Þjóðviljinn - 10.05.1988, Blaðsíða 9
Það er prófsteinn á efnahagsstefnuna hvort tækifærin eru nýtt til
sóknar eða glutrað niður vegna aðgerðaleysis, rangra ákvarðana eða
annarlegrar hagsmunagæslu, segir Ólafur Ragnar í greinargerð sinni.
,yAnnað hvort heldur kreppan í hagstjórninni áfram að gera lausn
vandamálanna œ erfiðari eðafarnar verða nýjar leiðir semfela ísér
róttœkar kerfisbreytingar. Tíminn er dýrmœtur. Aðgerðaleysi í
nokkra mánuði í viðbót getur skapað nánastóyfirstíganlegarhindran-
ir. Það er hins vegar ekki nóg að krefjast bara aðgerða. Þær verða að
þjóna hagsmunumfólksins í landinu og styrkja sjálfstœði
þjóðarinnar. “
munar og með hliðsjón af
ákvörðunum stjórnvalda um
breytilegt vaxtastig eftir hólfun
útlána.
2.8. Knúið verði á um samruna
fjárfestingalánasjóða og útlána-
stefna þeirra Iátin fylgja al-
mennum reglum um arðbæra
fjárfestingu frá þjóðhagslegu
sjónarmiði. Sérhæfing útlána-
starfseminnar má ekki leiða til
varðveislu sérhagsmuna á kostn-
að heildarhagsmuna og óhag-
kvæmni í ráðstöfun lánsfjár-
magns.
3. Skynsamleg nýting
auðlinda, hagkvæm
fjárfesting og
jákvæð byggðaþróun
Auk aðgerða sem fyrr eru tald-
ar og almennt draga úr þensiu á
höfuðborgarsvæðinu og auka
jafnvægi milli landshluta verði
gripið til eftirfarandi aðgerða
sem stuðlað geta að skynsamlegri
nýtingu auðlinda, hagkvæmari
fjárfestingu og jákvæðri byggða-
þróun:
3.1. Stjórnun fiskveiða verði
breytt á þann veg að í stað
veiðivkóta sem bundinn er við
einstök skip verði komið á nýju
kerfi byggðakvóta þar sem at-
vinnuhagsmunum landshlutanna
og sameign fólksins á auðæfum
hafsins eru lögð til grundvallar.
Til að stuðla að hagkvæmri nýt-
ingu fjárfestinga og fiskimiða og
tryggja að arðurinn fari til upp-
byggingar í heimahéruðum verði
í áföngum komið á útboðskerfi á
hluta af þeim veiðileyfum sem
eru til ráðstöfunar innan hvers
byggðasvæðis. Þannig skapaðist
grundvöllur til að verðleggja arð-
inn af ráðstöfunarréttinum á
þessum sameiginlegu auðæfum
og tryggja að sá arður færi til
fólksins en ekki til fáeinna fyrir-
tækja og eignamanna. Ráðstöfun
teknanna sem útboðskerfið
skapaði yrði í höndum sveitar-
stjórna og samtaka heimamanna.
Á þann hátt yrði til nýr tekju-
grundvöllur sem heimamenn
gætu sjálfir ráðstafað til byggða-
þróunar.
3.2. Til að styrkja rekstrar-
grundvöll sjávarútvegsins og
koma í veg fyrir verðfall á er-
lendum mörkuðum vegna of-
framboðs verði tekin upp ný sölu-
skipan á fiski. Grundvöllur henn-
ar yrðu skýr ákvæði um að allur
fiskur yrði seldur, verðlagður og
viktaður áður en hann er sendur
ferskur úr landi. Þannig yrði
bannað að flytja óverðlagðan og
óseldan fisk úr landi og kaupend-
ur erlendis yrðu að keppa við inn-
lenda framleiðendur um hráefn-
ið. Slíkt kerfi myndi leiða til
jafnvægis á ferskfiskmörkuðun-
um í Evrópu og halda þar með
uppi hinu háa verði á íslenskum
útflutningi um leið og fiskversl-
unin yrði færð inn í landið og
samkeppnisstaða íslenskrar fisk-
iðju væri tryggð.
3.3. Fjármálaleg stjórn heima-
manna og bankakerfi lands-
byggðarinnar verði styrkt með
því að koma á fót viðræðum milli
ríkisbankanna, sparisjóðanna og
annarra innlánsstofnana í lands-
hlutunum um að sameina útibú
ríkisbankanna, sparisjóði og aðr-
ar innlánsstofnanir í öfluga lands-
hlutabanka sem lytu stjórn
heimamanna. Slíkir landshluta-
bankar gætu verið hlutafjárbank-
ar með þátttöku sveitarstjórna,
fyrirtækja og einstaklinga sem
efla vilja viðskipti heima í héraði.
Á þennan hátt yrði dregið úr mið-
stýringarvaldinu í bankakerfinu,
landsbyggðinni fært verulegt vald
í fjármagnskerfinu og aðhald og
ábyrgð í útlánum aukin um leið.
Fyrsta skrefið á þessari þróun-
arbraut gæti verið fólgið í því að
sparisjóðunum í landinu væri í
sameiningu heimilað að kaupa
Útvegsbanka íslands. Þar með
næðist skref í átt að einfaldara og
hagkvæmara bankakerfi og
fjármálalegt vald yrði fært til
heimamanna sem stjórna spari-
sjóðunum.
3.4. Fjárfestingarlánasjóðun-
um yrði skipt í landshlutadeildir
sem störfuðu í tengslum við hinar
nýju lánastofnanir landshlut-
anna. Með uppbyggingu slíkra
deilda og sérstakra landshluta-
banka yrði stuðlað að því að efla
ráðgjafarstarfsemi við atvinnulíf í
heimabyggðum og færa þangað
þekkingu sem nú er að mestu
hluta á höfuðborgarsvæðinu. Til
greina kemur að skipta Byggða-
stofnun upp í slíkar landshluta-
deildir sem lytu stjórn fulltrúa
heimamanna. Á þennan hátt er
hægt að flytja fjárhagslegt vald og
ábyrgð nær vettvangi atvinnulífs-
ins og stjórnareiningum hérað-
anna.
3.5. Komið verði á virkri fjár-
festingarstýringu sem á þessu og
næsta ári hafi það sérstaka verk-
efni að koma í veg fyrir óarðbær-
ar fjárfestingar í verslunarhús-
næði, skrifstofubyggingum og
opinberum glæsihýsum, bæði á
vegum ríkis og sveitarfélaga, sem
hæglega geta beðið í nokkur ár.
Réttlæting slíkrar fjárfestingar-
stýringar er að nú þegar ríkir of-
framboð og þensla á þessum
byggingamarkaði. Allar opin-
berar framkvæmdir og fram-
kvæmdir fyrirtækja og annarra
sem fá ríkisábyrgð á lánum verði
tengdar þjóðhagslegu arðsenus-
mati og^felldar að hagstjórnar-
ramma um viðskiptajöfnuð og
jafnvægi í hagkerfinu. Einnig er
skynsamlegt að sérstakt arðsem-
ismat verði framkvæmt á fjárfest-
ingum sem sótt er um lán til ofan
við tiltekin stærðarmörk. Ef lánin
eru úr opinberum sjóðum og
ríkisbönkum skulu þessar arð-
semisgreinargerðir vera opinber
gögn. Á þann hátt yrði banka-
kerfið knúið til meiri ábyrgðar í
ráðstöfun lánsfjármagnsins.
3.6. Jöfnunarsjóður sveitarfé-
laga verði efldur á þessu ári um
a.m.k. 400 milljónir og enn frek-
ari raunhækkun eigi sér stað á
næsta ári. Sjóðurinn verði gerður
að raunverulegum jöfnunarsjóði
og efling hans haldist í hendur við
skýrari verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga sem hafi að mark-
miði aukið sjálfstæði sveitarfé-
laganna og traustan tekjugrund-
völl. Skattatekjum af fyrirtækj-
um og opinberum stofnunum
sem þjóna öllu landinu verði
jafnað á milli sveitarfélaga í gegn-
um jöfnunarsjóðinn.
3.7. Til að breikka atvinnu-
grundvöll landsbyggðarinnar og
jafna aðstöðu landsmanna verði
hafist handa um að framkvæma
tillögur um flutning ríkisstofnana
og margvíslegrar þjónustustarf-
semi út til landshlutanna. Til-
lögur stjórnskipaðrar nefndar um
flutning ríkisstofnana hafa legið
fyrir í rúman áratug. Framkvæmd
þeirra gæfi einnig tilefni til að
knýja fram nauðsynlega hagræð-
ingu í ríkisrekstrinum.
4. Aðgerðir til að tryggja
lágmarkslaun og draga
úr launamisrétti:
Víðtækar efnahagsaðgerðir
munu ekki skila jákvæðum ár-
angri nema framkvæmd þeirra
byggi á breiðri samstöðu og taki
mið af hinni sterku kröfu um rétt-
læti í launamálum. Þess vegna
eru eftirfarandi aðgerðir mikil-
vægar:
4.1. Þar eð ekki hefur tekist í
kjarasamningum að tryggja
öllum nauðsynleg lágmarkslaun
verði sett lög um að nú þegar
verði lágmarkslaun ekki undir
skattleysismörkunum, 42.000
krónum á mánuði. Lögin feli
einnig í sér að lágmarkslaunin
hækki síðan á næsta ári í áföngum
upp í 45.000-55.000 krónur fyrir
dagvinnu takist ekki að ná þeim
árangri í kjarasamningum.
4.2. Brýnt er að draga úr mis-
rétti í launamálum sem m.a.
endurspeglast í fimmtánföldum
launamun og forstjóralaunum á
bilinu hálf til heil milljón á mán-
uði. Til að draga úr þessu misrétti
verði beitt í senn ákvæðum í
skattalögum og yfirlýsingum lög-
gjafarvalds og framkvæmdavalds
um þá stefnumótun að launa-
munur verði á næstunni ekki
meiri en fjórfaldur og minnki síð-
an á næstu árum í tvöfaldan.
Yfirlýsing stjórnvalda væri
skuldbindandi' fyrir ríki og
sveitarfélög og alla rekstraraðila,
stofnanir og fyrirtæki. Skatta-
lögin yrðu svo tæki til að reka
smiðshöggið á framkvæmd slíkr-
ar jafnlaunastefnu.
4.3. Söluskattur á matvöru
verði afnuminn og þannig dregið
úr mesta misréttinu gagnvart
láglaunafólki sem skattastefna"
ríkisstjórnarinnar hefur haft í för
með sér.
5. Rekstrargrundvöllur
útflutnings-
atvinnuveganna:
Öflug útflutningsþróun og arð-
bær uppbygging útflutnings-
starfseminnar er forsenda fyrir
jafnvægi í hagkerfinu, eyðingu
viðskiptahalla og minnkun er-
lendra skulda samfara bættum
lífskjörum og eðlilegri byggða-
þróun. Margar af þeim aðgerðum
sem fyrr eru taldar munu stuðla
að þessum markmiðum en auk
þeirra þurfa fleiri að koma til
framkvæmda.
5.1. Til að skapa hagkvæmari
rekstra'reiningar og nýta betur
fjárfestingar verði skipulega unn-
ið að aukinni samvinnu fyrir-
tækja í sjávarútvegi, sérstaklega í
frystiiðnaði. Á næstunni verði
slík uppstokkunar-úttekt gerð á
fyrirtækjum í hverju byggðarlagi.
Einnig verði lagður grundvöllur
að nýjum sóknarmöguleikum
fyrir hinn mikla fjölda smáfyrir-
tækja sem starfar í sjávarútvegi
en það eru einkum smáfyrirtækin
sem verið hafa vaxtarbroddur ný-
sköpunar í sjávarútvegi.
Markmið uppstokkunar í fryst-
iiðnaðinum og eflingar smáfyrir-
tækjanna í sjávarútvegi verði:
- betri nýting fjárfestingar
- öflugri og nýtískulegri stjórnun
fyrirtækjanna
- meiri möguleikar á nýsköpun
og sjálfstœðari markaðsstarf-
semi einstakra fyrirtœkja.
Stjórnvöld beiti sér fyrir því að
opinberir aðilar og fjármagns-
stofnanir láti í té þá þjónustu og
fyrirgreiðslu sem nauðsynleg eru
til að koma þessari hagræðingar-
uppstokkun til framkvæmda.
Samsvarandi hagræðingarút-
tekt verði gerð í öðrum mikilvæg-
um útflutningsgreinum.
5.2. Þróunarstarfsemi og sölu-
kerfi í útflutningi verði fært meira
inn í útflutningsfyrirtækin og
opnaðar beinar leiðir til útflutn-
ings á erlenda markaði. Fram-
leiðslan komist í nánari tengsl við
sölumarkaðinn og milliliðum
verði fækkað. Smáfyrirtæki geta
oft nýtt smærri og sérhæfðari út-
flutningsmarkaði sem eru utan
við hefðbundin viðskiptasvið
hinna stærri söluaðila. Hins vegar
verður að vera virkt eftirlit með
því að þessi opnun útflutningtæk-
ifæra leiði ekki til skerðingar á
almennum markaðsstyrk ís-
lenskrar útflutningsvöru. Sam-
starf útflytjenda verði skipulagt
þar sem hætta er á að offramboð
leiði til lækkandi útflutnings-
verðs.
5.3. Margvíslegur tilkostnaður
útflutningsaðila, svo sem rafork-
ukostnaður, bankagjöld, tollar á
aðföngum og fleira verði lækkað
til að styrkja samkeppnisstöðu
útflutningsgreinanna og banka-
kerfinu beitt til að veita útflutn-
ingslánum forgang.
5.4. Þar sem allar þessar að-
gerðir og fleiri draga mjög úr
þörfinni á gengislækkun í þágu
útflutningsstarfseminnar verði
beitt sterku aðhaldi í gengismál-
um á næstunni. Gengisbreyting
sem dregur úr þrýstingi á
nauðsynlegum kerfisbreytingum
er aðeins tímabundið deyfilyf.
Falsgengisstefna sem rýrir hlut
framleiðslugreinanna og lands-
byggðarinnar og býr til gervi-
þenslu í verslunarumsvifum á
höfuðborgarsvæðinu er hins veg-
ar tilræði við efnahagslegt sjálf-
stæði þjóðarinnar. Hér þarf því
að leita nýrra leiða til að koma á
jafnvægi í gengismálum. Slíku
jafnvægi mætti koma á í þremur
áföngum:
1. Vegna mistaka ríkisstjórnar-
innar í stjórn peningamála, verð-
lagsmála og á öðrum sviðum
hagstjórnarinnar komi til fram-
kvœmda minniháttar aðlögun á
nœstu vikum til að skapa útflutn-
ingsfyrirtœkjunum svigrúm til
nauðsynlegrar endurskipulagn-
ingar og uppstokkunar. Pessi að-
lögun komi ekki til skerðingar á
kjörum hinna lœgstlaunuðu.
2. Síðan komi fastgengi í
nokkra mánuði á meðan verið er
að framkvæma þær margháttuðu
aðgerðir sem hér eru gerðar til-
lögur um og hafa í för með sér
aukna hagkvæmni í rekstri, minni
tilkostnað og stuðla að jafnvægi í
hagkerfinu.
3. Nýr fastgengisgrunnur yrði
svo tekinn upp í samræmi við hið
nýja jafnvægi sem skapast hefði í
hagkerfinu.
Stjórnmálalegar forsendur
bandalag launafólks
og landsbyggðar
íslendingar eru á tímamótum.
Kreppan í hagstjórninni ógnar nú
efnahagslegu sjálfstæði þjóðar-
innar og möguleikum til aukinna
framfara og bættra lífskjara. Hér
hafa verið settar fram tillögur um
víðtækar aðgerðir til að snúa við
þeirri óheillaþróun sem undan-
farin misseri hefur sett svip á
efnahagsstjórnina i landinu.
Þessar aðgerðir þurfa að hvíla á
breiðri samstöðu og nýjum pólit-
ískum styrk. Þær stjórnmálalegu
forsendur eru ekki fyrir hendi í
núverandi ríkisstjórn. Þær er hins
vegar að finna í nýju bandalagi
launafólks og landsbyggðar þar
sem sameiginlegir hagsmunir
fólksins eru grundvöllur aðgerða.
Slíkt bandalag launafólks og
landsbyggðar fæli í sér
stjórnmálalegar forsendur þess
að hér takist að snúa við blaðinu.
Það er verkefni allra þeirra sem
þjóna vilja hagsmunum alls
launafólks og íbúa landsbyggðar-
innar að vinna að því að slíkt
bandalag verði þungamiðjan í
umsköpun íslenskra stjórnmála.
Þrlðjudagur 10. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13