Þjóðviljinn - 01.07.1988, Side 8
Hermenn skjóta táragasi að börnum sem lagt höfðu steina á veginn fyrir utan flóttamannabúðirnar í
Ramallah.
flóttamannabúðirnar í útjaðri
Ramallah sáum við hvar krakkar
á aidrinum 8-10 ára voru að
leggja steina á veginn eins og til
þess að loka götunni. Skyndilega
birtist herjeppi á fleygiferð. Einn
hermannanna stóð upp og skaut
táragasskotum að börnunum á
meðan bíllinn var á ferð. Táragas
fyllti húsagarðinn þar sem þau
höfðu flúið í felur. Börnin hurfu
samstundis, en hermennirnir
stukku undir næsta vegg með
hríðskotabyssur á lofti. Krakk-
arnir komust undan og jeppinn
hélt áfram för sinni umhverfis
búðirnar. í kjölfarið komu ör-
væntingafullar mæður í leit að
börnum sínum.
Skotvopnin sem hermennirnir
nota gegn börnunum í flótta-
mannabúðunum eru þrenns kon-
ar: táragashylki, framleidd í
Bandaríkjunum á þessu ári. Á
hylkjunum stendur að þau geti
verið banvæn, og megi aðeins
notast af atvinnumönnum. Svo
eru gúmmíkúlur með stálsívaln-
ing inní. Kúlur þessar eru þuml-
ungssverar og 1,5 sm á lengd. Síð-
an nota þeir einnig föst skot og
eru patrónurnar álíka stórar og
notaðar eru til hreindýraveiða
hér á landi.
Táragashylkin hafa orðið
mörgum Palestínumönnum að
bana á undanförnum mánuðum
og valdið fósturláti hjá þunguð-
um konum. Gúmmíkúlurnar eru
hins vegar til þess fallnar að
skapa mikla áverka, og sem dæmi
má nefna að auga var skotið úr 9
mánaða stúlkubarni með gúmmí-
kúlu á Vesturbakkanum á meðan
ég dvaldi þar. Föst skot eru líka
notuð, þegar hin vopnin þykja
ekki duga nægilega vel. Þau eru
yfirleitt banvæn.
Pegar herjeppinn var horfinn
komu mæðurnar skelfingu
lostnar og kölluðu á börn sín, en
fundu ekki. Þetta var dagleg
reynsla flestra mæðra um öll
hernumdu svæðin.
Flóttamannabúðunum í Am-
ari hafði verið lokað með því að
steypa eða hlaða upp á milli húsa-
sunda alls staðar nema á þrem
stöðum. Tveir staðir voru minna
áberandi, en þaðan gat herinn
komist inn í búðirnar með her-
jeppa sína og brynvagna. Aðal-
innganginum var hins vegar lok-
að með tvöföldum steyptum
tunnuvegg og aðeins skilið eftir
metershaf til þess að ekki kæmust
fleiri en einn í einu út. Þannig
voru allar flóttamannabúðir sem
ég sá á herteknu svæðunum um-
girtar, og þetta gerir yfirvöldum
mögulegt að setja útgöngubann á
búðirnar og loka fólkið þannig
inni. Slíkum refsiaðgerðum er
mikið beitt, einkum á Gaza-
svæðinu.
Ekkja og
limlest börn
Þegar við gengum inn um aðal-
inngang Amari-búðanna var her-
maður með hríðskotabyssu uppi
á næsta húsi og fylgdist með okk-
ur. Við gengum að miðstöð
UNWRA (Flóttamannahjálpar
SÞ) í búðunum til þess að biðja
um leiðsögn. Þeir sem þar voru
sögðust allt vilja fyrir okkur gera
annað en að leiða okkur um búð-
irnar, því herinn bannaði þeim
það.
Þessi UNWRA-miðstöð var
sýnu fátæklegri en sú sem ég
hafði séð í Jórdaníu. Þarna voru 2
menn en engar upplýsingar að fá
annað en að þarna byggju um
6000 manns. Sjúkraskýlið virtist
lokað.
Við fórum á eigin ábyrgð inn í
búðirnar og brátt safnaðist um
okkur hópur óðamála barna. Ég
hefði ekki komist þarna óhultur
nema vegna þess að ég hafði
þarna fylgd arabískumælandi
Palestínumanns sem gat kynnt
erindi okkar. Börnin í flótta-
mannabúðunum eru tortryggin
gagnvart ókunnugum og grýta þá
sem liggja undir grun um að vera
á bandi hernámsliðsins. En þau
vildu allt fyrir okkur gera þegar
þau vissu um erindi okkar. Þau
sögðu að hermennirnir myndu
eyðileggja myndavélar okkar ef
þeirsæju okkurtaka myndir. Þau
sýndu okkur táragashylkin og
gúmmíkúlurnar og skothylkin.
Og þau vísuðu okkur um göturn-
ar. Þetta voru ýmist moldargötur
eða steyptar götur með opnu
skolpræsi eftir miðri götunni.
Húsin voru eins og í Jórdaníu,
kofar hlaðnir úr múrsteini með
lausum bárujárnsplötum ofaná,
sem voru festar niður með grjót-
fargi.
I fyrsta kofanum sem við kom-
um í var kona sem hafði orðið
ekkja þann 27. janúar síð-
astliðinn. Maður hennar kafnaði
Þessi kona missti mann sinn frá mörgum börnum þegar hann kafnaði af völdum táragass þann 27. janúarsíðastliðinn. Hún heldur á
táragashylki eins og þeim sem urðu manni hennar að bana. Þetta er bandarísk framleiðsla frá þessu ári, og stendur á hylkinu að innihaldið
geti verið banvænt. Sonur hennar er meðskotsár á vinstri handlegg. Ljósm. ólg.
: ■
Myndir þessar voru teknar við Amari-flóttamannabúðirnar
sjáum við herjeppann inni í búðunum og sjúkrabíl sem
af táragasinu. Sonur hennar, um
það bil 9 ára, var með skotsár á
upphandlegg eftir fast skot. Hún
hafði sent hann út fyrir búðirnar
að kaupa jógúrt og hann kom til
baka með sundurskotinn hand-
legg. Hús hennar var fullt af
börnum, ég veit ekki hvað hún
átti mörg þeirra. Hún sýndi okk-
ur brotna spegla og brotinn skáp
og brotinn vegg: hermennirnir
höfðu ráðist inn í kofann hennar.
Við fórum í næsta kofa við hlið-
ina. Þar sýndi móðir 10 ára ga-
mals pilts okkur ör á síðu hans.
Hann hafði verið sleginn svo á
mjóhrygginn að annað nýrað
sprakk. Fleiri börn sáum við sem
höfðu fengið sár og krakka-
skarinn sem safnaðist í kringum
okkur var svo óðamála að erfitt
var að athafna sig. Strákarnir
vildu ólmir láta ljósmynda sig og
tróðust hver fram fyrir annan upp
að vélinni. Þeir gerðu sigurmark-
ið og héldu steinum á lofti. Það
var áberandi að andrúmsloftið í
þessum búðum var allt annað en í
Jórdaníu.
Ójafn leikur
Taugaspennan var gífurleg og
ofbeldið lá í loftinu. Enda leið
ekki á löngu þar til ungir menn
um tvítugt komu til okkar og
sögðu að innan skamms myndu
hermennirnir gera innrás í búð-
irnar og það yrði barist. Þeir ráð-
lögðu okkur að fara út.
Tíu ára piltur fylgdi mér út úr
búðunum en félagi minn varð
eftir fyrir innan. Ég fór í kringum
búðirnar að aðalinnganginum
þar sem ég komst inn í húsasund á
bak við þvottasnúrur. Þaðan
hafði ég yfirsýn yfir aðalgötuna í
búðunum.
Fjórir herjeppar ogéinn trukk-
ur tóku þátt í árásinni á búðirnar.
Einn eða tveir bílar biðu við aðal-
innganginn á meðan hinir keyrðu
inn í búðirnar og skutu táragasi
og gúmmíkúlum að íbúunum.
Táragasský lagðist yfir búðirnar.
Ég sá börn og unglinga á
hlaupum í táragassvækjunni kast-
andi grjóti að herjeppunum.
Þessi börn kunna ekki að hræðast
í Ramallah þann 13. júní sl. ísraelskir hermenn gera innrás í flóttamannabúðirnar, sem lokað er með steyptum tunnuveggjum. Reykurinn á götunum er táragas. Á 3. myndinni
kominn er á vettvang. Myrtdirnar eru teknar í skjóli af þvottasnúru í nálægu húsasundi. Ljósm. ólg.
lengur. Áhlaupið stóð með stutt- Þeir fóru með jarðýtur á veggina alvarlegt kemur fyrir. Sért þú ar-
um hléum í tæpa klukkustund.
Sjúkrabíll kom að aðal-
innganginum, en enginn var tek-
inn í hann. Þegar herbílarnir voru
farnir gekk ég inn í búðirnar. Á
fólkinu var að sjá að þetta væri
eins og daglegur viðburður. Eng-
inn hafði hlotið alvarleg sár í
þetta skipti og mér var vísað til
félaga míns sem var í góðum fé-
lagsskap inni í búðunum. Þegar
við kvöddum Amari-búðirnar
voru herjeppar á sveimi allt um
kring.
Umsátur í
Kafir Malik
Ofangreindir atburðir gerðust
á öðrum degi mínum á Vestur-
bakkanum. Sama dagfór égeinn-
ig til bæjarins Kafir Malik. Þetta
er um 2000 manna þorp sem
liggur á milli Ramallah og Jeríkó.
Inni á torginu í bænum voru allir
veggir útmálaðir í slagorðum og
ábúðarmiklir menrt sátu hljóðir í
skugganum undir þakskeggjum.
Það ríkti hatursþrungið andrúms-
loft þarna á torginu og grjót-
slöngur og tætlur af fána PLO
héngu í símastrengjum. Þessir
menn virtust reiðubúnir í stríð.
Brátt fengum við að heyra sögu
þeirra:
í þrjá mánuði höfðu ísraelsku
hermennirnir gert allmargar til-
raunir til þess að komast inn í
þetta þorp, bæði til þess að
heimta skatt af fólkinu og einnig
til þess að leita eftirlýstra manna.
Átta sinnum höfðu þeir orðið frá
að hverfa vegna vegatálma og
grjótkasts þorpsbúa. í þessum
átökum höfðu yfir 30 herjeppar
verið skemmdir. Þá greip herinn
til þess ráðs að loka bænum. í 30
daga var skrúfað fyrir vatn og raf-
magn og engum hleypt inn í bæ-
inn eða út úr honum. 30 dagar án
aðfanga, 30 dagar án sjúkraþjón-
ustu. Síðan var bærinn umkringd-
ur með yfir 2000 manna herliði og
ráðist var inn í þorpið með bryn-
vörðum bílum og þyrlum. Einn
maður var skotinn á færi, trúlega
úr þyrlu, í þessari innrás. Her-
mennirnir settust að í skólanum.
sem umluku skólalóðina. Þeir
eyðilögðu bækur í skólanum og
ég sá hvar þeir höfðu notað eitt
hornið á skólalóðinni til þess að
gera þarfir sínar. Víðar sáum við
verkummerki eftir jarðýtur í
bænum, sem höfðu meðal annars
valdið skemmdum á fallegum
mörghundruð ára gömlum olívu-
lundi.
Vitni á torginu
Maður á torginu:
„Bróðursonur minn var á gangi
með vini sínum hér fyrir utan bæ-
inn. Þeir gengu samhliða, en
skyndilega fær vinur hans skot í
höfuðið og liggur dáinn í götunni.
Hinn hljóp inn í næsta hús, en
hermennirnir hlupu á eftir hon-
um, drógu hann út, börðu með
kylfu í höfuðið. Börðu hann síð-
an á skrokkinn með stórum
planka, handjárnuðu síðan og
settu í fangelsi í 2 daga. Meðan á
umsátrinu stóð vorum við ljós-
lausir og allslausir í 30 daga. Við
fundum að við gátum vel haldið
út eitt ár í viðbót ef því er að
skipta. Við höfum engu að tapa.“
Annar maður:
„Hér í nágrenninu var 45 ára
maður, 4 barna faðir, drepinn
með skoti í höfuðið, þar sem
hann stóð álengdar og var að
horfa á óeirðir. I fréttum var sagt
að þetta hefði verið tvítugur mað-
ur og að hann hefði verið að kasta
bensínsprengju.“
Læknir úr bænum Efraím sem
þarna var staddur:
„Þeir grófu tvo bræður í jörð
hér skammt frá þannig að aðeins
andlitin stóðu uppúr og spörkuðu
í þá. Síðan drógu þeir þá upp og
tvíbrutu á þeim handleggina. Ég
hef líka fengið staðfest að her-
mennirnir hafi brennt ungan
mann í ofni hér skammt frá og
kastað síðan líkinu í kalt vatn. Ég
veit ekki hvort sagan af barninu
sem kastað var úr þyrlu er sönn,
en hún er ekki ótrúlegri en margt
annað sem ég hef séð... Eitt get
ég líka sagt þér, að sjúklingar
mínir hér, þeir hafa ekki efni á að
borga læknisþjónustu ef eitthvað
abi færð þú enga þjónustu á
sjúkrahúsunum hér nema þú
greiðir fyrirfram...."
Bóndi á torginu: „Og sért þú
arabi er þér bannað samkvæmt
lögum að bora eftir vatni. Vatnið
skiptir öllu máli við landbúnað-
inn hér. Sérðu þorpið þarna uppi
á hæðinni? Þetta er nýlenda gyð-
ingalandnema. Þeir taka landið
okkar og þeir taka vatnið frá okk-
ur. Gyðingur sem býr í New York
hefur meiri rétt á vatninu okkar
og landinu okkar heldur en
við...“
Á leiðinni frá Kafir Malik
mættum við mörgurn herjeppum
sem voru á eftirlitsferðum um
sveitirnar. Landslagið þarna koin
kunnuglega fyrir sjónir. Það var
sama landslagið og ég hafði séð á
biblíumyndunum sem mér voru
gefnar þegar ég gekk til prests
sem barn. Fjárhirðarnir litu
meira að segja eins út og hirðarn-
ir á Betlehemsvöllum. Enda eru
þetta heimahagar Krists og bibl-
íulegir sögustaðir í hverju þorpi.
En eitthvað hafði breyst. Það var
uppreisnarástand í Landinu
helga.
Daginneftirfórum viðá Gaza-
svæðið. Ég átti erfitt með að
ímynda mér það á þessari stundu
að næsti dagur yrði ennþá erfið-
ari. En sú varð raunin. Meira um
það á miðvikudaginn kemur.
-ólg
Ungur piltur í bænum Kafir Malik á Vesturbakkanum sýnir okkur stoltur teygjubyssuna sína sem hann notar
til þess að skjóta steinvölum að ísraelskum hermönnum. Ljósm. ólg.
Intifada - uppreisn í landinu helga Intifada - uppreisn í landinu helga Intifada - uppreisn í landinu helga Intifada - uppreisn í landinu helga Intifada - uppreisn í landinu