Þjóðviljinn - 27.05.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.05.1988, Blaðsíða 6
IÐNSKÓLINNIREYKJAVÍK Skólanum veröur slitiö föstudaginn 27. maí kl. 14 í Hallgrímskirkju. Prófskírteini veröa afhent þeim sem lokiö hafa námi í grunndeildum málm-, tré- og rafiðna, námi í meistaraskóla og burtfararprófi frá skólanum. Skólaslitin eru opin öllum. Aöstandendur nemenda og áhugamenn um starfsemi skólans eru sérstaklega boönir vel- komnir. Iðnskólinn í Reykjavík FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ NESKAUPSTAÐ Hjúkrunarfræðingar Við Fjóröungssjúkrahúsið Neskaupstaö eru lausar til umsóknar þrjár stööur hjúkrunarfræö- inga. í boði er góð vinnuaðstaða, ódýrt húsnæöi og góö laun. Neskaupstaöur býöur upp á góöa skóla, dag- heimili og leikskóla, auk þess stillt veöurfar og fallega náttúru. Hvernig væri aö hafa samband? Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 97- 71403. Framkvæmdastjóri ^fc/Tónlistarkennarar!!! Tónlistarskóli Siglufjarðar, Aðalgötu 27, 580 Siglufiröi. Tréblásarakennara vantar að skólanum næsta skólaár. Æskilegt væri að viökomandi gæti tekiö aö sér slagverkskennslu. Nánari upplýsingar gefur Tony í síma 96-71809. Umsóknarfrestur er til 10. júní. Skólastjóri Hafnarfjörður Kjörskrá vegna forsetakosninga sem fram eiga aÖ fara þann 25. júní 1988 var lögð fram til sýnis á bæjarskrifstofum Hafnarfjarðar að Strandgötu 6 þann 25. maí sl. Skrifstofan er opin frá kl. 9.30 til 15.30 alla virka daga. Kærufrestur vegna kjörskrár er til 10. júní 1988. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði Frá Fósturskóla íslands Umsóknarfrestur um framhaldsnám viö Fóstur- skóla íslands er framlengdur til 4. júní. Skólastjóri Auglýsið í Pjóðviljanum Bróðir okkar Ragnar Jónsson Lindargötu 44a lést 15. maí sl. Útförin hefur farið fram. Hulda Jónsdóttir Borghildur Jónsdóttir Benedikt Jónsson Sólveig Jónsdóttir AfmœliskveÖja Jóhann G. Möller f kvöld gefst margfalt tilefni til mannfagnaðar og vinafunda hjá okkur jafnaðarmönnum. Jóhann G. Möller og kona hans, Helena Sigtryggsdóttir, halda upp á sjötugs afmæli Jóhanns að heimili Jónu dóttur þeirra, Hraunteigi 24, Reykjavík. Dóttir þeirra Jó- hanns og Helenu, dr. Alda Möller, matvælafræðingur, held- ur upp á 40 ára afmæli sitt sama daginn. Dótturdóttir Jóhanns og Helenu og nafna hennar fagnar brautskráningu sem nýstúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vík. Fáeinum dögum síðar mun yngsta dóttir Jóhanns og Helenu verða brautskráð frá læknadeild Háskóla íslands. Það er því margfalt tilefni til mannfagnaðar og vinafunda með ættgarði Jó- hanns og Helenu og vinum þeirra og vandamönnum. Hver er Jóhann G. Möller? Það vita allir Siglfirðingar, sem komnir eru til vits og ára, allir jafnaðarmenn sem einhvern tíma hafa verið virkir í starfi Alþýðu- flokksins; og allir þeir,. sem ein- hvern tíma hafa gengið til liðs við verkalýðshreyfinguna á íslandi og lagt liðsinni baráttumálum hennar fyrir bættum kjörum og betra mannlífi í okkar landi. Við erum því mörg sem í dag minnumst Jóhanns G. Möllers þakklátum huga og samfögnum honum og fjölskyldu hans í þess- um áfangastað. Hver er Jóhann G. Möller? Ef ég ætti að nefna einhvern einstakling sem öðrum fremur mætti vera öðrum til eftirbreytni sem sannur jafnaðarmaður í orði og verki, þá væri það hann. Hann á fáa sína líka. Að gera meiri kröfur til sjálfs sín en annarra er í mínum huga einföld, látlaus en um leið kröfuhörð og eftirsóknarverð dyggð. Jóhann G. Möller er þess konar maður. Þess vegna þykir okkur vænt um hann. Oft hef ég heyrt Jóhann Möller flytja mál sitt á mannfundum okkar jafnaðarmanna. Reyndar eru óvíða haldnir eftirminnilegri fundir en á Siglufirði, þar sem andi hans svífur yfir vötnunum. Oft hefur honum sollið móður af ákefð og einlægni fölskvalausrar réttlætiskenndar. Oft hafa ræður hans því hrært dýpri strengi í hjörtum okkar en ræður annarra manna, sem sléttmálli þykja. En hjá Jóhanni eru það ekki bara orðin sem hrífa. Maðurinn sem þau mælir hefur reynst svo trúr sinni hugsjón í öllu sínu lífi og starfi að það gefur orðum hans sérstakt gildi og ljær þeim þungan sannfæringarkraft. Hugsjónin sem hreif Jóhann ungan til dáða er heillandi draumsýn. Margir hafa játað henni ást sína af heitu blóði æskufuna. Hinir eru fáir sem reynst hafa æskuhugsjón sinni svo trúir að líf þeirra sjálft er eins og staðfesting á göfgandi krafti hennar og mannbætandi yl. Þess konar maður er Jóhann G. Möller. Ef við jafnaðarmenn tryðum á mannasetningar í mynd hinnar heilögu katólsku kirkju hefðum við fyrir löngu tekið hann í dýrlingatölu. Þess vegna er hann ekki kaþólikki. Þess vegna m.a. erum við jafnaðarmenn. Ætli ég hafi ekki fyrst heyrt Jó- hanns G. Möllers getið í heima- húsum við pólitískt kaffibolla- orðaskak ísafjarðarkrata í bernsku minni? Og fannst þess vegna eins og ég hefði þekkt hann alla tíð þegar ég komst 17 ára gamall til Sigló á síld og reifst við Jóhann um pólitík í kaffitímanum í síldarbræðslunni. Þá var ég bolsi en hann vinstrikrati. Seinna þeg- ar ég fór að koma til funda á Siglufirði fannst honum ég vera orðinn hægrikrati. Hann var alltaf sami óforbetranlegi vinstri sjötugur kratinn. Var, er og verður. Ég afneita hins vegar harðlega og staðfastlega nafngift hægri krat- ans. Auk þess verð ég ,æ vinstri- sinnaðrisem ég hitti og heyri Jó- hann oftar - og líka eftir því sem ég sit lengur í þessari ríkisstjórn, svona innan sviga. Vonandi verð ég orðinn eins „vinstrisinnaður" og Jóhann, þegar ég verð sjö- tugur. Nafn Jóhanns G. Möllers er ekki bara tengt nöfnum Alþýð- uflokksins og verkalýðshreyfing- arinnar. Þá kemur mér hann í hug þegar ég minnist Siglufjarðar þar sem mér hefur alltaf fundist andi Jóhanns svífa yfir vötnunum. Þar er hann fæddur og fóstraður frá blautu barnsbeini og þar liggja öll hans spor. Hann er maðurinn, sem talaði ekki um nauðsyn þess að útbreiða Alþýðublaðið. Hann gerði það - í eigin persónu; það þýðir að hann fór sjálfur fótgang- andi eða á hjólinu sínu til að safna áskrifendum, koma blaðinu til þeirra og rukka fyrir það. Þetta stalst hann til að gera, þegar aðrir hvíldust eftir erfiði dagsins. Aö loknu gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1934 gekk Jóhann í þjónustu Síldarverksmiðja ríkisins á Siglu- firði þar sem hann hefur unnið í meira en hálfa öld. Hann sat í stjórn SR í 12 ár, þ.e. sem vara- formaður stjórnar 1961-1971. Jó- hann var bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins á Siglufirði frá 1958- 1982 og forseti bæjarstjórnar Mannréttindasamtökin Amn- esty International vilja vekja at- hygli almennings á máli eftirfar- andi samviskufanga í maí. ís- landsdeild Amnesty gefur út póstkort til stuðnings föngum mánaðarins og fást áskriftir á skrifstofu samtakanna. Israel, hernumdu svæðin: Ghazi Sahashtari er 27 ára gamall og starfar fyrir „West Bank“ mannréttindahreyfinguna. í jan- úar var hann hnepttur í 6 mánaða gæsluvarðhald eftir að hann hafði lagt fram kvörtun yfir því að yfir- maður í hernum hafði barið hann. Fram til 17. mars s.l. var hægt að hneppa fólk í 6 mánaða endurtekið gæsluvarðhald í ísrael á grundvelli framburðar öryggis- varða. Ghazi Sahashtari hafði áður verið settur í gæsluvarðhald árið 1985 þegar yfirvöld fullyrtu að hann væri félagi í frelsissam- tökum Palestínu. Finnland: Ahti Nio er 23 ára gamall atvinnulaus kokkur frá Kuusankoski í Finnlandi. Hann sótti um að fá að stunda þegn- skylduvinnu í stað herþjónustu í janúar 1987 og fékk leyfí til þess. seinustu 4 árin. Nú hefur Kristján sonur hans leyst föður sinn af hólmi sem oddviti okkar jafnað- armanna í bæjarstjórn Siglufjarð- ar. Jóhann Möller hefur gegnt fjölda annarra trúnaðarstarfa fyrir Alþýðuflokkinn og verka- lýðshreyfinguna. Hann var í stjórn Verkamannafélagsins Þróttar á Siglufirði 1957-1963 og ritari Verkalýðsfélagsins Vöku frá 1976 til þessa dags. Hann átti lengi sæti í flokksstjórn Alþýðu- flokksins og í verkalýðsmála- nefnd hans. Hann hefur verið umboðsmaður og fréttaritari Al- þýðublaðsins á Siglufirði frá óm- una tíð. Allt er þetta ævistarf, en þó er hvergi nærri allt tíundað. Kristján vinur minn Möller, sonur Jóhanns og Helenu, á ekki langt að sækja íþróttaáhugann né heldur synir hans barnungir. Jó- hann Möller var einn af stofnend- um Knattspyrnufélags Siglufj- arðar og einnig lengi í stjórn Skíðafélags Siglfirðinga. Þar að auki er Jóhann óforbetranlegur bindindismaður. Og mesta furða hvað hann getur umborið breysk- leika okkar hinna í þeim efnum. Jóhann G. Möller á nú þegar að baki langt og farsælt ævistarf í þágu bernskuhugsjónar sinnar og heimabyggðar, sem hann ann heitu hjarta. Forsjónin hefur líka kunnað að meta hann að verð- leikum því að hún hefur fært hon- um þá hamingju í einkalífi sem er óforgengileg. Hamingja Jóhanns heitir Helena Sigtryggsdóttir frá Árskógsströnd, væn kona og eiguleg. Hún hefur alið bónda sínum sex börn sem eru hvert öðru mannvænlegra. Þau eru því umvafín barnaláni, sem heitir öðrum orðum Guðs blessun. Meðan sá ættbogi er uppi er óþarfí að örvænta um aldingarð jafnaðarstefnu í okkar hrjóstruga landi - þótt hann rigni eldi og brennisteini. Fyrir hönd okkar íslenskra jafnaðarmanna flyt ég Jóhanni G. Möller og konu hans Helenu alúðarþökk fyrir ómetanlegt starf í þágu hugsjónar, málstaðar og hreyfingar í meira en hálfa öld. Það starf var ekki til einskis unnið og mun þó bera ríkulegri ávöxt í framtíðinni. Þannig munum við eða niðjar okkar að lokum upp- skera eins og til var sáð. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins. Athi Nio neitaði að stunda þegn- skylduvinnu með þeim orðum að hann hafi „... neitað að gegna herþjónustu vegna þess að ég vil ekki læra að drepa aðra menn... “ Þann 28. maí 1987 var Ahti Nio dæmdur til 9 mánaða fangelsis- vistar og hann hóf afplánun í des- ember. Malasía: Karpal Singh er 48 ára lögfræðingur og situr á þingi fyrir stjórnarandstöðuna í Malas- íu. Þegar hann og tveir flokksb- ræður mættu á lögreglustöð í Ku- ala Lumpur þann 27. október s.l. til að spyrjast fyrir um afdrif flokksbróður og þingmanns sem hafði verið handtekinn fyrr um daginn voru þeir þrír einnig hnepptir í varðhald. Síðar kom í ljós að 119 manns voru handtekn- ir á seinasta ársfjórðungi 1987. Karpal Singh var haldið á leyndum stað í 60 daga áður en hann hlaut tveggja ára fangelsis- dóm fyrir að hafa á seinustu 7 árum stofnað til kynþátta ólgu meðal þjóðarbrota í Malasíu og stofnað þannig öryggi landsins í voða. Fjörutíu og átta aðrir hlutu sams konar dóm þótt yfirvöld hafí aðeins birt nöfn tveggja. Amnesty International Fangar mánaðarins - Maí 1988 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. mai 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.