ármúla vantar kennara í efnafræði og
viðskiptagreinum.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavíkfyrir24. maí
n.k.
Menntamálaráðuneytið
Aldraðir við föndurvinnu á dvalarheimili DAS í Reykjavík.
DAS
Sjómannasanrtökin 50 ara
Nýtt happdrættisár hjá DAS. Endurbætur á hjúkrunardeildum og
nýbyggingar í Hafnarfirði
Nýtt happdrættisár er hafið hjá
Happdrætti DAS fyrir starfsárið
maí tii apríl 1988-1989. Vinninga-
skrá happdrættisins breytist nú
verulega og verður að heildar-
verðmæti kr. 174.580.000,-
Lægstu vinningar hækka úr 5 þús-
und í 10 þúsund krónur og vinn-
ingar til utanlandsferða verða nú
samtals 2124 á 75 þúsund og 40
þúsund krónur og fjölgar því
mikið.
Til bílakaupa verða 48 vinning-
ar hver á 300 þúsund krónur, en
að auki verða 3 aukavinningar
sem aðeins verða dregnir úr seld-
um miðum: Chevrolet MONZA í
júlí, MAZDA 323 í desember og
TOYOTA Corolla í febrúar ’89.
Vinningar til íbúðarkaupa
verða í 1. flokki á 1,5 miljón en í
öðrum flokkum á 1 miljón og að-
alvinningurinn í 12. flokki verður
sem undanfarið að verðmæti 3,5
miljónir til kaupa á íbúð eða báti.
Sjómannadagssamtökin í
Reykjavík og Hafnarfirði verða
50 ára nk. Sjómannadag 5. júní,
en sem flestum mun kunnugt
hafa þau lagt drjúgan skerf af
mörkum til úrbóta í vandamálum
aldraðra, eins og Hrafnistu-
heimilin í Reykjavík og Hafnar-
firði eru lýsandi dæmi um. Bent
skal á að þær eru báðar
sannkallaðar „landsstofnanir“,
þar sem þar dveljast aldraðir alls-
staðar af landinu.
í Hrafnistu í Reykjavík er nú
unnið að endurbótum á hjúkrun-
ardeildum og endurbyggingu
þvottahúss og samtengingu þess
við hjúkrunarheimilið Skjól, sem
njóta mun þessarar þjónustu frá
Hrafnistu.
f Hafnarfirði mun innan tíðar
hefjast bygging 2. áfanga vernd-
aðra þjónustuíbúða, sem eru 28
íbúðir við Naustahlein, en flest-
um þeirra hefur þegar verið ráð-
stafað til einstaklinga og sam-
taka. Þessi hús sem hin fyrri við
Boðahlein njóta þjónustu frá
Hrafnistu og eru í sambandi við
heimilið dag og nótt vegna örygg-
is íbúanna.
Jóhann Sigurðarson leikari.
Menningarsjóður
Pjóðleikh ússins
Jóhannfékk
styrkinn
Að lokinni frumsýningu á Lyg-
aranum þann 21. apríl sl. veitti
þjóðleikhússtjóri Jóhanni Sig-
urðarsyni leikara styrk úr Menn-
ingarsjóði Þjóðleikhússins.
Sjóðurinn var stofnaður á
vígsludegi Þjóðleikhússins, 20.
apríl 1950.
Jóhann Sigurðarson hefur ver-
ið í eldlínunni á fjölum Þjóðleik-
hússins í vetur, leikið Javert lög-
reglustjóra í Vesalingunum,
Haffa í Bflaverkstæði Badda,
Emilían í Rómúlusi mikla,
karlveru á dýrlingshátíð í Yermu
og Florindo í Lygaranum.
Leiðrétting
Þau mistök urðu við vinnslu
Þjóðviljans í gær að grein um sjá-
varútvegsmál á síðu 5, þar sem
einn starfsmanna blaðsins lýsti
persónulegum viðhorfum sínum,
var sett upp sem almenn frétt eða
fréttaskýring af blaðsins hálfu.
Þjóðviljinn biður höfund og les-
endur forláts.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagiö Reykjavík
Aðalfundur 4. deildar
Aðalfundur 4. deildar ABR verður haldinn að Hverfisqötu 105 mánudaqinn
9. maí kl. 20.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Alþýðubandalagið
Miðstjórnarfundur
Alþýðubandalagið boðar til miðstjórnarfundar helgina 7.-8. maí n.k. í
Flokksmiðstöðinni Hverfisgötu 105, Reykjavik.
Dagskrá:
1) Stefnumótun í húsnæðismálum.
2) Drög að stefnumótun í heilbrigðismálum.
3) Þróun efnahagsmála.
4) Skýrsla um niðurstöður landbúnaðarráðstefnu
5) Kosning nefnda.
6) önnur mál.
Nánar auglýst síðar.
Sumardvöl á Laugarvatni
Hinar sívinsælu sumarbúðir Alþýðubandalagsins á Laugar-
vatni verður í sumar vikuna 18. - 24. júlí.
Umsjón verða í höndum Margrétar Frímannsdótturog Sigríðar Karlsdóttur.
Allar nánari upplýsingar í síma 17500.
Alþýðubandalagið
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Bæjarmálaráðsfundur
Bæjarmálaráð ABH boðar til fundar í Skálanum, Strandgötu 41, laugar-
daginn 7. maí kl. 10.00.
Dagskrá: 1) Niðurstaða stefnuráðsfundarins: Formaður reifar málin.
2) Skipulag stefnuumræðu og starfið í sumar.
Mætum öll í sumarskapi
Alþýðubandalagið Reykjavík
Aðalfundur 3. deildar
Aðalfundur 3. deildar ABR verður haldinn miðvikudaginn 4. maí kl. 20.30 að
Hverfisgötu 105.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin