Þjóðviljinn - 03.06.1988, Page 16
—SPURNINGIN—
Spurt í Stálsmiðjunni:
Er nógu vel hugað að
öryggismálum á þín-
um vinnustað?
Olgeir Sveinsson
rennismiður:
Nei, hér mætti t.d. vera betri
loftræsting. Það er verið að vinna
með ýmis efni og oft er mikið ryk
inni. Sérstaklega verður loftið
þungt þegar logn er úti eins og
núna. Við erum búnir að kvarta
og það er alltaf sagt já þetta verð-
ur lagað bráðum.
Gylfi Theódórsson
verkstjóri:
Það er aldrei of vel hugað að
þeim og einnig getur verið erfitt
að koma sumu við sem þörf væri
á t.d. reyksugutæki. Margir nota
ekki öryggistækin þó þau séu
fyrir hendi. Gleyma því bara. í
slippnum hér við hliðina eru t.d.
hjálmar notaðir alltof lítið. Það
ætti ekki að hleypa mönnum inn
á svæðið án þeirra.
Valgeir Lárusson
rennismiöur:
Það er hvergi nógu vel hugað
að þeim. Það vantar skilning
þeirra sem stjórna á því, að fólkið
er númer eitt á öllum vinnustöð-
um.
Guðjón Betnelsson
járnsmiður:
Nei alls ekki, en fer þó batn-
andi. Nú er verið að setja upp
loftræstingu, sem er að hluta
komin í gang. Það er mjög ein-
staklingsbundið hvað menn nota
af öryggisbúnaði. Menn eru sjálf-
ráðir um það. Enginn skikkaðurtil
þess.
þlÓDVIUINN
Fðstudagur 3. júní 1988 124. tölublað 53. ðrgangur
Yfirdráttur
á téKKareiKninöa
launafóiKs
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF
Málmiðnaður
Óviðunandi aðbúnaður
Niðurstöður
könnunaráaðbúnaði
og hollustuháttum í
málmiðnaði.
Loftrœsting eitt
stœrsta vandamálið.
Hávaðamengun
alvarleg. Dauðaslys
alltoftíð. Guðjón
Jónsson: Staðfestir
ástandið, en kemur
ekki á óvart
Afréttamannafundi, sem
Vinnueftirlit ríkisins hélt á
Hótel Loftleiðum í gær, kynnti
Vinnueftirlitið niðurstöður um-
fangsmikillar könnunar um
ástand aðbúnaðar, hollustuhátta
og öryggis í málmiðnaði. Niður-
stöðurnar eru vægast sagt ís-
kyggilegar. I flestum þeim þátt-
um sem könnunin náði til var ást-
andi annaðhvort ábótavant eða
það var hreinlega óviðunandi, en
þessi tvö hugtök notar Vinnueftir-
litið við mat á ástandinu, þegar
það reynist hvað verst.
Þó að ástand greinarinnar sé
almennt svona slæmt, þá skera
nokkur fyritæki sig úr fyrir gott
ástand í þessum efnum. Þrjú fyri-
tæki fengu sérstaka viðurkenn-
ingu fyrir góðann aðbúnað, holl-
ustuhætti og öryggi og afhenti fé-
lagsmálaráðherra, Jóhanna Sig-
urðardóttir fulitrúum þeirra sér-
stakt viðurkenningarskjal. Þessi
fyrirtæki eru: Bjarmi sf. Hafnar-
firði, Málmsteypan Hellan líka í
Hafnarfirði, og Vélar og þjón-
usta í Reykjavík
í könnuninni sem aðeins náði
til höfuðborgarsvæðisins voru
skoðuð 53 fyrirtæki með 754
starfsmönnum. í máli Eyjólfs
Sæmundssonar forstjóra Vinnu-
eftirlitsins kom fram, að ástæðan
fyrir því að málmiðnaður var sér-
staklega valinn væri sú, að heild-
artíðni slysa væri afar há í grein-
inni. Dauðaslys væru alltof al-
geng. Hann tók fram að stéttarfé-
lög málmiðnaðarmanna hefðu
sýnt málinu mikinn áhuga og
skilning.
Erling Jóhannesson, en hann
tók við fyrstu viðurkenningu fyrir
hönd Bjarma sf., sagði í viðtali
við blaðið, að vissulega væri það
uppörvandi að fá slíka viður-
kenningu," ekkert sérstakt átak
hefur verið gert í þessum efnum.
Hinsvegar hefur mannskapurinn
verið samstilltur og meðvitaður í
að bæta hér úr, því að drasl þarf
ekki að fylgja vélsmiðjum. Við
reynum að halda hreinlegu innan
Loftræstingu málmiðnaðarfyrirtækja er stórlega ábótavant, segja niðurstöður könnunar Vinnueftirlitsins á
öryggi og aðbúnaði í málmiðnaði. Mynd E.ÓI.
17. júní
Alþýðiiieikhúsið
á Lækjartorgi
og utan dyra og reynum að gera í
því að halda ekki of mikið upp á
drasl, sem aldrei verður notað,"
sagði Erling.
Guðjón Jónsson formaður Fé-
lags járniðnaðarmanna sagði að
,niðurstöður könnunarinnar stað-
festu hversu alvarlegt ástandið
væri, en þær kæmu alls ekki á
óvart. „Málmiðnaður er óþrifa-
leg og óholl starfsgrein sem þarf
að gefa sérstakan gaum og ég
vona að þessi skýrsla muni leiða
til breytinga á ástandinu og vekja
menn til umhugsunar.
Stærsta vandamálið er,“ sagði
Guðjón, „að menn eru orðnir
samdauna ástandinu. Guðjón
taldi viðurkenningar góðra
gjalda verðar. „Þær vekja at-
hygli, ýta undir samkeppni milli
fyrirtækja, en hvorki þær né
starfsemi Vinnueftirlitsins mun
leysa virkt aðhald starfsmann-
anna sjálfra af hólmi. Virkt sam-
starf starfsfólksins og stjórnenda
mun þegar til lengdar lætur skila
mestum árangri," sagði Guðjón
að lokum.
-gjh
Alþýðuleikhúsið hefur gert
samning við þjóðhátíðar-
nefnd Reykjavíkur um sýningu á
nýju íslcnsku barnaleikriti á 17.
júní á Lækjartorgi. Leikrit þetta
sem heitir „Ævintýrið á ísnum“,
er samið upp úr íslenskri þjóð-
sögu af leikurunum sjálfum.
„Þetta er íslenskt barnaleikrit
með spönskum, frönskum og
kannski örlitlum dönskum áhrif-
um í,“ sagði Viðar Eggertsson
stjórnarmaður í Alþýðuleikhús-
inu. Hann sagði að ætlunin væri
að sýna verkið sem víðast í
sumar. Helst alls staðar þar sem
þrír eða fleiri væru saman komn-
„Spænsku áhrifin koma frá
Margréti Árnadóttur leikstjóra
en hún starfaði í rúm sex á með
spænska leikhópnum EIs Kome-
diants sem hingað kom á listahá-
tíð, fyrir mörgum árum, en hún
leikur einnig í verkinu. Frönsku
áhrifin getum við kennt Domin-
ique Poulain, en hún sér um bún-
ingana og grímurnar. Árna Pétri
Guðjónssyni verður svo kennt
um dönsku áhrifin ef eitthver
verða, en hann starfaði lengi í
Danmörku," sagði Viðar. Aðrir
leikarar eru Erla B. Skúladóttir
og Kolbrún Pétursdóttir.
-sg
l
[
;