Þjóðviljinn - 21.07.1988, Side 14

Þjóðviljinn - 21.07.1988, Side 14
 I DAGi Æskan Barna- og unglingabóka- flóran var ekki sérlega fjölsk- rúöug þegar ég var aö alast upp, miðað viö þaö sem hún er oröin nú. Þó man ég eftir fá- einum bókum sem mér áskotn- uðust og þótti fjársjóður. Þessi kver voru yfirleitt ekki í bandi og uröu því ekki ýkja langlíf nema í minningunni. Ég man eftir tveimur barna- og ungiinga- blöðum sem ég sá þó ekki aö staðaldri. Annað hét Unaa ís- land, hitt Æskan. Unga Islandið mun fyrir löngu hætt að koma út, að því er ég best veit. En Æskan erenn í fullu fjöri og meira en það, þótt hún sé að nálgast níræðisaldurinn. „Hér kvaddi lífið sér dyra og nú er það farið", sagði Jón prófessor Helgason. Hvaðætli þau séu mörg orðin, blöðin og tímaritin hér á landi sem kvatt hafa dyra á æviskeiði Æskunnar en eru nú farin? En Æskan lifir enn góðu lífi og eflist raunaralltaf með aldrinum. Aldur hennar sýnir að hún hefur ávallt átt brýnt erindi við æskufólk og áreiðanlega ekki síður nú um stundirenáður. Meðan rúmbetra var hér í blaðinu hafði ég oft þann hátt- inn á að geta Æskunnar lítillega um leið og nýtt tölublað kom út. Nú er það liðin tíð og vonandi geldurÆskan þess í engu. Hér skal nú aðeins drepið á efni þesstölublaðssem mérbarst síðast í hendur, enda má segja að í meginatriðum sé það þver- skurður af þeim tölublöðum sem út hafa komið að undan- förnu. í grófum dráttum má skipta efninu ífjóra þætti. Eru það þá fyrst viðtöl og greinar. „T ak- markið á Olymípuleikunum er verðlaunasæti og heimsmet" nefnist viðtal við Hauk Gunn- arsson, frjálsíþróttamann. Þá er viðtal við Jónas Óskarsson sundmann, „íþróttaiðkun er okkurafarmikilvæg". Þáerogí poppþættinum viðtal við Björk „sykurmola" Guðmundsdóttur. ígreininni „Margskonar pabb- ar“ segirfrá ýmsum feðrum í dýraríkinu. Svo koma sögurnar. Höfundar þeirra eru: Rán Arn- heiðardóttir 15 ára, Iðunn Steinsdóttir, Guðbergur Aðal- steinsson, Sigríður Vigdís Jónsdóttir8ára, HelgaGunn- arsdóttir 12 ára, Sigvaldi Ingi- mundarson og svo náttúrlega Hakon Aasnes með Bjössa Bollu. Þáeru þaðföstu þætti- rnir: Popp-, Vísinda-, Skáta- þættirnir og Æskupósturinn. Sveinn Björnsson skrifar um íþróttirog Helgi Seljan „Um- ferðasögu frá löngu liðinni tíð“. Og svo svarar Ragnhildur Gísl- adóttirspurningum aðdáenda. Undir „Ýmislegt" má svoflokka Ijósmyndasamkeppni, teikni- myndasögu, myndagetraun, spurningaieiki, bréffrá lesend- um ofl. í sem stystu máli: Æsk- an erfræðandi, skemmtandi og ákaflega vel og smekklega úr garði gerð á alla lund. - mhg. ídag er 21. júlí, fimmtudagur ífjórt- ándu viku sumars. Aukanætur, önnuraf fjórum milli sólmánaðar og heyanna. 203. dagurársins. Sól kemur upp i Reykjavík kl. 3.59 en sest kl. 23.06. Tungl vax- andiáfyrstakvartiii. Viðburðir Dáinn Sigurður Breiðfjörð 1846. Neil Armstrong stígur fyrstur mannafætiátunglið1969. Þjóð- hátíðardagurBelga. UM ÚTVARP & SJÓNVARP^f Dýralíf í Afríku Sjónvarp kl. 20.35. löglegar veiöar tillitslausra Líklega vita flestir að megin- manna og búsetusókn inn á þau hluti Afríku er háslétta. Meira en landsvæði sem áður voru örugg helmingur álfunnar, eða um 60% heimkynni dýranna, en þau eru liggur í meira en 370 m hæð yfir einkum hálöndin, skógarnir og sjó. Hið villta dýralíf Afríku er savannar. í kvöld sýnir Sjónvarp- ákaflega fjölbreytt. Sumar teg- ið breska náttúrulífsmynd um undir eru þó í útrýmingarhættu lífshætti nokkurra afrískra-dýra- og kemur einkum tvennt til: Ó- tegunda af drekakyni. - mhg. Svall í Singapore Stöð 2, kl. 22.00. Myndin gerist í Singapore árið 1971. Bandaríkjamaður nokkur Jack að nafni, líklega heldur ópr- úttinn braskari svo sem stundum vill verða með athafnamenn af þeirri gerð, hefur náð einhverj- um viðskiptatengslum við kín- verskan verksmiðjueiganda. Jack karlinum sem er fremur frá- bitinn því að lifa nokkru sultar- lífi, þykir viðskiptin við þann kín- verska gefa heldur lítið í aðra hönd. Til þess nú að komast bet- ur af hugkvæmist honum að stofna vændishús. Og það skyldi ekki vera nein ruslakompa held- ur hið fínasta sinnar tegundar á gjörvallri jarðkringlunni. En öfu- ndsýkin er alltaf söm við sig og þegar undirheimalýðurinn sér hvað þessi „atvinnurekstur“ gengur glimrandi, kostar hann alls kapps um að koma Jack ves- alingnum á kaldan klaka. Vænd- ishúsið er rústað og eigandanum misþyrmt. En Jack lætur hvergi deigan síga og hefst handa á ný við starfsemi, sem kannski er ekki í sem fyllstu samræmi við lög og reglur. - mhg. Tónlistarkvöld Rás 1, kl. 20.15 og 23.00. Einn liðurinn á Listahátíðinni voru pólskir tónleikar sem fram fóru í Háskólabíói 5. júní sl. Þeim verður nú útvarpað í kvöld. Flyt- jendur eru: Fflharmóníusveitin í Poznan og Fflharmóníukórinn í Varsjá, Barbara Zagorzanka sópran, Jadwiga Rappé messó- sópran, Andrzej Hiolski bariton og píanóleikarinn Pjotr Palecsny. Stjórnandi: Wojciech Michniew- ski. Á efnisskránni eru: a) „Choralis“ eftir Jón Nordal, b) Píanókonsert nr. 1 eftir Fréderic Chopin, c) Pólónesa op. 53 í As- dúr eftir Fréderic Chopin, d) „Stabat Mater“ eftir Carol Szym- anowski. Kynnir er Ásgeir Guð- jónsson. En meira er í pokahorninu því að í Tónlist á síðkvöldi kl. 23.00 fáum við að heyra: a) Fiðlukons- ert eftir Leif Þórarinsson, Einar G. Sveinbjörnsson leikur með Sinfóníuhljómsveit íslands, Kar- sten Andersen stjórnar, b) „Hjakk“ hljómsveitarverk eftir Atla Heimi Sveinsson. Sinfóníu- hljómsveit íslands leikur, Paul Zukofsky stjórnar, c) „Galdra- Loftur“ hljómsveitarverk eftir Áskel Másson. Sinfóníuhljóm- sveit íslands leikur, Páll P. Páls- son stjórnar, d) „Canto eligiaco" fyrir selló og hljómsveit eftir Jón Nordal. Einar Vigfússon leikur með Sinfóníuhljómsveit íslands. Bogdan Wodiczko stjórnar. - mhg. GARPURINN KALLI OG KOBBI Hvert á að fara? Vonandi ekki í útilegu eins og Það er ekkert gaman aö liggja í svefnpoka á grýttum bala, kaldur og stirður; suðandi moskítóflugur, ekkert sjónvarp og eintómur dósamatur. Hleypið mér bara út hérna og ég puttast heim. Svo sjáumst við eftir fríið, ha? FOLDA 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. júlí 1988 \

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.