Þjóðviljinn - 10.05.1988, Page 2

Þjóðviljinn - 10.05.1988, Page 2
FRETTIR Alþýðubandalagið Island í hagstjómarkreppu Ólafur Ragnar Grímsson: Grafið undan stoðum efnahagslífsins. Stofnaður verði landshlutabanki Olafur Ragnar Grímsson lagði fram ítarlega greinargerð um efnahagsvandann á miðstjórnar- fundi Alþýðubandalagsins um síðustu helgi. Þar er ma. lagt til að stofnaður verði sérstakur landsbyggðarbanki og að spari- sjóðunum verði gert kleift að kaupa Útvegsbankann. Ólafur segir einnig nauðsynlegt að efla jöfnunarsjóð sveitafélaga um 400 milljónir á þessu ári. Ólafur telur að í landinu ríki hagstjórnarkreppa en ekki efna- hagskreppa. Verðbólgan hér sé 8 sinnum meiri en í helstu við- Þokkalegt verð fæst fyrir rækjuna en aðalmarkaðurinn er á Bretlandi og Norðurlöndum. skiptalöndum, viðskiptahallinn verði 11-15 milljarðar á þessu ári og að erlendar skuldir gætu orðið 90-100 milljarðar í árslok. Þá bendir Ólafur á að stórfelldir bú- ferlaflutningar frá landsbyggð- inni hafi stigmagnast og að fjöldi fyrirtækja á landsbyggðinni sé á Gert er ráð fyrir að 40-50 batar og skip verði gerðir út frá rækjuyerksmiðjum 7 við Isa- fjarðardjúp á úthafsrækju í ár sem undanfarin ár. Verksmiðj- urnar leigja skipin sem eru bæði loðnuskip og hefðbundnir vertíð- arbátar til veiðanna og sjá þeim jafnframt fyrir veiðarfærum. Að sögn Gunnars Þórðarson- ar, formanns Félags rækjufram- leiðenda eru bátarnir farnir að tínast út á miðin og hafa þeir fyrstu verið að fá þetta 12-20 tonn eftir 5-6 daga veiðiferð. Rækjan hefur verið til þessa nokkuð smá en skipin hafa þurft að sigla alla leið austur á Sléttu sem er um 18 tíma stím sem þykir nokkuð langt. Vegna þrákelkni hafíssins sem enn er úti fyrir Norðurlandi hefur ekki enn verið unnt að veiða á hefðbundnum úthafsrækjumið- um til þessa, en í sunnanáttinni sem ríkt hefur að undanförnu bú- ast menn við að landsins forna fjanda fari óðum að reka til síns heima. Lárus Jónsson, framkvæmda- stjóri Félags rækju- og hörpu- diskframleiðenda segir að verð fyrir úthafsrækjuna á mörkuðum ystu brún. Ólafur leggur til að ríkisbank- arnir á landsbyggðinni, spari- sjóðirnir og aðrar innlánsstofn- anir verði sameinaðir í öflugan landshlutabanka sem lyti stjórn heimamanna. Ólafur segir að á þennan hátt megi draga úr mið- í dag sé þolanlegt og fyrir stærstu rækjuna fæst í dag um 3,40 pund fyrir hálft kfló af henni og 2,45 pund fyrir smæstu rækjuna. Aðal markaðssvæðin eru á Bretlandi og á Norðurlöndunum og sagði Lárus að vel horfði með sölu á rækjunni sem hingað til. Aðal samkeppnisaðilar okkar á Evrópumörkuðum eru Kanada- og Bandaríkjamenn og hefur samkeppnisaðstaða þeirra styrkst verulega á síðustu misser- um vegna þess hve dollarinn væri ódýr. ~grh Kominn Er blaðið fór í prentun um miðnætti stóð enn yfir 3. og síð- asta umræða um bjórfrumvarpið í efri deild Alþingis. Allt bendir til þess að frumvarpið verði sam- þykkt óbreytt og því verði hægt að kaupa bjór í verslunum ÁTVR frá 1. mars á næsta ári. Ekki kom fram tillaga um að bera þetta umdeilda mál undir þjóðaratkvæði, eins og jafnvel hafði verið reiknað með. Þau stýringarvaldinu í bankakerfinu og færa landsbyggðinni verulegt vald í fjármagnskerfinu. Ólafur segir að fyrsta skrefið í þessa átt gæti verið að selja spar- isjóðunum í landinu Útvegsbank- ann. Þannig mætti einfalda bank- akerfið og gera það hagkvæmara. Bankakerfinu hefur mistekist að stýra fjármagninu í arðsamar fjárfestingar segir Ólafur og lána- mistök þeirra er veigamikil orsök gjaldþrota og þeirrar vitlausu fjárfestingar sem eru að koma fram. Hann leggur til að allar op- inberar framkvæmdir og fram- kvæmdir fyrirtækja sem fá ríkisá- byrgð á lánum, verði tengdar þjóðhagslegu arðsemismati. Þá verði lagt arðsemismat á fram- kvæmdir vegna lána yfir ákveðn- um stærðarmörkum. Þetta myndi knýja bankakerfið til meiri ábyrgðar að mati Ólafs. I greinargerðinni leggur Ólafur einnig til að jöfnunarsjóður sveitarfélaga verði gerður að raunverulegum jöfnunarsjóði. Hann vill láta efla sjóðinn um 400 milljónir á þessu ári. Markmiðið verði aukið sjálfstæði sveitarfé- laga og að tekjugrundvöllur þeirra verði treystur. f greinargerð formannsins eru alls um 30 tillögur til úrbóta á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Þar er ma. komið inn á launamál, í gegn? Guðrún Agnarsdóttir og Svavar Gestsson báru upp tvær viðbóta- rtillögur, sem snerust um að land- læknir yrði hafður með í ráðum við verðlagnigu og reglur yrðu settar um aukið forvarnarstarf. Þó að flestir geti í sjálfu sér fallist á þessa viðauka, þá hefði sam- þykkt þeirra þýtt að málið hefði farið aftur í neðn deild og þar með ekki náð í gegn á þessu þingi. mj Isafjörður Asókn rauða w i gullið Rœkjuverksmiðjur við Djúp gera út um 40-50 skip á úthafsrækju ísumar. Aflinn 12-20 tonn eftir5-6 daga veiðiferð. Þokkalegt verðfœst fyrir rœkjuna skattamal ofl. -hmp Bjórinn m u Sjónvarpið Sigmn eða Ögmundur líklegust Sjálfstœðisflokkurinn virðiststyðja Sigrúnu, en Ögmundurgœti fengið flest atkvœði í Útvarpsráði. Starfsmenn með Ögmundi. Kvennalistinn ísérkennilegum en dœmigerðum vanda Mjög er óljóst um úrslitin í Út- varpsráði um fréttastjóra- efni sjónvarps, en kunnugir telja að baráttan standi einkum milli Sigrúnar Stefánsdóttur og Ög- mundar Jónassonar. Auk þeirra sækja um Hallur Hallsson og Helgi H. Jónsson. Umsóknarfrestur rann út um helgina, og hefur ekki frést af öðrum umsækjendum en þessum fjórum. Opinberlega verður ekki látið uppi um umsækjendur fyrren eftir útvarpsráðsfúnd á föstudag, en atkvæði verða greidd í ráðinu á þriðjudag eftir viku. Ekki er líklegt að Hallur Hallsson fái atkvæði í útvarps- ráði, og því ósennilegt að hann verði fyrir valinu. Á brattann er að sækja fýrir varafréttastjórann Helga H. en samkvæmt heimild- um Þjóðviljans gæti tilviljun ráðið hvort þeirra Sigrúnar eða Ögmundar fær fleiri atkvæði. Kunnugir telja ósennilegt að út- varpsstjóri vilji ganga á svig við skýran vilja í Útvarpsráði, meðal annars vegna þess að hann valdi Ingva Hrafn á sínum tíma gegn meirihlutavilja í ráðinu. Ráðs- menn eiga því leikinn, en dreifist atkvæði þeirra tiltölulega jafnt hefur Markús Örn gott svigrúm. í ráðinu eru sjö fulltrúar, Inga Jóna Þórðardóttir og Magnús Er- lendsson frá Sjálfstæðisflokki, Markús Á. Einarsson og Ásta R. Jóhannesdóttir frá Framsókn, Magdalena Schram frá Kvenna- lista, Bríet Héðinsdóttir frá Al- þýðubandalagi og Guðni Guð- mundsson frá Alþýðuflokki. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans styðja Sjálfstæðisfulltrú- arnir Sigrúnu til stöðunnar, þarmeðtalinn útvarpsstjóri, og telja að Sigrún muni falla betur að veldi flokksins í stofnuninni en Ingvi Hrafn. Þó munu komnar vomur á ráðsliða flokksins vegna andstöðu við Sigrúnu innanúr flokknum. Helgi H. Jónsson er talinn hafa stuðning Markúsar Framsóknar- fulltrúa (Markúsar Á.) en Ásta R., hinn Framsóknarmaðurinn, er óvissari og gæti atkvæði henn- ar fallið á alla vegu: á Helga að vilja flokksforystunnar, á Sig- rúnu vegna kvennasamstöðu eða á Ögmund vegna vináttu og fag- legs mats. Það gæti vegið þungt um ákvörðun Ástu R., einsog fleiri ráðsliða, að Ögmundur nýtur mikils stuðnings meðal frétta- manna og annarra starfsmanna á fréttastofunni og annarsstaðar í stofnuninni, og er að sjá að sá stuðningur vegi upp á móti því að Ögmundur er talinn til vinstri í stjórnmálaskoðunum, sem ekki er vinsælt hjá yfirmönnum á Sjónvarpinu. Bríet Héðinsdóttir er talin vera á bandi Ögmundar, en ekkert er vitað um afstöðu Guðna rektors. Kvennalistinn á í sérkenni- legum en dæmigerðum vanda. Talið er að Magdalena Schram, fulltrúi hans í ráðinu og fleiri Kvennalistakonur hallist helst að Ögmundi, bæði á faglegum for- sendum og vegna starfsmanna- stuðnings, en pólitík Kvennalist- ans gerir Magdalenu erfitt um vik að styðja ekki konuna Sigrúnu, sérstaklega eftir þá athygli sem ritgerð Sigrúnar um illt fjölmiðla- gengi hefur vakið uppá síðkastið. Það eykur svo spennuna um kjör- ið að sjúkrahúslega gæti orðið til þess að kaleikurinn yrði frá Kvennalistanum tekinn. Vara- maður Kvennalistafulltrúans er nefnilega frá Borgaraflokki, Júlí- us Sólnes, og segja heimildar- menn Þjóðviljans eins víst að Júlíus kysi Ögmund, þótt ekki væri til annars en að koma Mark- úsi Erni og öðrum Sjálfstæðis- mönnum kringum ríkisútvarpið í bobba. Allir umsækjendur hafa beitt sér að einhverju marki við ráðs- menn og þá sem taldir eru standa þeim næstir, en þótt pólitík skipti hér talsverðu verður ekki séð að stjórnarflokkamir hafi - að minnsta kosti ekki enn - gert neitt samkomulag um stöðuna, enda samstarfsflokkar Sjálfstæð- isflokksins ekki hrifnari en stjórnarandstaðan af tilburðum flokksins til fullkominna forráða yfir ríkisútvarpinu ofaná ítök hans í annarri fjölmiðlun. Fáir þeirra sem Þjóðviljinn hefur rætt við síðustu daga hafa þorað að spá neinu um úrslit, en telja að Ögmundur hafi sótt mjög í sig veðrið frá því fyrir viku eða tveimur að Sigrún var talin nær örugg. -m Sigrún og ögmundur talin helst koma til greina. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 10. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.