Þjóðviljinn - 25.06.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.06.1988, Blaðsíða 6
MINNING Bjöm Bjamason Fœddur 27. 2. 1938 — Dáinn 17. 6. 1988 „Minningin um vorið glatar öllum litum sínum. Mér finnst allri glóð sumarsins vera þrungið saman í síðustu andartök þess. Vorið var eins og blóðvana smámey, sem órar ekki fyrir sœlu og kvölum mannshjartans. Haustið hefur reynt allt, fundið allt, það tœmir alla reynslu lífsins í einum teyg - og deyr um leið. “ - Sigurður Nordal: Úr „Hausti“ Gamall samverkamaður og góðkunningi á lífsins grýttu brautum er fallinn frá. - Björn Bjarnason frá Skorra- stað í Norðfirði kvaddi þennan heim í næstliðinni viku. Fyrir fáum mánuðum hélt hann upp á fimmtugsafmæli sitt norður á Ak- ureyri, í þeim gróðurreit, sem honum var kær. Áratuga glímu við fátækt og ar- mæðu, ekki hans eigin fátækt og armæðu, heldur hinna smæstu meðbræðra hans er nú lokið. Björn helgaði líf sitt þeim, sem sofa með grjót við höfðalagið og eiga sér ekki annað athvarf en steinsteypt sund og nakin stræti. Af hlýju hjartans, fremur en af félagsvísindalegum rökum, vann hann dyggilega að því að afla hin- um smæstu meðbræðra sinna skjóls gegn válegum veðrum og vetrarskuggum. Ófáir skjólstæðingar Félags- málastofnunar Reykjavíkur sakna nú vinar í stað. Þeir vissu, að það gilti einu hversu lftilsigldir þeir voru í augum sómakærra miðlungsmanna og broddborg- ara, hversu mjög þeir brutu gegn lögum guðs og manna var þó alt- ént einn maður, sem ekki sneri við þeim baki. Sá maður var Björn Bjarnason. Hann tók sérhverjum syndara opnum örmum, hlýddi á raunir hans og vann máistað hans, sem hann mátti, enda þótt hann ætti ekki alltaf vísan stuðning sam- starfsmanna, né lýðkjörinna full- trúa. Stundum velti ég því fyrir mér hvað þarf til að skilja breyskleika mannsins. Kannski þurfa menn að vera breyskir sjálfir. Ekki þarf síður að koma til skilningur á hin- um dýpra ristum rúnum tilver- unnar, skilningur á orsökum og afleiðingum mannlegra athafna, skilningur á hringrás lífsins, á þeirri skammsýni og þeim for- dómum, sem eru sjálft eðli „sið- menningarinnar“ og kannski, umfram allt mega menn ekki ótt- ast dauðann. Þeir, sem óttast dauðann öðlast aldrei dýpri skiln- ing. - Björn Bjarnason var mað- ur, sem ekki staðnæmdist við yfirborð hlutanna. Honum var í mun að rista dýpra en augun fengu greint. Hann leitaði reglu í hinu óreglulega, reiðu í óreiðu; geðveiki, glæpir, ósigrar í átökum lífsins, hin orðvana sorg; allt þetta glímdi hugur Björns við daglega í því starfi er hann kaus sér. Olíkt flestum hryllti hann sig ekki, heldur bretti upp ermar. Líf hans sjálfs var engin svip- laus samfella þar sem eitt leiðir af öðru í náttúrulausri sjálfvirkni hins viðurkennda og meðtekna. Líf hans var varðað íhugun og stundum örvæntingu. Ávinning- ar hans öðrum til handa færðu honum ekki alltaf hamingju. Stundum efaðist hann og stund- um sá hann ekki hinn staka ljós- geisla fyrir því innra myrkri, sem efinn læddi inn. En brosið, sem kviknaði í augum hans á góðum stundum var eins og glóð lífsins sjálfs. Þá hreif hann með sér alla viðstadda í glettni og gáska, sem oftar en ekki var bundin í fer- skeytlu, eða limru. Með þessum línum er ég fyrir sjálfum mér, síðbúið, að draga upp mynd af manni, sem ég vildi, að ég hefði borið gæfu til að kynnast betur. Hin síðari ár bar fundum okkar ekki oft saman. Ég minnist þó langrar sumarnætur á stúdenta- görðum við Suðurgötu þar sem kliður söngfuglanna í Vatnsmýr- inni átti þátt í að lyfta samræðum upp í nafnlaust veldi, þar sem skilningur glæddist og sannindi afhjúpuðust. Þannig kýs ég að minnast Björns; skylmingamannsins, sem með vopnfimi sinni lagði að velli lygar og hræsni, hégóma og hál- fsannindi. Dóttur hans og öðrum að- standendum votta ég samúð mína. „Lát streymast úr brunnum hjarta míns, Ijóðsins lind, í léttstígum kliði sem falli við þíðunnar söng! Pú aflþrota kvistur sem áður lást krepptur í þröng, rís upp til að seilast í bláhvolfsins Ijós og vind!“ Jón Helgason. - Ur „Vordegi" Lárus Már Björnsson. Það var við dagsbrún á þjóð- hátíðardaginn sem einn okkar allra ljúfasti drengur féll frá langt um aldur fram. Þetta var kaldur og ömurlegur dagur. Björn var skólabróðir okkar í Kennaraskól- anum fyrir rúmum 20 árum. Alla skólatíð fylgdi honum hressilegur gustur, hann hló mikið og hátt, enda rómsterkur og söngmaður mikill. En undir þessu hressilega, glaðværa viðmóti bjó viðkvæm sál, sem hvergi mátti aumt sjá né af neinu illu vita. Því kynntumst við síðar er hann kenndi hjá okk- ur við Laugagerðisskóla á Snæ- fellsnesi um árabil. Það geta allir, sem þekktu Björn, ímyndað sér hvílíkur hval- reki það var að hafa slíkan per- sónuleika sér við hlið í því litla samfélagi, sem heimavistarskóli er. Björn var vel gefinn og víðles- inn, alinn upp í ungmennafélags- anda austur á Norðfirði. Hann kom öllum í léttara skap, sem nærri honum voru. Þar sem hann var búfræðingur og fyrrverandi bóndi átti hann ekki í neinum vandræðum með að kynnast bændum og búaliði í sveitinni og var aufúsugestur á hverjum bæ. Hvort sem var að glæða tilfinn- ingu nemenda sinna fyrir ís- lenskri tungu, hugga lítið barn sem var að fara í fyrsta sinn að heiman, vanda um við strák- pjakka, brjótast með sjúkt barn yfir heiði um hávetur til að ná til læknis, stjórna helgistund á sunnudagsmorgni, leika jóla- svein eða syngja með okkur á góðri stund; alltaf var Björn til- búinn að leggja sitt af mörkum á óeigingjarnan og kærleiksríkan hátt. Björn á eina dóttur, Dóru. Ör- lögin höguðu því þannig að hann var ekki samvistum við hana fyrstu árin. Ástin og umhyggjan fyrir henni voru þó eins og væri hann í daglegu samneyti við hana. Og mikil var gleði hans og stolt er hann kom með hana í fyrsta sinn í heimsókn til okkar, elskulega stúlku svo ótrúlega líka föður sínum. Hún dvelur nú er- lendis og er því fjarri ástvinum sínum á þessari erfiðu stundu. „Það er alltaf blíða á Skorra- stað,“ var Björn vanur að segja. Hann hafði sterkar taugar til átt- haganna og talaði aldrei nema vel um sveitunga sína. Öll sumur fór Björn heim að hjálpa til við bú- skapinn. Við fjölskyldan áttum þess kost að dvelja með honum um tíma á Skorrastað. Þá var meiningin að gera út. Og þrátt fyrir rigningu og brælu þá var blíða á Skorrastað, það var rétt hjá Birni. Móðir hans Kristjana Magnúsdóttir tók okkur opnum örmum sem sínum eigin börnum og opnaði heimili sitt eins og ekkrt væri sjálfsagðara undir sól- inni en að inn kæmi fimm manna fjölskylda og settist þar að. Og hún hélt tryggð við okkur það sem hún átti eftir ólifað. Svona var hans fólk fyrir austan. Þetta var ekkert eins- dæmi því ófáir úr hans stóra vina- hópi hafa dvalið hjá honum eystra, enda sótti Björn það fast að bjóða vinum sínum heim á Skorrastað. Eftir að Björn hætti kennslu gerðist hann starfsmaður að Litla-Hrauni áður en hann hóf störf hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur. Hann varð að leggja lítilmagnanum lið, það var eðli hans og upplag. Þar naut manngæska hans sín. Björn lét aldrei glepjast af dansinum kringum gullkálfinn. Þegar við vinir hans gleymdum okkur í lífsgæðakapphlaupinu og sáum vart lífið í kringum okkur, birtist hann og ýtti við okkur með kátlegum ákúrum, rétti hjálpar- hönd og tók gjarnan lagið á með- an. Hann kom aldrei sem gestur eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Hann birtist sem vinur hvenær sem var; í morgunsárið, á miðj- um degi eða undir miðnætti - stundum dapur, stundum glaður en alltaf ljúfur. Björn var Björn, kom til dyr- anna eins og hann var klæddur. Við vorum rík að eiga hann að vini. Það var gaman að ræða sam- an um lífið og ástina, þegja sam- an, syngja saman, vera saman, segja hvert öðru til syndanna. Alltaf kom maður ríkari af hans fundi. Við stöndum eftir með þakklæti í huga fyrir að hafa mátt eiga samleið um stund með svo góðum dreng. Við vottum öllum ástvinum hans og ættingjum okkar dýpstu samúð. Friðrik Rúnar Guðmundsson Hólmfríður Árnadóttir / Skólavörðuholtið hátt hugurinn skoppar núna... Vinur okkar Björn Bjarnason er farinn frá okkur. Það er undar- leg tilfinning að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að sjá hann koma inn gangana, lágvaxinn, kvikan á fæti, þar sem hann stígur örugglega niður báðum fótum, eilítið álútur og hallast til hlið- anna á víxl. Hann gekk með bændagöngulagi. Bjössi hafði einstaklega hlýjan svip og í augum hans speglaðist sambland kímni og trega. Hann var ekki sundurgerðarmaður í klæðaburði en setti upp húfur af mismunandi gerðum eftir árstíðum, tilefnum eða eigin hugarástandi. Við reyndum oft að leiðbeina honum í húfuvalinu, en þar varð honum ekki þokað frekar en ella. Bjössi vann með okkur á Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar frá árinu 1974. Hann átti manna helst þátt í því að skapa hér persónulegan anda, sam- heldni og góðan félagsskap, allir töldu hann til vina sinna. Þegar á bjátaði hjá einhverju okkar var hann strax kominn, tilbúinn að ganga með okkur í gegnum þykkt og þunnt. Vinnubrögð hans ein- kenndust af meðlifun og samúð. Hann var ekki mjög hallur undir fræðikenningar í félagsmálaþjón- ustu og reiddist okkur oft þegar honum fannst mannúðarsjón- armið víkja fyrir reglum og kenn- ingum. Það var ekki bara í vinnunni sem Bjössi brást við á þennan hátt. Hann gerði allt af tilfinn- ingu. Þannig var það í söng- það var ekki mjög slípaður söngur, það var söngur frá hjartanu og hann var söngmaður góður. Hag- mæltur var hann í besta lagi og kvað á stundum dýrt. Þó ein- kenndi kveðskap hans meir, að hann varð til í dagsins önn, af hversdagslegu .tilefni og gerði venjulegan dag ógleymanlegan. Ferðalögin með Bjössa voru sér- stök. Á ferðum með honum, jafnt í vinnuferðum sem í sumar- leyfum, brást það ekki að gisting var vís hjá vinum hans í dreifbýl- inu fyrir hann og hans fylgdarlið, enda myndaði hann ekki skemmri vináttutengsl en til ævi- loka. Bjössi safnaði ekki verald- arauði - reyndar lagði hann áherslu á hið gagnstæða. Hann las mikið og velti fyrir sér spurn- ingum um tilvist okkar og tilgang, 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. Júní 1988 Auglýsing frá yfirkjör- stjórn Reykjanesskjör- dæmis Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördegi, 25. þessa mánaðar, verður í íþróttahúsinu í Hafnarfirði. Talning atkvæða fer fram þar og hefst kl. 23.00 sama dag. Yfirkjörstjórn Reykjanesskjördæmis A Framkvæmdastjóri Félagsheimilis W Kópavogs Stjórn Félagsheimilis Kópavogs óskar að ráða framkvæmdastjóra. Umsóknir sendist í pósthólf 159, 202 Kópavogi, fyrir 31. júlí n.k. Nánari upp- lýsingar gefnar í síma 28900, 40650 og 40755. Stjórn Félagsheimilis Kópavogs Bróðir okkar Kjartan Þorgilsson kennari verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 27. júní kl. 13.30. Helga S. Þorgilsdóttir Sigríður Þorgilsdóttir Fríða Þorgilsdóttir hafði unun af heimspekilegum vangaveltum og margt kvöldið, oft langt fram á nótt, var skrafað. Helsta stolt hans var dóttir hans Dóra. Hann fylgdist grannt með þroska hennar og milli þeirra var góð tilfinning gagn- kvæmrar hlýju og umhyggju. Honum finnst örugglega gott til þess að vita að hún á áfram góða að. Við sem eftir erum kjósum að trúa því að við eigum eftir að hitta Bjössa aftur, þar sem hann stend- ur glaðbeittur í eigin hlaðvarpa og gott ef ekki er pönnukökuilm- ur í loftinu. Við sendum kveðjur til systkina hans og dóttur og vitum að þau hafa misst mikið eins og við öll. Vinir og vinnufélagar Bjössi er dáinn! Hægt og bítandi hefur þessi staðreynd verið að síast inn, frá því að Sigrún kom niður, að morgni 17. júní og sagði mér að þú hefðir fengið hjartaáfall og dáið. Ein setning - og allt verður öðruvísi. Á maður svo bara að kyngja þessu? Ertu dáinn, út í bláinn...? Allt í einu stendur maður frammi fyrir því að dauðinn, sem hingað til hefur verið einhvers staðar annars staðar, er kominn inn í innsta hring og farinn að höggva þar. Það er svo sjálfsagt að hafa vinina sína alltaf til taks í kringum sig að maður pælir ekki í öðru. Þú komst og fórst, hringdir hvenær sem þér datt í hug - ekk- ert var sjálfsagðara. Þú borðaðir með okkur, fleygðir þér snög- gvast upp í sófann á eftir, hlustað- ir á fréttirnar í útvarpinu, dottað- ir, sprast svo á fætur, þakkaðir fyrir matinn og varst farinn - ekk- ert var eðlilegra. En ekkert er óeðlilegra og sárara en það að þú komir aldrei aftur! Þú ert ekki heima hjá þér á Laugaveginum. Þú ert ekki í vinnunni þinni, þú ferð aldrei framar í Kjallarann, þú ert ekki lengur með okkur í leikfélaginu, þú yrkir ekki meir, syngur ekki með okkur, rökræðir ekki við okkur lengur um eilífð- armálin, hlátur þinn er hættur að smita okkur. Þú ert ekki. Þú ert genginn á jökulinn. Fyrst svo er- vertu þá sæll. Nóttin breiðir á djúpin sín dimmu tjöld og dauðinn ríður. Hvort hefur sá betur sem hreppir þann gest í kvöld eða hinn sem bíður? (Jón Helgason) Ingibjörg Hjartardóttir Björn Bjarnason kom austan af Norðfirði fyrir aldarfjórðungi til að setjast í Kennaraskólann. Þetta var á tímum vaxandi rót- tækni í þjóðfélaginu, sum okkar farin að setja stór spurningar- merki við pólitíska þróun og kennsluhætti eða voru almennt rugluð. Ég kom úr Menntaskól- anum í Reykjavík, þunglama-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.