Þjóðviljinn - 01.07.1988, Síða 2

Þjóðviljinn - 01.07.1988, Síða 2
Banaslys Lést vegna hraðaksturs 85 ára gamall maður varð fyrir bifreið af gerðinni Mercedes Bens á Miklubrautinni í gær. Maður- inn lést samstundis. Aðdragandi siyssins var ein- hvern veginn á þann veg að bif- reiðinni var ekið austur Miklu- brautina, á vinstri akrein. Gamli maðurinn hefur hinsvegar verið að ganga norður yfir götuna, gegnt húsum númer 26 og 28. Um frekari smáatriði er ekki hægt að fræðast enn sem komið er en vitni sem tjáði sig við frétta- mann Bylgjunnar í gær sagði um- ferðina hafa verið „hraða og stressaða" og að Bensinn hafi verið á „mikilli ferð“. -tt FRETTIR Ráðhúsið Pólitískt þrekleysi Mikil gremja og reiði ríkir meðal íbúa við Tjarnargötu sem og annarra unnenda Tjarnarinnar vegna staðfestingarfélagsmálaráðherra á byggingarleyfi ráðhússins Staðfesting Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra á áður útgefnu byggingarleyfi Byggingarnefndar Reykjavíkur fyrir byggingu ráðhússins í Tjörninni, hefur vakið mikla gremju og reiði meðal íbúa við Tjarnargötu og félaga í samtök- unum Tjörnin lifi sem og annarra unnenda Tjarnarinnar. Helst er talið að ráðherrann hafi ekki haft pólitískt þrek til að ógilda bygg- ingarleyfið. Að sögn Inga Gunnars Jó- hannssonar landfræðings og íbúa við Tjarnargötu þykir úrskurður ráðherrans harla undarlegur svo ekki sé meira sagt. Ingi bendir á að í álitsgerð félagsmálaráðu- neytisins um staðfestingu á bygg- ingarleyfinu séu vinnubrögð borgaryfirvalda talin ámælisverð og sagt að borgin hafi sýnt fljót- færni og vanvirðingu við skipu- lags- og byggingarlög. „Þrátt fyrir þetta allt tekur ráð- herra á málinu með silkihönskum og vísar kæru okkar á bug. Þegar litið er í álitsgerðina les maður á milli línanna að framferði borgar- yfirvalda í ráðhúsmálinu hafi ekki verið löglegt en sleppum þeim í þetta sinn. Óneitanlega hlýtur sú spuming að vakna hvort hér hafi ekki verið um pólitískt baktjaldamakk að ræða,“ sagði Ingi Gunnar. Ibúar við Tjamargötu hafa sent Byggingarnefnd Reykjavík- ur bréf þar sem borgin er beðin um óyggjandi gögn um eignarrétt hennar á lóð ráðhússins og ef svör borgaryfirvalda verða loðin, ó- skýr eða engin, munu íbúarnir kæra málið til félagsmálaráðu- neytisins. Þeir telja að ekki hafi hingað til komið fram afdráttar- laust gögn frá borginni sem sanni eignarheimild hennar á ráðhúss- lóðinni. Kæmfrestur um hver eigi byggingarlóð ráðhússins rennur út í lok júlímánaðar. -grh Vélsmiðjan Klettur Fyrirvaralausar uppsagnir Öllum starfsmönnum sagt upp. Sigurður Örn Karlsson forstjóri: Hefekkert um málið að segja. Jóhann G. Bergþórsson Hagvirki: Rekstrarvandrœði vegna vanda fiskvinnslunnar Igær fengu allir starfsmenn vélsmiðjunnar Kletts uppsagn- arbréf fyrirvaralaust. Ekki hafði verið rætt um neitt slíkt við starfsmennina eða trúnaðar- mann þeirra áður en uppsagnar- bréfunum var dreift. - Ég hef ekkert um málið að segja núna, ég er að fara út, pant- aðu bara viðtal, var svarið sem blaðamaður Þjóðviljans fékk hjá Sigurði Erni Karlssyni nýráðnum forstjóra Kletts er staðfestingar á þessum tíðindum var leitað. hjá Jóhann G. Bergþórsson Hagvirki, sem á Klett nú, var hinsvegar mun viðmótsþýðari og upplýsti að um væri að ræða endurskipulagningu á fyrirtæk- inu. Hagvirki keypti Klett fyrir 3 árum og verulegt tap síðasta árs hefur að sögn Jóhanns hvatt þá til að endurskoða starfsemina og einbeita sér að ryðfríu stáli. - Okkar verkefni hafa að miklu leyti verið í viðgerðum og allskyns lagfæringum fyrir fisk- vinnsluna, sem kaupir einnig af okkur tæki og tól, en eins og allir vita er hún á hausnum. Við eigum engra annarra kosta völ en að breyta starfseminni á þann veg að við þurfum ekki að reiða okkur eins á fiskvinnsluna. Svona er að fara fyrir mörgum fyrirtækjum í bransanum, við verðum bara að bregðast rétt við því, sagði Jó- hann. 18-30 manns vinna hjá Kletti og sagði Jóhann að auðvitað yrði hluti af þeim ráðinn aftur en að einnig væru örugglega einhverjir sem þyrftu að fara. - Það er skortur á mönnum í járniðnaði núna sem gerir það að verkum að þessir menn geta örugglega feng- ið störf fljótlega aftur, sagði Jó- hann. Ekki náðist í fulltrúa starfs- manna vegna þessa máls í gær. -tt Núverandi sorphaugar í Gufunesi verða fullir eftir tvö ár. Mynd -sig Höfuðborgarsvœðið Sovpið stefnir í Selöldu Gufunes tekurvið ítvö ár enn. Tvœr móttökustöðvar reistar. Ingi U. Magnússon: Óvíst hvað verðurgert við bílhræ og annað brotajárn í framtíðinni Allt bentir nú til þess að að sorp frá höfuðborgarsvæðinu verði í framtíðinni urðað í Sel- öldu við Krísuvík. En sá staður er einn af þremur sem stjórn byggð- arsamlagsins Sorpeyðing höfu- ðborgarsvæðisins hafði í huga sem framtíðar sorphauga þegar hætt yrði að taka móti sorpi í Guf- unesi. - Sorphaugarnir í Gufunesi taka ekki við nema í tvö ár í við- bót svo það er mjög þarft að fara að huga að þessum málum. Fari svo að Selalda verið valin sem framtíðar sorphaugar, eftir að Kjalnesingar höfnuðu beiðni fé- lagsins um að fá að urða sorp í Álfsnesi, verður að koma upp móttökustöðum þar sem sorpið verður bögglað og flutt þannig í Selöldu, sagði Ingi Ú. Magnús- Neskaupstaður Ráðning ræðst af kynferði Ráðning sparisjóðsstjóra kærð tilJafnréttisráðs. Meirihluti stjórnarinnar horfðifram hjá settum stjóra með 15 ára starfsreynslu Jafnréttisnefnd Neskaupstaðar hefur harmað ráðningu Sveins Árnasonar í stöðu sparisjóðs- stjóra á staðnum. Nefndin telur ráðninguna vera skýlaust brot á jafnréttislögunum og hefur vísað máUnu til Jafnréttisráðs íslands. Klara ívarsdóttir sem sóttist eftir stöðu sparisjóðsstjóra á að baki 15 ára starfsferil hjá sjóðnum og hafði gegnt stöðu sparisjóðsstjóra frá því í febrúar. Hún fékk 2 at- kvæði hjá sjóðstjórn en Sveinn 3. Jafnréttisnefndin bendir á og tekur undir orð Ásdísar Rafnar á ráðstefnu í Norræna húsinu í fe- brúar sl., að það sé hagur þjóðfé- lagsins, ekki síður en kvenna, að hæfileikar þeirra fái notið sín. Afl þeirrar óánægju sem safnast hafi upp meðal kvenna sé ófyrirséð. Lýðræðislegt þjóðfélag sé reist á jafnrétti og frelsi til að velja sér lífsstarf og að mat á hæfileikum fólks verði að byggjast á rökum en ekki fordómum og tilfinning- um. Þorgerður Malmquist á sæti í jafnréttisnefnd Neskaupstaðar. Hún sagði í samtali við Þjóðviij- ann að því miður virtist kynferði umsækjenda eitt hafa ráðið ferð- inni við ráðninguna, alla vega hefðu engar aðrar skýringar komið fram. Fimm manna stjórn Spari- sjóðsins greiddi atkvæði um um- sækjendur. í stjórninni sitja Reynir Zoéga formaður, Sigrún Þormóðsdóttir, Björn Bjöms- son, Friðrik Vilhjálmsson og Jó- hann Sigurðsson. Tveir þeir síð- ast töldu sátu ekki fund stjórnar- innar þegar valið var á milli umsækjenda. Jón Einarsson og Þórður Jóhannsson komu inn sem varamenn fyrir þá. Kosningin á milli umsækjenda var leynileg. En almennt er talið að Reynir og Sigrún hafi greitt Klöru sín atkvæði og að Björn og varamennimir hafi greitt Sveinii sín. Jóhann Sigurðsson var í sumarfríi og kom tveimur dögum eftir að ákvörðunin var tekin. Margir telja að hann hefði greitt Klöru sitt atkvæði en ekki Sveini eins og varamaður hans gerði. Hann sagði Þjóðviljanum að mál- ið væri afgreitt hvort sem mönnum þætti niðurstaðan súr eða sæt. „Umsækjendur voru báðir hæfir í starfið og ég hef ekk- ert meira um málið að segja “ —hmp son en hann á sæti í stjórn félags- ins. Ingi sagði að ljóst væri að hér þyrfti að koma upp aðstöðu til að pressa bflhræ og annað brota-, jám, þannig að hægt verið að senda það úr landi til endurvinns- lu. - Við leituðum eftir samstarfi við fyrirtækið Sindra sem fengis hefur við svona lagað áður, við vomm jafnvel tilbúnir að borga með þessum rekstri. Þeir gerðu okkur ákveðið tilboð sem við höfnuðum. íslenska stálfélagið hefur líka verið inni í myndinni, sagði Ingi, en bætti við að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um hvað ætti að gera við brota- járnið. Fari svo að Selalda verði valin verða þeir sorphaugar ekki opnir almenningi eins og nú er heldur verða reistar tvær mót- tökustöðvar, önnur væntanlega á lóð gönilu sorpeyðingarstöðvár- innar í Ártúnshöfða. Þar verður sorpið pressað og síðan ekið með það út í Selöldu við Krísuvík. -sg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. júlí 1988 Blöðin hækka enn Frá og með 1. júlí verður verðlag Þjóðviljans sem hér segir: Mán- aðaráskrift kr. 800. Grunnverð dálksentimetra auglýsinga kr. 530 á virkum dögum en kr. 560 á sunnudögum. í lausasölu kr. 70 eintakið.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.