Þjóðviljinn - 27.05.1988, Blaðsíða 2
Náttúruvernd
Vinnuferð
í Krísuvík
FRÉTTIR
Landsþing SVFI
Minnst 60 ára afmælis
22. landsþing Slysavarnafélagsins hefst í dag. Þingfulltrúar200talsins
aukfjölmargra erlendra gesta. Viðamikilsýning á björgunarbúnaði á
útisvœði
Nú á laugardaginn standa
Sjálfboðasamtök um náttúru-
vernd fyrir 1. vinnuferð sumars-
ins.
Ætlunin er að ljúka við göng-
ustígagerð í Krísuvík, sem unnið
hefur verið að í samvinnu við
Reykjanesfólkvang. Lagt verður
upp frá Umferðarmiðstöðinni kl.
9 og eru allir sem leggja vilja
þessu starfi lið velkomnir. Að
lokinni vinnu verður farið í Bláa
lónið og því gott að taka með
sundföt, auk nestisbita fyrir dag-
inn.
Síðar í sumar fyrirhuga sam-
tökin 2 vikuferðir og er sú fyrri í
Þórsmörk 22.-29. júní, en sú
síðari í Dimmuborgir 8.-12. júlí.
„Þetta verður eitt fjölmennasta
landsþing í 60 ára sögu Slysavarn-
afélags Islands og þingfulltrúar
verða um 200 talsins allsstaðar af
landinu og verður sérstaklega
minnst 60 ára afmælis félagsins
sem var fyrr á árinu. Þingið hefst
í dag kl. 15 á Hótel Sögu að aflok-
inni guðsþjónustu í Neskirkju og
því lýkur á nk. sunnudag,“ sagði
Hannes Hafstein forstjóri Slysa-
varnafélagsins við Þjóðviljann.
Á þessu 22. landsþingi Slysa-
varnafélagsins verður fjallað um
þá fjölmörgu og viðamiklu mála-
flokka er snerta félagsstarfið
bæði hvað varðar slysavarna- og
öryggismál og jafnframt störf og
búnað björgunarsveita félagsins.
Að undanförnu hefur staðið
yfir ritgerða- og teiknisamkeppni
meðal barna í grunnskólum
landsins um starf félagsins og
verða úrslit í samkeppni tilkynnt
á þinginu.
í tengslum við þingið verður
yfirgripsmikil sýning við Hótel
Sögu á svæðinu við Suðurgötu á
ýmis konar björgunarbúnaði.
Meðal þess sem þar verður sýnt
er afþrýstiklefi, neðansjávar sím-
akerfi og ný gerð af neðansjávar-
kvikmyndavél.
Fjölda erlendra gesta frá níu
þjóðum er boðið til þingsins í til-
efni afmælisins. Meðal þeirra eru
fulltrúar frá breska björgunarfé-
laginu sem stofnað var 1823 og er
elst hinna frjálsu félagasamtaka
er starfa á þessum vettvangi. Far-
ið verður í skoðanaferðir með
hina erleridu gesti til að kynna
land og þjóð auk þess, sem farið
verður með þá um Suðurnes til að
sýna þeim starfsemi félagsins í
þeim landshluta. Þá hefur forseti
Islands, sem er verndari félags-
ins, boðið gestunum að Bessa-
stöðum.
-grh
Hugmyndasamkeppni
Vertu ekki
sóði, góði!
Verðlaunaafhending í hugmyndasamkeppni
Reykjavíkurborgar um ruslaílát og slagorð í
baráttunni við sóðaskapinn
Igær var úthlutað verðlaunum í
samkeppni Reykjavíkurborgar
um gerð íláta fyrir rusl og stað-
setningu þeirra og jafnframt um
kjörorð sem væri hvatning til
betri umgengni í borgarlandinu.
Alls bárust 39 tillögur um gerð
ruslaíláta og 395 tillögur um kjör-
orð. Verðlaun voru veitt fyrir
þrjár tillögur um ílát og þrjár til-
lögur um kjörorð. Auk þess
keypti dómnefndin 5 aðrar hug-
myndir. Verðlaunaféð var alls
400.000.00
1. verðlaun fyrir ruslaílát hlaut
Pétur B. Lúthersson og aðstoðar-
maður hans Birgitte Lúthersson.
í umsögn dómnefndar segir um
tillöguna að þetta sé fagurt og
vandað ruslaílát, hægt að stað-
setja víða bæði frístandandi eða á
veggi og ljósastaura. 2. verðlaun
hlaut Stefán Snæbjörnsson fyrir
nýstárlegan stamp með umgjörð
með upplýstu plastgleri og
skrautljósi. Auk verðlaunanna
voru tvær tillögur keyptar.
1. verðlaun fyrir kjörorð hlaut
Jón Þorvaldsson fyrir kjörorðið
„Láttu ekki þitt eftir liggja".
Segir í umsögn dómnefndar að
kjörorðið sé vel til þess fallið að
nýta með öðrum kjörorðum og
styrkur þess felst í hinni tvöföldu
merkingu þess. Jón hlaut einnig
3. verðlaun fyrir kjörorðið
„Hrein borg, betri borg“. 2. verð-
laun hlaut Lárus Jón Guðmunds-
Pétur B. Lúthersson og Birgitte Lúthersson sem hlutu 1. verðlaun fyrir tillögu sína um ruslaílát.
son fyrir kjörorðið „Góðan dag-
inn, hreinsum bæinn". Að auki
keypti dómnefndin 3 aðrar til-
lögur um kjörorð þ.á m. tillögu
Birgis H. Sigurðssonar: „Vertu
ekki sóði, góði“.
Vi'hjálmur Þ. Vilhjálmsson,
formaður dómnefndar, afhenti
verðlaunin og sagði að mikilvægt
væri að fylgja þessu máli vel eftir
og hefja markvisst átak gegn
sóðaskap borgarbúa. Dómnefnd-
in hefur lagt til að hafin verði
framleiðsla á því ruslaíláti sem
hlaut 1. verðlaun. :h
Jafnrétti
Karlar í yfirvinnu
Karlarfá tvöföldyfirvinnulaun á við konu hjá hinu
opinbera, bílastyrkur til karla að níu tíundu. Misréttið
velfalið?
Karlar í BSRB fengu í mars um
68% ofan á dagvinnulaunin
vegna yfirvinnu, en konur tæp
35%. Þetta kemur meðal annars
fram í skýrslu um jafnrétti hjá
hinu opinbera sem félagsmála-
ráðherra kynnti í gær.
Launamunur kynja er sam-
kvæmt skýrslunni 5-7% hjá
BSRB-fólki og um 17% hjá
BHMR-mönnum, en þennan
mun má skýra með öðru en kyn-
ferði að verulegu leyti segir í frétt
frá ráðuneytinu. „Það launamis-
rétti karla og kvenna sem við-
gengst hjá hinu opinbera felst
fyrst og fremst í meiri yfirvinnu
karla en kvenna, sem af fyrir-
liggjandi gögnum er erfitt að sjá
hvort öll er unnin, svo og hlunn-
indagreiðslum, sem að mestu
leyti renna til karla“. Meðal
niðurstaðana skýrslunnar er að
konur fá aðeins um tíunda hluta
sem ríkið greiðir starfsmönnum
fyrir bflaafnot. -m
Jafnrétti
Stjómaikonur endurskoða
Formenn kvennasambanda stjórnarflokkanna í
nefnd um jafnréttislögin
Félagsmálaráðherra hefur
ákveðið að láta endurskoða
jafnréttislögin og skipað til þess
formann Landssambands Sjálf-
stæðiskvenna, formann Lands-
sambands Framsóknarkvenna og
formann Landssambands Alþýð-
uflokkskvenna auk fyrrverandi
aðstoðarmanns síns, Láru Júlíus-
dóttur.
Endurskoðunin er ákveðin í
framhaldi af nýrri skýrslu um
jafnrétti hjá hinu opinbera, og á
nefnd landssambandsformann-
anna (Þórunnar Gestsdóttur,
Unnar Stefánsdóttur og Jónu
Óskar Guðjónsdóttur) einkum
að athuga hvernig megi draga úr
launamisrétti karla og kvenna,
jafna hlunnindagreiðslur og auka
hlutdeild kvenna í nefndum og
ráðum. -m
Alverið
Lágkúruleg vínnubrögo
Vinnuveitendur uppvísir að miðurgóðum vinnubrögðum
Idag verða haldnir síðustu fund-
ir samninganefndar starfs-
manna í álverinu í Straumsvík
með starfsmönnum versins en all-
ir fundir til þessa hafa skilað
þeirri einu niðurstöðu að starfs-
mennirnir hafa lýst yfir fulium
stuðningi við afstöðu og aðgerðir
samninganefndarinnar.
Vinnuveitendur hafa upp á síð-
kastið reynt að gera samninga-
nefndina tortryggilega í augum
starfsmannanna og sent þeim
bréf þar sem hálfkveðnum vísum
um lækkanir og hækkanir og enn
aftur lækkanir og hækkanir er
hampað sem algildum staðreynd-
um. Samninganefndin hafi í raun
viljað lægra kaup en hærra og
fleira í þeim dúr.
Alþýðusamband íslands hefur
fyrir hönd samninganefndarinnar
lýst því yfir að bréfasendingar
vinnuveitenda beri lágkúrulegum
starfsaðferðum merki og gerir til-
kall til að samskipti aðila verði í
framtíðinni með heiðarlegum
hætti.
„Við minnum á 4.gr. laga um
stéttarfélög og vinnudeilur þar
sem ljóst er að með bréfinu reynir
Vinnuveitendasambandið á
óheiðarlegan hátt að hafa áhrif á
innra starf verkalýðsfélaganna,“
segir í bréfi ASÍ til VSÍ og ÍSAL.
„Rétt er að minna sérstaklega
á að auk samninganefnda eða
annarra stofnana verkalýðsfélag-
anna getur sáttasemjari einn látið
fara fram atkvæðagreiðslu meðal
Seðlabankinn hefur enn ekki
gefið heildaryfirlit yfir gjald-
eyrisútstreymið daganna fyrir
gjaldeyrisbreytinguna en ég á von
á því frá bankanum á næstu
dögum, segir Jón Sigurðsson við-
skiptaráðherra.
Aðspurður um hvort þessi
skýrsla bankans verði gerð opin-
ber segir Jón svo vera að því
marki sem hægt er lögum sam-
kvæmt.
Eins og fram hefur komið í
fréttum bað Jón Baldvin Hanni-
balsson fjármálaráðherra, í fjar-
veru Jóns Sigurðssonar, Seðla-
bankann um skýrslu um gjald-
eyriskaupin dagana fyrir gengis-
fellingu en var síðan ósáttur við
hvernig bankinn tók á málinu.
félagsmanna um tillögur eða til-
boð. Atvinnurekandi á þar engan
rétt,“ segir auk annars í bréfinu.
Bað hann því um aðra skýrslu þar
sem fram kæmi á ítarlegri hátt
hver hlutur bankanna sjálfra
hefði verið en samkæmt fyrri
skýrslu bankans var skiptingin á
þeim 2.5 milljörðum króna sem
teknar voru út af gjaldeyrisreikn-
ingum þannig að einkaaðilar
tóku út 1100 milljónir en bank-
arnir 1400 milljónir króna.
„í þessu heildaryfirliti Seðla-
bankans sem nú er unnið að eiga
að vera nákvæmar upplýsingar
um alla aðila sem tóku út gjald-
eyri fyrir meira en milljón krónur
aðrar en upplýsingar um endur-
greiðslur erlendra lána eða
vaxta.“ segir Jón Sigurðsson.
-FRI
Gjaldeyrisflóð
Skýrslan á leiðinni
Jón Sigurðsson: Enn er ekki komið
heildaryfirlitfráSeðlabankanum
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. maí 1988