Þjóðviljinn - 30.06.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 30.06.1988, Blaðsíða 14
ALÞYÐUBANDALAGIÐ Sumarferðin 1988 Um næstu helgi Þegar skráningu lauk í gærkvöld kom I Ijós að nærri 300 manns höfðu skráð sig I sumarferðina 1988. Þeir sem þegar hafa skráð sig eru beðnir um að sækja miða sína nú þegar og þeir sem ætla að skrá sig eru beðnir um að gefa sig fram strax þannig að unnt verði að reka endahnútinn á skipulagningu sumarferðarinn- ar 1988. Sími 17500. Mikill fjöldi fólks kemur við sögu í ferðinni sem leiðsögumenn og farar- stjórar, auk þeirra sem taka á móti okkur á stöðunum. Brákarey/Borg Á Borg á Mýrum tekur á móti okkur séra Þorbjörn Hlynur Árnason. Þar flytur Stefanía Traustadóttir formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík ávarp til ferðalanganna og Jóhanna Leópoldsdóttir flytur stutt ávarp: Vel- komin á Vesturland. Straumfjörður f Straumfirði ætlar Árni Waag að leiða okkur í allan sannleika um fuglalífið °g Guðjón Fiðriksson sagnfræðingur ætlar að segja okkur frá Pour quois pas? slysinu. Mýramenn með í för Allan tímann frá Borgarnesi og til baka aftur í Borgarnes verða Mýra- menn við hátalarann í rútunum til þess að fræða okkur um landsvæðið. Þar verða fremstir í flokki bræðurnir Halldór Brynjúlfsson Borgarnesi, og oddviti Hraunhreppinga, Guðbrandur Brynjúlfsson. Þá verður Sigurður B. Guð- brandsson einn fararstjóra og leiðsögumanna um Mýrar; fáir menn eru kunnugri svæðinu en einmitt hann. Að Ökrum Þórir Jökull Þorsteinsson fréttamaður sem er alinn upp á Ökrum segir ferðalöngunum frá Ókrum en þar gerum við stuttan stans áður en haldið verður vestur fyrir Hítará. Vestan Hítarár i næsta áningarstað koma þeir við sögu Gylfi Þór Einarsson jarðfræðing- ur, séra Hreinn S. Hákonarson, sem er eftirmaður Árna Þórarinssonar og Árni Páll Árnason, sem er einnig eftirmaður séra Árna, ekki í sama skilningi og Hreinn heldur er hann afkomandi hans. Árni Páll ætlar að lesa kafla úr bók þeirra Árna og meistara Þórbergs. Á leiðinni heim verður komið við í Hítardal ef veður leyfir. Fararstjórnin Ferðanefndin skiptir á sig ýmsum verkum í fararstjórninni. í fararstjórn- inni eru Stefanía Traustadóttir, Svavar Gestsson, Árni Páll Árnason, Jó- hanna Leópoldsdóttir, Dagný Haraldsdóttir og Reynir Ingibjartsson. Undirbúið ferðina vel með nesti og góðan hlífðarfatnað. Góða ferð! . «.'. .* ___ —• /-ÍVM mmmmJ——Jmm ÁrniWaag GuðjónFrið- Þórir Jökull HreinnS.Há- riksson Þorsteinsson konarson SigurðurGuð- Halldór Brynj- Guðbrandur JóhannaLeó- brandsson úlfsson Brynjúlfsson poldsdóttir DagnýHar- Árni Páll Árna- SvavarGests- Reynirlngi- aldsdóttir son son bjartsson Alþýðubandalagið Kópavogi . Sumarferð ’88 Alþýðubandalagið í Kópavogi hvetur alla Kópavogsbúa til að taka þátt í Sumarferð '88 á laugardaginn n.k. I ráði er að Kópavogsbúar haldi hópinn og hafi eina rútu til umráða. Að öðru leyti má iesa um ferðatilhögun hér annars staðar á síðunni eða hringja í undirritaða. Upplýsingar og skráning hjá: Stellu síma 42419, Heiðrúnu s: 40648 oa Kristjáni s: 44430. SKÁK Heimsbikarmótið í Belfort Kasparov nær ömggur um sigur Jóhann Hjartarson gerði jafn- tefli við ungverska stórmeist- arann Zoltan Ribli í 12. umferð heimsbikarmótsins í Belfort. Jó- hann er með 4V2 vinning og er enn í 13.-15. sæti. Heimsmeistar- inn Garrí Kasparov er orðinn langefstur eftir sinn fjórða sigur í röð. í gær lagði hann Jaan Ehlvest að velli en helsti keppi- nautur hans Anatoly Karpov gerði jafntefli við Nigel Short í harðri baráttuskák. Karpov vann áður biðskák sína við Jan Tim- man en gerði jafntefli við Robert Hiibner. Litlar líkur eru á því að hann nái Kasparov þó þeir eigi að tefla innbyrðis í næstsíðustu um- ferð. Urslit gærdagsins urðu ann- ars þessi: 12. umferð Sokolov - Beljavskí Jusupov - Andersson Nogueiras - Ljubojevic Ribli - Jóhann Húbner - Spasskí Timman - Speelman Kasparov - Ehlvest Karpov - Short HELGI ÓLAFSSON Skák Jóhanns og Ribli í gær var mjög spennandi. Jóhann stóð lakar eftir byrjunina en í tíma- hrakinu snerist taflið honum í vil og náði hann allt að því vinnings- stöðu. Jan Timman tapaði enn einu sinni og er kyrfilega á botn- inum. Hann fékk betra tafl í gær en Speelman sneri á hann í tíma- hraki. Staðan á mótinu er þá þessi: 1. Kasparov 9'/2 v. 2. Karpov 8 v. 3. Ehlvest 7V2 v. 4.-6. Sokolov, Hiibner og Spasskí 7 v. hver. 7. Ribli 6'/2 v. 8. Short 6 v. 9. Spe- elman 5*/2 v. 10.-12. Jusupov Nogneiras og Andersson 5 v. hver. 13.-15. Jóhann, Beljavskí og Ljubojevic 4*/2 v. hver. 16. Timman 3'/2 v. Það virðist allt vinna með Kasparov eftir því sem líður á mótið. Að þessu leyti minnir hann á Fischer. Andstæðingar hans virðast hreinlega fara úr sambandi. Þannig tefldi Jan Ehlvest fremur illa í gær eftir frá- bæra frammistöðu í mótinu. Hann reyndi drottningarind- verska vörn sem er óðs manns æði þegar teflt er við Kasparov sem lumar á Petrosjan-afbrigð- inu og hefur með því unnið eigi ófáa sigra. Byrjunartaflmennsk- an er óvenjuleg og virðist Ehlvest fá viðunandi stöu. Það er stór spurning hvort hann hafi ekki getað teflt án þess að veikja sig með 21.. .. f5. Opnun stöðunnar er greinilega Kasparov hagstæð. Þar við bætist tímahrak Ehlves sem á aðeins 26 mínútur eftir á síðustu 17 leikina. Hann afræður svo að leggja til atlögu á mið- borðinu með 26. .. Bxe4 og 27. .. e5 og freista þess að ná færum eftir f-línunni. Vonir hans bregð- ast gjörsamlega og í mikilli ör- væntingu reynir hann mannsfórn sem er dæmd til að mistakast. Hann fellur svo á tíma í algerlega vonlausri stöðu þegar Kasparov er við að hindra mátið með 35. Hh3-Df4 36. Dg3 o.s.frv. Garrí Kasparov - Jan Ehlvest Drottningarindversk vörn d4-Rf6 2. c4-e6 3. Rf3-b6 4. a3-Bb7 5. Rc3-d5 6. cxd5-Rxd5 7. Dc2-Rxc3 8. bxc3-Be7 9. e3-Dc8 10. Bb2-c5 11. Bb5+-Rc6 12. 0-0-0-0 13. Bd3-Kh8 14. De2-Dc7 15. Hadl-Had8 16. e4-Ra5 17. Hfell-Bf6 18. e5-Be7 19. Rd2-cxd4 20. cxd4-Bd5 21. Re4-f5 abcdefgh 22. exf6-Bxf6 23. Rxf6-Hxf6 24. Bcl-Hdf8 25. Í3-Rc6 26. Be4-Bxe4 27. fxe4-e5 28. d5-Rdd4 29. Dd3-Df7 30. Bb2-RO+ 31. gxO-HxO 32. He3-Dg6+ 33. Khl-Hf2 34. Hgl-Dh6 - og svartur féll á tíma um leið. 13. umferð verður tefld í dag. Þá mætir Jóhann Robert Hubner og hefur hvítt. Nigel Short teflir við Garrí Kasparov og hefur hvítt og landi hans Speelman teflir við Anatoly Karpov, einnig með hvítu. Kennara vantar að Villingaholtsskóla í Árnessýslu næsta skólaár. í skólanum eru 40 nemendur frá forskóla til 6. bekkjar. Upplýsingar gefur skólastjóri, Hafsteinn Karls- son, í síma 98-63325. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla. Umsóknarfrestur á áöur auglýstum kennarastööum við eftirfarandi skóla framlengist til 12. júlí næstkomandi. Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki eru lausar til umsóknar kennarastööur í þýsku og stærðfræði/eðlisfræði. Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru lausar kennarastöður í ís- lensku, íþróttum og tölvufræði. Einnig vantar stundakennara í fag- greinum málmiðnaðar og myndmennt. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir 12. júlí næstkomandi. Umsóknir um stundakennslu sendist skólameisturum viðkomandi skóla. Menntamálaráðuneytið Vinna í mötuneyti Þjóðviljann vantar starfsmann/konu til sumaraf- leysinga í mötuneyti frá miðjum júlí. Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra í síma 681333. þlÓÐViUSNrS 1/2:’/2 1/2:1/2 1/2:1/2 /2. /2 1/ ■'/ /2• '2 0:1 1:0 1/2:V2 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.