Þjóðviljinn - 27.05.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.05.1988, Blaðsíða 7
HEIMURINN 7 Noregur Helþörungar þokast norður Eitruðu þörungarnir sem þegar hafa eytt miklum hluta sjávar- lífs undan ströndum Svíþjóðar og sunnanverðs Noregs héidu áfram heiför sinni norður með strönd- um í gær. Ogna þeir nú helstu og bestu fiskeldisstöðvum Norð- manna við Björgvin. Sjávarlíffræðingar og aðrir sér- fræðingar hafa lagt nótt við dag undanfarna tvo sólarhringa í ör- væntingarfullri leit sinni að ráði til þess að vinna bug á þessum vágesti. Sem kunnugt er telja vís- indamenn að efnamengun hafi orsakað offjölgun svipuþörunga en þeir gefa frá sér eitur og stífla að auki tálkn fiska og kæfa þá. Vísindamenn sögðu að veður- blíðan í gær hefði enn stuðlað að fjölgun helþörunganna og mild sunnanáttin blési þeim æ norðar með vesturströndinni. Þeir hefðu verið undan ströndum Stafangurs um nónbil. „Það getur vel verið að allur þorsks- og rækjustofninn frá svæðinu undan Friðriksstað allt Ógna bestufiskeldisstöðvum Norðmanna undan ströndum Björgvinjar að Kristjánssandi hafin verið þurrkaður út. Máski verður þetta auður sjór næstu fimm árin,“ sagði Dagfinnur Iversen, framá- maður í Norska fisksalasamband- inu. Sunnlenskir fiskeldismenn reyndu að forða laxi sínum og sil- ungi frá tortímingu í gær með því að láta togara draga fiskeldiskví- arnar undan sókn svipuþörung- anna. Voru þær fluttar allt norður til Stafangurs. Bestu fiskeldisstöðvar Norð- manna eru undan ströndum Björgvinjar. Ef sunnanátt helst í dag og næstu daga líður ekki á löngu áður en helþörungarnir berast þangað og drepa allt kvikt. Kafarar segja sjóinn undan sunnanverðum Noregi mettan af dauðum og morknum fiski. Þetta kemur heim og saman við upplýs- ingar frá Svíþjóð um dauðaslóð svipuþörunganna. Aðeins krabb- ar, álar og fáeinir djúpfiskar virð- ast þola heimsókn þessa vágests. Reuter/-ks. Fiskmarkaður í Björgvin. Ferðbúnir sovéskir hermenn að morgni dags 15.maí. Þeir voru all; 100.300. , , A r . SovétríkinlAfgamstan Rúmlega 100 þúsund Sovétmenn leysafrá skjóðunni um hernaðar- ævintýrið íAfganistan. ígœrgreinduþeirfrá fjölda hermanna sinna í landinu áður en brottflutningur hófst egar 15di dagur maímánaðar rann upp voru 100.300 so- véskir hermenn í Afganistan. Þessar fréttir bar formaður her- ráðs Sovétríkjanna á borð fyrir fréttamenn í Moskvu í gær. Nú virðist haldin einskonar uppljóstranavika í Moskvu því í fyrradag voru fréttamenn kvadd- ir á fund annars framámanns í Rauða hernum, Alexei Lizisjovs hershöfðingja, sem skýrði þeim frá fjölda fallinna Sovétmanna í Afganistan. Með hvort tveggja hafði um átta og hálfs árs skeið verið farið einsog mannsmorð eystra. Sergei Akhromejev er annar valdamesti maður Rauða hersins, aðeins Jazov varnarmálaráðherra er hærra settur. Hann mælti: „Ég skýri ykkur frá því hér og nú að 100.300 sovéskir hermenn voru í Afganistan þann 15da maí.“ Lizi- sjov hafði áður greint frétta- mönnum frá því að 13.310 Sovét- menn hefðu fallið í Afganistan og 35.478 særst. Sovéskir ráðamenn hafa ætíð rætt um hernaðarumsvif sín í Af- ganistan sem „minniháttar hern- aðaraðstoð" en sérfræðingar vestan tjalds maldað í móinn og giskað á að 115 þúsund Sovét- menn dveldu langdvölum í Asíu- ríkinu. Upplýsingar Akhrome- jevs renna því stoðum undir ályktanir hinna síðarnefndu því það verður að teljast „meirihátt- ar hernaðaraðstoð“ að senda 100.300 hermenn til varnar ríkis- stjórn sem riðar til falls. Fréttamenn voru að vonum fegnir að fá loks að vita allt af létta um fjölda sovéskra her- manna í Afganistan. En engu að síður var Akhromejev spurður að því hvers vegna hann hefði ekki skýrt frá þessu fyrr. Formaður so- véska herráðsins brosti breitt. „Nú, jæja, „glasnost" hefur smátt og smátt verið að vaxa ásmegin. Ekki var skýrt frá þessu í gær en ég er að því hér og nú.“ Reuter/-ks. Danmörk Þingmenn funda En ný ríkisstjórn er ekki í sjónmáli Danska þingið kom saman í gær fyrsta sinni frá því fyrir kosn- ingarnar þann 10. þessa mánað- ar. Fundurinn var stuttur og snerist mest um hefðbundin formsatriði. Ekki bólar á nýrri ríkisstjórn. Þrír menn hafa fengið umboð til stjórnarmyndunar frá drottn- ingu og er Paul Schluter núver- andi handhafi þess sem kunnugt er. Þótt minnihlutastjórn hans hafi nákvæmlega jafnmarga full- trúa á þingi nú og fyrir kosningar, 70 talsins, þá er öldungis óvíst að hún haldi lífi sökum sinnaskipta félaga „Róttæka vinstriflokks- ins“. Þeir héldu lífi í stjórn Schluters síðastliðið kjörtímabil ásamt flokksbræðrum Mogens Glístrúps í „Framfaraflokknum“. Níels Helveg Petersen, leiðtogi „róttækra", er enn við sama heygarðshornið og segist því að- eins leggjast á sveif með forsætis- ráðherranum að hann brjóti odd af oflæti sínu og óski eftir sam- vinnu jafnaðarmanna. Þrátt fyrir þetta telja danskir fréttaskýrendur líklegt að mynd- uð verði minnihlutastjórn íhalds- flokks, „Vinstriflokks" og „Rót- tæks vinstriflokks". Eða að nú- verandi minnihlutastjórn haldi velli. Nema jafnaðarmenn myndi stjórn með fulltingi vinstri- og miðflokka. Skoðanir eru sem sagt býsna skiptar meðal danskra fréttaskýrenda ef marka má Re- uter. Þó virðast þeir á einu máli um að nokkuð verði liðið á jún- ímánuð áður en oddviti nýrrar ríkisstjórnar sver embættiseið í viðurvist drottningar. Reuter/-ks. Hennar hátign, Margrét Þórhild- ur: „Ósköp eruð þið lengi að þessu strákar." Leiðtogar Fundimir verða fjórir Ronald Reagan nýtur gestrisni Finna. Reynir að aðlaga sig tímamun fyrir leiðtogafundinn í Moskvu Ronald Reagan mun eiga fjóra fundi með Míkhael Gorbat- sjov í Moskvu. Þetta kom fram í máli fréttafulltrúa hans, Marlins Fitzwaters, í gær. Hann sagði að lengi vel hefði verið ráðgert að leiðtogarnir hittust fimm sinnum að máli í alls sex klukkustundir en vegna óska Sovétmanna hefði fundum þeirra verið fækkað um einn. Reagan dvelur nú í Finnlandi, sem kunnugt er, í boði þarlendra stjórnvalda. í gær átti hann náð- uga daga og lét fyrirberast í gesta- hýsi ráðamanna við sjávarsíðuna. Þar kvað allt vera til staðar til þess að gera mönnum vistina bærilega, sundlaug og sána svo eitthvað sé nefnt. Dvöl Reagans í Finnlandi hef- ur þann tilgang fyrst og fremst að venja hann við sjö klukkustunda tímamun á Moskvu og Washing- ton. Á sunnudaginn stígur hann hinsvegar á ný uppí flugvél for- setaembættisins og heldur í sína fyrstu ferð til „heimsveldisins illa“. Reagan var nokkuð kok- hraustur í viðtali við finnska dag- blaðið „Helsingin Sanomat“ sem birt var í gær. Hann gerði mannréttindi að umtalsefni og sagði umbótastefnu Gorbatsjovs hvergi nærri róttæka á því sviði. Mannréttindum væri enn mjög ábótavant í Sovétríkjunum. Á morgun eru tveir atburðir á dagskrá forsetans. Hann mun ganga á fund finnsks kollega síns og gestgjafa, Maunos Koivistos, og snæða með honum miðdegis- verð. Síðar stígur hann í stól og heldur ræðu um mannhelgi og mannréttindi. Reuter/-ks. Föstudagur 27. mai 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.