Þjóðviljinn - 30.06.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.06.1988, Blaðsíða 4
I>EIf)ARI KLIPPT OG SKORIÐ Margbrotin bráðabirgöalög Bráðabirgöalög ríkisstjórnarinnar eru nú orðin 40 daga gömul. Auðvitað eru 40 dagar ekki langur tími en samt er reynslan af löggjöf ríkisstjórnarinnar orðin það fjölbreytileg að erfitt er að finna nokkurn samjöfnuð þótt leitað sé í allri sögu íslenska ríkisins. Og reynslan af bráðabirgðalögunum er þann- ig að ekki er víst hvaða tilfinningar bærast í brjósti landsmanna, þegar á þau er minnst, þar ber ýmist hæst reiði eða vorkunn- semi. Lögin voru ekki nema 10 daga gömul þegar ráðherrunum hafði verið komið í skilning um að þau gætu ekki staðist og þeir hlutu að gefa út ný bráðabirgðalög til breytinga á hinum fyrri. Það voru glöggir peningamenn sem sáu að lagasetning ráð- herranna gat orðið til þess að kippa fótunum undan bankastarf- semi í landinu. Hætta var talin á að þeir, sem geyma sparifé sitt í bönkum og sparisjóðum, leituðu á önnur mið að óbreyttum bráðabirgðalögum. Bankamenn mótmæltu hátt og snjallt og ráðherrarnir létu undan. Aldrei var á því legið að einn aðaltilgangur bráðabirgðalag- anna var að koma í veg fyrir launahækkanir. í lögunum er að finna nákvæm fyrirmæli um það hvað leyfilegt sé og hvað óleyfilegt í þeim efnum. Og til að setja undir hugsanlegan leka settu ráðherrarnir ákvæði í lögin sem banna atvinnurekendum að hækka laun, þóknanir og hlunnindagreiðslur hvers konar umfram það sem kveðið var á um í lögunum. Öllum var Ijóst að ákvæði sem þetta gæti ekki komið í veg fyrir launaskriðið svonefnda, þ.e. yfirborganir eftir því sem atvinnurekendur sæju sig neydda til. En gamalgróin virðing fyrir lögum gerði það að verkum að menn töldu að þetta ákvæði kæmi í veg fyrir opinbera samninga sem sprengdu ramma bráðabirgðalaganna. Menn urðu því dálítið hissa þegar ramm- inn var sprengdur við gerð nýrra kjarasamninga í álverksmiðj- unni í Straumsvík. Þar voru launþegar og atvinnurekendur sammála um að virða bráðabirgðalögin að vettugi. Löggjafinn, Þorsteinn Pálsson og félagar, pantaði álitsgerð á álitsgerð ofan en allt kom fyrir ekki. Niðurstaðan var sú að menn gerðu ekkert með lagasetningu ráðherranna. 7. grein bráðabirgðalaganna er óvenjulega skýrt og sköru- lega orðuð: „Frá gildistöku laga þessara skulu hækkanir á gjaldskrám ríkisfyrirtækja háðar samþykki ríkisstjórnarinnar.“ Það vakti því ekki litla athygli þegar Landsvirkjun auglýsti hækkun á raforku, og stjórnendur hennar voru ekkert að hafa fyrir því að spyrja hvort ráðherrarnir væru samþykkir eða ekki. Hvað var nú til ráða hjá handhöfum bráðabirgðalöggjafar- valdsins? Þeir tylltu sér á rökstólana eina ferðina enn og settu á langar ræður um hvað væri ríkisfyrirtæki og hvað ekki. Niður- staðan var sú að ákvæði bráðabirgðalaganna næðu ekki yfir Landsvirkjun. Einhverjir ráðherrar voru þó að malda í móinn en neyddust til að sætta sig við orðinn hlut. Enn þá einu sinni á 40 daga tímabili hafði komið í Ijós að lagasmíð þeirra Þorsteins, Steingríms og Jóns Baldvins var einskis metin og litið á hana sem hverja aðra markleysu. Nú líður óðum að þeim tíma að reynir á rauðu strikin svoköll- uðu í samningum fjölmargra verkalýðsfélaga. Sá mikli hraði, sem kominn er á verðbólguna, eykur líkurnar á því að verðlag fari upp fyrir rauðu strikin. Samkvæmt nýlegum kjarasamning- um geta verkalýðsfélögin krafist endurskoðunar á launaliðum að því marki sem verðlag hefur farið umfram viðmiðunarmörk. Og náist ekki samkomulag fellur launaliður samninganna sjálf- krafa úr gildi. En samkvæmt forskrift bráðabirgðalaganna að launahækkunum telst það lögbrot að fara eftir ákvæðum kjara- samninga að þessu leyti. Miðað við stutta en viðburðaríka 40 daga sögu bráðabirgða- laganna er ekki óeðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort verkalýðsfélögin, sem stóðu fyrir skömmu í erfiðu og tímafreku stríði við að ná fram nýjum kjarasamningum m.a. með ákvæðum um rauð strik, hvort þau telji sér skylt að fara að vilja ráðherranna eða hvort þau fylgja gefnu fordæmi og virða bráðabirgðalögin að vettugi. Fagnaðarerindi upplysinga- þjóðfélagsins Ekki vitum við hver fann upp á að halda því fram að við lifðum í upplýsinga- þjóðfélagi. En hitt er víst, að þetta hefur reynst skelfilega vinsælt vígorð og enginn kemst hjá því að sjá og heyra oft á dag áréttingu á því: gagnvirk, samvirk og skjót- virk framvinda grunnþátta upplýsingaþjóðfélagsins glottir framan í okkur í hverj u skúmaskoti. Hitt er svo sjaldgæft að menn reyni að skoða hvað er á bak við þetta fagnaðarer- indi eða með hverju það verður étið. Það er miklu heldur talið nokkuð sjálfgef- ið að sá sem játar af sem mestum fjálgleik hollustu sína við upplýsingar, hann sé þar með kominn á rétta braut í hinum besta heimi allra heima - barasta ef ekk- ert verður til að tefja fram- rás upplýsinganna. Myrkur um miðjan dag í nýlegu fréttabréfi frá Landlæknisembættinu sem fjallar um alnæmi leggur rit- stjórinn, Halldór Valdem- arsson, út af erfiðleikum sem á því eru að dreifa fræðslu og áróðri - í þessu dæmi um hættulegan sjúk- dóm. Og þegar þessi pistill er lesinn, verður manni fyrst að hugsa sem svo, að nú sé upplýsingabyltingin farin að háma í sig börnin sín. Engu er líkara hún gerist svo frek og fyrirferðarmikil að hún heimti að allir hlutir, líka þeirsjálfsögðustu ogein- földustu, verði gerðir svo flóknir, að allir standi hjálp- arvana andspænis þeim nema sérhæfðir upplýsing- astarfsmenn komi til hjálp- ar. Halldór segir á þá leið, að afar algengt sé að áróðurs- herferðir mistakist vegna þess að menn ofmeti „þá grunnþekkingu sem þarf til að skilja boðin í upplýsinga- efninu“. Til dæmis tekur hann sjónvarpsauglýsing- una frægu „sem sýnir karl og konu í atlotum, að því er virðist kynmökum" (Takið eftir þessu hér: „að því er virðist" - það er m.ö.o. ekki Ijóst hvað fólkið er að gera nema sérstakt upplýsinga- átak komi til). A eftir mynd- inni, segirHalldórritstjóri, kemur stutt orðsending „Farið varlega. Fólk deyr af völdum alnæmis“. Grunnþekking á samförum Þetta finnst greinarhöf- undi afskaplega erfið skila- boð. Hann segir: „Til þess að þessi orð- sending nýtist þarf í raun og veru nokkuð víðtækan þekkingargrunn... Þeirsem taka við upplýsingunum verða að þekkj a hugtökin „fólk“, „að deyja“, „að valda“ og „alnæmi“ og vita til hversþau vísa.“ Halldór efast mjög um að fólk ráði við þetta. Það viti líklega nokkurnveginn hvað fólk er, ekki alveg eins vel hvað það er að deyja, enn síður „að valda“ og svo er allra erfiðast að átta sig á alnæminusjálfu: „Það er ekki nóg að upp- lýsa fólk um að alnæmi sé veirusjúkdómur, ef það veit ekki hvað veira er. Jafn til- gangslaust er að uppfræða einstakling um að helsta smitleið almæmis séu sam- farir, ef hann gerir sér ekki grein fyrir því hvað samfarir eru,eða eru ekki.“ Og síðan er haldið áfram skelfilega fræðilegum vangaveltum um það hve erfitt þetta upplýsingavand- amál er, og hve mikla og flókna samþættingu starf- semi heilbrigðisyfirvalda og samanlagðs skólakerfisins þarf til að fólk óttist alnæmi, læri hvað smokkur er og setji hann upp eftir að það hefur komist að því „hvað samfarir eru eða eru ekki“. Allt er þetta að sjálfsögðu vel meint. En hvaðan í dauðanum kemur þessi ár- átta upplýsingatrúaðra á það, að fólk án skólaskyldu, auglýsinga og tölvu sé eins ogóskrifað blað, einskonar meðvitundarlausir fáráðar sem vita ekki sitt rjúkandi ráð, glápi eins og heimskur hrútur á nýtt hlið á h ver j a uppákomu lífsins? Spyr sá sem ekki veit. Að takast og takastekki En sé spurt um áróðurs- herferðir gegn eyðni, þá er líklegt að þær hafi tekist til- tölulega vel hér á landi. Svo mikið er víst, að lygilega stór hluti landsmanna telur að al- næmi sé nú um stundir stærsta heilbrigðsvandamál þj óðarinnar - sem er reyndar ekki rétt. Engu lík- ara reyndar en menn hafi tekið of rækilega inn á sig alnæmisháskann. Upplýs- ingamenn mega sjá sér óumdeilanlegt verkefni í því að kveða niður ranghug- myndir sem eru allút- breiddar hjá almenningi og gera smitleiðir alnæmis mun fleiri en þær eru í raun og veru. Einhver kynni að segja, að upplýsingaherferð um al- næmi hefði mistekist vegna þess, að (eins og kemur fram í fyrrgreindu Fréttabréfi sem geymir vissulega marg- an nytsaman fróðleik þegar allt er skoðað) einungis „el- lefu af hundraði aðspurðra hefur í hyggju að breyta kynhegðun sinni vegna smit- hættu“. Við vitum ekki hvort þetta er mikið eða lítið. Við vitum ekki hve stór sá hópur er sem hefur enga skynsamlega ástæðu til að óttast kynlíf sitt eins og það er - en hann kann að vera drýgri en margur heldur. f annan stað vitum við, að afar mörgum einstaklingum er svo farið.aðþaðersama hve rækilega þeir eru upp- lýstir (t.d. um kynsjúkdóm- ahættu, eiturlyf, skaðsemi áfengis osfrv.) - ekkert get- ur hnikað þeim frá þeirri lokun hugans sem kalla má afneitun. Afneitun sem lýsa má með þessum orðum hér; „Þetta kemur aldrei fyrir mig - ég hlýt að ráða við þetta. Helvíti-það eru hin- if •“ ÁB þJÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.).Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, MargrétMagnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: JóhannesHarðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Ciausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-ogafgreiðslustjórhBjörnlngiRafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprenthf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.