Þjóðviljinn - 25.06.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 25.06.1988, Blaðsíða 15
IÞROTTIR 1. deilcL Víkingar mega vara sig Sluppu með 2-1 tapfyrir Þórsurum og ættu að spá ífallbaráttu Fleiri mörk Þórsara lágu í loft- inu í gærkvöldi en Víkingar sluppu með skrekkinn þegar liðin léku á Akureyri. Fyrri hálfleikur var frekar dap- ur og var miðjuþóf að mestu. Á 22. mínútu gaf Hlynur Birgisson laglega sendingu á Halldór Áskelsson sem vippaði yfir Guð- mund Hreiðarsson markvörð 1- 0. Fleira var ekki fréttnæmt úr fyrri hálfleik en fjörið byrjaði í þeim síðari. Guðmundur Valur Sigurðsson bætti við öðru marki á 53. mínútu með lausu skoti af 18 metra færi 2-0. Kristján Kristjánsson fékk gott færi á 57. mínútu en hægri fóturinn brást honum illilega. Fjórum mínútum síðar komst Hlynur í dauðafæri inní vítateig Víicinga en Guðmundur mark- vörður varði ævintýralega vel. Enn fengu heimamenn færi þegar Axel Vatnsdal, nýliðinn í Þórslið- inu, átti gott skot að Víkings- markinu en boltinn fór i varnar- mann og síðan í stöng. Þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum fengu Víkingar sitt fyrsta færi er Trausti Ómarsson komst í ágætis- færi en Þórsarar björguðu í horn. Flestum á óvart náði Lárus Guð- mundsson að minnka muninn fyrir gestina. Víkingar fengu aukaspyrnu, boltanum var nikk- að til Lárusar sem kom honum í netið. Dómarinn var frekar slak- ur og bitnaði það jafnt á báðum liðum. -gg/ste Akureyri 24. júní Þór A.-Víkingur R............2-1 1 -0 Halldór Áskelsson....22.mín 2-0 Guðm. Valur Sigurðss..53.mín 2-1 Lárus Guðmundsson.....84.mín Dómari: Róbert Jónsson. Maður leiksins: Hlynur Birgisson Þór. 1. deild Skaginn ömggur Unnu KR-inga 2-0 í gœrkvöldi Úrslitin teljast nokkuð sann- gjörn því Skagamenn voru nokk- 1. deild kvenna Rangstöðutaktik Fram-ÍA..................0-4 Sigurinn hefði getað orðið stærri en ramminn kom í veg fyrir það. Magnea Guðlaugsdóttir gerði 2 mörk en Sigurlín Jóns- dóttir og Ásta Jónsdóttir sitt- hvort. 0g þetta líka... Það kostar að táka myndir af stórstirnum fótbolt- ans. Ruud Gullit og Marco Van Bast- en fengu um daginn rúmar 220.000 krónur í bætur frá útgefanda sem hafði láðst að spyrja þá kappa um leyfi fyrir myndatökunni. Myndirnar voru á dagbókum fyrir unglinga, svona svipað og Jón Páll var síðasta vetur. Búðum lokað Flestum búðum í Hollandi verður lok- að snemma á laugardaginn til að enginn missi af úrslitaleiknum gegn Sovótmönnum í beinni útsendingu. Stærsta verslunarkeðja Hollands, Al- bert Heijn, mun loka 2 tímum fyrir leikinn og samtök búðareigenda hafa hvatt alla eigendur til að loka snemma. „Flestir loka en aðrir setja upp sjónvarpstæki í búðunum, því eigendurnir vilja horfa á leikinn líka,“ sagði fulltrúi þeirra. Fotbolti um helgina Laugardagur: 2. d.kv. kl.16.00 Selfoss-KS 3. d. A. kl.16.00 Hvöt-Einherji Sunnudagur: 1.d. kl.20.00 Fram-Völsungur l.d. kl.20.00 Leiftur-KA 3.d. B. kl.14.00 Sindri-Magni 3.d. B. kl.14.00 Þróttur N.-Huginn 4.d. A. kl.14.00 4.d. A. kl.14.00 4.d. A. kl.20.00 4.d. B. kl.17.00 4.d. B. kl.14.00 4.d. B. kl.14.00 4.d. D. kl.14.00 4.d. D. kl. 14.00 4.d. E. kl.14.00 4.d. E. kl.14.00 4.d. E. kl.14.00 Árvakur-Skotfélagið Ernir-Snæfell Ægir-Augnablik Léttir-Hafnir Skallagrímur-Ármann Vík. Ól.-Hvatberar Kormákur-Efling HSÞ b-Æskan Neisti Dj.-KSH Austri E.-Höttur Leiknir F.-Valur Rf. Mðnudagur: 1 ,d. kl.20.00 Valur-lBK 4.d. B. kl.20.00 Fyrirtak-Hveragerði KR-Stjarnan...............2-1 Ekki reyndist unnt að fá upp- gefna markaskorarana. ÍBK-Valur.................0-3 Guðrún Sæmundsdóttir gerði fyrsta markið glæsilega beint úr aukaspyrnu. Bryndís Valsdóttir bætti öðru við rétt fyrir leikhlé en Arney Magnúsdóttir innsiglaði svo sigurinn í síðari hálfleik. Sig- urinn hefði getað orðið stærri en Keflavíkurvalkyrjurnar beittu rangstöðutaktik af stakri prýði og kom það í veg fyrir mörg mörkin. 3. deild Glæsimark Olafs gerði út um leikinn Njarðvík-Víkverji...... 1-4 Víkverjar höfðu talsverða yfir- burði yfir heimamönnum. Það tók Níels Guðmundsson ekki nema rúma mínútu að koma Vík- verja í 1-0 og voru mörkin ekki fleiri í fyrri hálfleik. í síðari hálf- leik tók það Níels svipaðan tíma að skora annað markið og staðan varð 2-0. Helgi Arnarssön minnkaði muninn í 1-2 með góðu marki og heimamenn fóru að taka sig á. Ólafur Helgi Árnason sló þá samt alveg út af laginu með þrumumarki á 79. mínútu og þvarr baráttukraftur heima- manna óðfluga eftir það. Guð- mundur Ásgeir Björnsson innsiglaði svo sigurinn þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum,- Grótta-Afturelding...frestað ÍK-Grindavík............0-3 Baldur Ingvason, Hjálmar Hallgrímsson og Júlíus Pétur Ing- ólfsson gerðu útaf við Kópavogs- búana en mark Júlíusar var úr vít- aspymu. Stjarnan-Leiknir........5-1 Ekki var hægt að fá meiri upp- lýsingar. uð betri þegar liðinn léku saman á Skipaskaga í gærkvöldi. Karl Þórðarson gaf netta send- ingu á Gunnar Jónsson sem kom heimamönnum í 1-0 um miðjan fyrri hálfleik. Pétur Pétursson fékk kærkomið tækifæri til að jafna rétt fyrir leikhlé en honum brást bogalistin. Heimir Guðmundsson skoraði seinna markið eftir laglega stung- usendingu á 68. mínútu. Akranes 25. júní ÍA-KR...................2-0 1- 0Gunnar Jónsson...30.mín 2- 0 Heimir Guðmundsson.68.mín Þórði Marelssyni og félögum tókst illa til í gaerkvöld er þeir töpuðu fvrir Þór á Akureyri. 2. deild Fylkir stóð í FH Selfoss-Tindastóll......... 1-0 Leikurinn byrjaði hálftíma of seint og það var ekki fyrr en undir lok leiksins að mark fékkst úr öllu potinu þegar Guðmundur Magnússon skoraði sigurmark Selfyssinga. KS-Víðir.................. 2-2 Paul Friar og Tómas Kárason gerðu mörk heimamanna en Guðjón Guðmundsson gerði að minnsta kosti annað mark Víðis- manna og það úr vítaspyrnu. FH-Fylkir..................2-2 Einu fáanlegu upplýsingarnar frá Kaplakrika voru þær að Krist- ján Gíslason og nafni hans Heimisson gerðu mörk heima- manna. ReynirÁ.-ÚMFSDalvík.....5-2 Engar upplýsingar lágu á jgusu þar heldur. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 HÆKKUN Á SJÓMANNAAFSiÆTTl FRÁ 1. JÚLÍ1988 Sjómannaafsláttur hœkkar hinn l.júlíl988 úr408kr. á dag í444kr. á dag. Um meðferð sjómannaafsláttar skal bent á að hafa til hliðsjónar reglugerð um persónuafslátt og sjómannaafslátt nr. 79/1988, sem send hefur verið til allra launagreiðenda. RSK RÍKIS.SKATTSTJÓRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.