Þjóðviljinn - 10.05.1988, Page 16
r-SPURNINGIN-n
Hvað finnst þér um
bílamálið hjá Granda?
Baldvin Ólafsson
auglýsingamaður:
Þetta er svo víða svona. Við erum
í skítnum hvort sem er, spillingin
er allsstaðar.
Laufey Guftmundsdóttir
skrifstofumaður:
Þetta er alveg fáránlegt mál. Þeir
ættu frekar að borga hærri laun
og sleppa sukkinu.
Þórarinn Pétursson
nemi:
Þekki ekki málið nógu vel en mér
sýnst þetta hafa verið ótímabær
launuppbót.
Halldór Kristjansen
sölumaður:
Skandall! Stjórnarformaður gerir
rétt í því að kaupa bílinn.
Fröken Helena
slátrari:
Allt bruðl er andstyggilegt.
þlÓÐVIUINN
Þriðjudagur 10. maí 1988 105. tölublað 53. órgangur.
Yfirdráttur
á téKKareiKninga
launafólKs
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF
Landgrœðsla
Tún frá
Texas
Ný landgrœðsluflugvél kom til landsins á
sunnudaginn. Tekur eitt tonn afáburði og
frœjum
„Vi,ð erum í sjöunda himni með
þessa nýju flugvél, eitt er víst, að
það er nóg af verkefnum,“ sagði
Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjóri, þegar hann í gær bauð
blaðamönnum að skoða nýja
áburðarflugvél sem keypt var í
Bandaríkjunum. Vélin kom til
landsins á sunnudaginn.
„Ég var átta daga á leiðinni frá
Lubbock í Texas, ferðin gekk í
alla staði mjög vel,“ sagði Gunn-
laugur Helgason flugmaður sem
náði í vélina til Bandaríkjanna.
Þegar hann var spurður hvort
hann hefði ekki orðið einmana á
leiðinni neitaði hann því, „það er
svo mikið að hugsa um á svona
ferðalagi.“ Ekki sagðist hann
heldur hafa fundið til innilokun-
arkenndar, þótt hann sæti í allt að
fimm klukkustundir í flugmanns-
klefanum sem er ekki stærri en
meðalstór fataskápur. „Aðalmál-
ið er að halda réttri stefnu og
hugsa ekki um annað,“ sagði
Gunnlaugur sem var mjög hress
með vélina.
„Flugvélinn mun fyrst í stað
fara í verkefni á Reykjanesi og
síðan til Vestmannaeyja," sagði
Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjóri þegar hann var spurður um
væntanleg verkefni. Hann sagði
TF-TÚN er af gerðinni Ari Tractor („Dráttavél loftsins"), er sérhönnuð
áburðarflugvél. -mynd: sig.
að uppgræðslan á Suðurnesjum
væri unnin í samvinnu við öll
sveitarfélögin á svæðinu og einn-
ig hefðu fslenskir aðalverktakar
lagt til 5 miljónir króna til verks-
ins.
Nýja flugvélin hefur fengið
sömu einkennisstafi og TF.TUN
sem brotlenti í Fljótshlíðinni í júlí
í fyrra. Nýja vélin sem er af gerð-
inni „Ari Tractor“ er árgerð
1984, og kostaði 8.5 miljónir
króna. Hún getur borið 1000 kg
af áburði og grasfræi í ferð.
Sigurbjörn Bárðarson sá kunni knapi á stjörnuljósalýstum fáki.
Hestakúnstir í
Reiðhöllinni
Það ríkti góð stemmning í
Reiðhöllinni í Reykjavík á sunn-
udag, þegar knapar víða af
landinu sýndu hvað hægt er að
láta vel taminn hest gera. Hest-
arnir voru látnir gera alls konar
kúnstir, sumir meira að segja
látnir sýna hundakúnstir.
En best er að láta myndirnar
tala sínu máli.
Sigurbjörn lætureinn
hesta sinna taka stórt
stökk. Myndir: E.ÓI.
Hornafjörður
Humarinn
í þvottavél
KASK:
Tilraunavinnsla með
heilfrystan humar
Á síðustu humarvertíð voru sex
tonn af humri heilfryst í tilrauna-
skyni hjá sjávarafurðasviði
Kaupfélags Austur-Skaftfellinga
og á komandi vertíð er ætlunin að
auka þessa vinnslu enn frekar og
þá jafnframt að þvo humarinn í
þar til gerðum þvottavélum um
borð í bátunum til að auka enn
meir gæði hans.
Að sögn Ara Þorsteinssonar
sjávarútvegsverkfræðings hjá
KASK eru þeir nýbúnir að fá í
humarþvottinn danska þvottavél
sem meiningin er að komi um
borð í þeim bátum sem það vilja.
Ari sagði að salan á tilrauna-
vinnslunni í fyrra hefði gefið góða
raun og í ár ætti hún ekki að vera
síðri nema síðursé. Aðalmarkað-
ur fyrir heilfrystan humar er á ít-
alíu.
Humarvertíðin eystra byrjar
eftir hvítasunnuna og stendur út
mánuðina júní og júlí.
- grh