Þjóðviljinn - 27.05.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.05.1988, Blaðsíða 10
Efnahags- hvað? Þeir blaöamenn sem hafa þann starfa að skrifa um þungu málin svokölluðu eða „ríkis- stjórnarruglið" einsog þeirnefna þetta gjarnan sín á milli velta því oft fyrir sér hvort þessar f réttir séu yfirhöfuð lesnar af fólkinu í landinu aðfrátöldum þeim þrönga hóp sem skapar þær. Þannig er það spurning hvort meðalhúsmóðirin í Breiðholtinu eðaöðru úthverfi bíði spennteftir því að ríkisstjórnin skeri úr um að bindiskyldan skuli vera 10% eða 20%. Sennilegaekki. Sjálftorð- ið, bindiskylda, er í hennar augum eitthvað sem tíðkaðist í Sjallanum eða Þórskaffi í denn. Þaðerýmislegtsem bendirtil að almenningur þessa lands sé orðinn hundleiður á þessari efna- hagsumræðu sem tröllríður fjöl- miðlum, einkum þegar hún verð- ur alfa og omega allra fjölmiðl- anna í lengri tíma en viku í senn eins og nú hefur gerst í kjölfar þess að það sem Tíminn kallar „gengisdólga" fóru af stað og sugu útfjórðunginn af gjaldeyris- varaforða okkar á tveimur dögum sléttum. Til marks um þennan leiða al- mennings á þessari umræðu er mikill uppgangur útvarpsstöðvar- innar Stjörnunnar á síðustu mán- uðum en þar á bæ eru menn ekki að eltast við þessi mál í fréttatím- um sínum nema síður væri enda hafa menn þar að leiðarljósi að skemmta hlustendum sínum fremur en að uppfræða þá um landsins gagn og nauðsynjar. Hértil gamans flýtur með ein saga af Stjörnunni um hvernig þeir telja að meðhöndla eigi „þungaviktarfrétt" og svona eftir á að hyggja er leitt að ekkert varð úr þessari hugmynd. Er „kaffi- baunamálið" kom upp veltu Stjörnufréttamenn því mikið fyrir sér hi vaða flöt þeir ættu að taka á því. Á endanum var svo ákveðiö að einn þeirra reyndi að hafa uppi á miðli sem væri fáanlegur til að ná sambandi við Jónas frá Hriflu tilaðfá hans álitámálinu. Enþví miðurfékkstenginnmiðill. -FRI ídag er 27. maí, föstudagur í sjöttu viku sumars, sjöundidagurskerplu, 148. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 3.35 og sest kl. 23.17. Þjóðviljinn fyrir 50 árum (28.5.) Jökul- hlaupiö erí rénun Pálmi Hannesson og Steinþór Sigurðsson rann- saka hiaupið Svo virðist, sem jökulhlaupið sé nú í nokkurri rénun, og að það hafi náð hámarki sínu síðari hluta nætur á aðfaranótt fimmtudagsins. Þjóðviljinn átti í gær tal við Hannes Jónsson á Núpsstað. Skýrði hann svo f rá, að flóðið væri í rénun og að sandurinn væri víða kominn upp, þar sem hann var áður í kafi. Ekki kvaðst Hannes vita, hvað hlaupinu liði á eystri hlutasandsins, enjökul- hlaupið í Súlu væri greinilega að sjatna. Hannes kvað þess að vísu dæmi áður, að jökulhlaup fjöruðu í bili. Jökulhlaupið hefir borið mikla íshrönn fram á sandinn. Elds hefir ekki orðið vart enn- þá, en mikla brennisteinsfýlu leggurafhlaupinu. Skyggni var ágætt í gær, bæði austur ýfir sandinn og inn að jöklum. Sumarsvipur á rás 2 Nokkrar breytingar verða á dagskrá rásar 2 virka daga í sumar. Morgunútvarp frá 9.00- 10.00 mun koma frá Akureyri en þaðan ætlar Þröstur Emilsson að stýra þætti sem hann nefnir „Við- bit“. Síðdegis klukkan 18.00- 19.00 verður svo á dagskrá þátt- urinn „Kvöldskattur" í umsjá Gunnars Salvarssonar. Þrír nýir dagskrárgerðarmenn hafa nú tekið til starfa á rás 2, en það eru þau Eva Ásrún Alberts- dóttir, Pétur Grétarsson og Val- geir Skagfjörð sem leysa þá Skúla Helgason, Snorra Má Skúlason og Gunnar Svanbergsson af hólmi á kvöld- og helgarvöktum í sumar. Tveir nýir liðir verða á kvöld- dagskrá rásar 2, þátturinn „Popp- lyst“ verður sendur út á mánu- dagskvöldum kl. 22.07-24.00 en þar verður rennt í gegnum vin- sældalista fyrri ára og fylgst með hræringum á vinsældalistum austan hafs og vestan. Ennfrem- ur verður nýr þáttur á dagskrá kl. 23.00-24.00 á miðvikudagskvöld- um, hann nefnist „Eftir mínu höfði“ og þar lætur gestaplötu- snúður gamminn geisa og rifjar upp gamla daga með hjálp gömlu platnanna sinna. UM IJTVARP & SJONVARP og Ava Gardner Sjónvarpið kl. 22.10 Kvik- mynd Sjónvarpsins að þessu sinni er ekki af lakara taginu. Morð- ingjarnir eða The Killers eins og hún heitir á frummálinu er svart hvít frá því herrans ári 1946. Þessi mynd fær fjórar stjörnur í þeim kvikmyndabókum sem við höf- um flett. Myndin er byggð á sögu eftir Ernst Hemingway sem fjallar um ungan afbrotamann í eyðilegum smábæ. Leigumorðingjar eru fengnir til að ráða hann af dögum, en hann sér við þeim. Þessi mynd er frumraun þeirra Ava Gardner og Burt Lancaster, eftir hana voru þeim allir vegir færir í Hollywood. Aðrir leikar eru Edmond O'Brien, Albert Dekker, Sam Levende og Virg- ina Christine. Leikstjórn er í höndum Robert Siodmak Atriði úr kvikmynd kvöldsins hjá Sjónvarpinu. I myndinni leikur Burt Lancaster sitt fyrsta alvöru hlutverk í kvikmynd sem ungur afbrotamaður og hnefaleikari; eftir það hefur Burt ekki verið sleginn út á framabrautinni. Frumraun Burt Lancaster GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.