Þjóðviljinn - 27.05.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI
KLIPPT OG SKORIÐ
Aðeins ein vika
Það er aðeins liðin vika frá því að ríkisstjórnin komst „á
fætur" einsog Tíminn sagði, eftir að hafa verið „tekin í bólinu"
einsog Steingrímur sagði, - aðeins vika síðan aðalráðherrarnir
þrír tilkynntu svefndrukknir að fætt væri nýtt samkomulag um
ríkisstjórn á íslandi, - aðeins vika síðan prentvélarnar í Guten-
berg spúðu útúr sér bráðabirgðalögunum um bann á „verk-
bönn, verkföll, þar með taldar samúðarvinnustöðvanir, eða
aðrar aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjara-
mála en lög þessi mæla fyrir um“.
Eftir þessa einu viku er engu líkara en að stjórnarflokkarnir
verði að setjast niður aftur til örþrifasamninga til að verða ekki -
með ýmsum hætti - teknir rétt einu sinni í bólinu.
Samtök launafólks hafa tekið hatrammlega á móti ákvæðum
bráðabirgðalaganna um bann við kjarabaráttu. Mörgum hefur
undanfarið skorta heldur á nauðsynlega samstillingu þar í
sveit, - en atlaga ríkisstjórnarinnar að mannréttindum launa-
fólks virðist hafa þjappað oddvitum þeirrar fylkingar betur sam-
an en flestir atburðir aðrir síðustu árin, enda er afstaða kjarna-
hópa meðal launamanna augljós af tíðindum úr verksmiðjunni í
Straumi.
Embættismönnum og öðrum handverksmönnum ríkisstjórn-
arinnar gengur bölvanlega að leysa úr öllum þeim vandamála-
flækjum sem ákveðið var að vísa til ýmissa nefnda og starfs-
hópa. Besta dæmið og augljósasta þessi dægrin er klandrið
útaf niðurfellingu vísitölu á „fjárskuldbindingar" í skemmri tíma
en tvö ár. Bankar og peningalánarar aðrir neita með öllu að
fella niður lánskjaravístöluna á innlánum, og er helst útlit fyrir
að orðið „fjárhagsskuldbinding" verði endurskilgreint, til dæm-
is með nýjum bráðabirgðalögum, þannig að það merki aðeins
útlán banka og ekki innlán. Vissulega verður fróðlegt að fylgj-
ast með átökum valdsmanna við merkingarfræði eigin stofn-
anamáls, en óvart læðist að sá grunur að annaðhvort hafi
einhver platað einhvern eða allir verið sofandi þegar ríkisstjórn
íslands var að taka grundvallarákvörðun um peningastjórnina.
Eftir verðlækkunina á Ameríkumarkaði er enn augljósara en
áður að típrósent gengisfelling var ein og sér engan veginn nóg
til að rétta af fiskvinnsluna.Ljóst er að þrýstingur á gengið er
þegarorðinn geysilegur, og má búast við að kveinstafir hefjist
innan skamms aftur í fiskvinnslunni útaf genginu. Sérstaklega
vegna þess að allar fyrirætlanir ráðherranna um að vinna gegn
þenslu og lækka kostnað útflutningsgreinanna innanlands eru
mjög í skötulíki.
Forystumenn í stjórnarandstöðunni og gagnrýnendur úr
röðum stjórnarflokkanna sögðu fyrir hvítasunnu að helstu
tæknilegu gallar á ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar væru að þær
væru aðeins ávísun á nýjar aðgerðir að skömmum tíma liðnum.
Eftir aðeins eina viku er orðið Ijóst að þeir höfðu rétt fyrir sér.
Ráðherrarnir hafa aldrei komist úr bólinu.
Alþýöublaöiö piirað
Alþýðublaðið virðist hafa verið farið að halda að forysta ASÍ
væri nánast þinglýst eign Alþýðuflokksins og þarmeð skuld-
bundin því einu sem þeim Jóni og Jóni dettur í hug uppí
ráðuneytum.
Þegar ríkisstjórnin bannaði kjarabaráttu í ellefu mánuði mót-
mæltu forystumenn ASÍ mjög kröftuglega með öðrum oddvit-
um samtaka launafólks, og vöktu athygli á að aðfarir ríkis-
stjórnarinnar minna helst á þá pólsku þegar litið ertil fordæma í
Evrópulöndum.
Alþýðublaðið sýnist alveg steinhissa á þessum hörðu en
eðlilegu viðbrögðum, og leiðari blaðsins í gær hefur fyrirsögn-
ina „Hverra hagsmuna gætir Ásmundur Stefánsson?"
Svarið er mjög einfalt, þótt það vefjist fyrir málgagni fjármála-
ráðherra. Forseti ASÍ reynir með mótmælum sínum að gera
það sem skyldan býður honum. Hann reynir að gæta
hagsmuna launafólks í ASÍ.
Enda er það sennilega ekki Ásmundur Stefánsson sem
Alþýðublaðið er fyrst og fremst að pirra sig útí, heldur hinir
mörgu Alþýðuflokksmenn í samtökum launafólks sem nú mót-
mæla gerræði ríkisstjórnarinnar.
Alþýðublaðið getur þó huggað sig við að enn eru til menn
sem hafa um háleitara að hugsa en hagsmuni umbjóðenda
sinna í verkalýðsfélögum. Slíka er þessa dagana einkum að
finna í þingflokki Alþýðuflokksins.
-m
Hegðun ábótavant
Ósköp væri nú gaman að
vera ekki alltaf að skamma
blessaða ráðherrana okkar
og fylgisveina þeirra. Þó
mun verða einhver bið á að
menn séu ekki uppfullir með
vangaveltur um hegðan
Íieirra, bæði til orðs og æðis.
slensku ráðherrarnir hafa
nefnilega ekki lært þá gullnu
reglu góðra stjórnenda að
láta sem minnst á persónu
sinni bera en leggja þeim
mun meiri áherslu á að at-
hafnir og aðgerðir allar séu
vel undirbúnar og fum-
lausar. Kannski eru þeir
lentir inni í þeim vítahring,
strákagreyin, að þeir sj ái
ekki lengur aðra leið færa til
að gera sig gildandi en að
vera með hamagang og læti.
Gassagangurinn kemur svo í
veg fyrir að þeir séu teknir
alvarlega og það ýtir enn
undir þörfina á að láta á sér
bera. Þetta er sorgarsaga
sem ekki getur endað nema
áeinn veg.
Þegar hamagangurinn á
stjórnarheimilinu keyrir um
þverbak finnst mörgum
minni spámönnum í stjórn-
arflokkunum nauðsynlegt
að rétta hlut sinna manna.
Þeir óttast að virðing al-
mennings fyrir stjórnarherr-
unum sé að engu orðin og
reyna því eftir mætti að sýna
fram á að þar séu ekki allir
ráðherrar seldir undir sömu
sök. Dæmi um þetta má t.d.
finna í síðasta tölublaði Suð-
urlands, málgagni Sjálfstæð-
isflokksins í Suðurlandi,
kjördæmi Þorsteins Páls-
sonarforsætisráðherra. Þar
er fj allað um það hávaðar-
ifrildi sem ráðherrarnir
helltu yfir þjóðina þegar
þeir voru fyrir skömmu að
ræða fund eftir fund um að-
gerðir í efnahagsmálum.
Ritstjóri þessa gagnmerka
blaðs er varaþingmaður
Sunnlendinga, Arni Johna-
sen. Við grípum hér niðurí
grein hans um ágreining á
örlagastundu.
Óheilindi
Framsóknar
„Það ber því miður vott
um óheilindi Framsóknar-
mannaíþessari ríkisstjórn
að þeir ætluðu að kasta fram
kosningaplaggi sínu með til-
lögunum tuttugu og tveimur
í bak forsætisráðherra þegar
hann væri farinn til Banda-
ríkjanna í opinbera heim-
sókn til Bandaríkjaforseta,
því þeir lögðu plaggið ekki
fram fyrr en s. 1. föstudags-
kvöld, nokkrum klukku-
stundum eftir að forsætis-
ráðherra tók þá ákvörðun
að fara ekki til Bandaríkj-
anna þar sem hans væri þörf
heima á íslandi í erfiðri
stöðu og þar lægju þær
skyldur sem hann skyldi
aldrei bregðast. Þessi
ákvörðun þjóðarleiðtoga,
að hætta við slíka ferð á
þeim forsendum sem lágu
fyrir, er einstæð meðal lýð-
ræðisþjóða og það þarf
mikla festu til að taka slíka
ákvörðun í alþjóðlegum
samskiptum, ekki síst
gagnvart öðrum valdamesta
manni jarðar.“
Atarna er rétt þokkaleg
lýsing á baráttu hins góða
við makt myrkranna. Illar
forynjur reyna stöðugt að
sækj a fram og verður þá
býsna annasamt hjá ljóssins
sveinum. Það erekki nóg
með að Framsóknarsvartálf-
ar ýli í hverj u skúmaskoti og
vfli ekki fyrir sér að ráðast
aftan að mönnum sem hinir
verstu ódrengir, heldur
þvælast kratagrey, sem
stöðugt þarf að hasta á, fyrir
hermönnum Ijóssins og tor-
velda þeim baráttuna. Oft-
ast nægir þó að hasta dug-
legaáþá. Það dugðia.m.k.
samkvæmt frásögn Suður-
' lands þegar þeir ætluðu að
fara að gera sig breiða í stóra
slagnum í ríkisstjórninni.
„Alþýðuflokksmenn létu
að vísu ekki sinn hlut eftir
liggj a í þessum efnum, en
sáu að sér þegar forsætisráð-
herra lamdi í borðið og
heimtaði leikaraskapinn út
úrmyndinni."
Viturmaður
og góðgjarn
Við þurfum ekki að ör-
vænta þótt syrti í álinn um
stundarsakir. Foringinn
knái, sem að garpskap má
samlíkjast sjálfum hí-
manni, stendur sína pligt og
gætir þess að ekki fari illa.
Eða eins og segir í annarri
grein varaþingmannsins í
sama blaði:
„Það er hins vegar kórrétt
sem forsætisráðherra (Þor-
steinn Pálsson innsk. Þjv.)
hefur sagt að þjóðin þarfn-
ast nú ákvarðana frekar en
slagsmála og enn einu sinni
stendur formaður Sj álfstæð-
isflokksins við stjórnvöl
þjóðarskútunnar þegar
mikið liggur við og heldur
öruggri stefnu til árangurs
fyrirþjóðarheild. Ugglaust
er það meðal annars þess
vegna að Sjálfstæðisflokkur-
inn vinnur nú hægt og síg-
andi aukið fylgi á ný eftir
áfallið í síðustu kosningum,
áfall sem íslenskt samfélag
þolir ekki hjá stórnmálaafli
eins og Sjálfstæðisflokknum
sem er miklu fremur
breiðfylking margra þj óð-
félagsafla heldur en hefð-
bundinnflokkur.“
Já, ber ekki að þakka að
formaður Sjálfstæðisaflsins
skyldi af hyggjuviti sínu sjá
að þjóðin þarfnaðist ekki
slagsmála? Hvernighefði
farið ef honum hefðu ekki
vitrast þau sannindi? Og
garpurinn lét ekki við það
eitt sitja að kefla og binda
ólma slagsmálahunda. Það
voru teknar ákvarðanir.
Endalausar
stílæfingar
Ákvarðanir ríkisstjórnar-
innar um aðgerðir í efna-
hagsmálum hafa birst þjóð-
inni í bráðabirgðalögum
sem handhafar forsetavalds
undirrituðu 20. maí. Þar er
að finna tilskipanir í pólsk-
um anda um bann við verk-
föllum og reyndar er þar
einnig bann við að atvinnu-
rekendur hækki laun. Og
þar er ákaflega einföld laga-
grein sem hljóðar svo:
„Verðtrygging nýrra fjár-
skuldbindinga til skemmri
tíma en tveggja ára er
óheimil frá 1. júlí 1988.“
Líklega hafa ráðherrarnir
verið nokkuð ánægðir með
sig þegar þeir voru búnir að
koma þessu á blað. Þeim
hefur láðst að athuga að
með þessu er verið að banna
verðtryggða sparireikninga í
bönkum og sparisjóðum.
Samkvæmt lögunum verður
að loka öllum vaxtaauka-
reikningum í lok næsta mán-
aðar. í gær ber Tíminn það
undir Steingrím Hermanns-
son að bankamenn séu
undrandi á þessari lagasetn-
ingu. Steingrímur svarar því
til að enginn hafi talað um
að afnema verðtryggingu á
innlánum strax.
Við megum kannski eiga
von á bráðabirgðaviðauka-
lögum. Kannski verður
ríkisstjórnin í allt sumar að
gefa út ný og ný lög og A-
deild Stjórnartíðinda verður
uppfull með stflæfingar
fljóthugaráðherra.
þJÓOyiLJINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppó.
Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur
Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir,
Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar
Karfsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar
Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.).
Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir.
Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson.
Utlitsteiknarar: GarðarSigvaJdason, MargrétMagnúsdóttir.
FramkvæmdastjórhHallurPállJónsson.
Skrlfstofustjóri:Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
AuglýslngastjórLSigríðurHannaSigurbjörnsdóttir.
Auglysingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur
Ágústsdóttir.
Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 60 kr.
Helgarblöð: 70 kr.
Áskriftarverð ó mónuði: 700 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. maí 1988