Þjóðviljinn - 12.05.1988, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 12.05.1988, Qupperneq 9
hver íbúð mánaðarlega í hússjóð og er hann nú 7000-9300 eftir stærð íbúða. Með hússjóðnum er m.a. greitt fyrir allt viðhald, hita, fasteignagjöld og öryggisvörslu allan sólarhringinn. Ef fólk þarf á aðstoð að halda er nóg að ýta tól- inu af símanum og þá hringir hjá húsverði ef ekkert númer er val- ið. Parí að huga að skjóli tímanlega - Fólk þarf að huga að því tím- anlega að komast í skjól, því ef heilsan fer að gefa sig er alltaf hætta á því að fólk lendi í því að vera ráðstafað. Við þurfum sjálf að finna einfalda aðferð til að leysa húsnæðismál aldraðra, en ekki leggja það á unga fólkið. Ás- geir talaði um að unga fólkið þyrfti á þeim pening að halda sem væri veitt í húsnæðislánakerfið og reyna þyrfti að koma málum svo fyrir að eldra fóki nægðu eigin eignir til kaupa á þjónustuíbúð- um. Það væri einnig hagkvæmt fyrir sveitarfélög ef losnaði um fbúðir í grónum hverfum, þar sem fyrir væri öll þjónusta. Best væri ef byggðar væru verndaðar þjónustuíbúðir í gömlu hverfun- um svo að aldraðir gætu verið um kyrrt í umhverfi, sem þeir þekktu og liði vel í. Ásgeir áætlaði að fólk sem væri 60 ára og eldri ætti um 70 milljarða í skuldlausum hús- eignum. Fyrir tíunda hluta þess fjármagns mætti byggja 2000 litl- ar þjónustuíbúðir án þess að þurfa að taka lán til framkvæmd- anna og losað yrði um jafnmargar íbúðir í gömlu hverfunum. Nú eru yfir hundrað manns á biðlista hjá Sunnuhlíðarsamtök- unum, sem eru að svipast um eftir lóð undir næstu byggingu. Þeirra leið til lausnar á húsnæðisvanda aldraðra virðist því hafa fallið í góðan jarðveg, eða eins og Ás- geir sagði: „Ef aldraðir hefðu ekki treyst okkur fyrir sínu fé og ekki fallið hugsjónin sem að baki liggur, þá hefði ekki orðið neitt úr neinu.“ -mj Vel fer um íbúa og gesti í sameiginlegu rými á efstu hæð hússins, þar sem njóta má útsýnis til allra átta. (Mynd: E.ÓI.) Þetta starfer grundvallað á hugsjón. Við erum aðvinnafyrir venjulegtfólksvo það þurfi ekki að vera á hnjánumfyrir neinum til að komast á öruggan dvalarstað

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.