Þjóðviljinn - 29.06.1988, Qupperneq 7
- uppreisn í Landinu helga
Áferð umflóttamannabúðir Palestínuaraba íJórdaníu og á herteknu
svœðunum vestan árinnar Jórdan og í Gaza
i r
1. grein
Intifadan, uppreisnin á hinum
herteknu svæðum Israelsríkis á
Vesturbakka Jórdanár og Gaza-
svæðinu hafði staðið í hálft ár
þegar ég lenti á flugvellinum í
Amman í Jórdaníu. Erindið var
að sjá með eigin augum þann
veruleika sem sjónvarpið og aðrir
ijölmiðlar hafa leitast við að
miðla til okkar þessa mánuði með
þeim árangri að flestir eru nú
hættir að taka eftir því þótt barn
sé limlest eða skotið til bana,
heimili lögð undir jarðýtur eða
hermenn grýttir af börnum. I
flugvélinni á leiðinni las ég í er-
lendum blöðum að uppreisnin
væri að fjara út, að allt væri nú að
færast í eðlilegt horf og skólarnir
væru nú loksins opnaðir aftur
eftir hálfs árs lokun.
10 dagar
í Palestínu
Ég dvaldi 10 daga í Palestínu,
þar af 5 daga á Vesturbakkanum
og Gaza-svæðinu, og 5 daga í Jór-
daníu. Þar skoðaði ég meðal ann-
ars stærstu flóttamannabúðir Pal-
estínumanna í Miðaustur-
löndum, þar sem búa nærri
100.000 flóttamenn.
Á herteknu svæðunum
skoðaði ég flóttamannabúðir,
heimsótti sjúkrahús, skóla og að-
ila sem láta sig mannréttindi
varða, og ég hitti fólk, sem hvar-
vetna tók mér af stakri gestrisni
og reyndist óðfúst að veita mér
upplýsingar og leiðsögn, jafnvel
þótt það tæki þar með mikla
áhættu.
Ég sá börn og unglinga hlaða
vegatálma og kasta grjóti að
hernámsliðinu. Ég sá fórnarlömb
barsmíðanna sem ísraelsher
beitir gegn aröbum á herteknu
svæðunum. Ég hitti limlest börn,
ekkjur og sveltandi flóttamenn.
Ég sá hermenn beita skotvopnum
gegn börnum og unglingum og ég
sá táragasskýin leggjast yfir
flóttamannabúðirnar og göturnar
í Gaza. Ég upplifði mannlausa
bæi og þögn sem var hlaðin of-
beldi og spennu og ekki rofin af
öðru en vélarhljóði herjeppanna
sem hringsóluðu um mannlausar
göturnar undir brennheitri há-
degissólinni meðan á allsherjar-
verkfallinu á herteknu svæðun-
um stóð. Ég sá heimili sem höfðu
verið lögð undir jarðýtur, ég hitti
menn sem höfðu sætt misþyrm-
ingum í fangabúðum herstjórnar-
innar og ég heyrði óteljandi sögur
af óhæfuverkum ísraelska hers-
ins.
Ég talaði við kristna araba og
múslima, óbreytt alþýðufólk og
menntamenn, lækna, lögfræðing
og prest. Ég kynntist palestínsku
konunum sem hafa yfir sér sér-
stakan þokka og reisn, þar sem
þær ganga teinréttar í sínum síðu
kuflum með nauðþurftir heimilis-
ins á höfðinu. Ég naut ótrúlegrar
gestrisni þessa fólks og var boð-
inn besti viðgjörningur hvar sem
ég kom.
Ég sá dýpri niðurlægingu og ör-
birgð en ég gat ímyndað mér, ör-
væntingu, ótta og vonleysi, og ég
upplifði einnig óbilandi kjark og
baráttuvilja fólks sem virtist ekk-
ert óttast og storkaði hernámslið-
inu af fullkomnu æðruleysi.
En fyrst og síðast sá ég börnin
sem þekkja ekki annan veruleika
en þennan: berfættu börnin sem
léku sér í kringum opin skolpræs-
in í moldargötum flóttamanna-
búðanna eða æfðu sig í að hlaða
vegatálma úr smásteinum, börn-
in sem sýndu mér stolt teygju-
byssurnar og slöngurnar sem þau
beita gegn ísraelska hernámslið-
reynslunnar glittir engu að síður í
hyldýpissakleysi barnssálarinnar
sem getur illa greint á milli leiks
og alvöru.
Reynsla mín þessa daga á her-
teknu svæðunum var bæði erfið
og yfirþyrmandi, en hún sann-
færði mig um tvennt:
1) Uppreisnin, eða intifadan
eins og Palestínuarabarnir kalla
hana, var ekki að fjara út. Hún
hefur trúlega þvert á móti aldrei
verið víðtækari en nú. En hún
mun sennilega breyta um farveg.
Samstaðan um friðsamlega and-
spyrnu gegn yfirvöldum á her-
námssvæðunum er víðtækari en
áður, en jafnframt eru einnig
teikn á lofti um stigmögnun of-
beldis.
„Pegar barn á fjórða ári er farið
andi ógnarástandi sem þarna rík-
ir, heldur færa þeir okkur veru-
leikann í brotakenndu formi sem
bundið er við einstakar myndir
eða atburði. Ástandið á herteknu
svæðunum og í flóttamannabúð-
um Palestínumanna þar er ein-
faldlega mun alvarlegra en okkur
hefur verið sagt. Ég hef fylgst
með þessu máli í gegnum fjöl-
miðla um árabil og skrifað um
það fjölmarga fréttapistla og
greinar hér í blaðið í gegnum
árin. Veruleikinn kom hins vegar
yfir mig eins og köld vatnsgusa:
hvernig var þetta mögulegt?
Hér á eftir og í næstu blöðum
munu birtast frásagnir af því sem
ég reyndi og sá í Palestínu þessa
10 daga. Frásögnin verður í fjór-
um hlutum. í fyrsta hlutanum er
þriðja heiminum. Húsin með-
fram þjóðveginum eru lágreist og
hrörleg, en sum þeirra hafa verið
máluð og þarna má sjá hvers kyns
starfsemi í gangi, bílaverkstæði
og aðra þjónustu við vegfarend-
ur, handverksmenn að störfum
o.s.frv.
Kyrr kjör
í Baqaá
Þegar inn í búðirnar er komið
eru húsin hrörlegri, göturnar
þrengri og þrengslin augljósari.
Fólkið býr í kofum sem eru flestir
hlaðnir úr múrsteini. Bárujárnið
á þakinu er fergt niður með
grjóti, og sumir kofarnir eru ein-
faldlega gerðir úr blikki. Víðast
eru moldargötur, en sumstaðar
eru göturnar steyptar eða mal-
Götumynd úr fóttamannabúðunum í Baqaá, skammt fyrir utan Amman í Jórdaníu. Þar sem göturnar eru steyptar eru opnar skolprennur eftir
miðri götunni. Víðast er þó aðeins um moldargötur að ræða.
inu, börnin sem voru óðamála að
tjá sig um það sem þau höfðu
upplifað og börnin sem stóðu á
verði til þess að vara mig við
hermannajeppunum sem hring-
sóluðu um flóttamannabúðirnar.
Börn sem höfðu misst föður sinn,
börn með skotsár, limlest börn,
skítug börn með glampa í augum
sem gaf til kynna undarlegt sam-
bland af heift og sakleysi. Börn
sem eru öðruvísi en öll önnur
börn sem ég hef áður séð, því þau
hafa andlit sem eru rúnum rist af
ábyrgð og reynslu af daglegu of-
beldi, en í gegnum þessa grímu
að spyrja hina fullorðnu að því
hvernig eigi að búa til mólótof-
kokteila, þá getum við reiknað
með að það muni grípa til sinna
ráða fyrr en varir að óbreyttum
aðstæðum," sagði læknir á Vest-
urbakkanum við mig, og bætti því
við að foreldrar hefðu ekki
lengur neina stjórn á börnum sín-
um.
2) Sú mynd sem við höfum
fengið í gegnum fjölmiðla af á-
standinu á herteknu svæðunum í
Palestínu er blekkjandi. Fjöl-
miðlarnir ná einfaldlega ekki að
bregða upp mynd af því viðvar-
sagt frá heimsókn í Baqaá-flótta-
mannabúðirnar skammt fyrir
utan Amman í Jórdaníu. í næsta
hluta verður sagt frá ferð minni
ytir á Vesturbakkann, til Jerúsal-
em, Ramallah og fleiri bæja og
þorpa. Þriðja frásögnin verður af
ferð minni á Gazasvæðið og
fjórði og síðasti þátturinn verður
viðtal við kaþólskan prest frá
bænum Efraím á Vesturbakkan-
um.
Þegar komið er að Baqaá-
flóttamannabúðunum fyrir utan
Amman í Jórdaníu líta þær fljótt
á litið út eins og fátæklegur bær úr
bikaðar með opinni skólprennu
eftir miðri götunni.
í Jórdaníu rignir ekki 6 mánuði
ársins, en á regntímanum sem
varir frá nóvember fram í apríl
verða moldargöturnar í flótta-
mannabúðunum að forarvilpu
sem nær að minnsta kosti í ökla.
Markaður var í gangi þegar ég
kom inn í búðirnar, og þar var
fjölbreytt úrval varnings og
mannlíf allt hið framandlegasta í
norrænum augum. Mannmergð-
in var mikil og þarna mátti auk
lífsnauðsynja hvers konar fá ými-
skonar þjónustu, svo sem eins og
Miðvikudagur 29. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7