Þjóðviljinn - 03.06.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.06.1988, Blaðsíða 10
í DAG Af „manísku11 fári landans Lengi hef ég haft verulegar áhyggjuraf andlegri heilsu landa minna.Á seinni árum hafa áhyggjur þessar vaxið svo, vald- ið slíkum andvökum og svefn- leysi, að út í hreint ófremdará- stand er komiö. Helstu sérfræð- ingar læknavísindana hafa ráð- lagt mér slökun, andlega íhugun og taka mér á hendur ferð til múnkanna í Himalaja, en þar mundi ég öðlast fullann bata á andlegu heilsufari mínu. Ég hef skellt skollaeyrum við þessu og held uppteknum hætti. Áhyggjur mínarfara dagvaxandi. Það sem veldur þessum gífur- legu áhyggjum mínum, er hið „maníska" fár landa minna, sem hefur aukist alveg gígantískt hin síðari ár og tekur margvíslegum breytingum eftir árstímum. i byrjun árs einkennist andlegt ástand landans af einskonar timburmönnum, „depressjón", sem fylgir í kjölfarið á hápúnkti hinnar „manísku" sveiflutíðni, eins og hagfræðingar mundu „defínera" sjúkdóminn, en þessi hápunktur er gjarna í kringum jól og áramót. Þegar nálgast vor fer hin „maníska" sveiflutíðni að aukast aftur. Þarveldurmiklugífurlegar auglýsingaherferðir ferðaskrif- stofa fyrirsólarlandaferðum og háværar kröfur þeirra um mar- kvissa og skipulagða afslöppun landans, helst á suðrænum ströndum. Þessu fylgja svo mar- gvísleg freistandi aukatilboð af ýmsu tagi. Svo skipulögð skal af- slöppun landans vera, að öllu er tjaldaðtil. Helstu miðlarlandsins klifa á þessu lon og don, að allt verði að taka með í fríið nema áhyggjurnar. Landinn skal vera hress, ekkert stress o.s.f, en þeg- ar upp er staðið fer ekkert með í fríið nema áhyggjurog stress. Aö sögn fróðustu sérfræðinga læknavísindana mun þessi of- skipulagning á afslöppun landans vera einn helsti streitu- valdurþjóðarinnarog hafageð- læknar og sálfræðingar af þessu miklar áhyggjur. Mun þetta and- lega vandamál landans verða tekið upp sem aðalmálið á heimsþingi geðlækna og sál- fræðinga, sem haldiðverðurí Hlaðvarpanum á komandi hausti. Grói ídag er 3. júní, föstudagur í sjöundu viku sumars, fjórtándi dagur skerplu, 155. dagurársins. Sól kemur upp í Reykja- vík kl. 3.17 og sest kl. 23.37. Viðburðir Kennarasamband íslands stofnað 1980. Flugfélag Akureyrar, síðar Flugfélag Islands stofnað 1937. Látinn Jóhannes 23. páfi 1963. (f. 1881, varðpáfi 1958). Þjóðviljinn fyrir 50 árum Fiskaflinn á landinu meiri en tvö und- anfarin ár. - Bannað að halda sam- komur á Austurvelli. - Besta happ- drætti ársins! Happdrætti Karlakórs verkamanna. Miðasalan hefst í dag. Dregið verður 15. nóv. Aðaldrátturinn verður einhver sá besti, sem sést hef- ir í happdrætti á íslandi. Vélbátslíkan 1,30 metra á lengd, smíðað af Runólfi Ólafssyni, Akranesi. Saga Jónsdóttir og Jörundur Guðmundsson taka á móti gest- um í þættinum Með sjómönnum sem tekinn veröur upp á Hótel íslandi og sýndur í beinni útsend- ingu á Stöð 2.Í kvöld og send samtímis út á Stjörnunni í stereo. UM UTVARP & SJONVARP Allir í bátana I sumar- skapi Stjarnan frá kl. 9 og Stöð 2 kl. 21.25 í sumarskapi heitir nýr þáttur sem sendur verður út sam- tímis á Stöð 2 og á Stjörnunni. Þættir þessir verða í beinni út- sendingu frá Hótei íslandi. Ætl- unin er að tengja þættina ýmsum atburðum og uppákomum í þjóðlífinu hverju sinni. Umsjón- armenn verða þau Saga Jónsdótt- ir og Jörundur Guðmundsson. Þátturinn í kvöld hefur fengið nafnið Með sjómönnum en hann er helgaður 60 ára afmæli Slysa- varnafélags íslands. Gestir þátt- arins tengjast þar af leiðandi flestir sjó eða sjómennsku. En húsakynni Hótels íslands verða öllum opin og getur hver sem er verið viðstaddur útsendinguna með húsrúm leyfir. Auk Jörundar og Sögu sem sjá um að kynna efni þáttanna og taka á móti gestum, verða í hverj- um þætti, Flosi Ólafsson sem flytur hugleiðingu í tilefni dags- ins, og Gunnar Þórðarson, en hann mun stjórna tónlistarflutn- ingi. I tilefni 60 ára afmælis Slysa- varnafélagsins ætlar Stjarnan að standa fyrir fjársöfnun í dag. “Allir í bátana“ er yfirskrift söfn- unarinnar, en hún hefst klukkan 9 og stendur til 8 um kvöldið. Söfnunin fer þannig fram að hægt verður að kaupa lög til flutnings eða slá þau út ef maður vill ekki heyra þau. Fulltrúar Slysavarna- félagsins verða við síma 681900 og taka á móti óskum hlutsenda. GARPURINN KALLI OG KOBBI Þetta lítur illa út. Ég veit ekki hvort við getum bjargað honum, Kalli minn. Náðu í skókassa og hreint viskustykki. Ég held varla að hann hafi það af litla greyið. Ég fer öll í kerfi þegar svonalagað skeður, Kobbi FOLDA 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.