Þjóðviljinn - 27.05.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.05.1988, Blaðsíða 8
HEIMURINN Vladimír Verbenko skrifar: Sem sagt, Moskva! Hvað verður rœttá leiðtogafundinum íMoskvu? Reykjavíkurfundurinn kenndi okkur að vera ekki að spá neinu og undrast ekki neitt - þar voru uppi stórar vonir og örlagarík vonbrigði. En hins vegar er það engin tilviljun að Reykjavíkur- fundurinn fór á spjöld sögunnar sem tímamótafundur, sem and- leg framrás í átt til friðar án kjarnorkuvopna. f gær virtust stöðugar og árang- ursríkar viðræður milli leiðtoga tveggja stórvelda jafnólíklegar og samskipti jarðarbúa við fólk frá öðrum hnöttum. En á morgun munu M. Gorbatsjov og R. Re- agan, sem eru víst farnir að þúast, jafnvel ræða um sameiginlegt mannað geimflug til Mars. Gor- batsjov, sem er trúr þeim orðum sínum að stjörnufriður skyldi koma í stað stjörnustríða, lagði til að þessi djarfa hugmynd skyldi rædd, en menn hijóta að vera því sammála, að framkvæmd hennar væri því aðeins möguleg að gagn- kvæmt traust væri fyrir hendi. Og þessi hugmynd verður til úr mörgum ólíkum vandamálum og spurningum. Hverjar þeirra verða örugglega á dagskrá á leiðtogafundinum, sem nú er að hefjast? Afvopnun Það er erfiðara að móta samn- ing um strategísk árásarvopn heldur en um meðaldrægar og skammdrægar eldflaugar - allir þættir strategískra vopna eru miklu flóknari. Þetta á ekki síst við um eftirlit, þar sem hvor aðili verður að uppræta helming vopnabúrs síns. Auk þess eru til aðilar, sem vilja fara nokkuð einkennilega leið. Þau mál sem varða tak- mörkun á fjölda færanlegra eld- flauga á landi, sem menn leggja mikla áherslu á í Sovétríkjunum, og langdrægra stýriflauga á sjó, sem Bandaríkjamenn leggja mikla áherslu á, vildi einhver leysa þannig: Banna færanlegar eldflaugar á landi, vegna þess að ekki er hægt að hafa eftirlit með þeim, en Iáta stýriflaugar á sjó eiga sig, vegna þess að kjarna- oddar þeirra falla ekki undir eft- irlit. Með öðrum orðum er hér verið að fara eftir reglunni „Mitt er mitt og þitt er mitt“. Þannig er auðvitað ekki farið að hlutunum. Það er þörf á mál- efnalegri afstöðu, þar sem aðilum er gert jafnhátt undir höfði. Upp á síðkastið hafa verið tekin viss skref í þessa átt. Á nýafstöðnum fundi í Genf afhenti E. Shevar- dnadze, utanríkisráðherra So- vétríkjanna, G. Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, ná- kvæmar upplýsingar um sovésk Iangdræg vopnakerfi og um stýri- flaugar á sjó. En áður hafði D. Jazov, varnarmálaráðherra Sov- étríkjanna, lagt til við F. Carl- ucci, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að gerð yrði sameiginleg tilraun á sviði eftir- lits með kjarnorkuvopnum á sjó. í heild er gleðilegt að enginn hefur í hyggju að strika yfir START-samninginn: Reagan lýsti yfir að hann vonaðist til, að samningurinn yrði undirritaður meðan núverandi ríkisstjórn situr og M. Gorbatsjov rær öllum árum að því sama. Báðir aðilar telja að fundurinn í Moskvu verði ný og gagnleg hvatning fyrir þessa mikilvægu hlið málanna. Vonir standa til þess að jákvæð skref verði tekin hvað varðar fækkun efnavopna og niðurskurð á sviði hefðbundins vígbúnaðar, sem er afar mikilvægt mál fyrir Evrópubúa, því um það liggur leiðin til sameiginlegs friðar- heimilis í Evrópu, sem Míkhafl Gorbatsjov hvatti til að reist yrði með sameiginlegu átaki. Svœðisbundin átök Svæðisbundin átök eru tals- verð og mörg þeirra hafa dregist á langinn, sem gerir þau hættuleg ekki aðeins frá „svæðisbundnu“ sjónarmiði. Og um hvaða „svæð- isbundirí* eða „annars stigs“ átök getur verið að ræða í hinum þrönga og litla heimi okkar? {dag er úthellt blóði hér eða þar, á morgun ræðst einhver á annan og sá svarar í sömu mynt og svo koll af kolli... Þess vegna halda Sovétríkin sig fast við þá reglu að öll svæðis- bundin átök eigi að leysa eftir pólitískum leiðum, þegar það er mögulegt og nauðsynlegt, með margþættu átaki og undir vernd- arvæng Sameinuðu þjóðanna. Eins og við sannfærðumst öll nýlega um þegar lausn var fundin á Afganistan-málinu, er Moskva ekki aðeins fylgjandi slíkri af- stöðu, heldur stuðla menn þar einnig að framkvæmd hennar jafnvel við hinar erfiðustu að- stæður. Mannréttindi Mannúðarmál. Og þó að þetta sé í raun eitt og hið sama að mínu mati, hallast Gorbatsjov að því fyrrnefnda. í fyrstu ræðu sinni eftir að hann var kjörinn aðalrit- ari miðstjórnar KFS fyrir þrem. árum, lýsti hann yfir að aðalat- riðið væri hinn mannlegi þáttur, mannlega afstaða til vandamála mannkynsins og að þau væru leyst með sameiginlegu átaki í þágu sérhvers og allra. Því miður er líklega langt þangað til að allir I Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar FELAGSSTARF r ALDRAÐRA I Reykjavík Sumarferðir 1988 í sumar eru áætlaðar 14 ferðir innanlands á veg- um Félagsstarf aldraðra hjá Reykjavíkurborg. Upplýsingar eru veittar í Fréttabréfinu um málefni aldraðra, sem borið verður úttil allra Reykvíkinga 67 ára og eldri á næstunni og í Hvassaleiti 56-58 í síma 689670 og 689671, þar sem tekið er á móti pöntunum. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar lifi sem blóm í eggi, þó að það sé óréttmætt að halda því fram að ekki hafi átt sér stað framfarir. Að lokum - bæði Genfarfund- urinn, þar sem leiðtogar Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna sögðu svo allir heyrðu, að ekki væri hægt að sigra í kjarnorkust- yrjöld og að hún væri hræðileg og tilgangslaus og þess vegna mætti ekki til slíkrar styrjaldar koman og Reykavíkurfundurinn, sem að mati Gorbatsjovs, var „undanfari heims án kjarnorkuvopna" og fundurinn í Washington, þar sem var undirritaður fyrsti samning- Vladimír Verbenko. Við bíðum vongóð. urinn í sögu mannkynsins um eyðileggingu vígbúnaðar - allt þetta er gert í þágu fólksins, í þágu frumréttar hvers jarðarbúa: Að lifa mannsæmandi lífi. Það leikur enginn vafi á því og sovéski leiðtoginn staðfesti það núna fyrir fundinn, þar á meðal í svörum við spurningum dag- blaðsins Washington Post og tímaritsins Newsweek, að í dag eru uppi vandamál á sviði mannréttinda, sem krefjast sam- eiginlegra athuguna. Hann fagn- aði því að upp á síðkastið hefði verið að skapast samstarfskerfi á sviði mannréttinda og eru það vísindamenn, sérfræðingar og fulltrúar almennings, sem að því vinna. Það er vitað mál að á fund- inum í Moskvu verður þetta mál ekki látið kyrrt liggja. Tvíhliða samskipti Sagan hefur hagað því svo að Bandaríkin og Sovétríkin bera jafna ábyrgð á örlögum heimsins. Og haldi menn rétt á spilunum verða viðræðurnar árang- ursríkari og meira traust skapast milli aðila, „óvinarímyndin“ hverfur og þjóðirnar og löndin munu njóta góðs af. Og það er bæði vegna þess að bandamenn Moskvu og Washington standa á bak við sína liðsodda og vegna þess að við búum öll í heimi þar sem hver er öðrum háður. Þetta er hornsteinn hins nýja pólitíska hugsunarháttar, sem Gorbatsjov talar stöðugt um. Og hann vinnur ávallt í þessum anda, einnig þeg- ar um er að ræða samskipti Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna. Sú staðreynd að leiðtogarnir eru að hittast í fjórða skiptið og mikið hefur borið á góma á fundum þeirra, ber þessu vitni. Þess vegna bíðum við vongóð nýrra og jákvæðra frétta frá Moskvu. Vladimír Verbenko, yfirmaður APN- fréttaþjónustunnar á Islandi Þeir ætla jafnvel að fara saman til Mars í huganum. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.