Þjóðviljinn - 30.06.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.06.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF „Island á tímamótum“ Vangaveltur vegna greinargerðar Ólafs Ragnars um efnahagsmál Sigurður G. Gunnarsson skrifar Á síðasta miðstjórnarfundi lagði nýi formaðurinn fram hug- myndir sínar að efnahagsstefnu við ríkjandi aðstæður. Greinar- gerðinni var ekki dreift fyrir fundinn, heldur var hún nánast lögð fram sem yfirlýsing til fjöl- miðla í fundarlok. Ég fékk hálf- gerða óbeit á plagginu vegna framsetningarmátans og vona að um einsdæmi hafi verið að ræða. Þegar ég hins vegar gaf mér tíma til að lesa greinargerðina þá lyftist heldur betur á mér brúnin. Plaggið inniheldur margar helstu og framsæknustu hugmyndir flokksins í efnahagsmálum auk nýjunga, ofinna saman í ferskan og sannfærandi valkost frjáls- hyggjunnar, guðfræði okrar- anna. Góðærið Það er með ólíkindum hvernig vinstri hreyfingin koðnaði niður andspænis feigðarflani okur- hyggjunnar, hagstjórnarstefnu sem klúðraði öllu nema verslun- argróðanum og vaxtatekjunum. Ólafur byrjar því réttilega á lýs- ingu góðærisins og tiltekur sér- staklega árin 1986 og ’87. Árin tvö þar á undan voru ekki síður hagstæð vegna góðra skilyrða í sjó, minnkandi birgðahalds, stöðugt hækkandi dollars og þar með lækkandi innkaupsverðs frá Evrópu og ekki síst vegna verðh- runs á olíu. Skilyrði voru þá ein- stök til eflingarfiskiðnaðar, vern- dunarfiskistofna, greiðslu skulda og lækkunar vöruverðs. í landinu ríkti aftur á móti hrein óstjórn. Ólafur tilgreinir verðbólguna, viðskiptahallann, landsbyggðar- flóttann og aukið launamisrétti sem helstu afleiðingar „hag- stjórnarkreppunnar" samhliða hækkun launaskatts og lækkun gróðaskatts. Allt eru þetta augljósar staðreyndir þeim sem sjá vilja, en því miður óskiljan- legt púsluspil í augum þorra fólks sem sér enga útleið og treystir ekki orðaskrúði stjórnmála- manna. Ólafur leitar orsaka ófarnaðar- ins í stjórnun peningamála og fjárfestinga. Þar leynist einmitt lykillinn að hagstjórnarstefnu vaxtaaðalsins. Há þjónustugjöld banka, lánamistök og opinber sóun í fjárfestingum eru hinsveg- ar aðeins einstök birtingarform stefnunnar. Innsta eðli hennar er að láta vaxtafýsnina hafa frítt spil, vextir fái að leika frjálst ofan á verðlagningu, meðan launum og gengi er haldið föstu. Allar leiðir til ávöxtunar sparifjár voru því heimilaðar og ríkið keyrði upp vextina með gegndarlausum lántökum innan lands. Vextir urðu þannig helsta uppspretta gróða í landinu. Eigur lands- manna urðu náttúrlega að sparifé og nú er svo komið að nánast all- ar athafnir í landinu eru fjárm- agnaðar á lánamarkaði. Gróða- kröfur sparifj árins eiga að tryggj a að fjármagnið rati á hagkvæm- ustu leiðina til farsældar. Það sem gefur mestan gróða strax er best, peningurinn hefur völdin milli- liðalaust! Ég tel þó rangt að fullyrða að bankarnir hafi ekki sýnt nægilegt „arðsemisaðhald" við útdeilingu lánsfjár. Bankarnir voru (sem betur fer) skuldbundnir til að lána til grunnframleiðslunnar, þó svo a.öbærara og tryggara hafi verið að lána í nýjar innheimtu- skrifstofur og sjoppur. Gjaldþrot vegna oflána hafa mest orðið í framleiðslu- og flutningageiran- um og það er háskaleikur að lána til útgerðar og fiskvinnslu. Arð- semiskilyrði þau sem stjórnvöld sköpuðu voru einhliða á þann veg að grafa undan framleiðslunni. Gróðaleið morgundagsins og langtímahagsmunir fara oft ekki saman og eru jafnvel í hreinni mótsögn. Því má heldur ekki gleyma að hagnaðurinn - nyt- semin - skilar sér ekki alltaf til þeirra sem standa fyrir kostnað- inum. Það er ekkert pláss fyrir samfélagslega ávinninga innan vaxtahyggjunnar. Stjórnlaus fjármagnsmarkaður stýrir hag- kerfinu að feigðarósi. ✓ Urræðin Ólafur leggur til allt annan val- kost við efnahagsstjórnun með þeim markmiðum að þjóna hags- munum fólksins í landinu og erlendar skuldir og setja ströng skilyrði fyrir innflutningi láns- fjár. Ég tel ekki rétt að vinstri menn skili afgangi í ríkissjóð nú sem hægri menn sólunda örugglega burt með lækkun hátekjuskatta síðar. Takmarkið á að vera að reka ríkissjóð hallalaust og fram- kvæma fyrir eigið fé. Erlendar lántökur mega bara ekki yfirstíga vaxtagreiðslur. Ef ríki heims færu hins vegar að borga skuldir sínar, þá myndi allt hið vestræna hag- kerfi hrynja til grunna. Það er enginn ráðandi fjármálamaður sem óskar þess. Aftur á móti er hárrétt að taka skattakerfið til gagngerrar endur- skoðunar, bæði lög og eftirlit, um Auðlindir og byggðaþróun Þó mér líki margt í greinargerð Ólafs Ragnars þá met ég mest fiskveiðiþáttinn. Ólafur tekur skýlausa afstöðu með byggða- kvótanum og kemur með hug- mynd um útfærslu. Hann hugsar sér að lausir kvótar í byggðarlagi fari þar á uppboðsmarkað og að tekjurnar renni til sveitarfélags- ins (-félaganna). Þetta er sjálf- sögð leið að reyna, en einn helsti kosturinn við byggðakvótann er að hver byggð getur gert sínar sjálfstæðu tilraunir með úthlutun veiðiréttarins. Við gætum þess vegna fengið 10 mismunandi til- raunir með ráðstöfun veiðiréttar- „Þegar ég hins vegar gafmér tíma til að lesa greinargerðina þá lyftist heldur betur á mér brúnin. Plaggið inniheldu margar helstu og framsœknustu hugmyndir flokksins í efnahagsmálum, auk nýjunga, ofið saman í ferskan og sannfœrandi valkost við frjáls- hyggjuna, guðfrœði okraranna. “ * treysta sjálfstæði þjóðarinnar. I framsetningunni skiptir hann til- lögunum í 5 flokka: 1. Gegn erlendri skuldasöfnun, viðskiptahalla og þenslu. 2. Sköpun jafnvægis í peninga- málum. 3. Skynsamleg nýting auðlinda, hagkvæmari fjárfestingar og jákvæð byggðaþróun. 4. Lágmarkslaun og minna launamisrétti. 5. Efling útflutningsgreina. Ólafur talar tæpitungulaust um stýringu markaðarins, enda er það forsenda félagsghyggju í okkar samfélagi. Ég er sannfærður um að kæmu þessar tillögur, ásamt fleiri sem flokkur- inn hefur verið að melta með sér undanfarið, til framkvæmda þá myndi það stórbæta kjör launa- fólks og undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar ásamt því að auka valddreifingu í landinu. Talsmenn okurhyggjunnar mótmæla að sjálfsögðu öllum hugmyndum um stýringu lána- markaðarins, segja hana beina fjármagninu til óarðbærari verk- efna og leiða til spillingar og óhagkvæmni fjárfestinga. Þeir geta trútt um talað með sínar fár- ánlegu fjárfestingasóun, fjár- svelti í grunnframleiðslunni og skuldaáþján alls fjöldans. Þeir segja að best sé að hugsa ekkert heldur horfa bara eftir gróðan- um. Hvers vegna lætur fólk þá fá völdin sem afneita allri hugsun? Eins og við vitum er Ölafur ekki að boða neinn sósíalisma. En hann reynir virkilega að setja fram valkost sem grundvallast á heildarhagsmunum samfélagsins og þeirra sem verkin vinna. ís- land er nú jarðarberið á toppi borgaríss alheimskapítalismans. Byltingin mun gerð í þeim hluta hans sem er neðan sjávarborðs, þar eru 9/10 hlutar borgaríssins. Skuldir og þensla Ólafur vill að ríkissjóður skili strax umtalsverðum tekjuaf- gangi. Til að ná þeim markmið- um vill hann annars vegar skatt- Ieggja fjármagnstekjur (vexti) og launatekjur, hreinsa burt fríðindi og holur í skattalögum og koma á hátekjuskatti, hins vegar minnka það eru allir Alþýðubandalags- menn hjartanlega sammála. Það er hins vegar blettur á sögu flokksins að það var ekki gert þegar flokkurinn hafði fjármála- ráðuneytið, þó svo þá hafi margt gott gerst. Við samningu nýrra skattalaga þarf að gæta þess að fá ekki eingöngu lögg. endurskoð- endur til aðstoðar. Þeir hafa at- vinnu sína af framtölum sem spara kúnnunum fé. Það er ó- sanngjarnt að ætla þeim að semja lög sem girða fyrir bókhaldslegan galdur í skattamálum. Jafnvœgi í peningamálum Auk þess að minnka þjónustu- gjöld og vaxtamun banka til að þvinga bankakerfið til samruna og hagkvæmni, þá vill Ólafur láta vextina gegna virku hagstjórnar- hlutverki. Hugmynd hans er að setja reglur um „lánahólf" lána- stofnana. Lánastofnunum væri þá gert að skipta lánsfé sínu í ákveðnum hlutföllum niður á lánaflokka. Kveðið væri á um vaxtamun milli lánahólfa eftir áætluðu mikilvægi þeirra fyrir samfélagið. Meðalvaxtastigi vill Ólafur halda í samræmi við helstu viðskiptaþjóðir. íslendingar hafa verið óumdeilanlegir heims- meistarar í vaxtaokri í mörg ár, þeir eru fáir sem vilja halda þeim titli áfram í Iandinu. En síðan kemur Ólafur inn á hála braut. Hann vill að „verð- trygging lána haldist í hendur við þróun og verðtryggingu launa“. Hann kveður ekki nánar á um hvernig þetta skuli gert, en forð- ast ber að gera vextina að þætti í kjarasamningum launafólks. Vextirnir eru gróði og í kjara- samningum er ekki samtímis hægt að heimta hærri laun og hærri vexti, þá verður ekkert eftir hjá fyrirtækjunum og þau gjald- þrota! Ef laun hækka þá eiga vextir auðvitað að lækka. Ólafur vill að sjálfsögðu gera bindiskyldu bankanna að virku stjórntæki og koma á skyldu- skráningu skuldabréfa. Hið síðara er alger forsenda þess að fylgst verði af viti með þróun lán- amarkaðarins og vaxtatekjum í þjóðfélaginu. ins í gang samtímis. Byggðakvót- inn gæti haft gríðarleg áhrif á valdakerfið í landinu og baráttu- menn landsbyggðarinnar munu örugglega fylkja sér að baki hennar þegar þeim verður það ljóst. Ólafur leggur einnig til að frelsi verði sem mest í sölu fiskafurða erlendis en aðhald strangt með útflutningi ferskfisks. Þessu að- haldi hyggst Ólafur ná með því „að setja skýr ákvæði um að allur fiskur verði seldur, verðlagður og viktaður áður en hann er seldur ferskur úr landi.“ Þessi hugmynd finnst mér mjög athyglisverð. Hún myndi veita íslenskum fisk- kaupendum aðgang að þessum fiskmarkaði og setja þá þannig við sama borð og útlenda fersk- fiskkaupendur. Þetta kerfi væri mun betra en núverandi skerð- ingarkerfi vegna útflutnings. Ef til kæmi sýnist mér að skipta yrði á núverandi kvótaskerðingu vegna sölu fersks fisks erlendis og útflutningstolls á ferskfiskút- flutning. Það væri mótspil við verndartollum E.B.E. á unnar fiskafurðir og myndi hækka verð á þeim í Evrópu. Að sjálfsögðu ættum við að reyna að fá Norð- menn og fleiri með í spilið. Það er aumingjans háttur eins og nú er að fæða Evrópu með ódýru hrá- efni meðan þeir tolla unnar fisk- afurðir okkar. í fjármagns- og byggðamálum leggur Ólafur að sjálfsögðu fram samofnar tillögur, enda á byggð- aröskunin sér fyrst og fremst ræt- ur í efnahagsstefnunni. Hann leggur til að ríkisbankarnir, sparisjóðir og aðrar innlánsstofn- anir í héraði sameinist í „lands- hlutabanka" með þeim einstak- lingum og fyrirtækjum sem þess óska. Fjárfestingarsjóðum og sérhæfðri þjónustu þeirra skal einnig dreift á þessa banka. Þá vill hann opna múr bókhalds- leyndarinnar og gera arðsemis- útreikninga vegna lána úr opin- berum sjóðum að opinberum plöggum. Þessar hugmyndir falla vel saman en tryggja yrði að sam- eiginlegir sjóðir svo sem orlofsfé, lífeyrisiðgjöld og tryggingafé dreifðist á héraðsbankana. Ég gæti vel ímyndað mér húsnæðis- lánakerfið í bankahólfi héraðs- banka. Mér finnst dálítið skrítið að Ólafur tekur ekki þriðja stjórnsýslustigið til meðferðar. Málið er í brennidepli og erfitt að sjá hvernig færa á allt þetta vald út um byggðirnar án þess að koma á héraðsstjórnum til sam- ræmingar og þróunar fram- kvæmdavalds í héraði. Ólafur fylkir sér á bak við kröfuna um að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga verði látinn standa undir nafni. - Svo reykvískir vinstri menn viti það, þá þýðir þetta að fjármagni sjóðsins verði framvegis beint þangað sem þörf- in er mest. Það þýðir við ríkjandi aðstæður að landsbyggðin fengi mun meira en Stór-Reykjavíkur- svæðið. En snerist fjármagnss- treymi samfélagsins við, eins og mörg okkar teljum eðlilegt mið- að við aðstæður, þá lægi straumur sjóðsins að sjálfsögðu í hina átt- ina. Launin Launakröfurnar eru margí- trekað samþykktar af nánast öllum stofnunum flokksins. Því miður hefur verkalýðsforysta flokksins ekki trúnað stéttarinnar um þessar mundir, enda hefur hún lengi boðað annað en hún hefur síðan gert. Efling útflutn- ingsgreina Útflutningur er forsenda ís- lenska hagkerfisins. Hann kæm- ist nánast af án innlenda markað- arins en alls ekki öfugt. Til að gera sér grein fyrir skerfi útflutn- ings í verðmætasköpun þjóðar- innar ættu menn að skoða um- hverfi sitt og neysluhætti og sjá hve stór hluti er innfluttur. En til að gera sér grein fyrir umbun hans skulu menn líta á stöðu landsbyggðarinnar og skulda- stöðu fiskiðnaðarins. Útflutn- ingsgreinarnar fá lítið fyrir mikið. Tillögur Ólafs í þessum mála- flokki eru mjög í anda flokksum- ræðunnar að undanförnu eins og reyndar greinargerðin öll. Ólafur tekur skýra afstöðu gegn vald- níðslu og gengisarðráni á lands- byggðinni. Þó þykir mér hann tala feimnislega um gengisfelling- ar. Það er óþarfi. Gengisfellinger oftast ekkert annað en viður- kenning á því að verðbólgubar- áttan hefur mistekist, þau mistök hefðu valdhafar átt að viður- kenna miklu oftar. Það er þjófn- aður frá grunnframleiðslunni að milda verðbólguna með föstu innflutningsverði. Það á að stöðva verðbólguna og þá þarf enga gengisfellingu. Ef flokkur- inn gengi ákveðið til verks með stefnu sína, þá þyrfti ekki að ótt- ast verðbólgu nema verðhrun yrði á útflutningi okkar. í kosningum og kjarabaráttu síðustu ára hefur vinstri hreyfing- in farið halloka vegna þess að hún hafði ekki heilsteyptan valkost við okurhyggjuna. Stefna fram- bjóðenda og fulltrúa var að mestu persónuleg skoðun, mis- ræn.i var milli málaflokka og eitt var boðað f einu kjördæmi en annað í öðru. Mér sýnast flokks- menn nú leggja að sér við að sam- ræma skoðanir sínar og skapa heildarstefnu. Plagg Ólafs hefði komið sér vel á síðasta mið- stjórnarfundi, innihald þess er í samræmi við anda umræðunnar að undanförnu. Siguröur er járnsmiður í Hafnar flrðl. Fimmtudagur 30. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.