Þjóðviljinn - 27.05.1988, Blaðsíða 3
Bráðabirgðalögin
Tímahrak
Sverrir Hermannsson
efast
„Ég stórefast um að það hafí
verið ætlun framkvæmdavaldsins
að draga úr sparnaði með því að
afnema verðtrygginguna og helst
sýnist mér að þessi ákvörðun hafi
verið gerð í tímahraki enda var
lítUI tími tU stefnu er efnahagsað-
gerðirnar voru samþykktar á sín-
um tíma,“ segir Sverrir Her-
mannsson bankastjóri Lands-
bankans í samtali við Þjóðviljann
um það ákvæði nýgerðra bráða-
birgðalaga sem felur í sér afnám
verðtryggingar af öllum fjár-
skuldbindingum til skemmri tíma
en 2ja ára.
„Það er ljóst að þessu máli
verður að kippa í liðinn og nú er
verið að vinna að því enda hlýtur
það að vera markmið þessarar
stjórnar að efla sparnað en ekki
öfugt og draga þar með úr þenslu
og verðbólgu.“
Aðspurður um hvernig best
væri að leysa þetta mál segir
Sverrir að það sé ekki einfalt, en
verið sé að leita bestu leiða.
-FRI
Byggingakostnaður
Vísitalan
hækkar
Vísitalafyrir júní-
mánuð komin upp í
111,9 stig. 18,3% árs-
hœkkun miðað við
hœkkun síðustu
þriggja mánaða
Vísitala byggingakostnaðar
fyrir júnímánuð er nú 111,9 stig
miðað við júnígrunninn frá 1987.
Hún er því 1% hærri en í apríl sl.
Þessi vísitala gildir fyrir júní 1988
en samsvarandi vísitala miðað við
desembergrunn frá 1982 er 358
stig.
Síðustu tólf mánuði hefur vísi-
tala byggingakostnaðar hækkað
um 14,1%. Á síðustu þremur
mánuðum hefur hún þó hækkað
um 4,3%. Það jafngildir 18,3%
árshækkun.
Af hinni 1% hækkun er hækk-
un á verði innihurða 0,2%, hækk-
un á gatnagerðagjaldi um 0,1%
og hækkun á verði ýmissa vöru-
og þjónustuliða um 0,7%.
Upplýsingasöfnun til grund-
vallar vísitöluhækkuninni lauk að
kvöldi 17. maí og var því ekki að
öllu leyti komin fram hækkunin
sem varð í kjölfar gengisfellingar-
innar 16. maí. Áhrif nýjustu
gengisfellingar koma ekki fram í
þessari hækkun. _tt
Ráðhúsið
Úrskurður
ídag
Félagsmálaráðuneytið mun að
öllum líkindum birta í dag úr-
skurð sinn varðandi kæru 37 íbúa
við Tjarnargötu vegna samþykkt-
ar byggingarnefndar á samein-
ingu lóðanna nr. 11 við Vonar-
stræti og Tjarnargötu 11 og
stækkun lóðarinnar nr. 11 við
Tjarnargötu vegna byggingar
ráðhússins.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra vildi ekki tjá sig
neitt um væntanlegan úrskurð
ráðuneytisins varðandi kæruna í
gær. Hún sagði að fyrst yrði hún
birt kærendum áður en úrskurð-
urinn yrði gerður opinber. -grh
FRETTIR
Afnám verðtryggingar
Mistökin leiðrétt
Jón Sigurðssonfundar með bankamönnum. Engin einföld lausn til
Nú er komið í Ijós að ákvæði
nýgerðra bráðabirgðalaga
um afnám verðtry ggingar á öllum
fjárskuldbindingum til skemmri
tíma en 2ja ára er mistök að því
leyti að þetta ákvæði var ekki út-
fært nánar og nær því einnig til
verðtryggingar á innlánum í
bankakerfinu. Nú er unnið að því
á vegum viðskiptaráðuneytisins
að leiðrétta þessi mistök en Ijóst
er að það verður erfitt og flókið
mál.
Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra hefur undanfarna daga
fundað með aðilum frá innláns-
og bankastofnunum um þetta
mál og segir ráðherrann að verið
sé að finna lausn sem feli í sér að
bráðabirgðalögin gildi en jafn-
framt að tryggðir verði hagsmun-
ir sparifjáreigenda.
„Ég mun beita mér fyrir því að
þetta muni ná fram að ganga og á
von á því að niðurstaða fáist á
næstu dögum,“ segir Jón.
Aðspurður um hver sé einfald-
asta lausnin á að samræma þetta
tvennt segir Jón að því geti hann
ekki svarað. Ef hann hefði svarið
við þeirri spurningu hefði hann
fyrir löngu gert það opinbert.
„Aðalatriðið er að það verður
fundin lausn á þessu máli á næstu
dögum.“ segir hann.
Ljóst er að miklir hagsmunir
eru í húfi fyrir sparifjáreigendur
þar sem ríflega helmingur inn-
lána þeirra í bankakerfinu er nú
með verðtryggingu. -FRI
Suður Afríka
Þinn stuðningur
skiptir mál
Suður Afríkusamtökin gegn APARTHEID stofnuð á
morgun. Kristín Valgeirsdóttir: Alþjóðlegurþrýsting-
ur á ógnarstjórn hvíta minnihlutans eina leiðin til að
koma í vegfyrir blóðbað.
að má segja að þessi hugmynd
hafi vaknað eftir fund sem
haldinn var með Prits Dullay full-
trúa Afríkanska þjóðaráðsins hér
á landi fyrir nokkrum vikum
sagði Kristín Valgeirsdóttir, ein
af þeim mörgu sem nú undirbúa á
fullu stofnun samtaka sem vinna
eiga gegn APARHEID í Suður-
Afríku.
Markmið samtakanna á að
vera að virkja fólk úr öllum þjóð-
félagshópum til virkrar andstöðu
gegn ógnarstjórn Suður-Afríku.
„Það er ekki spurning um hvort
blökkumenn rísi upp til lokaupp-
gjörs eða ekki, það er bara spurn-
ingin hvenær. Eina leiðin til að
stjórnvöld í Suður-Afríku sjái að
sér er að auka alþjóðlegan þrýst-
inga, um það eru flestir sammála.
Nú er bara að vona að sá þrýst-
ingur beri árangur áður en
blökkumenn taka til sinna ráða
sem hlýtur að enda með gífurlegu
blóðbaði þar sem engu verður
hlíft hvorki börnum, konum né
gamalmennum," sagði Kristín.
Hún sagði að við íslendingar gæt-
um vissulega lagt okkar af
mörkunum í þessari baráttu.
„Það verður að sjá til þess að
engin samskipti séu milli íslands
og Suður-Afríku. Og að viðskipt-
abannið verði haldið, einnig er
mikilvægt að kynna fyrir íslend-
ingum málstað Afríkanska þjóð-
arráðsins og annarra þeirra sem
berjast gegn ógnarstjórn hvíta
minnihlutans í Suður-Afríku,“
sagði Kristín og bætti við að
undirtektir væru mjög góðar hér
á landi; þau hefðu sent út um 300
boðsbréf á stofnfundinn, til sam-
taka launafólks, stjórnmálflokka
og fjölmargra einstaklinga.
„Nú er bara að vona að þær
góðu viðtökur sem við erum búin
að fá fram að þessu, skili sér í
öflugu starfi. Og að fólk hvar í
flokki sem það stendur leggi
eitthvað af mörkum til að koma
þessari ógnarstjórn frá, sem virð-
ir ekki rétt blökkumannna sem
eru 85% íbúa landsins til að lifa
mannsæmandi lífi,“ sagði
Kristín.
Stofnfundur Suður-
Afríkusamtakanna - gegn AP-
ARTHEID verður haldinn í
Gerðubergi í Breiðholti á morg-
un kl. 14.00. Þar verður ýmislegt
á dagskrá, ma. flytur Gilu Carter
ávarp, en hún er frá Suður-Afrí-
ku en býr hér á landi. Hún ætlar
að segja frá því hvernig er að alast
upp í Suður-Afríku sem hvít
stúlka. -sg
Þinn stuðningur skiptir máli, eru einkunnarorð á þessu veggspjaldi
sem þær Hallfríður Einarsdóttir og Kristín Valgeirsdóttir halda á milli
sín en þær eru nú önnum kafnar við undirbúning stofnunar Suður-Af-
ríkusamtakanna - gegn APARTHEID. Mynd EÓL.
Pórshöfn
„Draslið fer í frystingu“
Hraðfrystihús Þórshafnar: Þorskurinn verkaður ískreið og salt en
afgangurinn frystur. Aflabrögð tregað undanförnu. Gengisfellingin
að brenna upp
Við höfum verið að hengja upp
síðustu þorskana fyrir Ítalíu-
skreið en því er að mestu lokið.
Við gerum ráð fyrir að fá 35 tonn
af þurrkaðri skreið af hjöilunum
sem er svipað og verið hefur. Að
öðru leyti er þorskurinn verkað-
ur í salt og draslið farið í frystingu
eins og við nefnum aðrar botn-
lægar fisktegundir. Gengisfel-
lingin á dögunum var gerð til
koma á fjárhagslegri endurskip-
ulagningu á fiskvinnslunni, en ef
áframhald verður á verðlækkun-
um erlendis og kostnaður hækkar
innanlands endurtekur leikurinn
sig með haustinu,“ sagði Jóhann
A. Jónsson framkvæmdastjóri
Hraðfrystihúss Þórshafnar við
Þjóðviljann.
Gott atvinnuástand hefur veriö
á Þórshöfn í vor og í sumarbyrjun
en að undanförnu hafa aflabrögð
verið treg en tveir togarar eru
gerðir þaðan út, Stakfellið sem er
frystitogari og Súlnafellið. Að-
spurður um væntanlega fisk-
verðshækkun sagði Jóhann að
sjómenn á Stakfellinu hefðu
fengið launahækkun strax með
gengisfellingunni en að öðru leyti
sagði hann að fiskvinnslan væri
ekki í stakk búin til að mæta
hækkun á hráefnisverði en að
sjálfsögðu væri skilningur á að
sjómenn fengju launahækkanir
sem og aðrir launþegar í landinu.
Spurningin væri bara hvar ætti að
fá peninga til þess arna.
Grásleppuvertíðin þar eystra
hefur verið róleg og hafa trillu-
karlarnir verið að hreinsa þara-
djöful úr netunum og eru sumir
hverjir farnir að gera klárt fyrir
krókaveiðar og aðrir fyrir veiðar
með þorskanet. Sæmileg tíð hef-
ur verið eystra að undanförnu en
heldur hefur hann verið kaldur í
norðanáttinni.
-grh
Bráðabirgðalögin
Bankamenn
mótmæla
Ályktun stjórnar
S.Í.B.
Stjórn Sambands íslenskra
bankamanna mótmælir eindregið
ákvæðum bráðabirgðalaga ríkis-
stjórnarinnar um efnahagsað-
gerðir frá 10. maí sl., sem snerta
skerðingu samningsréttar. Stjórn
S.Í.B. telur að með þessum að-
gerðum sé vegið að grundvallar-
réttindum verkalýðsfélaga þ.e.
samningsrét t inum.
Verkalýðsfélög á íslandi hafa
fordæmt ríkisstjórnir þeirra
landa, sem viðurkenna ekki sjálf-
stæðan samningsrétt verkalýðsfé-
laga og hljóta því að lýsa furðu
sinni á gerðum ríkisstjórnar ís-
lands.
Stjórn S.Í.B. vill vekja athygli
ríkisstjórnarinnar á að rætur
efnahagsvanda þjóðarinnar er
ekki að rekja til þeirra hóflegu
kjarasamninga, sem verkalýðsfé-
lögin á íslandi hafa gert á undan-
förnum misserum.
Föstudagur 27. mai 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3