Þjóðviljinn - 25.06.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.06.1988, Blaðsíða 8
BREYTT KÍLÓMETRAGJALD OG DAGPENINGAR í STAÐGREÐSLU FRÁ 1. JÚNÍ1988 KÍLÓMETRAGJALD Frá og með 1. júní 1988 breytist áður auglýst skattmat á kílómetragjaldi, sbr. auglýsingu ríkisskattstjóra nr. 3 frá 4. janúar sl. og auglýsingu hans nr. 7 frá 25. maí sl. Mattii tekna á endurgjaldslausum afnotum launamanns af bifreið sem launagreiðandi hans lœtur honum í té hœkkar þannig: Fyrirfyrstu 10.000 km afnotúr 16,55 pr. km íkr. 16,85 pr. km. Fyrlrnœstu 10.000km afnotúr 14,85pr. km I kr. 15, lOpr. km. Yflr20.000km afnotúr 13, lOpr. km í kr. 13,30 pr. km. Mat á endurgreiddum kostnaði til launamanns vegna afnota launagreiðanda af bifreið hans, sem halda má utan staðgreiðslu, hœkkar þannig: Fyrir fyrstu 10.000km afnot úr 16,55 pr. km f kr. 16,85 pr. km. Fyrirnœstu 10.000kmafnotúrl 4,85 pr.kmfkr. 15,10pr.km. Yfir20.000km afnotúr 13, Wpr. km íkr. 13,30pr. km. Fái launamaður greitt kílómetragjald frá oþinberum aðilum vegna aksturs í þágu þeirra sem miðast við „sérstakt gjald' eða „torfœrugjald" sem Ferðakostnaðamefnd ákveður má hœkka kílómetragjaldið sem hér segir: Fyrir 1 -10.000kmakstur-sérstaktgjald hœkkun um 2,60 kr. pr. km. torfœrugjald hœkkun um 7,00 kr. pr. km. Fyrir 10.001-20.000km akstur - sérstakt gjald hœkkun um 2,30 kr. pr. km. torfœrugjald hœkkun um 6,25 kr. pr. km. Umfram 20.000km akstur-sérstakt gjald hœkkun um 2,05 kr. pr. km. torfœrugjald hœkkun um 5,55 kr. pr. km. DAGPENINGAR Frá og með 1. júní 1988 breytist áður auglýst skattmat á dagpeningum, sem halda má utan staðgreiðslu, sbr. auglýsingu ríkisskattstjóra nr. 3 frá 4. janúar sl., þannig: Almennir dagpeningar vegna ferðalaga erlendis: New York borg SDR150, óbreyttSDR 150 Noregur og Svfþjóð úr SDR165ÍSDR170 AnnarsstaðarúrSDR 150ÍSDR155 Við það skal miða að almennir dagpeningar vegna ferðalaga erlendis skiptisf þannig: Vegna gistingar 50%. Vegna fœðis 35%. Vegna annars kostnaðar 15%. Sé hluti af ferðakostnaði erlendis greiddur samkvœmt reikningi frá þriðja aðila og jafnframt greiddir dagpeningar skal miða við framangreinda skiptingu við mat á því hvort greiða beri staðgreiðslu af hluta greidöra dagpeninga. Dagpeningar vegna þjálfunar, náms eða eftirlitsstarfa: New York borg SDR 95, óbreytt SDR 95. Noregur og Svíþjóð úrSDR 105 ÍSDR110. AnnarsstaðarúrSDR95íSDR 100. Dagpeningar vegna ferðalaga innanlands: RSK RfWSSKATTSTJÓRI Gisting og fœði í einn sólarhring úrkr. 3.960,- f kr. 4.665,- Gistingfeinnsólarhrlngúrkr. 1.890,- íkr. 1.915,- Fœði hvern heilan dag, minnst lOtfma ferðalag úrkr. 2.070,- í kr. 2.750,- Fœðiíhálfandag,minnst6tímaferðalagúrkr. 1.035,-fkr. 1.375,- Listahátíð er lokið Síðasta dag Listahátíðar spil- aði Guarneri strengjakavartett- inn í Óperunni fyrst kvartett K. 387 eftir Mozart sem er einn af hinum svonefndu Haydnkvart- ettnum. En þeir eru í dómi undir- ritaðs Mozart eins og hann er bestur og dýpstur. Par sýnir hann langt inn í sál sína en þessi músík er jafnframt svo afskaplega mikil Iist. Mozart er þar komin inn í undursamlegan heim sem er eins og forsalur guðheima. Næst var kvartett nr. 1 eftir Janácek. Verkið er eins konar hugleiðing um sögu Tolstojs Kreutzer- sónötna. (Sagan fjallar um hjón- abandið. f prógrammi tónl- eikanna er eitthvað talað um von bundna hinum göfugri tilfinning- um mannsins í ástinni. Pá vil ég nota tækifærið og minna á þá staðreynd sem fremur hljótt hef- ur verið um í nokkrar rómantísk- ar aldir, að ástin er mjög dýrslegt fyrirbæri. Hún stafar frá kyn- hvötinni sem er kænskubragð náttúrunnar til að deyja ekki út. Allar skepnur jarðarinnar (líka marflæmar og jötunuxarnir) hafa bullandi kynhvöt og elskast ofsa- lega. Ef ekki væri kynhvötin væri engin ást. Maður sem er geltur fyrir kynþroska verður ekki ástfanginn en hamingjusamur og glaður alla sína tíð. (Maður sem er geltur eftir kynþroska er hins vegar alveg í keng og á lífstíðar- bömmer - En þetta var útúrdúr innari í lengri útúrdúr.) Þess vegna fær undirritaður eigi kom- ið auga á hina rómantísku göfgi þessara dýraláta sem spretta af kynhvötinni. Þegar mann- skepnan á í hlut eru þau kölluð „ást“ og á hún að vera voða fall- eg, hjartnæm og kannski guðleg. En hjá dýrunum er þetta ástand kallað gredda. Önnur orð sömu merkingar sem mennirnir nota reyndar oft um sjálfa sig eru losti og girnd og fýsn. Hjóna- bandið er reyndar meistaralegt snjallræði homo sapiens til að svala lostafýsnagirnd sinni á staðnum og stundinni og þurfa þar með ekki að standa í því hel- víti að hlaupa berrassaðir út um allan bæ í kulda og roki eins og breimakettirnir sem eiga enn eftir að uppgötva hagræði og blessun hjónabandsins. - Pessi listræna hugleiðing um ekta- skapinn var nú annars útúrdúr sem mér datt si sona í hug út frá Kreutzer-sónötunni og kvartett Janácecks.) Að lokum flutti Guarneri hinn guðdómlega kvartett Beethovens op. 130. Beethoven lifði alltaf einn. Hann horfðist ætíð í augu við lífið eins og það er. Hann flýði aldrei sjálfan sig né hina óhjá- kvæmilegu einsemd mannsins á jörðunni. En Beethoven komst bak við hana. Hann fann landið þar sem maðurinn er ekki lengur einn. Af þeirri ástæðu að þar er einstaklingurinn ekki lengur til. Aðeins hinn mikli eilífi andi. Guarneri kvartettinn er frá- bær. Hann lék af óviðjafnanlegri snilld og þarf ekki að hafa um það fleiri orð. Sigurður Þ6r Guðjónsson Dómkórinn á sautjándanum Ætlar það að sannast á mér eins og fleirum að enginn sé spá- maður í sínu föðurlandi? Fyrir nokkru birti ég tarotveðurspá mína um frábært sumar. Og hafði á orði að flýja land ef hún gengi ekki eftir. Nú eru vinir og vanda- menn farnir að ámálga það við mig (en mjög vingjarnlega) hvort ég sé ekki farinn að pakka niður. En sá hlær best sem síðast hlær. Og skulum við tala saman í haust. En sautjánda júní fór ég þá svað- ilför í rokinu og rigningunni að brjótast upp á Landakotshæð. Þar hélt Dómkórinn konsert í Kristskirkju. Stjórnandi var Martin H. Friðriksson. Kórinn söng fyrst lag eftir Ros- enmuiler og heitir það „Welt ade, ich bin dein mde“. Heimshryggð- in hefur löngum notið mikilla vin- sælda. Og lifir enn góði lífi. Ég þekki eina fína frú hver grætur allar nætur af svartri heims- hryggð en syngur alla daga af sætri heimslyst. Svona er dýptin mikil í mannlífinu. Og kraftur söngsins. Þá flutti kórinn lag eftir Heinrich Schutz sem ég þarf ekki að taka fram rétt einu sinni að er mesta tónskáld heimsins. Þá kom Ave verum corpus eftir Mozart, fallegt lag eftif Saint-Séns og ann- að eftir Bruckner. Og nokkur ís- lensk lög. Tveir sálmar úr Hóla- bók Guðbrands Þorlákssonar í útsetningu Jóns Þórarinssonar og lag úr Hymnodíu frá 1742 í út- setningu söngstjórans. Loks tvö lög eftir Þorkel Sigurbjörnsson: Áminning og Heyr himna smið- ur. Fyrra lagið er mjög áhrifa- mikið en hið seinna auðvitað klassískt í fegurð sinni og látleysi. Einsöngvarar voru Sigrún V. Gestsdóttir, Anna S. Helgadótt- ir, Sigursveinn K. Magnússon og Ingólfur Helgason. Allt tókst þetta bærilega nema Áminning Þorkels. Þar voru smá slys. Schútz fannst mér best sunginn, mjög schútzlega og stílhreint. Mozart var aftur á móti fremur daufur og það vantaði þessa ein- kennilegu brucknerisku mystik í lag gamla góða Bruckners. En ís- lensku lögin voru mjög falléga sungin. Dómkórinn finnst mér fágaður og fínn en skorta snerpu og kraft. Nákvæmni var og stund- um ábótavant. En smekkvísi og listgáfa stjórnandans leynir sér aldrei. Það stóð til að syngja nkkra madrigala úti á stétt en veðrið drap það einsog annað. Nú er all- ur gróður dauður í bænum. Öll sumarsæla! Öll lífsgleði! Og heimshryggðin mun gráta ein. Sigurður Þór Guðjónsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.