Þjóðviljinn - 25.06.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.06.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur 25. júní 142. tölublað 53. drgangur Efnahagsmálin Verðbólgumetið slegið ÓlafurRagnar Grímsson: Þörfin á nýrri efnahagsstefnu aldrei verið brýnni. Svavar Gestsson: Almenningur greiðirfyrir stefnu stjórnarinnaríþriðja sinn. Skuldabaggi tveggja miljón króna húsnœðisláns þyngist um rúma miljón á tveimur árum Öll stefnumarkmið ríkisstjórn- arinnar í efnahagsmálum eru fall- in. Gengið hefur verið fellt, verð- bólga er 10 til 20 sinnum meiri en í viðskiptalöndum okkar, rekstr- arvandi atvinnuveganna er leystur til bráðabirgða með stöðugt auknum erlendum lán- tökum og það stefnir í hálfs milj- arðs króna halla á ríkissjóði í ár. Þetta kemur m.a. fram í viðtölum Þjóðviljans við Ólaf Ragnar Grímsson og Svavar Gestsson í blaðinu í dag. Ólafur Ragnar segir að á dag- inn hafi komið að allar viðvaranir Alþýðubandalagsmanna í fyrra og það sem af er þessu ári, hafi reynst réttar. - Þörfin á nýrri efnahagsstefnu hefur ekki verið brýnni í langan tíma og við mun- um á næstu vikum setja fram að nýju okkar tillögur og sýna framá hvernig leggja skal nýjan grund- völl að endurreisn efnahagslífs- ins. - Almenningur hefur verið látinn greiða í tvígahg fyrir óráðs- íu stjórnvalda í efnahagsmálum. Fyrst með matarskattinum og síðan hærra innflutningsverði. Nú á hann að greiða í þriðja sinn með aukinni skuldabyrði af áhvfl- andi lánum, segir Svavar. Samkvæmt upplýsingum úr Húsnæðisstofnun sem Þjóðvilj- inn fékk í gær, hefur skuldabyrði húsnæðisláns sem var 2 miljónir og 226 þúsund fyrir réttum tveimur árum er það var tekið, þyngst um rúma miljón og er komið í 3.311.000 krónur. 163% ¦{-150% 4-/00% 50% 4- 10% Desember Janúar Febrúar Mars AprQ Maí Júní Línuritið sýnir hækkun byggingarvísitölu síðustu mánuðina. Hækkun vísitölunnar milli mánaða er framreiknuð til 12 mánaða þannig að sjá má hvað hækkanir yrðu miklar á einu ári ef verðbólguhraðinn hóldist óbreyttur í eitt ár. Það kemur vel fram að verðbólguhraðinn hefur tekið kipp eftir að ríkisstjómin greip til fálmkenndra efnahagsráðstafanna sinna. Ef ekki verður lát á mun byggingarvísitalan hækka um 163% á Sjá SÍÖU 3 einu ári. New York Skuggahliðamar Pað var ekki fyrr en ég var komin hingað heim að ég fann hvað þetta umhverfi hafði fengið óskaplega á mig; hringlið í betlar- abaukunum, umferðargnýrinn og óhreinindin, heimilislaust fólk að búa um sig í pappakössum fyrir nóttina fyrir framan dýrustu tískuverslanir í heimi með aleiguna í tveimur eða þremur plastpokum, og þannig má áfram telja, segir Guðrún Kristinsdótt- ir, starfandi námsstjóri í fé- lagsráðgjöf við Háskólann, í við- tali við Þjóðviljann. Guðrún fór með hópi félagsráðgjafarnema til New York í vor í námsferð, og kynntu þau sér fátækt í heimsborginni og afleiðingar hennar í ýmsum myndum. Sjá Sunnudagsblað Hitaveita Reykjavíkur 11.4% hækkun laxta Hækkun gjaldskrár Hitaveitu Reykjavíkur um næstu mánaða- mót færir hitaveitunni 80 milljónir í tekjur umfram áætlun. Þessi hækkun er meiri en sem nemur kostnaðarhækkunum hit- aveitunnar vegna ógerðra útboða við Nesjavallaveitu. Verksamn- ingar hafa ekki verið frágengnir vegna byggingar hringveitinga- húss í ösicjuhlíð en ákveðið hefur verið að setja 125 milljónir í byggingu þess á árinu. Þó framkvæmdarfé til bygging- ar hringveitingahússins yrði skert um 80 milljónir á þessu ári væru samt eftir 45 milljónir til fram- kvæmda. Aðeins hefur verið gengið frá verksamningum við ís- tak um byggingu botnplötu húss- ins en það er aðeins lítið brot af heildarverkinu. Sjá síðu 3 Bessastaðir Kjósum! „Allir á kjörstað" er fyrirsögn síðari leiðara Þjóðviljans í dag og er þar hvatt til þess „að hver mað- ur sýni lýðveldinu og æðsta emb- ætti þess sjálfsagðan sóma og neyti síns atkvæðisréttar". Sjá síður 4, 5 og 16 Útflutningur Dollarinn hækkar Fleiri krónurfástfyrir útflutningsafurðir á Bandaríkjamarkaði Kaupverð dollarans hefur hækkað all verulega frá því gengi íslensku króunnar var síðast fellt um miðjan maí sl en jafnframt hefur kaupverð breska sterlings- pundsins og japanska yensins lækkað þó nokkuð. Eftir síðustu gengisfellingu var dollarinn á 43,50 en er kominn í 45,16 krónur sem er 4,6% hækk- un. Sterlingspundiðhefurlækkað um 3,4% og yenið um hvorki meira né minna en 10%. Breytingar á þessum gjaldmiðl- um hafa leitt til þess að fleiri krónur fást nú fyrir dollarann en áður og kemur það fiskvinnslunni til góða en til hins gagnstæða fyrir afurðir sem seldar eru á breska og japanska markaðinn. Sjá síðu 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.