Þjóðviljinn - 08.06.1988, Page 10

Þjóðviljinn - 08.06.1988, Page 10
í DAG Lista- hátíð eða afþreying Nú er listahátíð í algleymingi og landanum boðið uppá heil- mikla menningarneyslu á tiltölu- lega skömmum tíma. Að hve miklu leyti listahátíð endurspegl- ar menningarlega vitund þjóðar- innar skal ósagt látið, en hinu verðurekki neitað, að listahátíð er oft vitnisburður um mikla sumarstemmningu og er virki- legur vorboði í þjóðlífi okkar, þó margt megi finna að öllu tilstand- inu. Jón Þórarinsson tónskáld og formaður þeirrar nefndar sem undirbjó listahátíð að þessu sinni, sagði við opnun listahátíð- ar í Listasafni íslands, að hvergi væri almenningur jafn virkur í menningarlegu starfi og hér á landi og þyrfti ekki einu sinni að nota höfðatöluregluna til að kom- ast að þessari niðurstöðu. Þrátt fyrir tiltölulega stórt hlut- fall þeirra, sem eru virkir í menn- ingarlegu starfi, fer það ekki milli mála, að stærsti hluti þjóðarinnar er óvirkur menningarlega séð. Þrátt fyrir f ramsókn á hinu menningarlega sviði á undan- förnum árum, hefurá hinn bóginn tekist að forheimska stærsta hluta þjóðarinnar. Stærstu áhrif- avaldarnir í þessari forheimskun- arherferð hafa verið auglýsing- amarkaðurinn og sálarfræðileg lögmál hanns, gífurleg fram- leiðsla afþreyingarefnis fyrir sjónvarp, f ramhaldsþættir á borð við Dallas og Dynasty, vídeo- væðingin. Allir þessir þættir mynda eina heild, heild sem við verðum að skoða sem andstæðu allrar raunverulegrar menningar- starfsemi. Þessi andmenningarlegi af- þreyingariðnaður byggist í grundvallaratriðum á því að mót- takandinn sé ekki hugsandi vera áháu „plani", heldurmóttækilegt fórnarlamb afþreyingariðnaðar- ins, sem sálarlræði afþreyingar- innar getur mótað að vild sinni. Okkurháttvirtum listneytendum er e.t. v. hollt að hugsa um þetta í algleymi lista- hátíðar. Að ekki er allt sem sýnist. Grói I dag er 8. júní, miðvikudagurísjöundu viku sumars, nítjándi dagur skerplu, 160. dagurársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 3.06 og sest kl. 23.49. Viðburðir Medardusdagur. Skaftáreldar hefjast 1783. Fæddur Guðmund- ur Kamban rithöfundur 1888. Fæddur Gunnlaugur Scheving listmálari 1904. Þjóðviljinn fyrir 50 árum „Skjaldborgin" gafst upp á Dagsbrúnarfundinum. Alsherjar- atkvæðagreiðsla um laga- breytingarnar og svik klofnings- mannanna hefst á morgun. - Hátíðahöld sjómanna hin mikil- fenglegustu. Talið er að um 6 þúsund hafi tekið þátt í hátíða- höldunum. VíkingurvinnurK.R. með 1:0. UM UTVARP & SJONVARP Pilsaþytur Stöð 2 kl. 20.15 Claire er einkaleynilögregla með ráð undir rifi hverju. Henni til aðstoðar er bróðir hennar sem er lögregluþjónn New York borgar. Þó hún hafi ailt á hreinu í málum sem hún tekur að sér þá eru hennar eigin fjármál í rúst. Til að láta enda ná saman leigir Claire út herbergi til fyrirsætu nokkurrar sem, hvort sem henni líkar betur eða verr, flækist oft inn í hin flóknustu mál leigusal- ans. Þannig skrifa þeir á Sjón- varpsvísi Stöðvar 2 um þáttinn Pilsaþyt, sem sýndur verður í op- inni dagskrá í kvöld. Hér virðist allt vera eftir formúlunni að vest- an, fallegar stelpur, smáspenna, og vandræði sem vafalaust enda vel. Leitin aö lýðræðinu á Haiti Sjónvarpið kl. 20.35 í kvöld verður sýnd í sjónvarp- inu nýleg heimildamynd um stjórnmál og menningu á Haiti. Framleiðandi myndarinnar er bandaríski kvikmyndaleikstjór- inn Jonathan Demme, en hann er kunnur fyrir fræðslumyndir sínar. Eyjan Haiti er ein af eyjum Karíbahafsins. Þar búa um sex miljónir manna og er atvinnu- leysið þar gífurlegt. Haitibúar máttu búa við einræði Duvaliers- feðganna í fjölda ára. Nú fyrir skömmu var haldið upp á eins árs afmæli afnáms einræðisstjórnar þeirra feðga og gera íbúar Haitis sér nú vonir um að betri tíð með blóm í haga sé í vændum. En meira um Haiti í Sjónvarp- inu í kvöld. Kúrekar á lokaspretti Sjónvarp kl. 21.30. í kvöld verður lokaþáttur ástr- alska framhaldsmyndaflokksins um áströlsku kúrekana sem hafa átt í stöðugum útistöðum við yfir- valdið eins og sönnum kúrekum ber. Aðalhlutverkið í þessum þáttum er í höndum þess þekkta breska leikara Sam Neil. GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA Rikki minn, passaðu hvar þú gengur svona berfættur Rikki minn, ekki einn útí sjóinn, bíddu eftir pabba Rikki minn, farðu í skyrtuna, annars brennurðu . " í O Buu 's 10 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 8. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.