Þjóðviljinn - 27.05.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.05.1988, Blaðsíða 9
HEIMURINN Stjömuspádómar og valdamenn heimsins Er trú á stjörnuspádóma meinlaus hjátrú? Heimilisböl í Hvíta húsinu vekur upp hlálegar og erfiðar spurningar Eins og blaðalcsendur hafa orðið varir við eru fyrrverandi háttsettir embættismenn Reagans Bandaríkjaforseta nú önnum kafnir við að selja endurminning- ar sínar um veru sína í Hvíta hús- inu og umgengni sína við „frem- stu hjón Iandsins“. Þeir eru nátt- úrlega að þessu fyrst og fremst til að græða peninga (ritlaun fyrir slíka bók geta farið upp í miíjón dala eða meir). Svo eru þeir líka að hefna sín - og þá ekki síst á Nancy forsetafrú, sem sögð er feiknalega afskiptasöm og stjórn- söm og ráði miklu um það hvað meinleysinginn karl hennar segir og gerir í forsetastóli. Donald Regan, fyrrum starfs- mannastjóri Hvíta hússins hefur gengið einna lengst í stríði sínu við Nancy. Og hefur það þá vakið alveg sérstaka athygli, þegar menn hafa skoðað lýsingar Reg- ans á því hvernig kaupin gerast í Hvíta húsinu, að hjátrú forsetafr- úarinnar á stjörnuspádómum virðist hafa ískyggilega mikil áhrif á atburði nálægt helsta vald- astóli heims. Donald Regan segir svo frá, að meðan hann var starfsmannastjóri hafi allar ák- varðanir Reaganhjónanna verið bornar undir stjörnuspákonu í San Francisco, sem rýndi í stöðu stjarnanna, hvort hún væri hag- stæð eða óhagstæð tiltekinn dag. „Þótt ég kynntist aldrei þessari spákonu persónulega, varð hún svo þýðingarmikil fyrir starf mitt og fyrir helstu umsvif ríkisins, að ég lét sérstaklega merkt almanak standa á skrifborði mínu. „Góð- ir“ dagar (samkvæmt stjörnusp- ánni) voru merktir grænu, „slæm- ir“ dagar rauðu og „óvissudagar“ voru gulir hafðir. Ég þurfti á þessum áminningum að halda til að vita hvenær heppilegt væri að flytja forseta Bandaríkjanna úr stað, hvenær gera mætti ráð fyrir að hann opnaði munninn á al- mannafæri eða tæki upp samn- inga við erlent ríki.“ Góður bisness Viðbrögðin við fregnum af þessari sérkennilegu blöndu stjörnuspáfræða og stjórnmála hafa verið á ýmsan veg. Eins og við mátti búast óx snarlega eftir- spurn eftirþjónustu stjörnuspáfr- Forsetahjónin ásamt Donald Regan og konu hans undir jólatrénu í Hvíta húsinu: Ég fór eftir sérstaklega merktu dagatali með góðum dögum og vondum og óvissum. æðinga í Bandaríkjunum sjálfum - svo rækilega hafði átrúnaður á þá verið auglýstur. Jarðvegur fyrir slíkt var náttúrlega fýrir hendi og það mjög feitur. Tíu þúsund stjörnuspáfræðingar eru að störfum í Bandaríkjunum. Um það bil þrjátíu prósent allra Bandaríkjamanna trúa á störn- uspádóma - sumir leita orsak- anna í því slóttuga blandi af fræðilegu orðfæri og hæfilega dularfullu hjali (sem getur þýtt hvað sem er) sem einkennir dálka stjörnuspáfræðinga. Aðrir sjá í þessari öflugu trú einskonar vöntun, ráðlausa leit að útskýr- ingum á óskiljanlegum sveiflu- gangi persónulegra örlaga á mikl- um óvissutímum. En hvernig sem því nú við víkur: þessi trú breiðist hratt út í öllum hugsanlegum þjóðfélagshópum. Árið 1950 voru það aðeins um hundrað dag- blöð sem birtu reglulega stjörnu- spádóma en nú birta 1400 af um 1700 dagblöðum, sem út koma í Bandaríkjunum stjörnuspá- dóma. Gagnslaus viðvörun Stjörnutrúin hefur breiðst út með slíkum hraða á seinni ára- tugum, að árið 1975 tóku sig sam- an 186 framúrskarandi vísinda- menn, þeirra á meðal átján Nó- belsverðlaunahafar, og vöruðu við „gikkshætti stjörnuspáfú- skara“ og sökuðu fjölmiðla um að stuðla gagnrýnislaust að út- breiðslu þessa faraldurs. Vitan- lega létu almenningur og mark- aðurinn þetta allt sem vind um eyrun þjóta. Og ekki vantar að velmeinandi menn hafi reynt að finna stjörnuspáfræðum ein- hvern æðri tilgang - eins og þegar eitt af „neðanjarðartímaritum“ í New York kallaði stjörnuspá- fræðina „eitt af formum andófs gegn mannætuguði tækninnar“. Það eru líka fleiri dæmi en úr Hvíta húsinu sem segja frá mikl- um áhrifum stjörnuspáfræðinga á mannlíf í Bandaríkjunum. Spák- onan og einkavinur Nancy Reag- an, Joane Quigley, las það fyrir skemmstu út úr spádómsbók Nostradamusar, að í byrjun maí væri von á miklum jarðskjálftum í Kaliforníu, og kom hún sér fyrir í París sér til öryggis. Þetta spurð- ist út og greip um sig skelfing meðal margra Kalifoníumanna, sem hringdu í tíma og ótíma í jarðskjálftamælingastöðvar og bjuggu margir sig undir húshrun og aðra neyð. En hvað með Sovét- menn? En aðrir eru hvorki trúaðir né hrifnir. Bandarískir þegnar, sem láta sér annt um orðstír forseta- embættisins, eru ekki með hýrri há, og þeir sem semja þurfa við Bandaríkin um afvopnun og önnur erfið ágreiningsefni klóra sér í hausnum eins og eðlilegt er. Breska blaðið Guardian leggur út af því m.a. í leiðara, að dagsetn- ing fundar þeirra Gorbatsjovs og Reagans í Moskvu nú hafi verið ákveðin ekki aðeins eftir gaumgæfilega athugun á stjörn- uspákorti Reagans heldur hafi verið lagt hóróskóp fyrir Gorbat- sjov í leiðinni og það borið saman við vísbendingar geimsins um hamingju Reagans. Guardian segir síðan: „Það kann að verða mönnum nokkur léttir að forsetinn virðist að minnsta kosti þiggja ráð ein- hverra manna. En um leið verða menn að spyrja sig að þessu hér: hvað hefði gerst ef Rússarnir hefðu ráðfært sig við sína eigin stjörnuspámenn og heimtað aðra dagsetningu? Vopn eins og þetta virkar því aðeins að óvinurinn viti ekki af því. Meðan hægt var að plata Rússa til að halda að banda- rísk utanríkisstefna væri byggð á skynsamlegri hugsun og á mönnum sem skiptust á skoðun- um við aðra, þá gat það sýnst óm- aksins vert að eyða miljörðum rú- blna í að halda úti KGB og heil- miklu alþjóðlegu njósnaneti, sem er nú bersýnilega orðið úrelt“. Vegna þess hve stórt strik í reikninginn stjörnuspáfræðin gerir. Nostradamus og keisararnir Guardian heldur reyndar áfram í nokkuð svo léttum tón og tekur það fram, að sem betur fer hafi Sovétmenn ekki komið sér upp stjörnuspáfræðingum og virðist þeir yfirleitt ekki hafa minnsta áhuga á þeim hlutum og ekki einu sinni vita um þann Nostradamus sem fyrir skemmstu hleypti mikilli skel- fingu í íbúa Kaliforníu. En, bætir blaðið við, það er kannski ekki út í hött hjá Rússum að láta sem þeir viti ekki af Nostradamusi karlin- um. Hvað mundi sovéskur al- menningur halda ef að hann læsi það að Nostradamus hefði spáð því að á eftir þrem gömlum og sjúkum keisurum kæmi nýr keisari sem heitir „Mikhaíl hinn merkti “ (með öðrum orðum - á eftir Brézhnev, Andropov og Tsjernenko kom Mikhaíl Gor- batsjov, sem er einmitt merktur stórum bletti á enni eins og allir vita). Ekki bætir það úr skák að þetta hér má lesa hjá Nostradam- usi: „Hann verður síðasti keisar- Lon Nol: gatan fyrir framan forseta- höllina liggur yfir skottið á illum anda... Joane Quigley stjömuspákona: hún óttaðist nú síðast að mikill jarðskjálfti yrði í Kaliforníu. inn. Að honum gengnum byrjar stríðið við gula fólkið"! Ekki ný bóla Sagan er full með dæmi um trú höfðingja á stjörnuspádóma. Meðan kóngar og furstar voru og hétu vildu þeir ekki komast af án hirðstjörnuspámanna, sem eins og tryggðu samband hins alvalda stjórnanda við sjálft Almættið. Og þau dæmi heyra ekki fjar- lægvm öldum einum til. Eigin- konur bandarískra forseta - Abra- hams Lincolns og Wilsons og Hardings, voru stjörnuspátrúar. Þýskir nasistar höfðu mikla trú á stjörnuspámönnum - ekki síst Heinrich Himmler, yfirmaður Gestapo. Stjörnuspákona sem átti trúnað Júlíönu Hollands- drottningar var næstum því búin að koma konungdæmi í því landi fyrir kattarnef um 1950. Jafnólík- ir höfðingjar og Indira Gandhi og Idi Amin, einvaldur í Uganda, spurðu stjörnurnar ráða. En ein- na mestu hafa stjörnur ráðið í Kampútseu. Lon Nol mar- skálkur, sem setti Sihanouk prins af árið 1970 og kom landi sínu í Vietnamstríðið við hlið Banda- rfkjamanna, tók alls ekki mark á ráðherrum sínum og hershöfð- ingjum en þeim mun meira á hall- arspámönnum sínum. Sem létu hann eitt sinn rífa upp götuna fyrir framan forsetahöllina í Phnomp Penh og flytja hana á brott í bókstaflegum skilningi - á þeim forsendum að gatan lægi yfir rófuna á illum anda. Þessu hlýddi Lon Nol - en kannski hef- ur hann ekki verið nógu fljótur til, því áður en langt um leið var hann flúinn úr landi fyrir hinum Rauðu Khmerum. Arni Bergmann tók saman. Föstudagur 27. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.