Þjóðviljinn - 25.06.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.06.1988, Blaðsíða 5
Kosinn forseti INNSYN Það eru forsetakosningar í dag, óvæntur viðburður og ólíkur fyrri kosningum um húsráðanda á Bessastöðum. Menn héldu að eina vafavottinum í þessu kjöri hefði verið eytt strax um ára- mótin þegar Vigdís lýsti yfir vilja til endurkjörs, en Flokkur mannsins sá sér leik á borði, rauf hefðina og bauð fram gegn sitj- andi forseta. Hvernig sem úrslitin verða má slá föstu að Sigrún og félagar hafa fengið fyrir snúð sinn. Framboð- ið hefur vakið talsverða athygli meðal almennings, og það skiptir Flokk mannsins litlu máli þótt flestir séu neikvæðir, sumir hneykslaðir: betra er að vera af illu frægur en engu. Enda hefur frambjóðandinn ekkert gert af sér, - forseti skal kosinn á fjög- urra ára fresti og ekki Sigrúnu Þorsteinsdóttur að kenna þótt ekki hafi tíðkast áður. Að skammast útí Flokk mannsins og Sigrúnu fyrir framboðið er aldei- lis fráleitt, hversu fráleitt sem mönnum kann að finnast það og hversu hlýjar tilfinningar sem menn hafa til Vigdísar forseta. Synjunar- rétturinn Og raunar hefur kosningabar- áttan, að svo miklu leyti sem hún hefur farið fram, vakið gagnlegar spurningar um hlutverk Bessa- staða. Hún hefur að miklu leyti snúist um synjunarrétt forsetans - hversu nota skuli - og þarmeð vakið athygli á því forsetavopni, með þeim afleiðingum senni- legum að forseti á meira undir sér eftir en áður. í Þjóðviljanum var á þjóðhá- tíðardaginn skrifuð forystugrein sem einkum snerist um synjun- arréttinn. Þar sagði að synjunar- rétturinn væri mjög mikilvægur, þótt varla væri eðlilegt af forseta að grípa til hans nema í neyðartil- vikum, einkum og sérstaklega þegar sjálfstæði þjóðarinnar og landsréttindi hennar væru í húfi. Þar var einnig sagt að virk þátt- taka forseta í landstjórn frá degi til dags í krafti synjunarréttarins og þarafleiðandi þjóðaratkvæð- agreiðslna hefði í för með sér þær breytingar að forsetinn yrði að stjórnmálamanni meðal stjórn- málamanna, og yrði þarmeð ófær um að gegna því hlutverki sem hann hefur hingaðtil haft á hendi í umboði allrar þjóðarinnar. Það væri ekki sennilegt að þessi breyting mundi efla lýðræði eða draga úr misrétti í samfélaginu. Hreint út sagt er líklegast að í flokkspólitískum kosningum um forseta mundu ráðandi miðhægri- og hægriöfl ekki verða hlutskörpust, þeim mun frekar en í þingkosningunum að aðeins er kosið um einn stól. Þetta er rétt að endurtaka vegna þess að leiðarinn varð kosningastjóra Sigrúnar, Helgu Gísladóttur, tilefni ádrepu hér í blaðinu þarsem Þjóðviljinn og vinstrimenn eru manaðir til að styðja Flokk mannsins í forseta- kosningunum vegna bráða- birgðalaganna gegn samnings- rétti, vaxandi launamisréttis, skattpíningar launafólks, auðnarstefnu á landsbyggð, - annað séu eiginlega svik við verkalýð og sósíalisma. Hið endanlega sameingartákn ? Það er sumsé ekki lítið í húfi. En framboð Sigrúnar Þor- steinsdóttur virðist að auki á góðri leið með að verða hið end- anlega sameiningartákn í ís- lensku samfélagi. Stuðnings- menn hennar hafa sent bæði Al- þýðubandalagi og Kvennalista liðsbónarbréf vegna sameigin- legrar félagshyggju og andstöðu við bráðabirgðalögin, - ASÍ, BSRB og BHM hafa fengið svip- uð tiimæli. í bréfi til krata frá Sig- rúnarmönnum er höfðað til jafnréttishugsjónar Alþýðuflok- ksins, og hugsjónir Framsóknar- flokksins um manngildi og sam- vinnu eiga að verða Steingrími og félögum tilefni til að reisa merki Sigrúnar samkvæmt bréfi þang- að. Síðast en ekki síst telja Sig- rúnarmenn einsætt að vegna sam- eiginlegrar sjálfstæðis- og frelsis- hugsjónar sláist Sjálfstæðisflokk- urinn í förina. Hvers á Borgaraflokkurinn eiginlega að gjalda? Tvö? Þrjú? Fjögur prósent? í tveimur skoðanakönnunum um fylgi í forsetakosningunum hefur Vigdís „unnið“ með yfir- burðum. Mótframbjóðandi hennar fékk 1,7 prósent fylgis þeirra sem afstöðu tóku í annarri könnuninni, 2,7 prósent í hinni. Miðað við aðstæður allar kemur þetta ekki á óvart. Flokkur mannsins, bakhreyfing Sigrúnar, fékk 1,6 prósent í þingkosningum síðast og alltaf haft einhverja svörun í könnunum. Raunar er líklegt að Sigrún fái heldur meira fylgi en þetta þegar upp er staðið í kvöld. í fyrsta lagi vegna þess að yst til hægri er hóp- ur manna sem aldrei hefur sætt sig við þjóðkjör Vigdísar Finn- bogadóttur, og í annan stað vegna þess að þrátt fyrir ruglings- legan málflutning virðist Sigrúnu hafa tekist að ná til dálítils hluta óánægðra kjósenda í andstöðu við vald og kerfi. Yfirlýstur stuðningur þekktra kerfiskalla og íhaldsmanna úr ýmsum flokkum við Vigdísi gætu leitt einhverja til að styðja Sigrúnu og gefa með því dauðann og djöfulinn í valds- pakkið, og skipti þá ekki öllu þótt margir styðji Vigdísi sem ekki styðja kerfið. Ýmis viðbrögð við kynningarþætti Vigdísar benda til að stuðningsmenn hennar hafi ef til vill ekki gætt sín nógu vel á því að halda Vigdísi sjálfri fram í kosningahríðinni, - sem vissu- lega hefur verið soldið snúin fyrir Vigdísarmenn - og samsamað hana óþægilega við valdaklíku og stjórnkerfi sem margir eru hund- fúlir með þótt þeir virði bæði Bessastaði og Vigdísi. Frammistaða Vigdísar í sjón- varpsávarpi sínu í fyrrakvöld veg- ur þó örugglega upp á móti. Hún átti þar sterkan leik, var einlæg, alvarleg og yfirveguð, lagði óhik- að fram sína stefnu um hlutverk forseta, tók málefnalega á and- stæðingi sínum og þó föstum tökum, talaði af reynslu og styrk, og hefur sennilega sjarmerað þjóðina uppúr skónum enn einu sinni. Raunveruleiki Það er auðvelt að taka undir með Vigdísi þegar hún segir hug- myndirnar um þjóðaratkvæða- greiðsludómarann í forsetastól bera vott um bernska þrá eftir frelsara í daglega lífinu. Það er líka skemmtilegt að sínu leytinu að ræður Sigrúnar og stuðnings- manna um stjórnarskrána frá 1944, - þessa sömu og sífellt er verið að reyna að endurskoða - eru farnar að minna helst á sagnir Völuspár um þær undursamlegar gollnar töflur sem í grasi finnast; - munu ósánir / akrar vaxa... Þetta er sosum einsog í pólit- ísku óráði án tillits til raunveru- leikans í kring. Hinu má svo ekki gleyma að sumt af því sem Mannsflokksmenn hafa dregið fram sér til framdráttar síðustu vikur er raunveruleiki af raunver- ulegasta tæi: virðingarleysi ráð- herranna við sjálfsögð mannrétt- indi , hrópandi launamisrétti, samþjöppun valdsins og samtryg- ging valdhafanna, niðurlæging landsbyggðarinnar gagnvart gróðalýð suðvesturhornsins... Og um þessi mál og önnur jafn- aðkallandi þarf endilega að kjósa sem allra fyrst. í dag er hinsvegar verið að kjósa forseta á Bessa- staði, - og svo þurfa sumir aðeins að kíkja á Hollendinga og Sovét- menn í sjónvarpinu... MörSur Árnason Laugardagur 25. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.