Þjóðviljinn - 25.06.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.06.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Ofbeldi og tvískinnungur Á seinni árum hefur almenningur í hinum ríka og iðnvædda hluta heims snúist í vaxandi mæli gegn mengun hverskonar. Þetta hefur þýtt að fyrirtæki hafa átt í vaxandi erfiðleikum með að losna við eitraðan úrgang af ýmsu tagi. Því miður er hæpið að tala um að þar með hafi umhverfisverndarmenn unnið fræga sigra: niðurstaðan hefur í reynd orðið sú, að fyrirtækin hafa hlaupið með eitur sitt út á sjó - eða reynt að fleka fáæk ríki þriðja heimsins, einkum Afríkuríki, til að taka við óþverranum fyrir borgun. Sú viðleitni að kaupa sér sorpgeymslur í þriðja heiminum hefur verið kölluð “eiturheimsvaldastefna'1 m.a. á nýlegum fundi um þessi mál í Nairobi í Kenya. Það er ekki út í hött mælt. Að sönnu gilda hér ekki samskonar þvinganir og á blómaskeiði heimsveldanna, þegar þjóðir nýlendna urðu að hlýða ofbeldi vopnaðs valds. En í þessu dæmi hér erum við eina ferðina enn minnt á það, að í samskiptum ríkra og snauðra er ofbeldi fólgið: ríkidæmi er í rauninni vald til að skipa fyrir, fátækt er vanmáttur, úrræðaleysi sem neyðir menn til að gera þvert gegn vilja sín- um. Það bætir ekki úr skák þótt ofbeldið sé falið undir hræsni viðskiptalögmálanna: þetta er bara kaup og sala, segja menn - þið fáið peninga og mat, við fáum land ykkar undir eitur. Þetta er allt næsta grár leikur. Iðnríkin kaupa hráefni þriðja- heimsríkja á því verði sem þau ráða mestu um sjálf en torvelda annan útflutning þeirra. Og koma þeim svo með ýmsum hætti í hlutverk sorphaugs fyrir „okkur". Ekki bara með þeim útflutn- ingi á úrgangi sem áður var um rætt. Það er líka mikið stundað að flytja hættulega og eitraða framleiðslu til fátækra ríkja - vegna þess að þar hafi menn ekki ráð á því að gera strangar öryggiskröfur. Og síðan setja menn einatt upp hneykslissvip yfir því að ríki þriðja heimsins kunni ekki fótum sínum forráð, hvorki í fjármálum né umhverfismálum. Það er rétt að fullt er af skammsýnum og spilltum ráða- mönnum í þriðja heiminum. En á hitt ér og að líta, að það hefur heldur ekki verið neinn skortur á slíkum ráðamönnum í iðn- vædda heiminum - og þeim tókst furðu lengi og tekst sumpart enn að leiða athygli almennings frá ýmsum hrikalegum afleið- ingum iðnvæðingar, frá því, að menn hafa neitað að reikna með því hvað ýmsar „framfarir" kosta í vatni, lofti og jarðvegi. Sekir munu víða finnast. Hitt skiptir svo miklu, að menn átti sig sem rækilegast á því að heimurinn er einn. Sú umhverfisvernd sem lætur sér nægja að banna að sorpi sé hent „rétt við húsið rnitt" erengu líkari en þeim skammgóða vermi sem menn hafa af því að pissa í sinn skó. Við íslendingar ættum að gefa sérstakan gaum að þverstæðum í okkar eigin afstöðu til þess- ara mála. Við erum alltof hneigðir til sjálfsánægju: það er allt í lagi hjá okkur. Og við sveiflumst með vafasömum hætti milli fordæmingar á herskáum náttúruverndarsinnum, þegar þeir „skipta sér af okkur," og aðdáun á sama fólki þegar það leggur sig í háska til að koma í veg fyrir að eitri sé hent í þann sjó sem skolar strendur okkar. Allir á kjörstað í dag gengur þjóðin til forsetakosninga í fjórða sinn í sögu lýðveldisins. Það hefur skapast fyrir því hefð hér á blaðinu sem fylgt var 1980, 1968 og 1952, að Þjóðviljinn tæki ekki opinberlega af- stöðu með eða móti forsetaframbjóðendum. Þessi siður er ekki yfir gagnrýni hafinn fremur en annað, en helgast af rökum sem vega þungt og tengjast sjálfri sérstöðu forsetaembættisins í þjóðlífinu. Og verður ekki frá honum vikið að þessu sinni. Það kemur oft fram þessa daga að mönnum finnast þessar kosningar öðruvísi til komnar en skyldi, og kannski ættu menn að bregðast við með því að sinna þeim ekki. Gegn því mælum við eindregið á þessum kjördegi: við hvetjum til þess að hver maður sýni lýðveldinu og æðsta embætti þess sjálfsagðan sóma og neyti síns atkvæðisréttar. áb. FRÉTTIR Nýskipuð stjórn Alþýðuleikhússins: Frá v. Sigrún Valbergsdóttir, Inga Bjarnason, Viðar Eggertsson og Erla B. Skúladóttir. Alþýðuleikhúsið Ný stjóm tekur við Alþýðuleikhúsið hélt aðalfund sinn fyrir nokkru. Á fundinum tók við störfum ný stjórn: Inga Bjarnason formaður, Sigrún Valbergsdóttir varaformaður og Viðar Eggertsson ritari. f varastjórn sitja: Erla B. • Skúladóttir, Margrét Ákadóttir og Bjarni Ingvarsson. Stjórnin vinnur nú að skipulagningu næsta leikárs, sem er það fjórtánda í starfi Alþýðuleikhússins. 17. júní s.l. frumsýndi Alþýðuleikhúsið sitt 36. verkefni Ævintýri á ísnum sem er fjölskylduverk og ætlað til sýninga úti sem inni um borg og bý. Sýningin er tilvalin á hverskonar hátíðum og húllumhæi. Leikritið „Eru tígrisdýr í Kongó?“ sem Alþýðuleikhúsið frumsýndi fyrir rúmi ári en enn á fjölum leikhússins og eru sýningar komnar á annað hundrað á þessu vinsæla leikriti. Sjúkrahúsið í Keflavík Skurðdeildinni lokað Hár launakostnaður og mannekla gera reksturinn erfiðan. Sjúkrahúsið er oflítil og óhagkvœm rekstrareining. Mikil þörf fyrir langlegudeild Skurðdeild sjúkrahússins í Keflavík verður lokað í sumar í 6 vikur vegna sparn- aðarráðstafana og manneklu. Olafur Björnsson stjórnarformaður sjúkrahússins segir að draga verði úr rekstrarkostnaði og því ekki hjá því komist að minnka þjónu- stuna. Að sögn Ólafs hefur launakostnaður hækkað mikið mikið umfram áætlun og nemur nú allt að 85% af rekstrarkostnaði stofnunarinnar. Beðið væri eftir úrlausn mála hjá heilbrigðisráðuneytinu og sagðist Ólafur ekki trúa öðru en að vandi sjúkra- hússins yrði leystur. Á síðasta ári fór sjúkra- húsið um 10-12% fram úr greiðsluáætlun og allt útlit er fyrir að í ár verði hallinn ekki minni. Annar viðmælandi Pjóðviljans sem stendur í rekstri sjúkrahúss sagði að vandi þeirra væri fyrst og fremt fólginn í viðvar- andi vanmati á fjárþörf - Það hefur verið gegnumgangandi hjá langflestum sjúkra- húsum um árabil að fjárframlög til þeirra eru skorin niður um þetta 10-20% án þess að hægt sé að benda á hvar mögulegt er að skera niður.Breytingarnar á fjárhag sjúkra- húsanna við það að færa þau yfir á föst fjárlög í stað dagpeninga eru fólgnar í því að ábyrgðin á því að farið sé fram úr vanmetn- um áætlunum væri færður yfir á sveitarfé- lögin í stað þess að ríkið hefði áður greitt svonefnd halladaggjöld eftir á. En auðvitað eru sveitarfélögin ekki í stakk búin til að mæta þessum kostnaði og ef ekkert verður að gert er samdráttur í þjónustu og lokanir fyrirsjáanlegar, sagði þessi sami viðmæl- andi. Á sjúkrahúsinu íKeflavík er rúm fyrir um 36 sjúklinga, þar af eru 8 rúm á fæðingar- deildinni og mikill fjöldi langlegusjúklinga er á hinum deildunum. Að sögn Ólafs hefur lengi staðið til að bæta úr brýnni þörf á langlegudeild fyrir gamalmenni en lítið fjármagn hefur fengist til þess verkefnis ennþá og það sem hefur fengist hefur farið í teikningar. Ef til vill byrjum við að byggja í haust þó óvíst sé um fjárframlög, það er oft eina leiðin til að verkefnum verði sinnt af fjárveitingarvaldinu, sagði Ólafur. 'Þ þlÓÐUILJINN ► Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur ómarsson (íþr.). Handrita- og próf arkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljó8myndarar:EinarÓlason,SigurðurMarHalldórsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, MargrótMagnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif stof ustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstota: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður HannaSigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn.-Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.