Þjóðviljinn - 22.06.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.06.1988, Blaðsíða 7
Djass Nýplata og tónleikaferð Steingrímur Guðmundsson: Við stefnum að því að spila frumlega tónlist og bjóða uppá eitthvað nýtt Fyrsta hljómplata djasssveitar- innar Súldar er nýkomin út, heitir Bukoliki, og er tekin upp á hundrað tímum í Stefi, nýju stúdíói í Kópavoginum. Mánu- daginn tuttugasta lagði Súld svo upp í tónleikaferð til Kanada, þar sem hljómsveitin spilar á alþjóð- legum djasshátíðum. Meðlimir Súldar eru þeir Steingrímur Guð- mundsson slagverksleikari, Szymon Kuran fiðluleikari, Stef- án Ingólfsson bassaleikari, Lárus Grímsson hljómborðs- og flautu- leikari og Maarten van der Valk víbrafón- og slagverksleikari. - Við Szymon og Stefán stofn- uðum Súld fyrir tveimur árum, og höfum starfað síðan, reyndar með smáhléum, segir Steingrím- ur. - Ég kynntist Szymoni þegar ég kom aftur frá Bandaríkjunum eftir fjögurra ára tónlistarnám og spilamennsku. Við vorum með svipaðar hugmyndir um þá tónlist sem við vildum spila, og þannig fæddist Súld. Frá upphafi var ætl- unin að gera tónlist sem væri fersk og opin fyrir sem flestum stefnum innan djassins. - Við leitumst við að spila tón- list sem hefur okkar eigin karakt- er, og þá á ég við að við viljum móta það form sem við erum að glíma við eftir okkar eigin höfði. Við stefnum að því að vera með eitthvað frumlegt, vera ekki með það hefðbundna heldur bjóða uppá eitthvað nýtt. Við blöndum þannig saman hinum ýmsu tón- listarstefnum, sem þó flokkast undir að vera djass. Bukoliki Geturðu sagt mér eitthvað frá tónlistinni á Bukoliki? Hefur orðið mikil breyting á tónlist ykk- ar síðan þið byrjuðuð að spila? - Stór þáttur í okkar tónlist er spuni fyrir hvert hljóðfæri, og það ríkir þannig mikið frelsi fyrir hvern og einn. Mikið af tónlist- inni er samið í þessum djassstíl sem byggir á melódíum og sóló- um. - Þegar við byrjuðum sem tríó má segja að tónlistin hafi verið hrárri. í hljómsveit þar sem eru fiðla, bassi og trommur eru marg- ir möguleikar fyrir bassann og trommurnar til að tjá sig, og það var mjög skemmtilegt og spenn- andi, en erfitt til lengdar. Þegar Súld hafði starfað einhvern tíma ákváðum við að bæta við gítar- leikara, sem var Tryggvi Hubner, en hann hætti síðastliðið haust, og Lárus Grímsson kom í stað- inn. - Hljómsveitin breyttist nokk- uð mikið við að Lárus bættist í hópinn, áður var öll tónlistin eftir okkur Szymon og Stefán, en nú semur Lárus líka. Þar við bættist að Lárus tekur mikið af sólóum eins og aðrir meðlimir hljóm- sveitarinnar og þá fannst okkur ófært að hafa ekki hljóðfæri sem gæti spilað hljóma, og þá fengum við Maarten til liðs við okkur. Hann á án efa eftir að færa hljóm- sveitinni skemmtilega og áhuga- verða tóna, hann spilar meðal annars á concas trommur og er mikil fylling fyrir hljómsveitina. - Það má segja um tónlistina á plötunni að hún sé kannski fastari í formi en það sem við gerðum upphaflega, sólóin eru orðin styttri, og tengist betur með til- komu hljómborðsins. Nú komið þið allir sinn úr hverri áttinni og fáist við nokkuð ólíkar tegundir tónlistar utan Súldar. Hvernig kemur sú blanda út? - Hún kemur mjög vel út. Við getum nýtt okkar reynslu, ég lærði til dæmis indverska tónlist „Við bindum miklar vonir við framtíð Súldar," Maarten, Lárus, Stefán, Steingrímur og Szymon. Mynd - E. Ól. og tilraunamúsík í Bandaríkjun- um, Lárus lærði rafeindatónlist í Hollandi og Szymon og Maarten spila í Sinfóníuhljómsveitinni, Szymon er varakonsertmeistari og Maarten slagverksleikari. Þar að auki spilum við með dans- hljómsveitum um helgar og ég hef spilað með hinum ýmsu djass- böndum, til dæmis fór ég í tón- leikaferð til Hafnar á Hornafirði með Guðmundi Ingólfssyni. - Að mínu mati er það til góðs að meðlimir hljómsveitar komi sem víðast að og séu með sem ólíkasta reynslu. Eg held að þeim mun meiri reynslu sem menn hafi af annarri tónlistarsköpun, þeim mun betra sé það. 250 konsertar á níu dögum Hvernig er hugmyndin að Kan- adaferðinni til komin? - Við spiluðum á djasshátíðum í Montreol og Toronto í fyrra- sumar og fengum mjög góðar við- tökur, þannig að við endurtökum leikinn núna. í þetta sinn spilum við í fjórum borgum, þar af á þremur alþjóðlegum djasshátíð- um í Toronto, Calgary og Mont- reol. Síðan förum við til Winni- peg og spilum fyrir íslendinga. - Stærst af þessum alþjóðlegu djasshátíðum er sú í Montreol. Þar verða 250 konsertar á níu dögum, og allur miðbær borgar- innar lagður undir hátíðina. Það verður spilað á fjórum útisenum, í tónleikahöllum og á bjórkrám. Það verða spilaðar þarna allar tegundir af djassi, þátttakendur eru allt frá Ellu Fitzgerald til ECM tónlistarmanna. - Við höfum verið að hugsa um að gera heimildarmynd um ferðina ef okkur tekst að skrapa saman nægu styrktarfé, því það er náttúrlega dýrt að gera svona mynd. En ef af því verður mun Edda Sverrisdóttir kvikmynda- gerðarmaður gera myndina. Framtíð Súldar Eruð þið eitthvað farnir að hugsa um hvað þið gerið eftir Kanadaferðina? Við stefnum að ferð um landið í haust. Við höfum aldrei spilað annars staðar en í Reykjavík og í Kanada, en við teljum okkar tón- list eiga alveg jafn mikið erindi úti á Iandi og í Reykjavík. Ég sá það í tónleikaferðinni á Höfn að það er mikill áhugi fyrir djassin- um úti á landi, ekki síður en hér. Önnur framtíðaráform? - Við bindum miklar vonir við framtíð Súldar og teljum að best- ur árangur náist með því að halda hljómsveitinni saman sem lengst, með sömu meðlimunum. Við erum farnir að æfa öðruvísi. Áður höfðum við yfirleitt mara- þonæfingar fyrir konserta og lítið sem ekkert þar á milli, en nú æfum við reglulega. Til að mynda höfum við æft daglega undanfar- ið til að undirbúa Kanadaferðina. Og svo langar okkur til að fara í tónleikaferðir víðar en til Kan- ada, til dæmis til Skandinavíu og víðar um Evrópu. L MENNING Umsjón: Litja Gunnarsdóttir Skáldskapur Nýljóðabóká 17. júní Ari Gísli Bragason: Égyrki umþessi klassísku hugðarefni, lífið og ástina, sorg og gleði „Þú sem þykist vita lausn gátunnar gakktu um í villu þinni kœri vin en mundu bara það að eftir að Jesús steig hér niður hefur rekstur fyrirtœkisins gengið vel.“ Þannig hljómar eitt af ljóðun- um, reyndar einungis hluti af ljóðinu „Do you know your fell- ow man“, í fyrstu ljóðabók Ara Gísla Bragasonar, Orð þagnar- innar. Bókin kom út á þjóðhátíð- ardaginn, 17. júní, og er hún gef- in út á kostnað höfundar. Ari Gísli er fæddur í Reykjavík 1967, hefur fengist við ýmis störf, til dæmis verið blaðamaður og nú síðast gerði hann þáttinn Skáld götunnar fyrir Sjónvarpið. Hann segist einna helst vera að leita fyrir sér um þessar mundir, „allt óákveðið um framtíðina“. - Þessi ljóð hafa safnast fyrir hjá mér undanfarin ár, og mér fannst vera kominn tími til að koma frá mér þessum blessuðu gelgjuárum. En þetta er auðvitað það besta úr safninu. - Sum þessara ljóða hafa birst áður í dagblöðum, skólablöðum og í ljóðabókinni með skáldskap nemenda MR sem kom út um mánaðamótin apríl-maí. Ætli það séu ekki um sex ljóð í bókinni sem hafa birst áður á einhvern hátt. Er eitthvert meginþema í bók- inni? - Það er lífið, og ástin, sorg og gleði, þessi klassísku hugðarefni. Ég sæki mitt yrkisefni til sjálfs mín og minna hugðarefna, þann- ig að ég tileinka bókina sjálfum mér, það er eðlilegast. Það er kannski einna helst Sókrates, hundurinn minn, sem á þakkir skildar. Áttu þér einhverjar fyrirmynd- ir eða lærimeistara við skáld- skapinn? - Noel Coward er mitt uppá- hald. Brian Ferry er sá tónlistar- maður sem mér fínnst mest varið í, og í kvikmyndunum skiptir Sergio Leone mig mestu máli. Ætlarðu að halda áfram að yr- kja, eða kannski snúa þér að öðr- um formum skáldskapar? - Ég held áfram að yrkja, því ég hef mikinn áhuga á ljóðaform- 'inu. Hugsanlega reyni ég líka við önnur form skáldskapar, það eru Ari Gísli Bragason: Það eiga ör- ugglega eftir að opnast fyrir mér nýjar víddir. svo mörg form sem ég þekki ekki nógu vel enn, og sem ég á eftir að prófa. Það eiga örugglega eftir að opnast fyrir mér einhverjar nýjar víddir. í Orðum þagnarinnar eru teikningar eftir Ragnheiði Clausen, Melkorku Ólafsdóttur og Margréti Blöndal. LG ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.