Þjóðviljinn - 30.06.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.06.1988, Blaðsíða 9
MENNING Saskia de Vriendt: Það tekur heila ævi að verða góður málari. Mynd- Ari Norræn tónUstar• hátíð Tveir kórar og lúðrasveit taka þátt í tónlistarhátíð í Óðinsvéum í gær hófst níunda tónlistar- hátíð Norræna alþýðutónlist- arsambandsins (NASOM) í Óðinsvéum í Danmörku. Há- tíðin er haldin á 4-5 ára fresti til skiptis á Norðurlöndum, og í þetta sinn koma saman um 6000 söngvarar og hljóðfær- aleikararfráöllum Norður- löndum. Fulitrúar íslands á hátíðinni eru Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur, RARIK-kórinn og Lúðrasveit Verkalýðsins, og eru hóparnir allir meðlimir í Tónlist- arsambandi alþýðu (Tón.Al.). Þeir komu fram við setningu há- tíðarinnar, og eru með sameigin- lega tónleika í Raadhushallen í Óðinsvéum í dag. Þar verður ferðir gefa gjörólíka tóna. Tré- ristan nær fram hörðum og þung- búnum blæ, þar er aðalatriðið vatnsþunginn, eða krafturinn í fossinum, á meðan vatnslitirnir eru léttari, og ná fram mun fleiri tónum í þessu sama þema. - Mér finnst mjög mikilvægt að breyta um tækni af og til, hver aðferð hefur sín eigin vandamál, sinn tón, sínar áherslur og sína eigin túlkun. Það er líka viss hvíld íþví að snúa sér að annarri tækni. Eg tek mér aldrei hvíld frá mynd- listinni heldur er stöðugt að vinna að einhverju verkefni ogfæ eigin- lega mína hvíld eða tækifæri til að skoða hlutina út frá öðru sjónar- horni við það að breyta um tækni. Núna veit ég til dæmis að þegar ég kem heim ætla ég að vinna að litógrafíum, og það gefur mér annað sjónarhorn á hlutina, af því að sú vinna er gjörólík þeirri sem ég hef fengist við að undan- förnu. Stöðug þróun Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú sýnir einmitt núna? Markar þessi sýning tímamót í þrnni listsköpun að einhverju leyti? - Nei, þetta eru engin tíma- mót. Mér finnst nauðsynlegt að sýna af og til, þó ekki of oft. Ég sýni aldrei verk sem ég er nýbúin með, kannski vegna þess að ég er ekki viss um að þau séu alveg búin. Mér finnst gott að hafa tækifæri til að koma aftur að myndinni og sjá hvort hún rís undir sér sem heild, því á meðan ég var að vinna hana einbeitti ég mér ef til vill bara að nokkrum atriðum, og hef hugsanlega gleymt öðrum. Þau verk sem ég sýni hér núna eru þannig ekki al- veg splunkuný, fiest þeirra eru frá því í fyrra, en það nýjasta lauk ég við í byrjun þessa árs. - Þetta tengist því sem ég sagði áðan um að ég geti verið mörg ár að vinna eina mynd. Stundum er gott að hafa hana í huga einhvern tíma, án þess að vera beinlínis að vinna hana. Til að mynda var ég að vinna að málverki áður en ég kom hingað og því velti ég mikið fyrir mér þessa dagana. Þegar ég kem aftur heim fer ég svo aftur að vinna að því, og þá sé ég kannski aðra hluti en þegar ég skildi við það. Það að verða góður málari er stöðug vinna og stöðug þróun, - ég er viss um að það teícur heila ævi að verða góður málari. Sýning Söskiu lýkur á sunnu- daginn kemur, þann 3. júlí. Gall- erí Svart á hvítu er opið alla daga nema mánudaga kl. 14:00-18:00. LG LEONARD COHEN Tónleikar þessa undarlega manns voru mjög skemmtilegir. Það var frábær stemmning í saln- um. En hún var ekki tryllt eins og DV sagði. Það er ekki rétta orð- ið. Hvað er það annars við Cohen sem nær til fólks? Ef hann myndi ekki syngja en aðeins yrkja myndu fáir hafa af honum gam- an. Ljóð hans eru þung og dapur- leg. Þau stinga mjög í stúf við okkar hressilegu tíma. Ogsöngur mannsins er náttúrlega alls eng- SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON inn söngur. En það er furðuleg staðreynd, að þegar þessi ljóð, sem fáir myndu njóta út af fyrir sig, og söngur, sem er ekki neitt neitt, fara saman verður útkom- an ómótstæðileg. Það er eitthvað í þessu sem erfitt er að lýsa. Eitthvert vonleysi og jafnvel upp- gjöf og djúpur einmanaleiki. En samt eitthvað meira en það; þrá eftir einhverju í heimi sem virðist ekki eiga sér neina framtíð. Það er auðvitað alveg hræðilegt en svona er það nú samt. Það var með Cohen heilmikið lið til að spila og syngja. Var það toppfólk. Ljósaskrautið jók og mjög áhrif tónleikanna. Eins og áður segir var mikil stemmning. En hún var ekki alvarleg og virðuleg eins og maður átti að venjast á tónleikum Listahátíðar. Andrúmsloftið minnti á hippa- tímabilið þegar Tjarnarbúð var aðalstaðurinn. Var þá varla hægt að koma í rauðvínsveislur eða Samúel sýnir á Akureyri Nú fer hver að verða síðastur að skoða sýningu Samúels Jó- hannssonar í Alþýðubankanum á Akureyri, en henni lýkur á morg- un, föstudaginn 1. júlí. Samúel hefur haldið 4 einka- sýningar, 3 á Akureyri og 1 í Reykjavík. í Alþýðubankanum sýnir hann 12 verk, 5 akrílverk unnin á striga og 7 teikningar með bleki á pappír, og eru verkin öll unnin á árunum 1987 og 88. hasspartí án þess að Cohen væri þar að raula. Þá var líka vinstri- sveifla og allir voru hamingju- samir og trúðu á Búdda. Ég tala nú ekki um þá sem voru einlægt á sýrutrippi eða í hassvímu, en eng- inn var maður með mönnum í þá daga nema vera í það minnsta hálfur út úr heiminum. Og allir voru svo yndislega skítugir og ó- geðslegir. Nú eru allir orðnir svo fínir og prúðir og búnir að vera á Voginum. Jafnvel oft og mörgum sinnum. Afskaplega var það nostalgíuvekjandi að sjá þetta gamla lið í Höllinni. En nú er það orðið streit fólk og búið að finna hlutverk sitt í lífinu. Ég sá þarna prófesora geðsjúklinga, krimma, skáld, sjónvarpsstjörnur, róna, listamenn, ráðherra og marga aumingja. Svo voru sætu stelp- urnar úr gamla Sigtúni og Tjarn- arbúð. En þær voru nú ekkert sætar lengur. Og hann var þarna hinn ástsæli krítiker sem sællar minningar skrifaði hjartnæma lofgjörð um eiturlyf sem við kölluðum reyndar hugopnunarl- yf. Já, við vorum heldur betur galopin og lífsglöð í den tíð. Allir voru sem sagt mættir í Laugar- dalshöllina til að votta vonl- ausasta listamanni aldarinnar til- trú sína og aðdáun. En nú er af sem áður var. Allt lokað og læst í huganum. Ekkert galopið og mikið var gaman að fá Leonard Cohen hingað til að minna okkur enn og aftur á hin óhjákvæmilegu endalok. Allt fer þetta til and- skotans að lokum. Og því fyrr því betra. Og þá er tónleikahaldi lokið að sinni. Ég óska öllum lesendum góðra sumarfría og mikið er ég hver þeirra með hálftíma dag- skrá, auk þess sem þeir flytja eitt lag í sameiningu í lok tónleik- anna. Auk þess munu kórarnir og lúðrasveitin taka þátt í lokatón- leikum hátíðarinnar, sunnudag- inn 3. júlf. Tíunda samnorræna tónlistar- hátíðin verður að öllu óbreyttu haldin hér á landi fyrstu vikuna í júlí árið 1992. Á þá hátíð er búist við þrjú til fjögur þúsund þátttak- Norskur Frábær stemmning á tónleikum Cohens. Mynd: Ari. feginn að losna við þá. Nú get ég farið að snúa mér að einhverju skemmtilegu og uppbyggjandi. En ég kem aftur. Geðvondari en nokkru sinni fyrr. Sigurður Þór Guðjónsson Guðrún sýnir olíumálverk Nú stendur yfir málvekasýning Guðrúnar Einarsdóttur í veit- ingaskálanum Þrastalundi við Sog. Guðrún útskrifaðist úr málara- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands í vor. Á sýningunni sem stendur til ellefta júlí eru 14 olíu- málverk. Veitingaskálinn er op- inn til kl. 23:30 alla daga. Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur er einn af fulltrúum íslands á tónlistarhátíðinni. endum. LG í kvöld kl. 20:00 halda tveir kórar frá N-Noregi tónleika í Bú- staðakirkju. Kór jafnaðarmanna frá Nar- vik, Harstad og Finnsnesi, og blandaður kór frá Harstad flytja blandaða dagskrá við hljóm- sveitarundirleik. Stjórnendur eru Tiri Bergesen og Leif Berg. J Útför Svavars Guðnasonar listmálara verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 1. júlí kl. 15. Fyrir hönd vandamanna. Ásta Eiríksdóttir Stjórn Verkamannabústaða í Garðabæ Umsókn um íbúð Stjóm verkamannabústaða í Garðabæ óskar eftir umsóknum um eina eldri íbúð í Krókamýri. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessarar íbúðar gilda lög nr. 60/1S84, nr. 77/1985, nr. 54/1986 og nr. 27/1987. Umsóknareyðublöð verða afhent á bæjarskrif- stofum Garðabæjar, Sveinatungu frá 1. júlí 1988. Umsóknum skal skila eigi síðar en 21. júlí 1988. Stjórn verkamannabústaða í Garðabæ Fimmtudagur 30. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Útgerðarfélag Akureyringa hf. auglýsir lausa til umsóknar stöðu annars fram- kvæmdastjóra félagsins. Krafist er góðrar menntunar og starfsreynslu. Gert er ráð fyrir að nýr framkvæmdastjóri komi til starfa um næstu áramót og taki að fullu við starfinu 1. maí 1989. Umsóknir skulu sendar stjórnarformanni, Sverri Leóssyni, sími 96-22841, sem veitir nánari upp- lýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. Stjórn Útgerðarfélags Akureyringa hf. við Fiskitanga, 600 Akureyri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.