Þjóðviljinn - 30.06.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.06.1988, Blaðsíða 8
MINNING Myndlist AHRIFIN skipta mestu máii Saskia de Vriendt: Það skiptir ekki máli hvað maður málar, heldur hvernig maðurgerirþað í Gallerí Svart á hvítu stendur nú yflr málverkasýning hollensku listakonunnar Söskiu de Vriendt. Saskia er búsett í Amsterdam, þar sem hún stundaði myndlistar- nám við Ríkisakademíuna á ár- unum 1983-1986. Hún sækir myndefni sitt í náttúruna, og hef- ur undanfarin ár aðallega leitast við að túlka þau áhrif sem form og fyrirbæri íslenskrar náttúru blása henni í brjóst. - Ég hef alltaf unnið út frá náttúrunni, segir hún, - það er einfaldlega það sem hentar mér best sem stendur. En í raun og veru skiptir ekki máli hvað mað- ur málar, heldur hvernig maður gerir það. Og þó að landslagið sé núna kveikjan að mínum mynd- um gæti ég auðvitað byrjað að mála eitthvað allt annað, þó ég myndi aldrei byrja að mála eitthvað eins og til dæmis kassa. Náttúran hefur mikil áhrif á mig, og ég Ieitast við að túlka það sem ég sé, eða þau áhrif sem ég verð fyrir, á mismunandi hátt og með mismunandi aðferðum. Landslagið kveikjan Hvers vegna þetta dálæti á ís- lenskri náttúru? - Kannski er það vegna þess að ég er frá landi þar sem allt er flatt, það eru ekki nein fjöll í Hollandi eins og þú veist, og náttúran þar er alls staðar mótuð af manna höndum. fslensk náttúra er hins- vegaróbeisluð og stórbrotin. Það eru í henni sterkar andstæður, oft á tíðum hlið við hlið, mikill fjöl- breytileiki og þannig óendanlegir túlkunarmöguleikar í formi og litum. Ég get svo að segja farið frá einum öfgunum til annarra í minni myndsköpun og samt alltaf verið að mála landslag. - Þessi fjölbreytileiki gefur mér líka frjálsari hendur í minni túlkun. Mér finnst að það eigi að vera augljóst að landslagið, eða náttúran, er kveikjan að mínum myndum, en að öðru leyti get ég hjúpað viðfangsefnið öllum þeim áhrifum sem ég verð fyrir af því, pakkað því inn eða falið það eftir því sem mér finnst vera við hæfi. Sum mótíf eru þannig að mér finnst ég ná áhrifunum af þeim best með því að pakka þeim inn, en svo eru önnur, eins og til dæm- is olíumálverkið af fossinum sem ég sýni í Svörtu á hvítu, hann er nógu sterkur í sjálfu sér eins og hann kemur fyrir, þannig að ég sá enga ástæðu til að reyna að fela hann á nokkurn hátt. Frelsi til að tjá sig Hvernig vinnurðu þínar mynd- ir? Teiknarðu skissur eða tekur myndir sem þú vinnur svo út frá þegar þú kemur til Amsterdam? - Það kemur fyrir að ég geri skissur, eða taki myndir af því sem ég vildi mála, en yfirleitt læt ég mér nægja að taka inn áhrifin af því sem ég sé. Þegar ég var hér síðast tók ég til dæmis mikið af myndum af mótífi sem ég tók svo fyrir, en ég framkallaði ekki myndirnar fyrr en ég var langt komin með mína túlkun á því sem ég sá. Og þá var ég undrandi á því hvað það sem ég hafði verið að gera varlíktfyrirmyndinni. Égvil helst geta unnið úr þeim áhrifum sem ég verð fyrir án þess að verða fyrir truflunum frá raunveruleik- anum, og geta þannig gleymt því sem mér finnst eyðileggja mynd- ina, eða trufla það sem ég upp- lifði við að virða staðinn fyrir mér. Þannig hef ég meira frelsi til að tjá mig, koma fram með það sem ég vil segja. - Stundum Iíður langur tími frá því að ég sé mótíf sem ég vil mála og þangað til ég byrja á verkinu. Ég byrja ekki á mynd fyrr en ég hef leyft hugmyndinni að þróast með mér, og mér finnst aðalat- riðið þegar maður málar vera að ná fram einhverju sem manni sjálfum finnst vera rétt, eða hin sanna túlkun. Þeim mun meira sem er frá sjálfri mér í myndun- um, þeim mun tærari eru þær, og þannig sannari. Með mismunandi áherslum Geturðu sagt mér eitthvað Um hvernig þú vinnur þínar myndir? - Ég er yfirleitt lengi með hvert verk. Vinnan við eina mynd getur varað í mörg ár, því ég get tekið sama hlutinn fyrir aftur og aftur, og eins unnið að málverki í ákveðinn tíma en síðan lagt það til hliðar í marga mánuði. Mín verk þróast í gegnum vinnuna. Oft geri ég hlutina aftur og aftur áður en ég er ánægð með þá, og eins tek ég sama þemað fyrir með mismunandi tækni, eða blanda jafnvel aðferðunum saman. Núna sýni ég einungis málverk og grafík, en ég vinn til dæmis líka með vatnsliti, ætinga, dúkristu og tréristu. Ég held að sú tækni sem ég beiti við að vinna úr þema ákvarðist nokkuð mikið út frá þeirri tilfinningu sem ég hef fyrir viðfangsefninu, þó að stundum komi tímabii þar sem ég vinn ein- göngu með einni ákveðinni að- ferð. - En það að vinna sama þema með ólíkri tækni gefur líka mögu- leika á að leggja mismunandi áherslur á viðfangsefnið og ná fram gjörólíkum hliðum á sama hlutnum. Stundum er það bak- grunnurinn sem skiptir megin- máli, stundum forgrunnurinn, stundum vil ég ná fram þungum INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL.B1985 Hinn 10. júlí 1988 er sjöundi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 7 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiðimeð 5.000,-kr. skírteini kr. 353,30 Vaxtamiðimeð 10.000,-kr.skírteini kr. 706,60 ___________Vaxtamiði með 100.000,- kr. skírteini_kr. 7.066,00_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1988 til 10. júlí 1988 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 2154 hinn 1. júlí n.k. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 7 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1988. Reykjavík, 30. júní 1988 SEÐLAB ANKIÍSLANDS og hörðum áhrifum og stundum minntist á áðan. Hérna sýni ég léttum og leikandi. Sem dæmi um hann málaðan með olíulitum, en þessa mismunandi úrvinnslu á éghef líka unnið hann með vatns- þema get ég nefnt fossinn sem ég litum og í tréristu, og þessar að- Ríkey sýnir málverk og postulín í Hveragerði í dag opnar Ríkey Ingimundardóttir sýningu í Eden, Hveragerði. Á sýningunni verða málverk og postulínslágmyndir. Ríkey útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1983 en hefur síðan stundað keramiknám í sama skóla. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.