Þjóðviljinn - 30.06.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.06.1988, Blaðsíða 10
Þannig vinna samvinnumenn Ég gat þess hér í blaöinu í gær að sú staðhæfing væri röng að for- ystumenn SÍS hefðu ekkert já- kvætt haft tij málanna að leggja á aðalfundi SÍS, til bjargar í þeim brotsjóum, sem nú ganga yfir samvinnuhreyfinguna. Að vísu má segja að stjórn eða f ram- kvæmdastjóri hafi ekki lagt neinar fullmótaðar tillögur eða ákvarðanirfyrirfundinn, utan endurskipulagningu verslunar- deildarinnar, sem ákveðin hafði verið og frá var greint hér í blað- inu á sínum tíma. Hún lýsti hins- vegar hugmyndum sínum um ýmiss konar uppstokkun og skipulagsbreytingará rekstrin- um. Þær voru síðan rækilega ræddar af fundarmönnum jafn- framt því sem þeir komu fram með sínar eigin ábendingar og athugasemdir. Ég held að þeir, sem gagnrýna stjórninafyrir þetta meinta „for- ystuleysi", skilji ekki eðli sam- vinnuhreyfingarinnar. í hreyf- ingu, semtelurtugi þúsundafé- lagsmanna, er það ekki og á ekki að vera hlutverk fámennrar stjórnar, sem starfar í umboði fé- lagsmanna, að segja þeim fyrir verkum. I einstökum kaupfé- lögum er það þannig, að aðal- fundirþeirra leggja línurnarog takaákvarðanir, sem stjórnirfé- laganna leitast síðan við að fram- kvæma. AðalfundurSambands- ins er einskonar stækkuð mynd af aðalfundum kaupfélaganna. Stjórnirsamvinnusamtakahlusta á það, sem félagsmennirnir hafa til málanna að leggja, og byggja síðan aðgerðirsínarog ákvarð- anir á því, sem þeir samþykkja. Öðru vísi geta samvinnumenn ekki unnið, eigi þeir skilið það sæmdarheiti. Auðvitað eru menn ekki á einu máli um allt á Sambandsfundun- um. Það væru nú meiri ósköpin. Slíkurdoði bæri ekki vott um ann- að en það, að menn létu sig málin engu skipta. Þá fyrst væri alvar- leg hætta á ferðum. Menn deildu vissulega um eitt og annað á fundinum og það vitnar um líf en ekki dauða. En þeir voru einhuga um að skálmöld yrði að linna. Þeir voru einhuga um að vinda þyrfti bráðan bug að því að taka til endurskoðunarog endurskipul- agningarýmsa þætti samvinn- ustarfsins, bæði hjá einstökum kaupfélögum og Sambandinu. Og auðvitað voru þeir einhuga um að fagna því fyrirheiti forstjó- rans að kalla saman aukafundi ef erfið og viðkvæm mál þyrfti að leysa milli aðalfunda. Ég held, að fulltrúar KRON, um 30 talsins ef ég man rétt, hafi átt mikinn þátt í að móta þann anda, sem sveif yfir vötnunum á þess- um aðalfundi. Hinsvegar er ekki rúm til að rökstyðja það í þessum Pjstli-_______________-mhg ídag er 30. júnf, fimmtudagur í elleftu viku sumars, ellefti dagur sól- mánaðar, 182. dagurársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 3.03, en sest kl. 23.58. Viðburðir Fæddur Jón Helgason prófessor og skáld 1899. Kristján Eldjárn kosinn forseti 1968. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Flugher Sovétríkjanna kemst austur að Kyrrahafi á einum sól- arhring. Lýsing á ferðalagi Kokk- inakis. - 7600 km. á 24,36 klukk- ust. - Valur gerir jafntefli við þýska úrvalsliðið. Eftirspennandi leik urðu úrslitin 1:1. — Aðalfund- urLæknafél. íslandsgerirþýð- ingarmiklar samþyktir um barátt- unagegnberklaveiki. UM UTVARP & SJONVARP Tónlistarkvöld - Heiða Sjónvarp kl. 19.00 Margir krakkar kannast við söguna Heiðu eftir Johönnu Spyri. Nú hefur Sjónvarpið orðið sér úti um teiknimyndaröð, sem byggir á þessari sögu. Verður fyrsti þátturinn sýndur í kvöld. - Heiða er 5 ára munaðarleysingi. Býr hjá frændfólki sínu og síðan hjá afa sínum í svissnesku Ólpun- um, geðvondum karlskröggi. Góð vinátta tekst samt með afan- um og Heiðu. Skyndilega heimt- ar frændfólkið hana til sín á ný og á hún að gerast leikfélagi lítillar lamaðrar stúlku. Verður þeim fljótlega vel til vina. Heiðu langar þó alltaf í sveitina til afa, fær það að lokum og Klara heimsækir hana um sumarið. Og það verður sannarlega viðburðaríkt sumar. -mhg Stangaveiði Sjónvarp kl. 20.35 íslendingar eru miklir sport- veiðimenn. Það má því ætla að þeir fagni því, að Sjónvarpið er nú að hefja sýningar á þáttaröð um stangaveiði. Verða þættirnir sex og umsjónarmaður þeirra er John Wilson, sem bæði er sport- veiðimaður og fjölmiðla-. - í fyrsta þættinum verður fjallað um gedduveiði en til hennar þekkja íslendingar eðlilega lítið. Hinsvegar eru þær í miklu uppá- haldi hjá stangaveiðimönnum víða um heim og býsna fúsar á að gína við agninu. Með þessum þáttum hyggst Wilson karlinn skýra það fyrir fólki hversvegna stangaveiðin er svo vinsæl íþrótt og eftirsótt. _mhg Listahátíö Rás 1 kl. 20.15 Þann 12. júní s.l. hélt Empire Brass Kvintettinn tónleika í Háskólabíói. Þessir tónleikar verða nú á dagskrá Ríkisútvarps- ins í kvöld. - Kvintettinn hefur nú senn starfað í 17 ár. Hann var stofnaður að tilhlutan Leonards Bernsteins árið 1971. Hann hefur getið sér mikið frægðarorð og er nú viðurkenndur um víða veröld sem einhver albesti málmblásara- kvintett í heiminum, ekki hvað síst rómaður fyrir mjög fjöruga tónleika. - Meðlimir kvintettsins eru: Rolf Smedvik, trompet- leikari, en hann er af íslenskum ættum, Jeffrey Curnow, trompet- leikari, Martin Hackleman, hornleikari, Scott A. Hartman, básúnuleikari og J. Samuel Pilafi- an, túbuleikari. - A efnisskránni eru m.a. verk eftir Hándel, Ross- ini, Turina, Bach, Gershwin og Bernstein. - Kynnir er Edvard J. Frederiksen. -mhg Útimarkaður Útvarp Hafnarfjörður kl. 13.00 Útimarkaður er rekinn á Thorsplaninu í Hafnarfirði á hverjum fimmtudegi. Sjá Æsku- lýðsráð Hafnarfjarðar og vinnu- skólarnir um skipulag hans. f dag verður Útvarp Hafnarfjörður með beina útsendingu frá mark- aðinum. - Tilgangurinn með þessari starfsemi er að lífga upp á bæjarlífið. Þarna bjóða kaup- menn varning sinn og eitt og ann- að gerist uppi á skemmtipallin- um. í útsendingunni í dag verður spjallað við fólk og leikin óskalög þess. Fram koma skemmtikraftar úr ýmsum áttum, bæði þekktir og lítt kunnir. Og útgefendur hljóm- platna eru velkomnir til þess að kynna plötur sínar og leika þær fyrir Hafnfirðinga og aðra þá, sem koma á Thorsplanið í dag. -mhg GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.