Þjóðviljinn - 08.06.1988, Page 9

Þjóðviljinn - 08.06.1988, Page 9
Listahátíð 1988 Listahátíð 1988 Listahátíð 1988 Listahátíð 1988 Brúðuleikhús Ánamaðkar Austurþýski brúðuleikhúsmaðurinn Peter Waschinsky sýnir í Lindarbœ Austur-þýski brúðuleikhús- maðurinn Peter Waschinsky verður með sýningu í eins manns brúðuleikhúsi sínu í Lindarbæ í kvöld og annað kvöld. Sýningin sem er frekar ætluð fullorðnum en börnum, nefnir hann Ana- maðka, og byggir á sex víetnöm- skum ævintýrum. Waschinsky fæddist árið 1950, lærði leiklist og brúðuleiklist í Berlín á árunum 1970-1974, og vinnur nú aðallega við einsmanns sýningar sínar og brúðuleik- stjórn, auk þess sem hann kennir brúðuleiklist við Ernst Busch skólann í Berlín. En þó Waschin- sky segi brúðurnar vera kjarna þess sem hann geri, og það sem hann snúi alltaf aftur til, fæst hann við fleira en brúðueikhús. Hann hefur sett upp óperu í Berl- ín og nýlega lauk hann við gerð kvikmyndar. Hann byggir brúðuleikhús sitt á þýskri brúðuleikhúshefð, og segir að það sem geri að verkum að leikhús hans þyki nýtískulegt og óvenjulegt sé fyrst og fremst að hann nýti sér hefðina á annan hátt en gert hefur verið hingað til. Hann leitar eftir nýjum vinnuað- ferðum, sem í fljótu bragði virðist í andstöðu við hefðina, en leggur ríka áherslu á að þær sé líka þar að finna, menn verði bara að kunna að leita þeirra. Waschinsky kom til landsins með allan farangur sinn, brúðu- leikhúsið þar með talið, í einni ferðatösku. Hann segist ekki þurfa annað, hjá sér séu hend- urnar, eða fingurnir, aðalatriðið, og einhverntíma vonist hann til að geta verið með brúðuleikhús- sýningu án nokkurra hjálpar- tækja. Anamaðkar byggja sem fyrr sagði á sex víetnömskum ævintýr- um. Sýningin byrjar með forleik, Peter Waschinsky, nýstárlegt brúðuleikhús með sterkar rætur í hefðinni. Mynd - Ari. og síðan kemur fyrsta sagan sem heitir Silfuröxin. Par segir frá fá- tækum skógarhöggsmanni sem missir öxina sína í ána. Góði þorpsandinn heitir önnur sagan og er um námsmann sem verður heimspekingur fyrir tilstilli þorpsandans. Þriðja sagan, Hlé- barðinn í bókaskápnum, segir frá viðskiptum Mac Tú og hlébarð- ans, og sú fjórða, Sálir hinna drukknuðu er um bóndann sem drukknar í fylleríi og það sem af því leiðir. Loks er sagan Teikni- keppnin, en í hana er nafn sýn- ingarinnar sótt. Þar segir frá teiknikeppni Víetnama og Kín- verja, Kínverjinn teiknar fugl á flugi á meðan Víetnaminn teiknar tíu ánamaðka. LG Meö lykil að hjartanu Stéphane Grappelli í Háskólabíói 6. júní Tea for two var fyrsta lagið og gaf tóninn um efnisval og áhersl- ur; samið 1924, ári eftir að Grappelli hóf feril sinn. Strax frá fyrstu tónunum heyrðist að ör- yggið og fágunin voru enn á sín- um stað, einkcnni Grappellis í alla þessa áratugi. Lögin voru flest úr bandarískum söngleikjum frá því fyrir síðari heimsstyrjöld og svo að sjálfsögðu nokkur lög eftir félaga Grappellis, Django Reinhardt og eitt frá síðasta ára- tug - Just the way you are (Billy Joel). Klassík fremur en nýmæli og áheyrendaijöldi í samræmi við það, stappfullt á sviði og í sal. Ekki séní, en samt... Að Django frátöldum er Grappelli trúlega þekktastur evr- ópskra djassmanna. Stíll hans mótaðist á millistríðsárunum og hann verður að teljast einn aðal- frömuðurinn í djassfiðluleik. Hann þræðir hljómana að hætti meistara swingtímabilsins, kann- ski full hugsunarlítið stundum. M.a. af þeim sökum hefur hann ekki verið talinn einn af frum- herjunum í sama mæli og Django Reinhardt sem hefur haft beinni áhrif á leik annarra músíkanta. Það breytir því þó ekki að út frá honum hefur þróast merk djass- fiðluhefð í Frakklandi og má nefna þá Jean Luc Ponty og De- dier Lockwood í því sambandi. Á tónleikunum í Háskólabíói voru sem fyrr segir allar áherslur á þá tónlist sem þeir Django og Grappelli urðu kunnir fyrir. Ekki voru þó öll gömlu lögin spiluð beint eftir bókinni - bæði í Hon- eysuckle rose og Willow weep for me var hljómsett öðruvísi en al- gengast er. Samspil tríósins var með miklum ágætum. Landi Grappellis, gítarleikarinn Marc Fossett og hollenski bassaleikar- inn Jack Sewing voru trúir hlut- verki sínu; að spila undir hjá meistaranum, styðja við hann. Ekki svo að skilja, þeir fengu líka fjölmörg tækifæri til að sýna bet- ur hvað í þeim bjó. Jack Sewing sem náði furðugóðum tóni úr heimasmíðuðum kontrabassa- planka sínum, spilaði fyrsta kafl- ann í Sophisticated lady af miklu öryggi, tilfinningu og tónvísi og meðferð hans á Isn’t it romantic var þokkaleg og tilgerðarlítil. Marc Fosset er slyngur undir- leikari og skilaði þeim þætti leiks síns með ágætum þótt stundum þætti mér hann vera full ákafur að stíga á pedalann og bæta þann- ig nýmóðins sándi inn í tónlist sem ekki hafði þörf fyrir slíkt. Sem einleikari var hann bæði og; sólólínur hans voru á stundum götóttar og hann var fullákafur í að sýna fingrafimi sem hann ekki hafði (sextándupartarnir verða að vera nákvæmir - bæði ryþm- ískt og hljómrænt, en voru í hans tilfelli oftast hvorugt). Hann hafði og það hlutverk að brjóta upp formið í fjölbreytniskyni og í I'll remember april tók hann upp á því að raula með línum sínum, ekki illa en var nokuð endurtekn- ingargjarn. Eins og til var ætlast kitlaði það klapphvöt áheyrenda, en músíklega séð hefði það betur átt við í einhverri Atlavíkinni. Tónlist þeirra félaga skilaði sér vel til áheyrenda og hefur hljóð- stjórn á djasstónleikum ekki ver- ið betri í annan tíma. Að halda sér frá hengifluginu „Musicians don’t retire: theystop when there’s no more music in them“. Sagði Louis Stephane Grappelli verður að teljast einn aðalfrömuðurinn í djassfiðluleik. Mlðvikudagur 8. júní 1988 ÞJÓÐVIUINN - SfÐA 9 Armstrong. Grappelli hefur lifað samkvæmt þessari kenningu - að spila meðan hann hefur gaman af því. Að hann skuli geta það átt- ræður helgast af fýrirmyndarlíf- erni og hæfilegri áreynslu - ekk- ert tilstand, enga kokkteila fyrir eða eftir tónleika og ekki enda- lausa spilamennsku (hann lét tvö aukanúmer nægja og hneigði sig svo aftur og aftur þegar Háskóla- bíógestir vildu ekki sleppa hon- um). Allt fullkomin andstæða við lífshlaup Django Reinhardt sem aldrei hætti að vera sígauni og er líklega eini maðurinn sem sofið hefur af sér tónleika í Carnegie Hall (þar sem hann átti að spila með Duke Ellington). Hann var líka búinn með kvótann 43 ára að aldri. En þótt Grappelli sé ekki meistari tryllingsins sem snýr mönnum á hvolf, þá kom samt kökkur í hálsinn þegar hann hafði með titrandi röddu kynnt Some- one to watch over me og strauk upphafstónana; There’s somebo- dy I’m longing to see/1 hope that he turns out to bet Someone who’ll watch over me/ Although he may not be the mant some girls think ofas handsomel to my heart he carries the key. Listasafnið Höröur líka í frásögn í laugardagsblaði af sýningunni um norræna konkret- list sem nú stendur yfir í Lista- safninu féll niður vegna mistaka nafn Harðar Ágústssonar, eins þeirra sem fremstur stóð í ís- lenskri fylkingu á síðari skeiðum þessarar liststefnu. Hörður og lesendur eru beðnir forláts á þessum mistökum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.