Þjóðviljinn - 27.05.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.05.1988, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN— (Spurt á barnfóstrunámskeiði hjá Rauða krossinum) Er barnfóstrustarfiö skemmtilegt? Lóa Björg Ólafsdóttir: Já það er mjög skemmtilegt. Ég hef passað börn síðastliðin þrjú sumur og í sumar ætla ég að passa bróður minn sem er þrig- gja ára. Selma Hafliðadóttir: Já það er ágætt. Ég ætla að passa tveggja ára gamalt barn í sumar. Auður Sverrisdóttir: Já, ég hef aðallega passað frænkur mínar og frændur. Ég veit ekki hvort ég muni passa ein- hver börn í sumar. Hildigunnur Jónsdóttir: Já það er mjög gaman að passa börn. Ég ætla að passa bróður minn í sumar sem er sex mánaða gamall. Berglind Gunnarsdóttir: Já, þó getur það stundum verið svoldið þreytandi. Ég ætla að passa tvö börn í sumar. Þau eru eins árs og sex ára. þlÓÐVIUINN Föstudagur 27. maf 1988 118. tölublað 53. örgangur Yfirdráttur á tékkareikninga launafólks SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Barnfóstrunámskeið hjá Rauða krossinum Yngstu bömin skemmtileg Við lœrum margt nýtt hérna. Nauðsynlegur undir barnfóstrustarfið undirbúningur Mikil aðsókn hefur verið að barnfóstrunámskeiðum Rauða krossins í vor. Þátttakend- ur eru frá 11 ára aidri og það að nær eingöngu er um stelpur að ræða segir sína sögu um hversu hægt gengur að breyta hefðbund- inni starfsskiptingu milli kynj- anna. Barnfóstrunámskeið hjá Rauða krossinum hafa verið haldin á hverju vori frá 1982 en aldrei hafa þau verið jafn vel aug- lýst og nú og þátttakan hefur aldrei verið betri. Námskeiðin eru haldin í fjóra daga, fjórar kennslustundir í senn. Stelpurnar eru mjög áhugasamar og dug- legar við að tileinka sér námsefn- ið, sagði Vilborg Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur, leiðbein- andi á námskeiðinu. Þegar blaðamaður leit inn fór fram verkleg kennsla með brúðum. Stelpurnar virtust ekki alveg óvanar handtökunum við að skipta um bleyjur og klæða í föt.Aðspurðar sögðust þær flest- ar hafa passað börn áður, sumar í mörg sumur. „Eg ætla að passa barn í sumar og hérna læri ég eiginlega allt sem ég þarf að vita. Auk þess er betra að fá starf ef maður hefur verið á svona námskeiði," sagði Edda Dröfn Daníelsdóttir. „Það getur verið þreytandi að passa börn en aldrei leiðinlegt," sagði Berglind Gunnarsdóttir sem ætlar að passa tvö börn í sumar. Námið skiptist niður í nokkra hluta. Fóstrur sjá um fyrsta hlut- ann, þar er fjallað um þroska barna á mismunandi aldri, hvern- ig leikir eru heppilegir fyrir þau, hvernig barnfóstrur ættu að koma fram við börnin og hverjar skyldur þeirra og ábyrgð er. í þessum hluta er líka fjallað um réttindi barnfóstra, mikilvægi þess að semja fyrirfram um laun og vinnutíma og hafa það alveg ljóst frá upphafi hvert starfssvið þeirra sé. Hjúkrunarfræðingar sjá um annan hlutann, þar eru stelpunum kennd einu réttu vinn- ubrögðin við að skipta um bleyju, klæða börn og baða auk þess sem fjallað er um matarræði og tannvernd barna. Að lokum er farið í slysavarnir, hvar leynast helstu hætturnar og hvernig má forðast þær og koma í veg fyrir slys. En ef svo illa fer að slys hendir þá hafa stelpurnar fengið undirstöðuþekkingu í skyndi- hjálp og ættu því að geta brugðist rétt við. Að námskeiðinu loknu fá þátt- takendur afhent skírteini sem staðfestir að þær hafi tekið þátt í námskeiðinu. Ég er ekki í vafa um að svona námskeið eru nauðsynlegur grundvöllur undir starf þessara ungu barnfóstra, og myndi tví- mælalaust taka stelpu með skír- teini héðan fram yfir aðra, sagði Vilborg að lokum. -ÍÞ y Æfingin skapar meistarann. Einbeitnar stelpur að æfa sig í að klæða ungabörn. Vilborg Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur kennir stelpunum réttu hand tökin við að baða ungabörn. Sykurmolarnir Til Amríku / m r ur I jull - Þessi orðrómur um að Sykur- molunum hafl verið meinað að koma til Bandaríkjanna vegna einhverra listrænna forsenda er vægast sagt vafasamur, segir Ási í Gramminu en Þjóðviljinn hafði samband við hann vegna fréttar blaðsins þar sem sagt var frá því að þau hafi ekki fengið atvinnu- leyfi í henni Amríku. Eftir miðjan júní leggja Syk- urmolarnir upp í hljómleikaferð og verður fyrsta strandhöggið gert í Finnlandi en að því loknu farið til Oslóar. Hróarskelduhát- íðin verður næsti viðkomustaður en að henni lokinni fá Þjóðverjar að hlýða á molana. Loks að þeirri för lokinni er ætlunin að farið verði til Amríku og að þarlendir fái að njóta nærveru molanna í júlí að öllum líkindum. -tt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.