Þjóðviljinn - 01.07.1988, Page 14
UM HELGINA
TONLISTIN
Árbœjarsafn, Dillonshús, Kolbelnn
Bjarnason leikur tónlist eftir Georg Ph,
Telemann á barrokk-flautu á
sunnudaginnkl. 15:00.
Duus-hús, kvartett Tómasar
Einarssonar spilar í Heita Pottinum á
sunnudags- og mánudagskvöld og
hefjast tónleikarnir kl. 21:30 baeði
kvöldin.
Skáíholtskirkja, árleg röð
sumartónleika i kirkjunni hefjast um
helgina. Á morgun kl. 15:00 flytur
Jósef Ka-Cheung-Fung einleiksverk
fyrir gftar. T ónleikarnir hefjast á 17.
aldarverkumeftir J. DowlandogM.
Praetorius, síðan tekur við Prelúdía,
Fúgaog AllegroíD-dúreftirJ.S. Bach.
Þar að auki flytu r Jósef verk sem hann
samdi nýlega og nefnir Moment for
Solo Guitar, og tónleikunum lýkur með
Nocturnal eftir Britten.
Kl. 17:00 ámorgunogkl. 15:00 á
sunnudag flytja Camilla Söderberg,
Helga Ingólfsdóttir, Marta
Halldórsdóttir, Ólöf S. Óskarsdóttirog
Sverrir Guðmundsson sónötu eftir
Vivaldi, sónötu og tvær kantötur eftir
G.P. Telemann, og Divertimentoeftir
Bonancini.
MYNDLISTIN
Alþý&ubanklnn, Akureyri, í dag er
síoasti dagur kynningarinnar á verkum
Samúels Jóhannssonar. Á sýningunni
eru verk unnin 1987-88,7 teikningar
unnar með bleki á pappír og 5 akrilverk
unninástriga.
Ásgrfmssafn, Bergstaðastræti 74, er
lokað um óákveðinn tíma vegna
viðgerða.
Bllndrabókasafn fslands, Hamrahlíö
17, sýning á snertilist eftir Órn
Þorsteinsson. Sýningin stendurtil 1.
ágúst, bókasafnið er opið alla virka
idagakl. 10:00-16:00.
Gallerf Borg, Pósthússtræti 9, sýning
áverkum semgalleríið hefurtil sölu
eftirgömlu íslensku meistarana. Skipt
verðurum verk reglulega ásýningunni
sem standa mun í sumar. Galleri Borg
er opið virka daga kl. 10:00-18:00, og
kl. 14:00-18:00 um helgar.
Grafíkgalleríið, Austurstræti 10,
kynning á grafíkmyndum Daða
Guðjörnssonarog keramikverkum
Borghildar Óskarsdóttur. Auk þess er
til sölu úrval grafíkmynda eftir fjölda
listamanna. Galleríið er opið virka
dagakl. 10:00-18:00.
Mokka, Davíð Þorsteinsson sýnir
Ijósmyndir teknar af gestum og
starfsfólki Mokka á undanförnum
árum.
Gallerí Gangskör, verk
Gangskörunga eru til sýnis og sölu í
galleríinu sem er opið kl. 12:00-18:00
þriðjudaga til föstudaga.
Gallerf Svart á hvftu, Laufásvegi 17
(fyrirofan Listasafnið), hollenska
listakonan Saskia de Vriendt sýnir
málverk og grafik. Sýningin stendur til
3. júll, galleríið er opið alla daga nema
mánudagakl. 14:00-18:00.
Glugginn, Glerárgötu 34, Akureyri,
Margrét Jónsdóttir og Rósa Kristín
opna sýningu á keramik og textil á
morgunkl. 17:00. Sýninginstendurtil
10. júlí og er opin alla daga nema
mánudagakl. 17:00-21:00.
Hafnargallerí, Hafnarstræti 4,
sýningu á textilverkum Margrétar
Adolfsdóttur lýkur í dag. Á morgun
opnarfinnska listakonan Solveig
Jakas sýningu á rnyndvefnaði.
Sýningin stendur til 10. júlí, galleríið er
opið á opnunartíma verslana.
Kjarvalsstaðir, Maðurinn í forgrunni,
sýning á íslenskri fígúratíf list frá
árunum 1965-1985, Sýningin semer
einn af dagskrárliðum Listahátíðar
1988, stendur til 10. júlí og er opin alla
dagavikunnarkl. 14:00-22:00.
Ustasafn ASI, Grensásvegi 16.
Fjórar kynsióðir, sjálfstætt tramlag
Listasaf nsins til Listahátiðar 1988 og
sumarsýning safnsins. Á sýningunni
eru um 60 málverk eftir á fjórða tug
listamanna, og spanna þau tímabilið
frá fyrsta áratug þessarar aldar f ram á
síðustu ár. Sýningin stendur til 17. júlí,
og er opin aila virka daga kl. 16:00-
20:00,ogkl. 14:00-22:00 umhelgar.
Listasaf n Einars Jónssonar, er opið
alladaga nemamánudagakl. 13:30-
16:00. Höggmyndagarðurinneropinn
daglegakl. 11:00-17:00.
Eden, Hveragerði, Rikey
Ingimundardóttir sýnir málverk og
postulín.
Bókasafn Kópavogs, í dag hefst
málverkasýning Bjarna
Sigurbjörnssonar í listastofu safnsins.
Á sýningunni sem stendur til 31. júlí
eru tíu olíumálverk, öll máluð á þessu
ári. Listastofan er opin á sama tíma og
Greiöslur almennings
fyrir læknishjálp og lyf
(skv. reglugerð útg. 22. jún! 1988)
1. Greiöslur hjá heimilislækni og heilsugÆslulÆkni
165 kr. — Fyrir viðtal á stofu læknis. Innifalin er ritun lyfseðils.
300 kr. — Fyrir vitjun læknis til sjúklings.
Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling. um viðbótargjald, nema
vegna iyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér.
2- Greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp, rannsóknir
og röntgengreiningu
550 kr. — Fyrir hverja komu til sérfræðings.
185 kr. — Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrstu 1 2 skiptin hjá sérfræðingi á hverju almanaksári, síðan ekkert.
(Sjá nánar hér að neðan).
Aldrei má krefja sjúkling um nema eina greiðslu fyrir hverja komu ásamt rannsökn/röntgengreiningu í fram-
haldi af henni. Til nánari skýringar er eftirfarandi tafla:
Greiðslur almennings fyrir sérfræðilæknishjálp, nokkur dæmi.
Skýringar: Taflan lesist frá vinstri
til hægri og sýnir samskipti við
a.m.k. tvo lækna. Dæmi 4: Sjúkl-
ingur leitar til heimilislæknis og
greiðir þar 165 kr. Heimilislæknir
vísar síðan sjúklingi til sérfræð-
ings, og þar greiðir sjúklingur 550
kr. Þessi sérfræðingur sendir
sjúkling í röntgengreiningu, og
þarf sjúklingur ekki að greiða
sérstaklega fyrir hana, þar sem
hún er í beinu framhaldi af komu
til sérfræðings.
Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling um viðbótargjald, nema
vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér.
TAFLA
Aðgerð hjá
sérfræðingi
Svæfing/deyfing
hjá sérfræðingi
Allir eiga að fá kvittanir fyrir greiðslum sínum hjá sérfræðingum.
Elli- og örorkulífeyrisþegar, sem leggja fram hjá sjúkrasamlagi sínu kvittun fýrir 12 greiðslum á sérfræði-
iæknishjálp á sama ári, fá skírteini, sem veitir þeim rétt á þessari þjönustu ökeypis það sem eftir er ársins.
3. Greiöslur fyrir lyf
440 kr. — Fyrir lyf greidd af sjúkrasamlagi.
140 kr. — Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrir lyf greidd af sjúkrasamlagi.
Eitt gjald greiðist fyrir hvern 1 00 daga lyfjaskammt, eða brot úr honum.
Gegn framvísun sérstaks lyfjaskírteinis í lyfjabúð fást ákveðinn lyf,
við tilteknum langvarandi sjúkdómum, ókeypis.
Læknar gefa vottorð til sjúkrasamlags í þeim tilvikum,
sem réttur á skírteini kann að vera fyrir hendi.
Greiðslur þessar gilda frá og með 1. júlí 1988.
bókasafnið, kl. 9:00-21:00, mánudaga
til föstudaga.
FÍM-salurinn, Garðastræti 6, sýning á
silkimyndum Myriam Bat-Yosef.
Sýningin stendur til 10. júll og er opin
daglega frá kl. 14:00-19:00.
Listasafn Islands, Sýning á verkum
Marc Chagalls og sýningin Norræn
konkretlist 1907-1960 enj opnaralla
dagakl. 11:00-17:00. Sýningin
Norræn konkretlist stendur til 31. júlí,
og sýningin á verkum Chagalls til 14.
ágúst. Kaffistofa Listasafnsinseropin
á sama tíma og sýningarsalirnir.
Norræna húsið, seinni
Listahátíðarsýning Norræna hússins,
sýning á verkum sænsku
listakonunnar Lenu Cronqvist í
sýningarsölum í kjallara hússins.
Sýningin stendur til 10. júlí, og er opin
daglegakl. 14:00-19:00.
Anddyri: Sýning ágrafíkmyndum og
teikningum bandaríska listamannsins
Thomas George. Myndefnið er
aðallega sótt í náttúru Noregs.
Sýningin stendur til 3. júlí og er opin kl.
12:00-19:00 á sunnudögum, en frá kl.
9:00-19:00 aðradaga.
Safnahúsið, Sauðárkróki, samsýning
5 ungra listamanna, þeirra Grétu
Sörensen, irisar Elfu Friðriksdóttur,
RagnarsStefánssonar, Ragnheiðar
Þórsdótturog Sólveigar
Baldursdóttur. Á sýningunni sem
stendurdagana2.til 10. júlíeru
skúlptúrar, teikningar, málverk,
textilverk og verk unnin í leður.
Safnahúsið er opið virka daga kl.
16:00-21:00,ogkl. 14:00-22:00 um
helgar. Sýningin var áður í Glerárkirkju
áAkureyri.
Veitingaskálinn Þrastalundi,
Guðrún Einarsdóttirsýnir 14
olíumálverk. Sýningin stendurtil 11.
júlí og er veitingaskálinn opinn til kl.
23:30 alla daga.
Viðey, skáli Hafsteins
Guðmundssonar, myndlistarsýning
Rósu Ingólfsdóttur. Á sýningunni er
hægt að hlusta á Ævar Kjartansson
lesa ágrip af sögu Viðeyjar i gegnum
aldirnar af segulbandi. Sýningin
stendurtil 17. júlíog eropin virkadaga
kl. 11:30-16:30, og kl. 13:00-18:00 um
helgar. Aðgangurerókeypis, útiViðey
má komast með báti Viðeyjarferða frá
Sundahöfn.
Þjóðminjasafnið, Bogasalur, sýning
á verkum W.G. Collingwoods (1854-
1932). Sýningin er opin alla daga
nema mánudaga kl. 11:00-16:00, og
stendurtil lokaseptember.
Bókakaffi, Garðastræti 17.
Ljósmyndasýning Halldórs
Carlssonarog Þóru Vilhjálmsdóttur
stendurtil 9. júlí. Bókakaffiðeropið
daglega kl. 9:00-19:00.
LEIKLISTIN
Inferno 5, á morgun kl. 19:00 flytur
gerningaþjónusta Infemo 5
helgileikinn Chrysokolla á Draghálsi.
Sýningin hefst að loknu sumarblóti
Ásatrúarmannaog eru allirvelkomnir.
Ferðaleikhúsið, Tjarnarbíói, sýningar
á Light Nights eru fjögur kvöld í viku, kl.
21:00, fimmtudaga til sunnudaga.
Leiksmiðjan ísland, i fyrrverandi
málmsteypu vélsmiðjunnar Héðins v/
Vesturgötu, Þessi... þessi maður, í
kvöld og sunnudagskvöld kl. 21.00.
HITT OG ÞETTA
Féiag eldri borgara, opið hús á
sunnudaginn, í Goðheimum, Sigtúni 3.
Kl. 14:00, frjálst spil og tafl, dansað kl.
20:00-23:30. Athugið að skrifstofa
félagsinseropinkl. 10:00-14:00frá 1.
júlítii 2. ágúst.
Kramhúsið, ámorgunkl. 15:00ogkl.
18:00 verða danssýningar í
Kramhúsinu. Sýningarnar eru
afrakstur alþjóðlegs dansnámskeiðs
og verður meðal annars sýndur
nútímadans, djassdans, stepp, tangó
og kóreógrafísk vinna. Frumfluttur
verður nútímadjassdans eftir Adrianne
Hawkins við nýtt tónverk eftir Eyþór
Amalds. önnur verk eru samin af
dönsurunum Christian Polos, önnu
Haynes Keith Taylor og Alexöndru
Prusa. Aðgöngumiðar og
miðapantanir í Kramhúsinu í símum
15103 og 17860.
Árbæjarsafn, ný sýning um Reykjavík
og rafmagnið er í Miðhúsi (áður
Lindargata 43a). Auk þess er uppi
sýning um fornleifauppgröftinn I Viðey
sumarið 1987, og „gömlu"
sýningarnar eru að sjálfsögðu á sínum
stað. Safnið er opið alla daga nema
mánudaga kl. 10:00-18:00. Leiðsögn
umsafniðerkl. 14:00ávirkumdögum,
og kl. 11:00 og 14:30 um helgar.
Veitingar i Dillonshúsi kl. 11:00-17:30,
létturhádegisverðurframreiddurkl.
12:00-14:00.
Hana nú, Kópavogi, lagt upp í
laugardagsgöngunafrá Digranesvegi
12, kl. 10:00 (fyrramálið. Verið með í
bæjarröltinu í skemmtilegum
félagsskap, samvera, súrefni, hreyfing
og nýlagað molakaffi.