Þjóðviljinn - 08.06.1988, Side 8

Þjóðviljinn - 08.06.1988, Side 8
Listahátíð 1988 Listahátíð 1988 Listahátíð 1988 Listahátíð 1988 Nýhöfn Guðrún sýnir olíumálverk Guðrún Kristjánsdóttir sýnir olíumálverk frá síðustu tveimur árum í Nýhöfn, Hafnarstræti 18. Guðrún er fædd í Reykjavík árið 1950. Hún stundaði nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og Ecole des Beaux-Arts í Aix-en- Provence í Suður-Frakklandi. Fyrstu einkasýningu sína hélt Guðrún á Kjarvalsstöðum 1986 en þetta er fjórða einkasýning hennar. Auk þess hefur hún tekið þátt í samsýningum. Sýningin er opin virka daga kl.10.00- 18.00 og kl. 14.00- 18.00 um helgar. Henni lýkur 19. júní. 24 ára vinstri sinnaður skemmtilegur og fjölhæfur maður óskar eftir at- vinnu. Tilboð sendist auglýsingadeild Þjóðviljans, Síðu- múla 6, 108 Reykjavík, merkt „Atvinna 24.“ Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti er laus til umsóknar staða bóksafnsfræðings í afleysingum. Þá vantar stundakennara í dönsku, frönsku og handmenntum. Við Hótel- og veitingaskóla íslands er laus kennarastaða í fram- reiðslu. Ennfremur eru laus störf stundakennara í ensku, stærð- fræði, bókfærslu, matreiðslu og vélritun. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir 25. júní næstkomandi. Umsóknir um stundakennslu sendist skólameisturum viðkomandi skóla. Menntamálaráðuneytið Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Flensborgarskólann í Hafnarfirði eru lausar til umsóknar kennarastöður í ensku og frönsku (1/a-% hluti starfs í báðum tilvik- um). Við Menntaskólann í Reykjavík eru lausar til umsóknar kennara- stöður í íslensku, ensku, stærðfræði og íþróttum pilta. Við Menntaskólann á Akureyri er laus staða kennara í íslensku. Við fiskeldisbraut Kirkjubæjarskóla á Síðu er laus til umsóknar ein og hálf kennarastaða í líffræði og skyldum greinum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir 25. júní næstkomandi. Þá er umsóknarfrestur á áður auglýstum kennarastöðum við Iðn- skólann í Reykjavík framlengdur til 13. júní næstkomandi. Um er að ræða kennarastöður í eftirtöldum greinum: stærðfræði og eðlis- fræði, faggreinum bakara, bókiðnum, fataiðnum, faggreinum hús- gagnasmiða, rafeindavirkjun, rafvirkjun, faggreinum málara og fag- greinum á tölvubraut. Þá vantar stundakennara í íslensku, stærð- fræði, eðlisfræði og tölvugreinum, þýsku, bókfærslu og rekstrar- greinum, hársnyrtigreinum, fataiðnum, faggreinum múrara, örygg- ismálum, rafiðngreinum, faggreinum húsasmiða og bókiðnum. MENNT AMÁLARÁÐUNEYTIÐ Sýningargestur veltir fyrir sér grafíkmyndunum í FÍM salnum á dögunum. Mynd - Ari. FÍM-salurinn Sýning á grafíkverkum Howards Hodgkins Um helgina var opnuð í FÍM- salnum, Garðastræti 6, sýning á grafíkverkum breska listmálar- ans Howards Hodgkins. Félag ís- lenskra myndiistarmanna er aðili að Listahátíð og er sýningin fram- lag félagsins til hátíðarinnar. Howard Hodgkin ákvað ungur að verða málari, stundaði fjöl- breytilegt listnám við marga skóla, en byrjaði ekki að sýna fyrr en hann var orðinn þrítugur. Hann er nú í hópi þekktustu listmálara Breta, og eftir framlag sitt á Feneyja-biennalnum 1984, einn þeirra myndlistarmanna sem mest er tekið eftir í myndlist- arheiminum. Erfitt þykir að flokka list Hod - gkins undir einhverja stefnu eða stíl, vegna þess hvað myndir hans eru persónulegar. Eitt helsta ein- kennihans er litameðferðin, ann- ars vegar djörf og hnitmiðuð, hinsvegar skreytikennd. í mynd- um hans eru engar málamiðlanir, myndefnið er rannsakað, metið og vegið, oft árum saman. Mynd- ir hans eru samsettar úr röðum forma sem endurtaka sig líkt og munstur og er þessi tækni talin vera einn helsti styrkur hans sem málara. Myndir hans eru oftast hálf abstrakt, en nafngiftir vísa yfirleitt til raunveruleikans. Sýningin í FÍM-salnum er eins konar yfirlitssýning á grafíkverk- um Hodgkins frá síðustu tíu árum, en grafíkin hefur verið stór hluti af myndlistarumsvifum hans undanfarin ár. Flestar myndanna eru steinprent, og málar Hodgkin þá verkin beint á steininn, málar svo gjarnan prentblöðin eftir á, og gefur verkunum þannig líf og sérkenni. Sýningin stendur til 19. júní og er opin daglega kl. 14:00-19:00. LG Stórkostleg sálumessa Hefði mönnum ekki þótt það merkileg stund í menningarsögu þjóðarinnar, ef einhver tónsnill- ingur nítjándu aldar á hátindi frægðar og sköpunarmáttar, hefði komið til íslands, þó enginn jarðvegur hafi að vísu verið hér þá fyrir slíka heimsókn? En það má samt leika sér með þetta. Hliðstæður stórviðburður átti sér stað í Reykjavík á fyrsta degi Listahátíðar. Þá var flutt fárra ára gömul Pólsk sálumessa eftir Krysztof Penderecki. Og stjórn- aði meistarinn sjálfur Fílharmon- íuhljómsveitinni í Poznan og Fíl- harmoníukór Varsjárborgar. En einsöngvarar voru Jadwiga Ga- dulanka sópran, Jadwiga Reppé messósópran, Paulos Raptis ten- ór og Rasoslaw Zukowski bassi. Það var ekki uppselt á tónleik- ana. En skemmst er frá því að segja að áheyrendur í Háskólabíói lifðu einstæðan atburð. Ég vona að ég sé ekki blindaður af listahá- tíðarrómantík og ljómanum af Penderecki, þegar ég lýsi því yfir að þetta voru einfaldlega áhrifa- mestu tónleikar sem ég hef lifað. Og þó telja sumir sig hafa heyrt ennþá tilþrifameiri flutning þessa mikilfenglega verks. Kórinn var frábær og sömuleiðis einsöngvar- arnir og hljómsveitin. Undrið mikla var þó fyrst og fremst tón- listin. Sálumessa helguð þeirri þjóð sem einna mest hefur þurft að líða á þessari öld. En samt var þetta requiem um kvöl og von alls mannkyns. Tónlistin er ótrúlega sterk og sönn. Annars er ekki hlaupið að því að lýsa þessum SIGURÐUR ÞÓR ’ GUÐJÓNSSON v , tónleikum. Stemmningin í saln- um var slík að það var sem allir stæðu á öndinni. Ég hef aldrei vitað annað eins. Það var greini- legt að áheyrendur voru að lifa einhverja reynslu sem þeir höfðu aldrei áður reynt. Eins og þeir væru í snertingu við einhverja djúpa alheimskrafta. Andlit þessara gamalkunnu tónleika- gesta, sem við þekkjum svo vel í okkar fámenni, voru undir lok sálumessunnar sem forkláruð frammi fyrir dýrlegu ljósi. Og áheyrendur voru beinlínis for- kláraðir. Svona reynslu lifa menn aðeins einu sinni á ævinni. Og þessari upplifun gleymir enginn svo lengi sem hann lifir. Fólkið var vitni að einhverri merkileg- ustu stund í menningarsögu þjóð- arinnar. Auðvitað áttu tónleik- arnir að vera aðalfrétt allra fjöl- miðla. Þjóðviljinn gat þeirra þó að engu í þriðjudagsblaðinu. Én segir frá tónleikum Grappellis á forsíðu. Aftur á móti gerði Morg- unblaðið sér góða grein fyrir mikilvægi þessara tíðinda og skýrði frá tónleikunum á baksíðu og einnig inni í blaðinu. Ríkis- sjónvarið þurfti svo endilega að taka einhverja ómerkilega tuggu úr forsætisráðherra fram yfir þennan atburð ársins, en að öðru leyti gerði fréttastofa sjónvarps fyrsta degi Listahátíðar góð skil. Stöð 2 var hins vegar sjálfri sér lík. Hún tók hvers kyns dægur- þrasabull fram yfir þessa sjald- gæfu atburði. En þeir munu aldrei endurtaka sig hér á landi. Sigurður Þór Guðjónsson 8 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 8. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.