Þjóðviljinn - 03.06.1988, Síða 3
FRÉTTIR
Kjarasamningar
Upp með buxumar
Símamennfá nú greitt samkvæmt kjarasamningum
starfsmannafélags Ríkisútvarpsins. Ragnhildur
Guðmundsdóttir: Krefjumst endurskoðunar. Miklar
verðhœkkanir kalla á endurskoðun samninga
Verðhœkkanir
Mjolkin í
56 krónur
Kjötvörur og mjólkurafurðir
hækka í dag um 7,5 til 10%.
Mest er hækkunin á smjöri sem
kostar nú 378 kr. kílóið en kostaði
áður 344 kr. Lítrinn af mjólk
kostar í dag 56 kr. en kostaði áður
51,40 kr. Kindakjöt í 1. flokki
hækkar úr 338 kr í 364 kr. kflóið.
Nautakjötið hækkaði minnst eða
úr 359 kr. í 386 kr. kflóið.
Skipafélögin fóru fram á 11%
hækkun á farmgjöldum sem er sú
hækkun sem erlendir kostnaðar-
liðir nema. En þar sem erlendir
kostnaðarliðir vega ekki einungis
55% af tilkostnaði í rekstri skipa-
félaganna var ekki leyfð hækkun
um meira en 6%.
-iþ
Ráðamenn í þessu landi verða
að hysja betur upp um sig
buxurnar ef þær eiga að haldast
uppum þá,“ sagði Ragnhildur
Guðmundsdóttir, formaður Fé-
lags íslenskra símamanna, í sam-
tali við Þjóðviljann en fundur í
stjórn félagsins var haldinn í gær.
Símamenn hjá Pósti og síma
hafa krafist þess að inní samning
starfsmannafélags Ríkisútvarps-
ins, sem símamönnum er nú
greitt eftir, verði að minnsta kosti
sett 22. grein samnings síma-
manna en í henni felst að ef verð-
hækkanir á árinu 1988 verði veru-
legar og laun almennra launþega
breytist skuli umsvifalaust skipa
nefnd sem hafi endurskoðun
samningsins að meginmarkmiði.
En að fá greitt eftir eigin samn-
ingum sem nú yrðu gerðir væri að
sjálfsögðu þeirra vilji.
„Það er búið að setja lög í
landinu og auðvitað verðum við
að hlíta þeim einsog aðrir en það
þýðir ekki að við séum sátt við
þau! Því fer fjarri."
Ragnhildur sagðist finna mik-
inn óróleika í fólki og að stjórn-
arfundurinn hafi borið keim þess
óróleika en þó sagðist hún finna
að við mótlæti laganna ykist með
félagsmönnunum samstaðan.
, J'ólk er að vonum ósátt við að fá
á sig launalög. Það er að minnsta
kosti enginn innan okkar félags
sáttur við það.
Þær hækkanir sem hafa verið í
þjóðfélaginu, svosem hækkun á
áfengi og tóbaki, búvöruverðs-
hækkunin og væntanleg fisk-
verðshækkun koma beint út í
verðlagið alit og því gengur það
ekki að launþegum séu allar
bjargir bannaðar. Ég sé ekki fyrir
mér að þetta ástand geti gengið
öllu Iengur, þótt stutt sé frá laga-
setningunni", sagði Ragnhildur.
Ragnhildur sagðist sjálf taka
undir þá kröfu að lögin skuli af-
numin hið fyrsta og í allrasfðasta
lagi um leið og Alþingi kæmi
saman.
-tt
Kjarasamningar
Semjum sjálfir
Flugvirkjar vinna ekki nœturvinnufyrir
Flugleiðir. Ekki samræmdar aðgerðir
Við teljum okkur fullráða um
að semja sjálflr um eigin kaup
og kjör. Auðvitað erum við
óhressir með lögin en það er vel
hægt að semja innan ramma
þeirra, segir Ragnar Karlsson
flugvirki, sem var í samninga-
nefnd flugvirkja.
í gær var haldinn félagsfundur í
Flugvirkjafélagi íslands og sagði
Oddur Armann Pálsson að hon-
um loknum að almenn óánægja
innan félagsins ykist með degi
hverjum. „Þrátt fyrir þessi vondu
lög var hægt að ræða um vinnu-
tímaákvæði og fleiri hluti sem að
flugvirkjum snúa. Það er fjöl-
margt sem er óklárt enn,“ sagði
Oddur.
Ragnar sagði kröfur þeirra
Flugleiðamanna í upphafi við-
ræðnanna hafa falið í sér svo
mikla kjararýrnun fyrir flugvirkj-
ana að jafnvel væri hægt að tala
um að lagasetningin hefði bjarg-
að þeim undan hörðum átökum.
„Við getum vel staðið í okkar at-
vinnurekendum. Við erum að
sjálfsögðu menn til þess,“ sagði
Ragnar.
Varðandi yfirvinnustöðvun
sagði Ragnar: „Þegar ég er beð-
inn um að vinna næturvinnu þá
met ég það í hvert sinn og ein-
göngu fyrir mig sjálfan. Eg get
ekki sagt til um hvað aðrir vilja
eða ætla sér.“
-tt
Sveiflujöfnunarsjóður
fyrrahaust skipaði félagsmálaráðherra nefnd til að kanna málefni heyrnarlausra og koma með tilllögur um
hvernig bæta mætti stöðu þeirra. í gær kynntu nefndarmenn niðurstöður sínar sem sýna að mörgu er
ábótavant í þjónustu við heyrnarlausra. Mynd E.ÓI.
Heyrnarlausir
Einangraðir og tekjulitlir
„Nafnið ekki vitlaust“
Vilhelm Þorsteinsson hjá ÚA: Ekki mörg
fyrirtæki í dagsem eigafé til að leggja í
sjóðinn. Nefndartillagan: 60% skattskyldra
tekna ísjóðinn
Eg hef nú lítið hugsað út í þessar
tillögur nefndarinnar sem hef-
ur lagt til að fyrirtækjum í sjávar-
útvegi verði heimilað að stofna
sveiflujöfnunarsjóð í stað Verð-
jöfnunarsjóðs sem þá yrði lagður
niður. En nafnið er ekki vitlaust
miðað við margt annað sem fram
hefur komið um þessi mál, sagði
Vilhelm Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags
Akureyringa við Þjóðviljann.
Niðurstöður nefndar sem sjáv-
arútvegsráðherra skipaði í janúar
sl. til að endurskoða gildandi lög
og reglur Verðjöfnunarsjóðs
fiskiðnaðarins hafa vakið mikla
athygli og þá ekki síst sú niður-
staða hennar að leggja beri hann
niður og í staðinn verði fyrirtækj-
um í sjávarútvegi heimilað að
mynda sveiflujöfnunarsjóði til að
jafna afkomu á milli ára.
í tillögum nefndarinnar er lagt
til að fyrirtækjum í sjávarútvegi
verði gert kleift að leggja tiltekið
hlutfall hreinna skattskyldra
tekna, td. 60%, í sveiflujöfnunar-
sjóð og það dragist jafnframt frá
tekjuskattstofni þess árs. Til-
eyn.
Brýn þörfá túlkaþjónustu og textasímum. Bágborin aðstaða til
menntunar. Afellisdómuryfir velferðarsamfélaginu
leggið yrði jafnframt takmarkað
við tiltekið hlutfall af árlegu afla-
verðmæti eða útflutningsverð-
mæti sjávarafurða í því skyni að
afmarka sveiflujöfnunarsjóðs-
heimildina við fyrirtæki í
sjávarútvegi. Þau fyrirtæki sem
nýttu sér heimildina legðu ákveð-
ið hlutfall af sjóðstillegginu inn á
bundinn bankareikning. Sú upp-
hæð yrði jafnhá þeim skatti, sem
það frestar greiðslu á við myndun
sjóðsins. Um leið og
sveiflujöfnunarsjóðstilleggið
væri nýtt kæmi samsvarandi hluti
hins bundna bankareiknings til
greiðslu. Fyrirtækin gætu því ár-
lega valið milli þess að nýta sér
heimild til að leggja fé í fjárfest-
ingarsjóði eða sveiflujöfnunar-
sjóð.
- Til að sjóðurinn verði ekki
bara nafnið tómt verður auðvitað
að vera til eitthvert fé til að leggja
í hann. En eins og staðan er í dag
sé ég ekki að mörg fyrirtæki í sjá-
varútvegnum geti það,“ sagði
Vilhelm Þorsteinsson á Akur-
-grh
Nefnd sem félagsmálaráðherra
fól að athuga hvernig bæta
mætti stöðu heyrnarlausra,
kynnti í gær niðurstöður könnu-
nar á félagslegri stöðu þessa
minnihlutahóps. Þar kemur fram
að mikilla úrbóta er þörf ef þeir
eiga að geta staðið jafnfætis öðr-
um og nýtt sér þá þjónustu sem
samfélagið býður uppá.
GunnarSalvarsson, skólastjóri
Heyrnleysingjaskólans, sagði um
niðurstöður þessar könnunar að
dregin væri upp skelfileg mynd af
stöðu minnihlutahóps í þjóðfé-
laginu. Hér væri á ferðinni áfellis-
dómur yfir samfélaginu og stjórn-
málamönnum, en nú væri vegvís-
irinn kominn til að vinna að bætt-
um hag heyrnarlausra.
Alls svöruðu 70 félagar í Félagi
heyrnarlausra spurningalistan-
um, þar sem komið var inn á fjöl-
marga þætti. Ef fyrst er litið á
atvinnumálin sést að 94% voru í
störfum utan heimilis. Um helm-
ingur svarenda er ófaglært verka-
fólk, sjómenn, verslunarmenn og
húsmæður. Á því sést hve litla
þjónustu heyrnarlausir hafa feng-
ið hjá hinu opinbera til að stunda
framhaldsmenntun. Einkum er
það skortur á túlkum sem gerir
þeim erfitt um vik að ná sér í
menntun. Flestir (16) sem hafa
sérmenntun hafa lært iðn. í
könnuninni kemur fram að flestir
sem auka vilja menntun sína
kjósa iðnnám og menntun á sviði
tölvunarfræði.
Meðallaun heyrnarlausa eru
lág samanborið við meðalmánað-
arlaunílandinu. Karlarvoru með
um 52.000 kr. en konur aðeins
29.000. Þeir skiptu líka nokkuð
mikið um vinnu og færðust aðal-
lega milli stórra vinnustaða í
framleiðslugreinum.
Þegar spurt var hvað skorti
mest í þjónustu við heyrnarlausa
nefndu langflestir aðgang að
túlkum og þar á eftir aðgang að
neyðarþjónustu textasíma.
Heyrnarlausir geta átt í erfið-
leikum með að sinna einföldustu
erindum ef ekki er túlkur við
höndina t.d. ef þeir þurfa á lækn-
ishjálp að halda eða heimsækja
opinberar stofnanir. Því hefur
verið beint til menntamálaráðu-
neytisins að undirbúningur verði
hafinn að því að boðið verði upp
á nám fyrir táknmálstúlka í
Kennaraháskóianum. í júní
verður gerð tilraun með neyðar-
þjónustu í 02, þar sem hægt verð-
ur að ná sambandi í gegnum
einkatölvur. Vonast er til að slík-
um tölvum verði komið upp víðar
í framtíðinni, t.d. hjá lögregl-
unm.
-nij
Föstudagur 3. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Verðjöfnunarsjóður
Sýnd veiði en ekki gefin
Við erum búnir að bíða lengi
eftir þessu en það er með öllu
óvíst hvenær borgað verður úr
Verðjöfnunarsjóðnum. Þetta er
fugl í skógi en ekki í hendi, sagði
Gunnar Þórðarson formaður Fé-
lags rækjuframleiðenda við Þjóð-
viljann.
Að sögn Gunnars eiga verk-
smiðjurnar um 400-500 milljónir
króna í Verðjöfnunarsjóði. Ef
borgað yrði út strax myndi það
vega upp á móti tapinu sem varð
á rekstri verksmiðjanna á síðasta
ári.
En það eru fleiri sem eiga inni
peningafúlgur í Verðjöfnunar-
sjóði fiskiðnaðarins og bíða
spenntir eftir því hvort hann
verður lagður niður von bráðar
og borgað úr honum. Samkvæmt
tillögum nefndarinnar sem falið
var af sjávarútvegsráðherra að
endurskoða lög og reglur sjóðs-
ins, leggur hún til að greiðslu úr
honum verði lokið innan 24 mán-
aða.
-grh