Þjóðviljinn - 27.05.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 27.05.1988, Blaðsíða 14
ALÞÝÐUBANDALAGIP 0 JQj ÆhL InPii Alþýðubandalagið á Norðurlandi vestra Ráðstefna um byggðamál Vorfundur Kjördæmisráös Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra verð- ur haldinn á Hótel Blönduósi nk. sunnudag 29. maí kl. 13-19. Að lokinni fundarsetningu verður rætt um flokksstarfið, en að því loknu kl. 14 hefjast alm. umræður um byggðamál og er sá hluti fundarins öllum opinn. Framsögn hafa: Svanfríður Jónasdóttir, varaformaður Alþýðubanda- lagsins, Svavar Gestsson, alþm., Þorleifur Ingvarsson, bóndi á Sól- heimum og Róbert Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma hf. á Siglufirði. Á eftir munu framsögumenn sitja fyrir svörum í panelumræðum sem Ragn- ar Arnalds alþ.m. stjórnar. Kaffihlé 16-16.30. Síðan munu umræðuhópar starfa. Gert er ráð fyrir fundarslitum um kl. 19. Stjórn Kjördæmisráðs Sumardvöl á Laugarvatni Hinar sívinsælu sumarbúðir Alþýðubandalagsins á Laugar- vatni verður í sumar vikuna 18. - 24. júlí. Umsjón verða í höndum Margrétar Frímannsdóttur og Sigríðar Karlsdóttur. Allar nánari upplýsingar í síma 17500. ..... Alþyðubandalagið Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði Alþýðu- bandalagsins í Skálanum, Strandgötu 41, laugar- daginn 28. maí kl. 10.00. Sólveig Gréta Brynjarsdóttir formaður Umferðar- nefndar ræðir stöðu umferðarmála, kynnir helstu framkvæmdir í sumar og svarar fyrirspurnum. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin Ráðstefna um byggðamál Dalvík 10.-12. júní 1988 AlþýðubandalagiðboðartilráðstefnuumbyggðamáláDalvíklO -12 iúní n.k. Ráðstefnan hefst kl. 14.30 föstudaginn 10. júní og er áætlað að henni Ijúki síðdegis sunnudaginn 12. júní. Dagskrá: Föstudagur 10. júní Kl. 14.30 Framsöguerindi Umræður Kl. 19.00 Farið til Hríseyjar. Eyjan skoðuð og snæddur kvöldverður. Laugardagur 11. júní Kl. 09.00 Framsöguerindi Umræður Kl. 16.00 Skoðunarferð um Dalvík - söfn og fyrirtæki. Snætt á Grund í Svarfaðardal. Þátttakendum kenndur svarf- dælskur mars. Sunnudagur 12. júní Kl. 09.00 Sundskálaferð Kl. 10.30 Hópavinna - skil og umræður Eftirtaldir hópar starfa: I Stjórnkerfið og þjónusta II Atvinnumál og þjónusta III Menning og viðhorf IV SlS og kaupfélögin. Ráðstefnunni lýkur síðdegis. Gisting verður í heimavist Dalvíkurskóla (Sumarhótel). Allar nánari upplýsingar veita Svanfríður Jónasdóttir í sima 96-61460 og Þóra Rósa Geirsdóttir í síma 96-61411. Þær taka einnig við þátttökutilkynn- ingum. Nánar auglýst síðar Alþýðubandalagið Sólveig Brynja Höfn - Djúpivogur Opnir fundir Hjörleifur Margrét Alþingismennirnir Hjörleifur Guttormsson og Margrét Frímannsdóttir ræða þjóðmálin og störf Álþingis: á Höfn, Hornafirði þriðjudaginn 31. maí í Miðgarði kl. 20.30. Á Djúpavogi miðvikudaginn 1. júní í Félagsmiðstöðinni kl. 20.30. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Skúll Gunnlaugur Ólöf Akranes - Búðardalur Þingmáiaspjall Skúli, Gunnlaugur og Ólöf verða til viðtals um þjóðmálin í Rein á mánu- dagskvöld frá kl. 20.30 og í Dalabúð á þriðjudagskvöld á sama tíma. Alþýðubandalaglð Kristin frœði Námsefni fyrir foreldra Námsgagnastofnun hefur gefið út tvö hefti sem ætlað er að kynna foreldrum námsefni og kennslu kristinna fræða í 1.-6. bekk grunnskóla. Heftin nefnast Til foreldra um kristin fræði í grunnskóla. Höf- undur þeirra er Sigurður Pálsson fyrrverandi námsstjóri í kristnum fræðum og ritstjóri íslensku útgá- funnar á kristinfræðinámsefninu. Fyrra heftið er fyrir foreldra barna í 1.-3. bekk og fjallar um námsefni þessara aldurshópa - Lífið, Ljósið og Veginn. Seinna heftinu er svo ætlað að fylgja Heiminum, Krossinum og Kir- kjunni þ.e.a.s. námsefni 4.-6. bekkjar. Heftin fjalla m.a. um tilgang og markmið með kristinfræði- kennslu, hlutverk grunnskólans varðandi þessa kennslu og sam- starf við heimilin. Að lokum er námsefnið sjálft kynnt svo og þau kennslufræðilegu viðhorf sem liggja því til grundvallar. Þjónusta Wang opnar tölvuhorn WANG Sætúni hefur nýverið opnað tölvuhorn í verslun Heimil- istækja hf. að Sætúni 8 í Reykja- vík. í Tölvuhorninu eru á boðstól- um hvers kyns rekstrarvörur eins og blekborðar, tölvuborð og fleira til daglegra nota. Einnig munu þar fást einmenningstölv- ur, prentarar og hugbúnaður bæði frá WANG og fleiri fram- leiðendum. Neytendakannanir sem eru mikilvægur þáttur í þjón- ustu WANG við viðskiptavini sína hafa leitt í Ijós að leggja mætti meiri áherslu á rekstrar- vörur. Tilgangurinn með opnun Tölvuhornsins er þar af leiðandi að auka þjónustuna við WANG notendur en þeim hefur fjölgað ört á síðustu árum. Forstöðu- maður Tölvuhornsins er Guð- mundur Þorsteinsson. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Garðabær Félagsfundur á laugardaginn 28. maí kl. 14.00 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Ólafur Ragnar Grímsson spjallar um stjórnmálin og baráttuhorfur framundan. Sumarferð ABR Merktu við á almanakinu núna strax! - 3. júlí Sunnudaginn 3. júlí verður farin hin árlega sumarferð Alþýðubandalags- ins í Reykjavík. Aðalviðkomustaðir: Borg á Mýrum/Brákarsund (sögusvið Egilssögu), Straumfjörður á Mýrum þar sem Pour-quoi-pas? fórst, Hítardalur. Félagar athugið, ferðin verður ódýr, það verður farið á staði sem þú hefur sjaldan eða aldrei séð og leiðsögumenn verða að sjálfsögðu með þeim hetri. Nánar auglýst síðar. Undlrbúningsnefnd 6) Æs KENNARA- HÁSKÓLI ÍSLANDS Almennt kennaranám til B.Ed.-prófs Umsóknarfrestur um þriggja ára almennt kenn- aranám við Kennaraháskóla íslands ertil 5. júní, en dagana 14. og 15. júlí verður tekið við viðbót- arumsóknum. Áttatíu af hundraði væntanlegra kennaranema eru valdir úr hópi þeirra sem sækja um fyrir 5. júní. 120 nýnemar verða teknir inn í Kennaraháskólann næsta haust. Umsókninni skal fylgja staðfest afrit af prófskírteinum. Um- sækjendur koma til viðtals í júní, þar sem þeim verður gefinn kostur á að gera grein fyrir umsókn sinni. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða annað nám sem skólaráð telur jafngilt. Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðu- blöðum fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð - 105 Reykjavík, sími 91-688700. Rektor Kennaraháskóla íslands [rer RAFMA GNSEFTIRLIT RÍKISINS Rafvirkjar - rafvélavirkjar Próf í þeim áföngum, sem kenndir hafa verið á námskeiðum Rafiðnaðarskólans til löggildingar í rafvirkjun, verða haldin í Tækniskóla Islands og Verkmenntaskólanum á Akureyri þriðjudaginn 31. maí 1988 kl. 10.30-12.00. Þátttakendur leggi fram staðfest gögn um að þeir hafi lokið námskeiðunum eða sambærilegu námi. ----------------------------------------------Á Sölutjöld 17. júní 1988 í Reykjavík Þeir sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1988 vinsamlegast vitjið umsóknareyðublaða að Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 08.20-16.15. Athygli söluhafa er vakin á því að þeir þurfa að afla viðurkenningar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæðis á sölutjöldum og leyfi þess til sölu á viðkvæmum neysluvörum. Umsóknum sé skilað í síðasta lagi föstudaginn 3. júní kl. 16.15. Sfll ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.